Morgunblaðið - 04.05.1917, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Hjá Gaza.
Bretar sækja síöðugt fram frá Suez-skurði í áttina til landsins helga.
Eti vegurinn er erfiður, því að bæði veita Tyrkir öflugt viðnám og svo
er yfir eyðimörk að sækja. Yfir þessa eyðimörk hafa Bretar nú lagt járn-
braut og eru komnir i nánd við borgina Gaza í Sýrlandi.
Tyrkir hafa engar járnbrautir þarna, en verða að fiytja allar vistir og
hergögn á úlföldum. Má hér á myndinni sjá úlfaldalest, sem kemur til
Gaza. Aðalherbúðir sínar hafa Tyrkir í Jerúsalem og þaðan er heruum
stýrt á móti Bretum.
Utan af landi.
—o—
Fimleikasýningar „Höfr-
unga“. Sjö félagsmenn úr íþrótta-
fél. »Höfrungur« á Þingeyri, Gunn-
ar A Jóhannesson, Finnbogi K. Sig-
urðsson, Janus Benjamínsson, Kjart-
an Jónsson, Leifur Jóhannesson, Ósk-
ar Jóhannesson og Þórður Hjartar-
son, tóku sig til og lögðu í leiðang-
ur nú í vikunni, til þess að sýna
listir sínar í nærliggjandi »borgum«.
Sýndu þeir fyrst fimleika á Flateyri,
þá á Suðureyri, Bolungarvik og loks
hér í bænum í tvö skifti, 27. og
29. apríl.
Gatst áhorfendum mjög vel að
fimleikum þeirra, einkum fyrir það,
hve flokkurinn var samæfður og sam-
taka, og æfingarnar liðlega og fallega
af hendi leystar. Hefir það langt
um meira gildi, og er til meiri prýði
í leikunum, en þó eitin eða tveir
menn skari íram úr í hástökki eða
aflraunum. Þeim sem séð hafa fim-
leikasýningar iþróttamanna í Reykja-
vík, bar saman um, að þessi flokkur
stæði þeim eigi að baki.
»Vestri«
■» 1.------
Rússneskir jafnaðarmenn.
Blaðið »Politiken« í Stokkhólmi,
sem er málgagn »ungsósíalista«,
birti nýlega bréf, sem framkvæmda-
stjórn jafnaðarmanna i Rússlandi
hefir sent þingmanninum Tscheidse,
sem er foringi verkamanna- og her-
manna-ráðsins í Petrograd. í þvi
bréfi eru franskir og brezkir jafnaðar-
menn ákærðir fyrir það, að þeir
reyni að neyða hina rússnesku
jafnaðarmenn til þess að hætta
friðarbaráttu sinni. Þeir ætli sér að
kúga hina rússnesku verkamenn und-
ir yfirráð hinna frjálslyndari borg-
ara, keisara- og hervalds-sinna, sem
hafa gerspilt jafnaðarmannastefnunni
bæði í Frakklandi og Englandi. Það
séu sendir opinberir erindrekar til
Rússlands jafnframt því sem franska
og brezka stjórnin berjist mót stjórn-
arbyltingunni í Rússlandi, fyrst og
fremst gegn lýðveldi og algerðri
valdasvifting Romanov-ættarinnar.
Það hafi jafnvel gengið svo langtað
haft hafi vetið í hótunum um það,
að leggja Rússum engan styrk fjár-
hagslega. Framkvæmdanefnd hinna
rússnesku jafnaðarmanna ákærir hina
frönsku og brezku jafnaðarmenn fyr-
ir það að róa þarna undir og sjáist
það bezt á því, sð þríi franskir
jafnaðarmenn hafi verið sendir til
Rússlands til þess að reyna sjálfir
að hafa áhrif á skoðanir þjóðarinnar.
BréfiO endar með áskorun til verka-
mannaráðsins um það að snúa sér
til verkamanna um allan heim og
reyna að koma á alheimsfriðar-
baráttu.
Mantaskólinn,
Órói sá, sem var í lærða skólan-
um eftir aldamótin síðustu mun hafa
átt góðan þátt í að flýta fyrir breyt-
ingunni sem gerð var á sniði skól-
ans og gekk í gildi á árunum 1905—
1910.
Fyrirkomulagið var í samræmi við
breytingar þær, sem firið var að gera
á skólum Norðurlanda á þeim árum.
Gömlu málin urðu að víkja fyrir
nýju málunum, eða náttúruvísindum
og stærðfræði. Erlendis gátu skól-
armr gert nemendum sinum kost á
að velja milli málanáms og náttúru-
fræðisnáms, eftir því hvaða nám þeir
ætluðu að stunda að afloknu stúdents-
prófi. Eru því þrjár deildtr um að
velja við dönsku skóiana: ein sem
leggur áherzluna á nýju málin, önn-
ur á sögu og gömlu málin og hin
þriðja á náttúruvísindi og stærðfræði.
Við mentaskólann hérna er ekki
nema um eina leið að tala. Svipar
henni mest til nýju mála deildanna
við danska skóla, en er þó ekki eins,
þar eð kensla í stærðfræði og nátt-
úruftæði er meiri. En þó er hún
ekki svo mikil, að stúdentum sem
ætla sér að ganga á fjöllistaskólann
í Kaupmannahöfn eða stunda nám
við náttúrufræðisdeild háskólans þar,
sé kleyft að byrja námið án sérstaks
undirbúnings. Þeir verða því að
verja einu ári eftir stúdenfpréfið til
meiri lesturs í stærðfræði, efnafræði
og eðlisfræði í Kaupmannahöfn, og
borga hátt skólagjald. En danskir
stúdentar, sem tekið hafa stúdents-
próf úr þeim skóladeildum, sem leggja
aðaláherzluna á stærðfræði og nátt-
úrufræði hafa beinan aðgang að em-
bættisnámi við áðurnefndar stofnanir.
Af því að komið hefir verið á
kenslu i latínu og grisku við háskól-
ann hérna, ,virðist ekki brýn þörf á
kensludeiid við mentaskólanu, sem
hefði gömlu málin fyrir aðalnáms-
greinar. En 'nitt virðist orðið óum-
flýjanlegt, að mentaskólinn geti út-
sktifað stúdenta, sem hafa beinan
aðgang að fjöllistaskólanum í Höfn.
Þeir eru sem betur fer orðnir
margir, sem leggja stund á verkfræði.
Og reynslan sýnir, að þeir fá nóg
að gera undir eins og þeir hafa lok-
ið prófi. Landið þarfnast margra
verkfróðra manna og enginn vafi er
á því, að Heiri mundu verða til þess
að leggja þetta nám fyrir sig ef spar-
aðist undirbúningsárið í Kaupmauna-
höfn, með kostnaði þeim sem því
fylgir. En úr þessu er hægt að bæta
og það með mj jg litlum kostnaði.
Því sú er orðin raunin á,að flestúm
bekkjum skólans verður að tvískifta
hvott sem er. Kenslukrafta þarf
þvl tvöfalda, og væri því ekki annar
vandinn, en að breyta til um náms-
greinar hjá öðrum helmingnum og
ættu þá nemendur hægt með að
velji um námsgreinar að afloknu
gagnfræðnprófi. Bekkimir í lærdóms-
deildinni yrðu 6, þrír með tungu-
málum, sem aðal-námsgreinum, en
hinir þrír með stærðfræði og nátt-
úrufræði. • Með þessu móti væri
björninn unninn.
Kennurum þyrfti mjög lítið að
fjölga. Kenslan í efnafræði færi að
sjálfsögðu frarn í efnarannsóknarstof-
unni, en kensluáhaldasafn skólans í
eðlisfræði, þyrfti að auka að miklum
mun og yrði það að sjálfsögðu
nokkur kostnaður. En hvað er það
í samanburði við hagnaðinn sem
nemendur hefðu af breytingunni ?
Mál þetta er svo mikils vert, að
það má ekki dragast á langinn. Og
mjög væri það æskilegt, að stjórn
skólans léti [til sín heyra um það,
hvað henni finst um. En kröfur
tímans heimta þetta. Verið getur
að einhverjir örðugleikar séu á fram-
kvæmd málsins, en þeir eru naum-
ast svo miklir, að ekki sé hægt að
ráða við.
Skólinn fullnægir ekki þeim kröf-
um, sem gera verður til lærðra skóla,
að búa menn undir nám við háskóla.
Og úr því verður að bæta.
AftHsell í dag.-
Björn Björnsson, söðlasmiður.
Jón Guðmundsson, verzlunarm.
Magnús Guðmundsson, kaupm.
Pótur Lárusson, prentari.
Sólaruppráa ki, 4.55
Sólarlag kl^ 9.55
HáflóS í dag kl, 4.45
og í nótfc kl. 5.3
Fyrírlestrnin Háskólans er nú að
miklu ieyti lokið á þessu misseri,,
vegna kolaleysis. Jón Aðils docent er
hættur fyrirlestrum um sögu íslenzku
kirkjunnar, en fyrirlestrum um verzl-
unarsögu ísl. heldur hann áfram þenn-
an mánnð.
Klink. Það er komin upp ný og
ósæmileg íþrótt í þessum bæ. Hún er
nefud »klink«. Hvar sem maður fer
sór rnaður börn og unglinga eyða tíma
og fó við þessa skemtun. Því að þetta
er fjárhættuspil og þess vegna alls
eigi svo saklaust eins og margur
hyggur. Á mjóum þvengjum læra
hundarnir að stela og ef klinkið er
eigi vel fallið til þess að æsa upp í
unglingunum »hazard«-tilhneiginguna,
þá vitum vór eigi hvað er líklegra til
þess. Það er líka grátlegt að sjá drengi,
sem eiga fátæka foreldra, að oft er
eigi matur til næsta máls á heimilinu,
eyða — ekki aurum heldur krónum í
þessu áhættuspili.
Það mun ætlast til þess að lögregl-
an hafi eftirlit með þessu, og banni
drengjum og unglingum þessa leika.
En eigi getur hún verið allsstaðar,
allra sízt þegar margt annað er að
starfa. Einn lögregluþjónninn á að
vera »á vísum stað« í miðbænum svo
að altaf só hægt að ná í hann, einn
er ef til vill um borð í skipi, tveir
eru í stefnuförum og einn er að helmta
inn fó fyrir skrifstofu bæjarfógeta.
En foreldrar gætu gert mikið til þess
að koma í veg fyrir fjárhættuspil
barna sinna og svo æcti helzt að taka
alla peninga af öllum þeim krökkum
sem eru »í klinki«. Það er hið eina
sem mundi ef til vill kveða niður
klinkið.
Námufélag íslands hefir gefiðbæj-
arstjórninni leyfi til þess að starf-
rækja kolanámuna í Dufansdal endur-
gjaldslaust. Verður því boði vonandi
sint.
Um Árnessýslu sækja: Einar Jón-
asson, stjórnarráðsskrlfari, Eiríkur
Einarston settur sýalumaður þar,
Guðm. Eggerz sýslum., Guðm. Hannes-
son lögm. ísafirði, Magnús Jóusson
lögfr. Kaupmannahöfn, Ólafur Lárus-