Morgunblaðið - 07.04.1917, Side 2

Morgunblaðið - 07.04.1917, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ '4 Erl. simfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupm.höfn 5. april. Bandaríkjastjórn lætur safna sjálfboðaliönm um alt land. Vopnaða amerískakaup- farinu Aztec heflr verið sökt af þýzkum kafbáti. Bretar sækja fram á vestur-vígstöðvunum og hafa tekið þorpið Crois- elles, um 7 enskar mílur suðaustur af Arras. Eiga þeir nú skamt eftir ófarið til St. Quentin. Danska stjórain hefir lagt löghaid á alt brauð- korn í landinu. öigerð heflr verið tak- mörkuð. Pollux sokkinn? i'i Sú fregn barst hingað með Are að norska Bergensskipinu Pollux, sem áður var hér í förum fyrir Bergens-félagið, hafi verið sökt af þýzkum kafbáti i Norðursjón- um í miðjum fyrra mánuði. 18 manns fórust. Pollux var nú upp á síðkastið í förum milli Bergen og Newcastle. í þessari ferð hafði Pollux tekið allmarga farþega- í Bretlandi, að sögn flest skipverja, af öðrum norsk- um skipum sem sökt hafði verið. Skipstjóri skipsins var Jansen sá sem lengi var á Ploru og inarg- ir hér kannast við. En það er mjög vafasamt hvort hann hefir verið með skipið þessa 'ferð, því að þegar síðast fréttist hafði hann tek- ið sér hvíld um hríð frá sjó- menskunni og dvaldi þá í landi. Roosevelt yfiiherforiugi. 27. marz, nokkrum dögum áður en Bandaríkin sögðu Þýzkalandi stríð á hendur, er brezkum blöð- um símað frá New York, að ef til ófriðar komi, sé afráðið, að Róosevelt verði gerður að yfir- hershöfðingja Bandaríkjahersins, sem til Evrópu verði sendur. í skeytinu er talað um að senda 100 þús. manns mánuði eftir að friðslit verði. Það skyldi nú aldrei koma á daginn, að Roosevelt ætti eftir að tefla fram amerískum hermönrium einhversstaðar á Hindenburglín- unni í Frakklandi! hsfa á lager: Dálítið af álnavöru, Manchetskyrfur, Nærf ðtilSðy og kvenna, Sokka, Húfur, | Vasaklúta, Gúmmíhæla — HandtAskur, Skésvertu. Ofriðarsvæðið stækkar. ' Djóðverjar tilkynua aö þeir ætli sér að hindra all- ar siglirsgar til Rússlamis- í nýkomnum brezkum blöðum er þess getið, að þýzki sendiherr- ann í Kristianíu hafi afhent norsku stjórninni nótu, þar sem til kynt er, að þýzka stjórnin ætli að hindraall- ar siglingar til Rússa, til hafnanna ArchangelogNova Alexándrowsk. Alt svæðið frá austurströnd Græn- lands vestur að Spitzbergen og Suður að landhelgi Noregs, er lýst ófriðarsvæði. Eru öll skip alvarlega vöruð við því að sigla um svæði þetta, þar sem þeim muni að öðrum kosti verða sökt af þýzkum kafbátum. ítilkynning- unni stendur, að kafbátarnir muni ekki sökkva hlutlausum skipum fyr en eftir 5. apríl — en úr því megi þau búast við öllu. Tilkynning þessi virðist benda til þess, að Þjóðverjar hafi nú fleiri kafbátum fram að tefla en þeir þykjast hafa not fyrir við Eng- landsstrendur og' í Atlantshafinu — og má það undarlegt heita ef svo er. Takist þeim að hindra skotfæraflutning til Rússa, þá gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir Rússa. Hafnbann þetta mun fyrst í stað skjóta hlutlausum þjóðum skelk í bringu; siglingar til Rússa kunna að minka eitthvað í bráð. Sem stendur komast engin skip til Ar- changel fyrir ís. Alexandrowsker aftur á móti íslaus höfn, svo að segja rétt á landamærum Noregs og Laplands og hafa Rússar flutt þangað ógrynni af hergögnum sem síðan er flutt á hinni nýju járnbraut til Petrograd, um 700, enskar mílur sunnar. Hjúkrnnarfélag Reykjayíkur. Aðalfundur íélagsins var haldinu í Bárubúð á mánudaginn vnr. For- maður félagsins, Jón Helgason biskup skýrði frá starfi félagsins á síðast- liðnu ári og lagði fram ársreikning. Fjárhagur Hjúkrunarfélagsins er frem- ur þröngur. Laun hjúkrunarkvenna Voru hækkuð í fyrra og samþykt var á fundinum að hækka á ný Iaun hjúkrunarkvenna og vökukvenna. Er það ekki nema sanngjarnt og sjálf- sagt vegna dýrtíðar. En Hjúkruuar- félaginu þyrfti nauðsyniega að bæt- ast nýir félagsmenn til þess að geta haldið áfram sinu góða starfi hér í bænum. Tvær hjúkrunarkonur og eina vökukonu hefir Hjúkrunarfélag Reykjavíkur í þjónustu sinni og lán- ar þær á heimili þar sem veikindi bera að garði. Formaður gat þess á fundinum að eitthvað mundi þurfa að hækka borgun fyrir hjúkrun, en ætíð er tekið tillit til efnahags hjúkr- unarþega og margir fá hjúkrun fyrir enga eða mjög væga borgun. í fundarlok flutti Gunnlaugur Claessen læknir erindi um rafljósa- lækning á berklaveiki, sem erlendis er notuð við sjúklinga með góðum árangri, en hér verður ekki höfð um hönd vegna þess að rafmagnsstöðina vantar. í. S. 1 Vföavangshlaup. Eins og áður hefir auglýst verið, fer víðavangshlaup fram 1. sumardag n. k. Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram skrif- lega fyrir 12. þ. m. Innritunar- gjald er 5 kr. fyrir hvern flokk, er verður endurgreitt þeim, sem ekki skerast úr leik. Iþróttafélag Reykjavíkur. Afmæli í dag: Guðríður Jósefsdóttir húsfrú. Sigríður Sigurðardóttir húsfrú. Sigríður M. K. Sigurðardóttir húsfrú, Sofie Wittrup húsfrú. Yilheknina Gíslason húsfrú. Eyjólfur Eiríksson veggfóðrari. Grímur Grímsson verzlm. Sigurður Þórðarson trésm. Sólarupprás kl. 6.30 SólarUg ki. 8.31 H Á f 1 ó B í dig ki. 6.6 árd. og í nótt ki. 5,23 síðd. Tungl fult kl. 1.49 í nótt. 25. vika vetrar hefst. Páskamessur í dómkirkjunni: Páskadag kl. 8 (sr. J. Þ.) kl, 12 (sr, B. J.). Arinan páskadag kl. 12. S. Á. Gísla- son (altarisganga) kl. 5 (sr. B. J.) Are, flutningaskip Elíasár Stefáns- sonar, kom hingað snemma á skírdags- morgtm eftir 5 daga ferð frá Bretlandi. Skipið hefir kol og salt mebferðis og enn framur töluvert af síldartunnum á þilfari. Póst nokkurn hefir Áre með- férðis, og verður honum ekki náð ur skipinu fyr en í dag eftir hádegi. BotnvÖJfpmigarnir Skallagrímur, ís- lendiiigur, Earl Hereford og Baldur hafa komið inn, allir með ágætan afla. Edina. Ekkert hefir frézt frá því skipi. Hafi það farið á róttum tíma frá Bretlandi, er hætt við að því hafí verið sökt. Skipið hafði vörur meðferðis frá Andrési Gudmundsson í Leith. Höfðingleg gjöf. Sigurður Kristj- ánsson bóksali sendi Prentarafólaginu 500 kr. að gjöf á 20 ára afmæli fé- lagsins, 4. apríl. Blaðaverðið. Lögrótta hefir hækk- að í verði — kostar nú kr. 7,50 ár* gangurinn. ísland var í Færeyjum í gær. Skipið hefir meðferðis 700 smálestir a^ vörum til Færeyja og verður þar Þv' eina 2 eða 3 daga að afferma. Hinga® flytur það 300 smálestir af matvör1’ til landstjórnarinnar. 73 farþegar erl með skipinu og mikill póstur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.