Morgunblaðið - 07.05.1917, Blaðsíða 2
2
MOKGUNBLAÐIÐ
Erl. simfregmr
Opinber tilkynning frá brezku utan-
rikisstjórninni í London.
London, ódagsett.-
Georg konungur kannaði herlið
Nýja Sjálands á Salisburyphin og
mintist þar á hina frækilegu fram-
göngu félaga þeirra, sem lögðu sinn
hluta til hins ódauðlega orðstírs
þeirra nýlenduhermanna, er með
einu nafni kallast »Anzacs«.
Konungur tók á móti fulltrúum
alríkis-herráðsins í Windsorhöll. Var
honum þar fært ávarp, og létu full-
trúarnir þar uppi yfirlit um þær ráð-
stafanir, sem nauðsynlegar væru til
þess að tryggja það, að ávöxtum sig-
ursins yrði eigi glatað vegna fyrir-
hyggjuleysis þá er friður verður sam-
inn. Þess vegna vilja þeir að brezka
ríkið geri þær ráðstafanir, að það
verði eigi hægt fyrir óvinina, sem
eigi tak'. tillit til neins, að hefja
aftur ófrið gegn heimsmenningunni.
Fulltrúarnir létu uppi það álit sitt,
að þeir skildust nú með aðdáun fyrir
þeim dugnaði, er allir þegnar kon-
ungsins um allan heim sýndu nú.
Ýmsir fulitrúarnu, þar á meðal Smuts
hersböfðingi og Makaraja Bikanir
voru gerðir að heiðursborgurum í
London. Bikanir greip tækifærið til
þess að flytja brezku þjóðinni skeyti
frá Indlandsþjóð um það, að hún
skyldi eigi hlífa sér við neinu til
þess að berjast fyrir málstað brezka
ríkisins og að engar fórnir muni
geta hvikað sér af þeirri braut, ei
nún hefir valið.
Smuts hershcfðingi sagði það, að
hinar frjálsu þjóðir hins mikla brezka
ríkis vissu það, að frelsið væri í
hættu í Evrópa og einnig í öllum
heimi. Frjáls ríki, sem nú væru að
rísa upp, ættu engrar uppreisnarvon
nema því að eins að bandamenu
sigruðu og þess vegna berðust banda-
menn einnig fyrir þfeirra málstað.
Þjóðirnar vildu eigi hafa refsivönd
hervaldsins vofandi alla tíð yfir höfði
sér. Þær heyrðu nú að þau bönd,
er héldu þýzku þjóðinni saman, væru
að bresta, en samheldnishugur og
þor bandamanna-herjanna væri óbil-
andi.
Skýrslur flotastjórnarinnar sýna
ákaflega mikla fjölgun þeirra skipa,
sem koma til brezkra hafna, saman-
borið við það hve mörg skip komu
hingað fyrstu vikuna, sem hinn tak-
markalausi kafbátahernaður stóð.
Einnig sézt það, að færri skipum er
nú sökt heldur en næstu viku áður,
og ennfremur að síðasta hálfan mán-
uðinn hefir stórkostlega fjölgað þeim
skipum, er kafbátaruir hafa ráðist á
en eigi getað grandað. _ Sú megin-
.regia að vopna kaupför sýnir þannig
árangar og er henni nú haldið áfram
og hún aukin af öllu kappi.
Vikuna, sem endaði 29. apríl komu
2716 skip en 2690 fóru. Sökt var
38 skipum sem báru meira en 1600
smál. og 13 skipum minni. Á 24
skip var ráðist árangurslaust.
í neðri málstofn brezka þingsins
lýsti Carson yfir því, að í aprílmán-
uði hefði [færri skipum verið sökt
í Ermarsundi heldur en á nokkrum
hinna þriggja undanfarandi mánaða.
Fjárlög Breta eru nú hin stærstu
er sögur fara af. Gefa þau þær
furðulegu upplýsingar, að árið sem
leið hafi Bretar Jánað bandamönnum
sínum 540 miljónir sterlingspunda
og nýlendutn sínum 54 miljónir, og
síðsn stríðið hófst hafa þeir iánað
bandamönnum sínum 828 miljónir
sterlingspunda og nýlendum sinum
142 miljónir.
5°/0 vaxta herlánið nemur 966
miljónum sterlingspunda, 4V2°/o af-
falla skuldabréf nema 821 rniljón og
rikisskuldabréf útgefin fyrir 282
miijónum.
Helzti nýi skatturinn er aukning
á stríðsgróða-skatti upp í 80°/0.
Bonar Law tiikynti það i neðri
málstofu brezka þiogsins, að frestað
væri írska málinu vegna þess að
Lloyd George væri í Frakklandi.
Matvælaráðuneytið tilkynti að
skömtunar-fyrirkomulagið muni full-
búið í júlí, en það geti vel verið að
eigi beri nauðsyn til þess að koma
þvi í framkvæmd ef þjóðia takmarki
neyzlu sína af sjálfsdáðum.
Asquith sagði það í ræðu, sem
hann hélt, að frá því að kafbáta-
hernaðurinn hófst, haustið 1914, og
þangað til gamla stjórnin fór frá,
hafi hún altaf keypt hveiti í öllum
heimsálfum og lagt upp meiri birgðir
í Bretlandi og geymt til vara heldur
en nokkru sinni áður.
Curzon lávarður iýsti yfir því i
þessu efni, að Þjóðverjar héldu að
þeir gætu á fáum vikum komið
Bretum í sveltu, »en hvorki nú, né á
fáum vikum, né á fáum mánuðum,
eigi heldur á þessu ári eða næsta
ári, skyldi striðið standa svo lengi,
er það i þeirra valdi að ná því tak-
marki*.
Fyrir og eftir 1. maí voru landa-
mæri Þýzkaiands lokuð og engum
blöðum leyft að fara út úr laudinu
i tíu daga. Fregnir sem komið hafa
frá Danmörku og Holiandi herma
að alvarlegar óeyrðir hafi orðið í
Rínarlöndunum og Beriin.
Upplýsingar eru nú farnar að
koma um þann árangur þýzka her-
lánsins, er nú hefir verið auglýstur,
meðal annars um það, að bæjarsjóð-
urinn í Karlsruhe hafi boðið fram þrjár
miljónir marka að bæjaistjórn forn-
spurðri og verður þá ljóst, að bæjar-
sjóður þar er þegar í 2 milj. marka
skuld.
’íaKXtymm'í ÍJ Á ö £* O iCfc i ý' ti '
Afmæli í dag;
Guðny Guðmundsdóttir húsfrú.
Sólaíupprás kl. 4.44
Sólarlag kl. 6.5
Háflóð í dag kl. 5.21
og i nótt. kl. 5.40
Fáikinn fór héðan í gærdag áleiöis
til útlanda. Með honum fóru ýmsir
menn, þar á meðal voru Jón Magnús-
son forsætisráðherra og Vilhjálmur
Finsen ritstjóri.
Varanger kom hingað í gær frá
Vík hlaðinn landbúnaðarafurðum. Land-
sjóðsvörur flutti hann austur.
Flóra fer til Vestur-. og Norður-
lands í dag. Með henni fara fjölda-
margir farþegar og komast þó færri
heldur en vilja.
Meðal þeirra, sem fara er Helgi
Guðbjartsson, verzlunarmaður frá ísa-
firði.
Líkkista Andrésar Fjeldsteðs frá
Ferjubakka er einhver hin fegursta
sem sézt hofir hér á landi Hefir hún
verið*smíðuð hjá Eyvindi Arnasyni.
Geir er á förum héðan og kemur
að líkindum eigi aftur fyr en stríðinu
er lokið.
Knattleikar eru nú kvöldlega háðir
á landaukanum fyrir framan Hafnar-
stræti. Er leiksvæðið hið bezta og
geta gjarna tveir flokkar þreytt þar
kapp í senn án þess að lögregla bæj-
arins þurfi að koma þar nærri.
Dannebrog blakti ein yfir Stjórnar-
ráðinu í gær. Fánataugin á hinni
stönginni slitin — en sjálfsagt þótti
að flagga vegna þess að Fálkinn var
að fara með forsætisráðherrann. —
Allar þjóðir telja nú ísiand sjálfstætt
ríki nema íslendingar sjálfir. Þeir erú
fastheldnari en svo á gamlar venjur
að þeir vilji missa danska einkennið.
Vesalings ísland!
Geir goði mótorbátur, fer til Borg
arfjarðar á morgun. Tekur hann flutn-
ing héðan.
í Nýja Bíó verður sýnd falleg
mynd í kvöld og næstu kvöld. Er
hún tekin eftir skáldsÖgu er Laurits
Bruun hefir ritað og er mjög vel til
hennar vandað.
Ókunni maðurinn var leikinn í
gær og hófst sýning kl. Er það
gert vegna þess að gasljós fæst eigi
lengur heldur en til kl. 7 að kvöldi,
en leikfélagið verður að notast við
gasljós meðan á sýningum stendur.
Knattspyrnufélögin eru nú farin
að æfa hvert í kapp við annað og má
búaat við harðri viðureign milli þeirra
í sumar. Nokkrir beztu knattspyrnu-
mennirnir eru þó hættir, en aðrir ný-
ir komnir í þeirra stað.
-----H» ■ #■--
Mj ólkurmálið.
EÍBokim og einkasala.
Svo sem kunnugt er, var í vetur
skipuð nefnd í bæjarstjórninni til
þess að athuga það, hvort bærinn
gæti eigi feng;ð einkasölu á mjólk.
Var þetta gert eingöngu vegna þess,
að það var á allra vitorði, að þrifn-
aði við mjólkursölu var mjög ábóta-
vant, enda kotn það fyllilega í ljós
við rannsókn þá, sem Sigurður Sig-
urðsson ráðanautur gerði á mjólkur-
söiustöðunum að undirlagi þessarar
nefndar. Var því eigi nema eðlilegt,
þar sem henni var svo mjög tak-
markað verksvið, að hún legði það
til, að bærinn fengi heimildarlög til
þess að taka að sér einkasölu á
mjólk. Frumvarp það, er nefndin
hefir lagt fyrir bæjarstjórn, er á
þessa leið:
Frumvarp
til laga um heimild fyrir bæjarstjórn
Reykjavíkur um einkasolu á mjólk.
1. gr.
Bæjarstjórn Reykjavíkur heimilast
að taka að sér einkasölu á allrí
mjólk, nýmjólk, rjóma og undan-
rennu í lögsagnarnmdæmi Reykja-
víkur.
2. gr.
Meðan bæjarstjórnin notar heim-
ild þessa, *er engum öðrum heimilt
að hafa á boðstólunr fyrir almenning
nýmjólk, rjóma og undanrennu, né
láta mjólkurtegundir þessar af hendi
gegn nokkurskonar endurgjaldi við
nokkurn, utan heimilis framleiðanda.
3- gr.
Ef bæjarstjórn ákveður að nota
einkasöluheimild þessa, skal setja
reglugerð um sölu mjólkurinnar, og
sé hún staðfest af stjórnarráði ís-
lannds. í reglugerð þeirri má ákveða
sérstök viðurlög fyrir brot á henni.
4- gr.
Brot á 2. gr. laga þessara varða
sektum frá 20—2000 k ónum, er
renni í bæjarsjóð Reykjavíkur.
Mál þetta er svo mikilsvaiðandi,
að eigi má ganga þegjanci fram hjá
því. Það varðar alla þá fáu, em
nú geta fengið mjóik, alia þá færri,
sem fá mjólk framvegis og alia hina
mörgu, sem fá mjólk, ef bærinn
kemur sér upp kúabúi.
Litum nú á skýrsiu þá, er Sig-
urður ráðunautur hefir gefið bæjar-
stjórn. Eftir henni eru það þrír eða
fjótir mjólkursölustaðir, þar sem far-
ið er eftir fyrirmælum mjólkursam-
þyktarinuar. Annars er aðaiviðkvæð-
ið í athugasemdunum: Slæmt loft,
trégólf eigi dúkiagt, konan sem mælir
nijólkina iila og óþokkalega til fara,
mjólkin mæid í pottmáli, (því fylgir
auðvitað eigi mein óþrifuaður heldur
en þótt mælt sé í litermáli, en pott-
málið er eigi iöggilt lengur), mjólk-
urílátin opin, ýmislegt dót í búðinni,
óviðkomandi mjólkursölunni, búðin
óhrein, mjólkin óhrein o. s. frv. —
Geta nú allir af þessu séð, það sem
þeir hafa þó líklega vitað áður, að
mjólkursölustaðirnir eru margir hverj-
ir óhafandi, enda segir héraðslækn-
irinn svo í áliti sínu, sem fylgir
áliti mjólkurnefndar, að haun sé
»þess fullviss, að bæjarfógeti hafi
verið of örlátur við fólk, sem sótt
hefir um mjólkursöluleyfi«.
Svikin mjólk.
Rannsókn Sigurðar ráounauts nær
eigi til þess að sýna hvort mjólkin
er svikin eða eigi. En í lok athuga--