Morgunblaðið - 27.05.1917, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.05.1917, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Auelýsins um mitakji. Bæjarstjórn Reykjavíkur gengst fyrir því, að iáta taka upp mó í sum- ar, burka hann, geyma og flytja heim til notenda smám saman á næsta vetri, lyrir bá heimilisfeður i bænum, sem þess óska. Mórinn verður tekinn upp í Kringlumýri, og svo mikið af honum, sem ástæður leyfa, verður gert að eltimó, sem er talsvert þéttari og fyrirferðarminni en venjulegur stungumór. Það er áætlað, að ef þurkun mósins hepnast þolanlega, þá samsvari \ 2^/a tonn af mónum eiuu tonni af kolum að hitag ldi. Og þar sem ekki er útlit fyrir, að kol muni kosta hér minna næsta vetur en 200 til 250 krónur tonnið, sama sem 32 til 40 krónur skippundið, þá skorar bæjarstjórnin h alla bæjarbúa að tryggja sér mó til eldsneytis, annaðhvort með því að taka mó upp sjálfir, eða með því að ganga í samlög um mótekjuna í Kringlumýri uudir forgöngu og með þátttöku bæjarstjórnarinnar. Þeir sem vilja að bæjarstjórnin samkvæmt þessu útvegi þeim mó geta borgað hann annaðhvort með peningum eða með vinnu. Ber þeim að snúa sér til eldsneytisskritstofu bæjarstjórnarinnar í Iðnskólanum, Vonarstræti í, uppi. Þeir sem vilja borga mó- inn með peningum greiði þar til bráðabirgða 23 krónur fyrir hvert tonn af mó, sem þeir panta, en þeir sem vilja borga móinn með vinnu við mótekjuna gefi skrifstofunni skýrslu um hverjir muni inna vinnuna af hendi, og hvenær megi kveðja þá til hennar, en það skal vera fyrir 31. júlí i sumar. Jafnóðum og vinnan er int af hendi fá svo hlutaðeigendur skírteini sem gefa þeim sama rétt til svo mikils af mó í haust eða vetur, sem vinnulaununum nemur, eins og þeir hefðu borgað upphæð vinnulaun- anna í peningum. Verðið á mónum ákveður bæjarstjórnin til fullnaðar þegar upptöku og þurkun mósins er lokið og reikningur yfir kostnaðinn gerður upp og er vonast eftir að það fari ekki fram úr 25 kr. á tonnið, en engin ábyrgð á þvi tekin. Ef verðið verður hærra en 25 kr. á tonnið verða kaup- endur að borga það er til vantar, en ef verðið verður lægra, skilar bæj- arstjórnin afganginum án vaxta. Ekki er heldur unt að taka ábyrgð á því, að svo mikið fáist tekið UPP °g þurkað af mó, sem menn kunna að panta, en reynt verður til þess af ítrasta megni. Ef ekki fæst nóg af þurkuðum mó, til að fullnægja öllum pöntunum. verða allar innkomnar pantanir, sem greiddar hafa verið með peningum eða vinnu samkvæmt framansögðu, færðar niður hlutfalls- lega, og mönnum endurgreitt það, er þeir kunna að hafa' borgað umfram andvirði þess mós, sem þeir geta fengið. Verkfræðing Jóni Þorlákssyni hafa verið faldar allar framkvæmdir þessa máls. Borgarstjórinn i Reykjavík, 25. maí 1917. K. Zimsen. Vélaverkstæði Reykjavíkur hefir enn nokkuð af maskinutvisti til sölu. Útgerðarmenn, flýtið yður að festa kaup á honum áður en hann þrýtur. Bezta tegimd seni komiö hefir hingað. VEST'RI. Vikublað, gefið út á ísafirði. Flytur greinar um flest þau mál, sem á dagskrá eru hjá þjóðinni, ítariegri fréttir af Vestfjörðum en hin blöðin, og glögg tiðindi frá ófriðnum í hverju blaði. Besta auglýsingablað fyrir kaupmenn og aðra, er vilja fá við- skifti vestanlaids. — Par.tið blaðið i tíma. Utanáskrift: Vestri, ísafjörður. Smurningsoiía ávalí fyrirliggjandi. Hiö islcnzka Steinolinhlutafólag. De forenede BrygBerier. Beauvais niðursuðtjvörnr eru viðurkendar að vera iangbeztar i heimi Otal heiðurspemnga á sýningum viðsvegar um hétminn. Biðjið ædð um Beauvais-ni<5ursuðu. Þá fáið þér vemlega góða vðru. Aðalumboðsmenn á Islandi: O. Johnson & Xaafecr. Eitt herbergi með húsgögnum óskast nú þegar til leigu um hálfsmánaðartíma. Upplýsingar hjá Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.