Morgunblaðið - 07.04.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1917, Blaðsíða 1
 Ritstjórnarsími nr 500 Ritstjóri: Viihjálmur Finsen. Gamla Bio Engin sýning: í Gamla Bio fyr en 2. í páskrnn EB"B IMB TJalhatt nafa á Isafoidarprentsmiðja & Oísen lager * Jarðarför konu minnar, Auðbjargar Magnúsdóttur, fer fram i dag og hefst með húskveðju frá heimili mínu, Grettisgötu 5o a, kl. 2 siðdegis. Sigurjón Jóhannsson. Vestmannaeyja- síminn. Vi&gerð ómöguleg að sinni. Síðastliðið laugardagskvöld fór björgunarskipið Geir héðan áleiðis til Vestmannaeyja, til þess að gera við sæsímann milli lands og eyja, sem bilaði í byrjun vikunnar. Með skipinn fóru Forberg landssímastjóri og Smith simaverkfræðingur— senni- lega í þeim tilgangi að koma sím- annm í lag. En tveim dögum áður var Otto B. Arnar símritari sendur landveg austur á Landeyjasand til þess að »mælac bilunina. í gær kl. 11 kom Geir hingað aftur eftir 5 daga útivist og haíði ekki tekist að koma sæsímanum í lag, því hann var bilaður á svo mörgum stöðum. Þeim endanum, sem nær er Landeyjasandi, tókst Geir ekki að ná upp, þrátt fyrir marg-ítrekaðar tilraunir með öllum hugsanlegum tækjum. Geir flutti með sér héðan nokkuð af sæsíma- þræði, en birgðirnar sem landssím- inn hafði fyrirliggjandi hér á staðn- um, voru ekki nægar til þes.5 að bæta símann með. Það kvað vanta rúman kilometer til þess. Það er ekki annað fyrirsjáanlegt en að Vestmanneyingar verði nú sambandslausir fram eftir sumrinu og er það auðvitað mjög bagalegt fyrir þá. En þeir mega að nokkru sjálfum sér um kenna eða þvi, að þeir voru of trúaðir á fullyrðingar landssímastjórans við þiugið 19n, þegar í riði var að koma eyjunum óskeikult loftskeytasamband við Reykjavík. En nú er það sannað, að fullyrðingar hr. Forbergs voru á engu bygðar og afskifti hans af því máli, Vestmanneyingum til litillar blessunar, í bráð, að minsta kosti. Vér áttum tal við kapt. Ungerskov I gær. Tjáði hann oss að siminn lægi yfir hraun á kafla, um 3 kilo- Oietra frá Landeyjasandi. Þar væri síminn slitinn á mörgum stöðum, e& landmegin við hraunið mundi Sveskjur, Húsínur, TJvexfi niðursoðna, Sardinur, Osírur, Leverposíej, 'ITlakaroni, Jlúðíur, Jiahao, Exporí, Tí n e íu r. hann hafa grafist í sandinn, svo að honum yrði ekki náð upp. Kostnað hefir þessi Vestmanr.a- eyjaför Geirs mikinn í för með sér fyrir landssjóð. Landssímastjórinn leigði skipið á 850 kr. á dag, auk kola. Mun Geir hafa eytt um 30 smálestum af kolum í ferðinni og nemur því allur kostnaðurinn frá laugardígskvöldi til föstudagsmorg- uns töluvert á níunda þúsund króna, en kostar sjálfsagt tvöfalt áður en síminn kemst í lag. Vér skulum ekki orðlengja um þetta að sinni. En við tækifæri væri fróðlegt og skemtilegt að lofa alþjóð að sjá, svatt á hvítu, hver voru af- skifti landssimastjórans af Vest- mannaeyjasímanum, bæði áður og eftir að hann varð landssjóðseign. ÞjóBleikhúsið. Umræflufundur Stúdentafélagsins. Þjóðleikhúsið var á dagskrá í Stúdentafélaginu á miðvikudags- kvöldið var, og stóðu umræður um málið fram yfir miðnætti. Indriði EinarsBon skrifstofustjóri var málshefjandi. Rakti hann feril leiklistarinnar hér í bæ alt til þessa dags og benti á þau skil- yrði sem nauðsynleg væru til þess að leikment gæti haidist við í landinu. Taldi hann óhjákvæmi- legt til þessa, að varið væri ár- lega til leikhúsþarfa 24 þús. kr. úr landssjóði og 6 þús. kr. úr bæj- arsjóði. Taldi hann bænum í lófa lagið að ná inn bæjarstyrknum með því að leggja 10% skatt á kvikmyndahúsin, eða réttara sagt allar þær myndir þeirra, sem ekki \æru fræðimyndir. Skemtiskatt- ur er tíðkaður víða um heim, með góðum árangri, og fáir sem sækja kvikmyndasýningar hér mundu láta sig muna um það þó inn- gangseyririnn yrði 10% hærri en nú er. — Skiljanlega þyrftu leik- endurnir að fá þak yfir höfuðið. Nýtt hús kostaði alt að 500 þús. kr. og ókleyft að koma því upp eins og sakir stæðu, vegna erfið- leika sem stöfuðu af ónógum sam- göngum og skorti á byggingar- efni. Og nú mætti búast við að Iðnaðarmannahúsið yrði selt og þá væri úti um sjónleika i bráð. Leikfélagið þyrfti því að tryggja sér húsið en það væri ekki hægt nema stjórnin eða einstakir menn hlypu undir bagga. Til þess að kaupa húsið og laga það svo að það yrði viðunandi leikendum og áhorfendum þyrfti 100 þús. kr. Var málshefjandi ekki úrkula von- ar um að landsstjórnin vildi styðja að þvi, að veitt yrði upphæð þessi að láni með góðum kjörum. Þá talaði Olafur Björnsson rit- stjóri nokkur orð og næstur hon- um Klemenz Jónsson fyrv. land- ritari. Fann hann mjög að sinnu- leysi og áhugaleysi fólks á leik- húsmálinu. Kvaðst oftast hafa farið úr leikhúsinu mjög vei á- nægður við leikendur en óánægð- ur yfir aðbúðinni í salnum. Taldi kjör þau, sem beztu leikendur hér byggju við, hreinustu forsmán, og 4. argangr 153. tð!ubli*ð Afgreiðslusimi nr. 300 Nýja Fordbifreiðin R. E. 27 fæat rávalt til leigu í lengri og skemmri ferðir, fyrir sanngjarna borgun. Bifreið- arstöðin er Kaffihúsið Fjallkonan, simi 322. Karl Moritz, hifreiðarstjóri. Þaulvanur skrifari (Kontorist) óskar eftir atvinnu 2—3 stundir á dag. Ritstj. visar á. bráða nauðsyn á að bæta úr þeim, því annars væri fyrirsjáanlegt að ieikar legðust niður. í sama streng- inn tóku flestir aðrir ræðumenn. Guðmundur Finnbogason doktor fann mjög að húsnæðinu hve Iðnaðarmannahúsið væri í alla staði óhæft til sjónleika og mælti á móti því að farið yrði að verja fé til þess að lagfæra það, því að það gæti aldrei orðið til fram- búðar. Vildi koma upp nýju húsi þegar i stað. Gísli Sveinsson alþm. kvað það ekki láandi þó að sveitaþing- menn yrðu ekki fylgjandi háum fjárveitingum til leikhússbjgging- ar 0g reksturs, fyrst ekki hefði tekist að fá ráðherrana, sem þó ættu að vera betur færir um að skilja nauðsyn leikhússins, en almúgamenn, til að veita málinu fýlgi- Pétur Hjaltested úrsmiður, sem talað mun hafa fyrir hönd Iðnað- armanna lét það á sér skilja, að komast mætti að viðunandi samn- ingum við eigendur Iðnaðar- mannahússins, því að um sölu væri ekkert afráðið enn. Taldi jafnvel ekki ósenniiegt, að húsið yrði lagað eitthvað, ef komist yrði að samningum yfir lengri tima við Leikfélagið. Var fundi Stúdentafélagsins slitið án þess að nokkur ákvörðun væri tekin um málið, en skotið á öðrum fundi og þar kosin fimm manna nefnd til að sjá málinu farborða. Hlutu kosningu i nefndina: Indriði Einarsson skrifstofustjóri, Ólafur Björnsson ritstjóri, Thor Jensen útgerðarmaður, Matth. Þórðarson og Pétur Hjaltested úrsmiður. Umræðurnar snerust mikils til of mikið um atriði, sem litlu varða málið i framtíðinni. En það sem mestu varðar er þetta: Að kjör leikenda séu bætt, og að Leikfé- laginu sé séð fyrir húsnæði. A það skal minst nánar í næstu biöðum Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.