Morgunblaðið - 06.05.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.1917, Blaðsíða 2
2 MOKGUNBUÐIÐ * órar, hefir orðið ein af menningar lindum þjóðarinnar. Það er fyrst og fremst kaerleikur skáldkonunnar til mannanna barna, sem þessu hefir valdið, móðurlegi skilningurinn á draumum þeirra, veikleika og sorg; það er frásagnarsnildin, kliðurinn líðandi og silfurhreinn, blæbrigðin óendanlegu, röddin, sem fær alla til að hlusta eins og börn; það er roál- ið, sem ekki verður þýtt. Það er einn vottur þess, hverju ástfóstri þjóðin hefir tekið við þess- ar sagnir, að héruðin, sem þær eru bundar við, eru nú oftlega nefnd »Gösta Berlings land«. Skáldkonan víðfræga hefir fyrir löngu gert kotið sitt að reisulegum búgarði, og býr þar hvert sumar við »sina drömmars sjö«. a7/ia-i6 Helgi Hjörvar. Erl. simfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). K.höfn 4. maí. Bretar tilkynna að ákaf- ar orustur standi nu á svæðinu Seuree — Arche- ville — Vimy. Þjóðverjar játa að þeir hafl orðið að yfirgefa mjög þýðingarmiklar og ram- lega vlggirtar stöðvar á vesturvígstöðvunum. Frá Aþenuborg er símað að Zaimis sé orðinn tor- sætisráðherra. Frá New York er símað að þýzku skipin, sem Bandaríkjastjórnin lagði hald á þegar friðslit urðu milli Bandaríkjanna og Þýzkalands hafi 1. maí ver- ið tilbúin að leggja í haf með varning til banda- manna. K.höfn 5. maí. Bússar sækja fram hjá Moldau. Fulltrúár grískra nýlenda sem saman eru komnir í París, krefjast þess, að Grikklaínd verði gert að lýðveldi. Englendingar hafa unnið sigur í Mesopotamíu og tek- Ið 3300 fanga. ■ ' ■ - ...— — Er(. simfregnir Opinber tilkynning frá brezku utan- rikisstjórninni í London. London, ódagsett. Fjórða orusta vorsóknarinnar byrj- aði fyrir dögun hinn 3. þ. m. með árás á herlínunni 12 mílum fyrir austan Arras. Fyrstu hernaðarframkvæmdir vik- unnar, fyrir utan undirbúning á her- svæðinu undir sóknina, voru tals- verð framsókn fyrir austan Vimy- háls frá Acheville-veginum til Scarpe- ár á Oppý herlínunni og Arleaur tekin við það tækifæri og landvinn- ingar milli Gavrelle og Roeux. — Leiddi þetta af sér mögnuð gagná- hlaup frá Þjóðverjum, sem tefldu fram afarmikiu þéttskipuðu liði, sem varð fyrir strádrepandi skothríð Breta. Eins fór þegar árásin var gerð hinn 3. þ. m.; þá sendu óvinirnir fram mikið af varaliðinu, og muna þeir hafa óttast, að herlína þeirra milli Drocourt og Queant væri í hættu stödd, því Bretar voru að eins í fjögra milna fjarlægð þaðan. Ca- nadamenn voru í norðurfylkingar- armi, Australar í suðurfylkingararmi, en Bretar börðust í miðfylkingunni. Var orustan hin grimmilegasta. — Vér tókum Fresnoy-þorp fyrir aust- an Creny og komumst einnig í gegn um Hindenburg-línuna, en aðalviðburður bardagans var þó hin ógurlega viðureign í nánd við Giv- relle, þar sem rústir, er ekki voru annað en hrúgur af tígulsteinum, voru teknar og mistar á vixl fjór- um sinnum. Viðureignin færði heim sanninn um yfirburði stórskotaliðs Banda- manna og gaf í skyn að frá Þjóð- verja hálfu vantaði ekki skotfæri heldur fallbvssur. Mikilsverðar hæðir hafa verið teknar í þessari og síð- ustu orustum og ráðum vér nú al- gerlega fyrir stöðvum Þjóðverja á bersvæði. Hið mikilsverðasta við orustuna er það, hve mikið mann- tjón Þjóðverjar hafa beðið. F.ngin hernaðarstjórn getur verið Banda- mönnum haganlegri en sú, er Þjóð' verjar hafa, að nota til þurðar vara- lið sitt í sífeld mannfrek gagnáhlaup. Af þeim herdeildum sem verið hafa að vígi síðustu þrjár vikurnar, hafa óvinirnir tekið 16 burtu frá víg- vellinum, sem menn vita, vegna mannamissis, til að koma á þær endurskipulagi. Þessi óbilgjarna með- ferð þýzku herstjórnarinnar á vara- liðinu og hefndin sem af henni leiddi hefir orðið eitt af því sem gert hefir árangur orustunnar hinn mesta, sem orðið hefir í vorsókn inni. Yfirburðir Breta í lofthernaðinum er nú orðinn ennþá augljósari en nokkurntíma fyr. í aprílmánuði mistu Þjóðverjar 369 flugvélar og skutu brezkar flugvélar 269 af þeim niður. A sama tíma mistu Bretar að eins 147 flugvélar. Flestar flugorusturnar stóðu yfir herlínu Þjóðverja. Aðal-atburðirnir á vígstöðvum Frakka er hin mikla sókn hjá Moron- villers hæðinni. Unnu Frakkar það ágæta hreystiverk að ná hæðinni og er það fyrsta sporið i áttina til þess að frelsa Rheims undan skothríð. Síðan sóttu Frakkar fram á sex milna svæði og ruddust fram i átt- ina til Suipps-dalsins og sóttu eínn- ig fram í áttina til Beine. Aköf orusta stóð hjá Chemin des Dames og áköf stórskotaliðsorusta varð norðan við Rheims á sama tíma. Frekari framsókn náðu Frakkar í Maronvillers-héraði. Sóttu Frakkar þar fram, einangruðu þar Þjóðverja á einum stað og tóku þá höndum. Styrktu þá Frakkar þær stöðvar. Hjá St. Quentin hafa Þjóðverjar gert grimmileg gagnáhlaup, því að þeir óttuðust að hinn nýi liðsbrodd- ur Frakka mundi geta orðið til þess að þeir fengju ekki haldið stöðvum sínum. Frá ítölum. Þar halda enn áfram smáskærur, stórskotaviðureign og framvarðaskær- ur. ítölum miðar áfram dag frá degi og að sama skapi deyfist viðnám Austurrikismanna. Framverðir ítala eru mjög ötulir og brjótast þráfald- lega gegnum fremstu framvarðalínur Austurrfkismanna í Lidre-dalnum, Asiago hásléttunni og herlínunum við Trentino, Carso cg Cárnoa og koma á stað mannfrekum gagná- hlaupum. Frá Balkan. Þjóðverjar gerðu tvö mikil gagn- áhlacp á stöðvar þær, sem Bretar hafa nýlega tekið við Do.'ian-vatnið en þeim var báðum hrundið. Sam- vinnan heldur áfram, og skothríð Breta linnir ei látum. Rússnesku norðurvígstöðvarnar. Frá norðurherstöðvum Rússa er tilkynt, að þar hafi að eins verið smáskærur, en Alexieff yfirhershöfð ingi hefir simað Sir Douglas Haig að hann ætli að hefja sókn undir eins og veðrátta leyfi það. Þjóð- verjar láta klaufalega sem þeir vilji eigi hefja sókn, meðan Rússar aðhafast eigi neitt, og vilja með því gefa 1 skyn að samkomulag sé fengið meðal herjanna, en það er opinberlega til- kynt í Petrograd, að Rússum hafi aldrei komið slikt til hugar og að þeir ætli sér að berjast til sigurs. Á herstöðvum Rúmena hefir ekk- ert sögulegt gerst. Á vigstöðvunum i Kákasus hafa Tyrkir haft sig nokkuð í frammi hjá Erzingan. Þar mistu Rússar hæðir og tóku þær aftur. Hjá Trebizond gerðu Tyrkir áhlaup, en því var hrundið. Eru engin merki þess sýni- leg, að Tyrkir geti hafið mikla sókn. Frá Mesopotamía. Þrettánda h'erdeild Tyrkja, sem flýði frá Shatt-el-ad-haim til Jebel Hamrin, sem er víggirt, varð þar að óvörum fyrir fótgönguliðsáhlaupi Breta, var rofin, riðlaðist, rofnaði aftur, flýði og var hrakin inn í hæð- cTapaé T a p a s t hefir svört handtaska á leið frá Lækjargötn til Ingólfshvols. Finnandí viaaamlega beðinn að skila henni á sanma- stofn Jacohsens. JŒeiga ^ Herbergi með hnsgögnnm er til leign til 1. okt. Uppl. Amtmannsstig 4 A. *m?inna ^ S t ú 1 k a Miðstræti 7 óskast i vist frá Í4. maí í niðri. irnar. Bretar handtóku 350 her- menn, þar á meðal þrjá herforingja. Rússar halda enn Khanikin. Murray hershöfðingi skýrir frá þvi, að í Gyðingalandi hafi að eins orðið framvarðaskærur. Frá Austur-Áfríku er símað, að Portúgalar sendi mikinn her frá Mosambique til þess að berjast með bandamönnum. ,Ókunni maðurinn‘. Stundum kemur það fyrir, að mönnum er þakkað fyrir það, sem þeir eiga engar þakkir skilið fyrir, og svo mun stundum hafa verið með Leikfélag Reykjavíkur. En sízt má gleyma að þakka því, þegar það á það margfaldlega skilið, eins og það á fyrir leik þann, sem það hefir nú með höndum. Eg fer ekki að jafnaði á skemtanir, eg geri það ekki nema mér segi svo hugur um, að mér sé eða geti orðið uppbygging að þvi, sem eg heyri eða sé; mér finst eg hvorki mega eyða tíma né peniugum án þess að bera eitthvað úr býtum. í kvöld var eg í leikhúsinu og sá »Ókur.na manninn*, og það sem eg ætlaði að segja ykkur með þessum línum er að þið ættuð að spara eitt- hvað við vkkur — ef þið þurfið þess — og fara i leikhúsið næst þeg- ar leikið verður. Þið skulið samt ekki koma þangað í því skyni að velt- ast um af hlátri; nei, hafið hljótt og hlustið á hverja setningu sem sögð . er á leiksviðinu og hugleiðið þær; takið eftir breytingunni á fólkinu á matsöluhúsinu. Eg er viss um að ykkur langar öll til að vera »Ókunni maðurinn« eða að komast í kynni við hann. Það getur heldur ekki hjá því farið, að þið komið heim með þeim ásetningi, að reyna að líkjast honum. Fari svona flestum af þeim, sem leikinn sjá, þá borgar sig að eyða tíma og peningum til að fara í leikhúsið, og þá væri ósk- andi að leikhúsið væri tvöfalt stærrs en það er. Þökk fyrir leikinn. í9/4 Brynhildur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.