Morgunblaðið - 07.05.1917, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
semda sinna segir hann: >Yfirleitt
má segja að mjólkin sé ekki eins
hrein og hún ætti að vera.c Sam-
kvæmt mjóikursamþyktinni eru tvær
leiðir til þess að hafa svik í mjólk-
ursölu. Annað er það, að blanda
hana með vatni. Það er nú orðið
fátítt og segir efnarannsóknarstofan
svo (álit mjólkurnefndar, fylgiskjal
IV), að siðan mánaðarlegar rann-
sóknir hafi verið gerðar á mjólk
hér í Reykjavík, hafi tæplega orðið
vart við að mjólk hafi, verið blönd
uð með vatni (i sýnishorn).
Hin leiðin tiL svika er sú, að
taka rjóma úr mjólkinni, blanda
hana undanrenningu, eða taka und-
an seinustu mjólkina úr júfrinu. Og
það munu áreiðanlega vera talsverð
brögð að því að mjólk sé svikin á
þenna hátt.
Önmtr fyrirmaell.
Það á að kæla mjókina undireins
eftir mjaltir, eigi geyma mjólk í
ilá'tum úr eir, messing eða zinki,
né ílátum sem ryðga (það hefir þó
átt sér stað), togleðurhringa skal
hafa til að þélta með mjólkurbrúsa
lok; mjólkurbúðir skuiu vera bjartar,
loftgóðar, veggir málaðir eða kalk--»
aðir árlega, gólf vatDshelt, heliulagt,
dúklagt, vandlega málað eða gert
svo að jaíngildi þessu; mæliker má
eigi geyma í mjólkinni; aldrei má
sópa gólf, heldur þvo; eigi má selja
þar auk mjólkur, annað en brauð,
kökur, grjón, smjör, smjörlíki og
egg1); seljandi skal vera hreinlega
til fara og »helzt« í hvítum fötum.
Brot gegn þessum ákvæðum varða
alt að 200 króna sektum.
HTað á að gera?
Nú munu allir sjá, að ákvæði
mjólkursamþyktar eru þráfaldlega
brotin. En hverju er það að kenna?
Auðvitað bæði of mikilli tilhliðrun
með að leyfa mönnum að selja
mjólk, en þó öllu fremur eftiilits-
Lysi. Það er heilbrigðisfulltrúinn
okkar, sem á að sjá um það að
mjólkurreglugerðinni sé hlýtt. Það
þyrfti líklega að láta hann h?.fa
meiri kauphækkun til þess að hann
rækti skyldu sína.
En nú er sóðaskapurinn í mjólk-
urbúðunum ekkert hjá þeim sóða-
skap, þar sem mjólk er seld í heima-
húsutó. Og til þess að ráða bót á
öllu þessu, hefir mjólkurnefnd viljað
að bærinn tæki að sér einkasölu
mjólkur, ef þurfa þykir, þ. e. a. s.
ef ekki breytist til batnaðar bráðlega.
Mjólkurfélagið óttast þetta; hyggur
að það sé sama sem einokun, en
svo er alls eigi. Hér er eigi um
það að ræða að takmarka mjólkur-
verðið, heldur sjá til hins, að eigi
sé seld sú mjólk, er neytendum
gæti orðið til heilsuspillis. Mjólkur-
félagið hefir ekkert að óttast þótt
hærinn taki að sér einkasölu. Það
ætti fremur að gleðjast af því. Nú,
hitt er náttúriega gott, ef mjólkur-
félagið kippir mjólkursölunni í sæmi-
legt horf, svo sem það hefir lofað,
en minni trygging er þó neytend-
um í því heldur en hiuu. Það ættu
allir að sjá.
Það var eigi gott að skilja ástæð-
ur þær, er Jón Þorláksson færði á
síðasta fundi gegn einkasölunni.
Þær komu hver í bág við aðra.
Hann kvað þetta haft á persónu-
frelsi, að menn mættu eigi selja
mjólk sína öðrum en bænum, þar
sem vitanlegt væri að mikið af
mjólk gerigi beint frá framleiðend-
um til neytenda og væri þetta í
illu samræmi við þá kenningu, að
spara óþarfa milliliði. En hins vegar
viðurkendi hann það, að aðal gall-
inn á mjólkursölunni væri það, að
leyfð skyldi sala í heimahúsum.
Hvernig sem nú fer um þetta mál,
þá er þó vonandi að árangurinn
verði sá, að eitthvað breyti um til
batnaðar. En áhættulaust ætti það
að vera fyrir bæjarstjórn, að sam-
þykkja frumvarpið um einkasöluna,
og hann ætti þá altaf hægra með
að taka í taumana, ef tilraunir
mjólkurfélagsins reyndust eigi ein-
hlítar til þess að ráða bót á mjólk-
nrsölufyrirkomulaginu.
J) Ætti að meiga selja allar mjólkuraf-
urðir, kvo sem skyr, osta o. s. frv.
Frá hernaðarþingi
Breía.
Veizla var þeim haldin, nýlendu-
fulltiúunúm, sem setja á hernaðar-
þingi Breta og Walter Long hóf
umræður og bauð gesti velkomna.
Að ræðu hans lokinni reis Smuts
hershöfðingi Búa á fætur og kvaddi
sér hljóðs. Er hann maður ófram-
færinn og kann betur við sig uppi
í óbygðum Suður-Afríkur, heldur en
i hallarsölum Breta. Hefir kveðið
svo ramt af mannfælni hans og íeimni,
að hann hefir falist i London og
hefir sérstaklega haft slæman ýcnu-
gust á hinum óseðjandi blaðavörg-
um. Var honum þvi tekið með
miklum fögnuði er hann reis á fæt-
ur og skyldi nú halda ræðu. Elann
hóf máls á því svo sem margir aðrir
að tala um hvað Bretar hefðu gert
rnikið í þessum ófriði. Það væri
meira heldur en nokkur önnur þjóð
hefði gert nokkuru sinni áður. —
Nýlendurnar hefðu líka gert mikið.
Canada hefði lagt fram næstum því
jafnstóran her og Bretar höfðu í
Búastríðinu. Sjálfur kvaðst hann hafa
stýrt indverskum hersveitum og gaeti
með sanni sagt að hraustari og kon-
unghollari hermenn væru ekki til.
Um Búa sagði hann þetta:
»Það voru margar deilur með
okkur með okkur þegar við gengum
inn í ófriðinn. En deilumálin lögð-
um við til hliðar og hröktum óvin-
ina yfir Miðjarðarlinu. Þetta þrek-
virki vann sú þjóð í Suður-Afríku,
sem ekki er brezk en átti í ófriði
við Bretland fyrir 15 árum. Þér
sjáið þess vegna að Búar hafa gert
sina skyldo. En hvers vegna gerðu
þeir það? Vegna þess að Búastríðið
var til lykta leitt á þann hátt að
Motorbáturinn „Geir goði“
fer til Reyðarfjarðar á morgun (þriðjud.). Tekur flutning.
Siaréar tSíslason.
Úthlutun vðruseðla
fer eftirleiðis, frá 5. þ. m., fram í
Leikfimishúsi barnaskölans
kl. 9—4 síðdegis. N
Borgarstjórinn í Reykjavík, 4. maí 1917.
K. Zimsen.
þjóðin fekk sjálfstjórn og heppilegri
friðarsaroningar eru ekki til.
Það eru jafnaðar og frelsishugsjón-
irnar sem hafa haldið ríkinu saman
og fyrir þessar hugsjónir berjast þeir
nú Þjóðverjar, þeir berjast fyrir þvi
að vald sé réttur. Allur heimurinn
er á móti Þjóðverjum. Og ef vér
höldum áfram að berjast fyrir þess-
um hugsjónum þá hafa Þjóðverjar
þegar beðið ósigur að alheimsáliti.
Horfurnar eru ískyggilegar. Eg
veit það vel, að fyrir okkur liggur
alvarlegt og mikið starf. Þjóðverjar
geta þó eigi haldið hernaði út til
engdar og 1 sumar munu þeir leggja
fram sína siðnstu krafta. Vér verð-
um að beita hyggindum gagnvart
kafbátahernaðinum þýzka og eg er
viss um það að þessi hernaðaraðferð
þeirra, mun ekki ekki ráða um úr-
slitin. Hún getur orðið oss til vand-
ræða, en ekki til ósigurs. Eg hygg
að í sumar muni kafbátahernaðurinn
bregðast Þjóðverjum og áður en
rnarga varir verður kominn friður
afturc.
BordeD, forsætisráðherrann í Cana-
da tók þá til máls og mælti: »Ef
einhver af oss hefir látið hugfallast
er hægt að senda hann til skotgraf-
anna, svo hann geti sótt þsngað
hugrekki, en þurfi einhver huggunar
við, þá fari hann til sjúkrahúsanna
og leiti hennar hjá hinum særðu
mönnum. Þýzka þjóðin berst af
öllu kappi vegna þess að forsprakk-
ar hernaðarflokksius þar hafa talið
Þjóðveijum trú um að vér ætluðum
að troða þá undir fótum og gera
enda á tilveru þjóðarinnar. En það
hefir aldrei verið tilgangur brezku
þjóðarinnar. Og þýzku þjóðinni
verður að skiijast það, áðnr en ó-
friðnum iýkur, að ásælið hervald á
eigi rétt á sér og er eigi gagnlegt,
að eigi er hægt að koma á fót
heimsveldi, að samningar eru helgir
og að heimurinn þolir ekki grimdar-
fult og illmannlegt framferði. Þýzka-
land verður að koma þeirri þjóð-
félagsskipun á hjá sér að hægt sé
að treysta því að breyting hafi orð-
ið á hugsjónum þjóðarinnar og því
markmiði, sem hún hefir s;tt sér.
Þ.ið verður að bæta fyrir alt það
illa, sem þeir hafa gert og gefa
tryggingar fyrir þvi, að slíkt komi
ekki fyrir aftur. Þ s getum við feng-
ið frið.c
Duglegur drengur
getur fengið að læra bnkaraiðn nú
þegæ.
Vald Peterseu, Laugavegi 42.
Nýkomið
mikið úivil af
stúfasirzi
"tf&rzíunin <3utJjoss
Austurstræti 3
veiktist hann á leiðinni. Eg get
sagt þér frá þessu nú. Bertrand án
þess að tárast, því að eg hafi grátið
svo mikið út af missi drengsins míns.
Eg unni honum svo heitt, að eg skil
ekkeit í því að eg skildi 1 fa einni
stundu lengur en hann. Allir vóru
mjög góðir við mig — skipsijóri,
skipverjar og farþegar — og elsku
drengurinn minn lá í þrjá daga fyrir
dauðanum. í þrjá daga og þrjár
nætur samfieytt hatði eg hann í faðmi
mér og hlustaði á andardrátt hans.
Ó, eg get ekki sagt þér frá því hvern-
ig mér leið þá!
Hann kysti hana ástúðlega.
Hann dó, Bertrand, að kvöldi dags,
um leið og sólin gekk til viðar
.... Eg man ekkert hvað gerðist
eftir það, en nokkrum stundum seinna
rankaði eg við mér og var þá ein.
Eg fór að leita að barninu mínu og
gekk upp á þilfarið. Stjörnurnar
tindruðu þá eins og nú og spegluð-
ust í sjónum. Eg mætti lækninum.
Eg vil fá barnið mitt! hrópaði eg.
Hann hörfaði aftur á bak — og þá
sá eg nokkra menn fram við borð-
stokk skipsins. Einn þeirra hélt á
ofurlítilli kistu en skipstjórinn stóð
hjá og las bæn.
— Bíðið þiðl hrópaði eg. Þið
ætlið þó eigi að sökkva barninu minu
í sjó! Þið meigið það ekki.
— Við meigum til með það, kona
góð, mælti skipstjórinn.
— En þér meigið það ekki. Litið
þér á hafið hve það er stórt og víð-
áttumikið. Þér getið ekki skilið litla
barnið mitt einsamalt eftir i sjónum
— og látið það velkjast um eilífð í
öldum hafsins. Ó, ef það verður
að fara í sjóinn, þá leggið það i
faðm minn og látið mig fara með þvi.
— 620 —
— 619