Morgunblaðið - 27.05.1917, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.05.1917, Qupperneq 2
2 MORGUNBLABIÐ lögðu þar með smiðshöggið á hern- aðarframkvæmdir þær, er þeir hófa fyrir hálfum mánuði. Hafa þeir mik- illega treysl stöðvar sínar á þessutn slóðum og handtekið rúmlega þús- und manns. Frekari áhlaup Frakka neydda Þjóðverja til þess að hörfa undan bíðum megia við Craonne. Náðu Frakkar undir sig landi á há- siéttunni ofan við nyrðri hlíðar Ail- ette-dalsins. Vígstöðvar ítala. Akafar orustur hafa staðið alla vikuna um hæðirnar fyrir norðan Görtz og austan Isonzo. Italir hafa unnið fræga sigra og tekið margar samliggjandi hæðir í Kuk, Vodice og Mortesanto héruðum á tæpum hálfum mánuði, og handtekið nær 1S000 manna. Austurríkismenn gerðu áköf gagnáhlaup, sérstaklega í Valarso, en voru hraktir, og sóttu ítalir lengra fram hjá Vodice, Görtz og á Carso-sléttu. I Travingnoly- dal gerðu Austurríkismenn grimmi- leg gagnáhlaup og tókst um stund að rjúfa berlíðu ítala. En að lokum biðu þeir ósigur og mistu fjölda fallinna manna í hinum hrikalegu hæðum. Að undanfarinni langri stórskotahríð, gerðu ítalir að lokum ágæta framsókn og náðu fleiri hæð- um milii Kostonjevica og sjávar. Veitti brezkt stórskotalið þeim þar vígsgengi, og hefir það tekið þátt í bardögunum á þessum vágstöðvum, síðan sóknin hófst. En brezkir fallbyssubátar (monitors) voru íTrieste- flóa og skutu á afturfylklngar Aust- urríkismanna Vígstöðvarnar á Balkan. Bretar halda enn stöðvum þeim, er þeir tóku hjá Struma. Brezkir flugmenn hafa reynst ágætlega með því að varpa sprengikúlum á stöðvar óvina sinna og herbúðir. Serbar hafa sótt nokkuð, fram, haldið stöðvum sínum og tekið fanga. Frá vígstöðvum Rússa og Rúmena og vígstöðvunum í Kaukasus hefir lítað gerst annað en smáskærur. Hernaðurinn i Gyðinga- landi. Bretar hafa tekið framvarða-stöðv- ar Tyrkja og eiga nú í höggi við meginher þeirra hjá Gaza. London, 25. maí. Konungshjónin hafa nú lokið ferða- lagi sínu um norðurhéruðin. Her- gagnaverkamenn færðu þeim hollustu- ávarp og svaiaði konungur því, að það hefði verið sér gleðiefni að kynn- ast hversdagslifi roanna og kvenna í skipasmiðastöðvum og verksmiðj- um og kvaðst ánægður ef afleiðing- in yrði sú, að verkamenn legðu meira að sér til þess að gera her og flota öruggari til víga. Þjóðhátíðardagurinn 24. mai var hátíðlegur haldinn víðsvegar í hinu brezka ríki. Konungur, drotning og Mary prinsessa heimsóttu >klubb< liðsforingja úr nýlendunum og ræddu við þá eins og jafningja sína. Smuts herhöfðingi hélt ræðu í Stepney og sagði þar að stríðið mundi eigi standa um aldur og æfi. Sagðist hann halda að því væri nú bráðum lokið og benti margt til þess að skamt væri nú að bíða frið- ar. í neðri deild brezka þingsins lýsti Robert Cecil lávarður því yfir, að hernaðar-tiigangur Breta væri í sam- rætm við hernaðar-tilgang Rússa. Tilgangurinn bygSist eingöngu á þeim ásetDÍngi, að uá þeim friði, er trygði þjóðfrelsi og alþjóðavináttu, en að því væri alls eigi stefnt, að koma á heimsríki, grundvölluðu á Hervaldi. Bráðabirgðastjórnin i Petrograd gaf út tilkynningu þar sem hún í samræmi við viija allrar þjóðaiinnar vísaði á bug hverri hugsun unj sér- frið. Kveðst hún keppa að friði án skaðabóta og landaukninga, friði, sem bygður sé á þeim grundvelli að hver þjóð hafi rétt til þess að ráða fyrir sér sjáif. Þegar þessi til- kynning kom fram, var mikið rætt um það í öllum höfuðborgum bandamanna, hvað Rússar æítu við með orðinu »landaukningar«, en yíirleitt kom mönnum saman um það, að það væri óhugsandi, að þeir ættu við það að eigi ýrði skilað aftur lönd- um sem rangiega hefðu verið unn- in í fyrri styrjöldum, eða Þýzkaland leyst undan því að greiða skaða- bætur fyrir þau lönd, er þeir hafa farið herskildi yfir. Wílson lýsti því yfir í Washing- ton að hann hefði gefið hermála- ráðuneytinu skipun um það, að seuda herdeild úr aðalhernum, undir for- ystu Pershing herforingja til Frakk- lands. Það væri ákveðið að skrásetja hið allra fyrsta alla karlmenn á aldr- kium 21—30 ára og yrðu það lik- lega um 10 miljónir manna. Hálf miljón mundi verða tilbúin í haust og önnnr hálf miljón þegar hergögn og liðsfoiingjar væru til. Robert Cecil lávarður tilkynti í neðii deild þingsins að japanskir tundurspillar væru Bretum til aðstoð- ar í Indlandshafi, suður- og norður- hluta Kyrrahafs og smærri skip þeirra væru bandamönnum einnig til að- stoðar í Miðjarðarhafi. Tisza greifi, forsætisráðherra Ung- verja og aðalstuðningsmaður Þjóð- verja, hefir orðið að fara frá út af ósætti um Pólland og kosningarétt. Tisza ráðuneytið fylgdi fram þeirri gömlu stefnuskrá að Austurríkismenn og Ungverjar drotnuðu yfir hinum smærri þjóðum. í Rómaborg er búist við því að Austurríkismenn mutii koma fram með nýja friðarskilmála, páfinn sé milligöngumaður og friðarins fýsandi. í neðri deild brezka þingsins var rætt um uppástungur Lloyd Georges i »írska málinu« og var ekki fallist á þær, en allir flokkar vildu að írskur þjóðfundur skipaður, af öllum stéttum landsins, yrði haldinn til þess að hugleiða hvernig írska málið mætti til lykta leiða. Lloyd George, Beresford lávarður, Milner lávarður, Kennedy-Jones, Jo:cey lávarður hafa aliir haldið ræðn i vikunni um kafbátahættuna. Voru þeir vongóðir um það að kafbáta- hernaðurinn mundi mishepnast, og tilkyntu að fjö'da kafbáta hefði þegar verið sökt. »Daily Telegraph* segir að fullyrðingar Þjóðverja um það, að þeir skyldu neyða Breta til þess að semja frið, hefðu átt að rætast fyrir viku. Flotastjórnin skýrir frá því að siðast liðna viku hafi 2664 skip komið og 2759 farið. 18 skipum, sem báiu meira en 1600 smálestir, var sökt og 9 minni. Á 9 skip var ráðist árangurslaust. Fimm Zeppelinioftför komu til austuistrandar Englands aðíarauótt 24. mai. Fjögur þeirra flugu inn yfir landið og köstuðu niður sprengi- kúium. Diápu þau eínn mann, en annað tjón eigi teljandi. Þau kom- ust undan aftur vegna þoku. — DAGBOK — Afms-li I dag: GuSbjörg Jónsdóttir, húsfrú Helgi Helgason, bókhaldari Ingvar Þorsteinsson, bókb. Jósef Magnússon, trósm. Tomas Petersen, verkstj. f. Þormóður Torfason 1636. Sólarnpprás kl. 3.43 Sóiariag kl. 11.8 H á f 1 ó 8 f dag kl. 10.24 f. h. og kl. 10.47 e. h. Hvítasnnnaúagur. Guðsþjónustur í dómkirkjunni kl. 12 síra Bj. Jónsson og kl. 5 síra Jóh. Þork. í fríkirkj- unni í Reykjavík kl. 2 síra Ól. Ól. og kl. 5 Sig. Sívertsen dócent. Messur á annan: kl. 12 í dómkirkj- unni (prestvígsla) og kl. 12 í fríkirkj- unni í HafnarfirSl síra ÓI. Ól. Hjónaefni. í gær opinberuSu trú- lofun sína ungfrú Bjarney GuSmunds- dóttir og Heigi Hafberg. MorgunblaðiS óskar hjónaefnunum til hamingju. M.k. Milly kom af síldveiðum í gær. Hafði fengið 150 tn. af síld. Skipstjóri er Ólafur Jóhannsson. A. H. Friis heitir skip, sem firmað Ól. Johnson & Kaaber hefir átt síðan í fyrra. í fyrrakvöld fengu þeir skeyti frá Trangisvaag í Færeyjum um að skipinu hafi verið sökt nóttina áður. Skipsmenn björguðust allir og eru komnir til Trangisvaag, og hefir skip- inu því verið sökt rétt hjá eyjunum. Það kom frá Portúgal með salt sem fara átti til Færeyja. Færeyingar eru ekki öfuudsverðir af gestunum, sem þeir hafa fengið síðustu dagana. M álverkasýninga opnar Gísli Jóns son málari i dag kl. 10 á Kárastöðum. Yerða þar til sýnis yfir 50 nyjar myndir og nokkrar sem s/ndar hafa verið áður. Gísli er maður, sem ekki hefir notið neinnar tilsagnar í listinni en prófað sig áfram upp á eigin hönd. Litblærinn yfir mörgum myndunum er sérlega fallegur. Mun engan iðra þess að fara og sjá, hvað þessi sjálfgerðl rnaður hefir komist. Syningin sten dur aSeins yfir í þrjá daga og or opin all- an daginn. Myndirnar eru að kaila má allar landslagsmyndir v/ðsvegar að, þar á meðal margar myndir frá Þing' vallavatni. Lúðrafélagið Harpa spilar í kvöld kl. 8 á Austuvelli ef veður leyfir. Hringferð Hringsins. A morgun efnir »Hringurinn<i til hringferðar sinnar um bæinn, og b/ður margvís- lega skemtun. Hefst hún með því, að j>Harpa« leikur á iúðra á Austurvelli kl. 2^/j. Kl. 3, 4^/g og 6 verður leikið í Iðnó, en enginn veit hvað leikið verður, en vonandi veiða á sviðinu konur i karlmannsfötum og m siíkt ávalt girnilegt til fróSleiks. Þá verður sungið í Bárunni, húsi K. F. U. M. og Templarahúsinu, Einar H. Kvaran les upp, landlæknir fiytur fyrirlestur, Bjarni frá Vogi cg Arni Pálsson. Þórð- ur Pálsson kemur norðan yfir Faxa- flóa til að syngja. Nb er mönnum nytt um tombólu- troðninginn. Þarna verður hann tí- faldur, því ailir vilja taka þátt 1 Hringferðinni. _____ f *V ---. . .A Jón Sivertsen, erindreki lands- stjórnarinnar í Vesturheimi, b/r fyrst um siun á Hotel Astor í New York. Hermod, seglskip, kom hingað í gær, hlaðið smjörlíki, kornmat o. fl. til Páls H. Gíslasonar kaupmanns (1 Kaupangi). Kolanámnna á Tjörnesi hefir hrepp- urinn þar keypfe, en >Tíminn« segir í gær að landstjórn hafi trygt sór hana og eigi nú að fara að Btarfrækja hana af kappi. Jónas Þorsteinsson verkstjóri er farinn þangað norður til þess að standa fyrir verkinu. Heflr verið reistur þar skúr mikfil, sprengi- efni fengið ogXjárnbraut væntanleg til þess að flytja kolin aö sjó (Hvertí Beint fram í fjöruna, eða inn í Héð- insvík?) Sigurður ráðherra mun meðal annars hafa farið í þeim erÍDdum aö sjá til þess að eitthvað verði úr fram- kvæmdum þarna. — Tjörnesnáman er áreiðanlega einhver hin bezta, sem fundin er enn hór á landi. Morganbaðið kemur ekki út & morgun, 2. í hvítasunnu. Smjörlíkisskortur i Engiandi. »Times« segir frá þvi hinn 7, þessa mánaðar, að undanfarna viku hafi ekkert smjörliki fengist í suð- vesturhlua Lundúna, En eftirspurn- in var svo mikil, að kaupmenn urðu að auglýsa það í búðargluggum sín- um, að þeir heíðu ekkert smjörlíki til, til þess að iosna við ösina. Og enn fremur skýrðu þeir mönnum frá því, að það yrðu liklega margar vikur þangað til smjörlíki mundi fást. Inni i miðri borginni var eitt- hvað til af smjörlíki, og var aðsókn- in svo mikil, að kaupmenn komust í vaudræði með það að skifta i milli manna. Eftirspurn á smjöri hefir vegna þessa aukist mjög mikið, en það hefir þó eigi hækkað i verði, og var selt á i,S5—1,70 kr. pundið. (

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.