Morgunblaðið - 25.03.1917, Síða 4

Morgunblaðið - 25.03.1917, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ er vér viljum. Ef þau sitja hlutlaus hjá, þá gera þau það einungis vegna þess, að þau sjá sér hag í því. Það er víst óhætt að fullyrða, að flestir eða allir hinna gætnari Þjóð- verja munu hafa verið á sama máli og Naumann, þegar þessi grein var rituð. En nú er annar andinn í þeim. Nú eru flestir á þeirri skoð- un, að betra sé fyrir Þýzkaland að brjóta af sér vináttu Bandaríkjanna, heldur en að kynoka sér við að beita kafbátunum til hins ítrasta. Þeir þykjast geta sigrað Breta með kaf- bátahernaðinum, og takist þeim það, þá er hætt við að litið verði um varnir af hálfu hinna bandamanna, hvernig sem fer um Bandarikin. Huldmaðurinn í ,Vísi‘. Þann 13. þ. m. skrifar »áhorf- andi« grein í Vísi er á að vera svar gegn grein þeirri er eg reit i Morgun- blaðið fyrir skömmu, og þó hún sé að sumu leyti slettur til mín, og lýsi framhaldandi heigulshætti hans, ætla eg þó ekki að öllu leyti að samþykkja hana sem hæstaréttar- dóm. Þar stendur meðal annars: »Ef einhver sérstakur maður er nafngreindur, eða það gefið í skyn hver ódæðið hefir framið, þá liggur beint við að höfða mál gegn blaðinu, sem birti frásöguna, ef maðurinn veit sig saklausan.« Eg ætla nú ekkí að slá »á’iorf- anda« með neinum svigurmælum um vit hans eða samvizkuleysi; heldur athuga þessa klausu eins og hún kemur fyrir. »Áhorfandi« segir: »Þa liggur beint við að höfða mál gegn blað- inu.« Hver á að höfða mál, sá sem skrifaði greinina, eða sá sem mis- þyrmdi skepnunni ? Á víst að vera sá sem »áhorfandi« segir að verkn- aðinn framdi, og enn standa þessi orð: »ef maðurinn veit sig sak- lausan« hvort það er nú »áhorf- andi« eða hinn er ekki skýrt. Eg geri ráð fyrir að varmenska við skepnur sé ekki borin á neinn þann er ekki er valdur að henni, og að þeir sem um þetta skrifa segi satt og rétt frá, en hlaupi ekki í blöðin með níð og þvaður bara að gamni sínu, eða af löngun til að skrifa eitthvað. Þessi vamagli »áhorfanda« virðist því nokkuð kynlegur og gefur ótví- rætt í skyn að ekki sé altaf að marka þó á einhvern sé borið að hann hafi misþyrmt skepnum. Fer þá að verða skiljanlegt þó »áhorfandi« láti ekki nalns síns getið. »Ahorfandi« segir: »að enginn sérstakur finni sig meiddan;« það er satt. En af því áður umgetnar níð- greinar eiga oftast við ökumenn í Reykjavík, þá eru þeir allir, blátt áfram níddir og bornir óhróðri. Eg þekki þar fjölda ökumanna og get með ánægju borið þeim það, að þeir nær undantekningarlaust eiga fallega hesta og vel útlítandi og brúka þá með gætni og varúð. Þessir menn eru ekki undan- skildir og fá því sinn hlut af hinu nafnlausa kjaftaþvaðri. Sakiausum og sekum er því gert jafn hátt undir höfði af þessutn skúmaskots-dánumönnum. Enn segir »áhorfandi«: »að þeir (d: á'norfendur) séu ekki gírugir í að koma öðrum í bölvun.« Eg hef hvergi skrifað um að koma neinum í bölvun. En það hef eg sagt að kæra ætti þá rnenn er staðn- ir eru að illri meðferð á skepnum. Hefi eg þar allan fjöída hugsandi manna með mér og þó einhver yrði sektaður, eða fengi einfalt fangelsi, get eg ekki álitið honum það neina »bölvun« heldur mátulegt hrís. Að vitni vanti svo tilfinnanlega á Reykjavíkur-götum er ótrúlegt. Fáir eru þar á svo nraðri ferð að ekki meigi vera að staldra við ef eitthvað sögulegt ber fyrir augu, og er því sú ástæða hjá »áhorfanda« lítils virði. Áhorfandi bætir við: »þeir kjósa kanske heldur að vanda um það við manninn munnlega.« Er það að vanda um við manninn munnlega að bera það á heila sétt manna í opinberu blaði, að einhver og ein- hver af þeim hafi farið svo illa með hesta að varði við lög ? Eg held mig því við það er eg hef áður sagt að menn ætti alls ekki að bera það upp á mann eða menn, sem ekki er þorað að standa við, og þó það sé því miður oft gert hér á landi að lasta menn og málefni í nafnlausum blaðagreinum, þá er það jafn svívirðilegt fyrir það, og þeir sem það gera eru altaf meiri eða minni heiglar, en heigulsskap- ur er verri en yfirsjónir. Síðast segir »áhorfandi« : »hvort menn setja nöfn undir greinarnar skiftir engu máli.« Þar er eg á alt öðru máli, því að við það að skrifa með nafni fengist fljótt vissa fyrir þvf, hvort áburður- inn væri réttur eða rangur og menn yrðu vandari að þvi hvað þeir segðu og skrifuðu um náungann; væri þá mikið unnið. Að lokum læt eg þess getið, að eg svara ekki þessum huldumanni aftur, og ef hann ekki veit hvar eg á heima, þá er mér engin launung á því. Lqqert Guðmundsson. Hólmi. V. óy. Hinn 23 janúar sló í orustu milli þýzkra og brezkra tund- urspilla í Norðursjó og kom þýzki tundurspillirinn »V. 69« inn til Ymuiden mjög laskaður og með marga menn fallna og særða. Um miðjan febrúarmánuð kom þýzkur togbátur til Ymuiden til þess að sækja hann. Komu þeir báðir heilu og höldnu til Ems eftir nokkra daga. Um kafbátahernaðinn. Þýzkar áætlanir. Jafnframt þvi, að Þjóðverjar hófu hinn ótakmarkaða kafbátahernað sinn, lét von Capelle yfirflotaforingi Þjóð- verja, birta áætlanir um það hverjar líkur væru til þess að hægt væri að svelta Breta. Eru þær áætlanir teknar hér eftir »Lokalanzeiger« : Allur skipastóll Breta er áætlaður 20 rnilj. smálesta og skiftist hann þannig: Tii hernaðarþarfa 8.600 000 smál., til strandíerða 500.000 smál., í viðgerð 1.000 000 srnál, í sigl- ingum fyrir bandamenn Breta 2.000. 000 smál. Til flutninga handa sjálfum sér hafa Bretar því JÍmesta lagi« 8.600.000 smál. skipastól. Á timabilinu júlí—sept. 1916 sézt það á siglingaskýrslum Breta, að þeir hafa að eins haft 6.750.000 smál. skipastól í förum fyrir sig landa í milli. Þar við bætast 900.000 smál. skipa, sem Bretar hafa geit upptæk og 3.000.000 smál. hlutlausra skipa, og sézt á því að Bretum veitir ekki' af að hafa 10.650.000. smá!. skipa- stól í förum fyrir sig landa í milli. »Lokalanzeiger« gerir ráð fyrir því, sem lika hefir orðið raunin á, að innflutningar frá Norður-Ameríku mundu verða litlir í febrúarmánuði og segir svo: Bandamenn hafa eigi nægar mat- vælabirgðir nema því að eins, að þeir geti náð til sín hveitinu frá Ástralíu. Fyrir hverjar hundrað þús. smálestir skipa, sem eigi verða höfð í förum, eða er sökt, fara Bretar á mis við 240.000 smál. af hveiti — eða hálfsmánaðarforða. Kolaframleiðsla Breta var 287 milj. smál. árið 1913. Árið I9i4varhún 265 milj. smál. og árið 1915 253 milj. smál. En á sama tíma hefir kolaeyðsla þeirra sjálfra aukist um 11 milj. smál. og er það auðvitað aðal- lega að kenna þörfum flota og hers. Þarfirnar hafa nú aukist um 1.250.000 smál. á mánuði, en framleiðsluna hefir eigi verið hægt að auka nema um 1 milj. smál. frá því sem var árið 1915. Árið 1913 fluítu Bretar út 73.500.000 smál. en 1916 hefir útflutningurinn áreiðanlega ekki verið meiri en 40 milj. smál. Af þessu leiðir að tilfinnanlegur skortur hefir orðið á kolum í Frakklandi og Ítalíu þar sem þeim lnndum er nú varnað þess að fá kol frá Þýzkalandi. Auk þess á skipaskorturinn sinn þátt í því. Enn ber þess að gæta að kol- in eru tíundi hlnti af útflutningsvörum Breta, og er mikils um vert fyrir þá að það geti haldist, eigi að eins af fjárhagslegum ástæðum, heldur einn- ig til þess að Bretar geti haft hlut- lausar þjóðir á bandi sínu. Af þessu leiðir aftur það, að Bretar eru í öng- um sínum út af öllu kolamálinu. í öllum löndum er dýrtíð og þröngt í búi. England pæyðist til þess að láta helmingi fleiri skip flytja hveiti — hina nauðsyulegustu vöru — og það er efasamt, hvcjrt bandamenn’ hafa. nú þegar nægan skipastól til þess að annast sigling- ar fyrir sig þangað til þeir fá nýja uppskeru. Bretar fá 60 % af smjöri sínu frá Danmörku og næstum alt sitt smjör- líki frá Hollandi. Ef smjörflutning- arnir frá Danmörku teppast alveg og Hollendingar senda þeim helm- ingi minna smjörlíki heldur en áður, þá verður þegar í s.að viðbitsskort- ur í Bretlandi. En sé nú tekið tillit til þess, sem er meira um vert, þar sem er her- gagna- og hrávöru-flutningur frá Ameríku til Bretíands, þá getum vér nú stöðvað hann að nokkru leyti, Eu hvað sem um það er, þá er þar ó íku saman að jafna, þar sem er kafbátahernaður Þjóðverja og sú hjálp sem Bretar fá frá Bandarikjun- um. Lán, lánstraust, greiðslur og alt þess háttar kemur eigi. að nein- um notum, þegar innflutningar eru teptir. Og skort þann, sem þá verð- ur, er ekki.hægt að bæta með gulli né gulls ígildi. Hlutlausu þjóðirnar líta auðvitað á málin frá sínu sjónarmiði og þær hafa séð það, að þær hafa meira að óttast af Bretum heldur en Þjóð- verjum. Þetta er þegar Ijóst. Vér getum ekki unnið bug á hatri því, stríðið er hefir skapað, með því að taka of mikið tillit til annara. En í stað vináttu getum við sýnt virðingu. Og heimurinn hefir altaf beygt sig fyrir sigri hins sterka. Þjoðverjar oy U.S.A. Þegar það fréttist til Ameríku, að þýzku yfirvöldin í Bryssel hefðu skipað ameríkska sendiherranum þar Mr. Whitlock, að draga niður fána Bandaríkjanna af byggingu sendi- herrans, fyltust menn afskaplegri gremju. Blöðin birtu bituiyrtar greinar í garð Þjóðverja og ávítuðu mjög Wilson forseta fyrir aðgerðaleysi og hálfleik í þessari þrætu við Þýxka- land. M. a. segir stórblaðið »Thé World«: — Ameríksk skip þora eigi að láta úr höfnum, því að þau eiga það á hættu að þeim verði sökt fyrirvara- laust af þýzkum kafbátum, og að farþegar og skipverjar drukni. Geymsluhús við höfnina eru öll full af vörum, sem ekkert komast vegna siglingateppunnar. Mikið af vörum hefir skemst, af því að þæf þola ekki að geymast. Járnbrautar- félögin eru í vandræðum með vagna, því vagnar þeirra standa fullir af vörum, sem ekki er hægt að koma fyrir í húsunum. Þjóðverjar gera Bandaríkjutium meira tjón með þessu, en þeir gætu gert með ákaf' asta kafbátahernaði. Margir Banda- ríkjaþegnar eru í haldi í Þýzkalandi, þrátt fyrir öll loforð yfirvaldanna um það að láta þá lausa. Og nú ke® ur fregnin um það að Þjóðverjar ha skipað sendiherra vorum að drag niður fána vorn í Bryssel, og 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.