Morgunblaðið - 27.05.1917, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.05.1917, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ orðið getur, i íáð og dáð, við þær stjórnir sem nú eiga í stríði við Þýzkaland, og þar með, að þessum stjórnum sé örlátlega veitt lánstraust, svo að auðæfi vor verði svo sem frek- ast má lögð við auðæfi þeirra. í því felst, að komið verði á allan afla landsins því skipulagi og þeim gangi er þarf til herbúnaðar og til þess að sjá sem ríkulegast fyrir því er þjóð- in kann að þarfnast, og þó um leið með sem mestum sparnaði og hag- sýni. í því felst, að flotinn verði tafarlaust gerður út sem best má verða, en sérstaklega, að hann verði búinn beztu tækjum til að fást við kaf- báta óvinanna. I því felst, að Jandher Bandaríkjanna verði umsvifalaust auk- inn um að minsta kosti 500000 manns frá því sem nú er að lögum er stríð her að höndum, og ætti það að minni hyggju að gerast með almennri herskyldu, og sömuleiðis að heimilað sé að auka herinn síðar með jafnmiklum liðsafla undir eins og þörf krefur og æfingum verður við komið. I því felst auðvitað ennfremur, að stjórninni sé heimilað nægilegt fjár- framiag, sem eg vona að nútíðar- kynslóðin taki á sínar herðar að svo miklu leyti sem sanngjarnt er, með hagkvæmum sköttum. Eg segi, að svo miklu leyti sem sanngjarnt er með skattaálögum, vegna þess að mér virðist að það væri óhyggi- legt |tð fá það fé sem nú þarf á að halda eingöngu með lánum. Eg leyfi mér að benda á, að það er skylda vor að vernda þjóð vora eftir tnætti fyrir því mjög alvarlega böli og bág- indum sem líklegt er að leiddu af dýrtíð þeirri er síórlán hefðu í för með sér. í því sem véi gjörum til að koma þessum hlutum í fram- kvæmd ættum vér að haía það vit- urlega ráð hugfast að láta undirbún- ing vorn og herbúnað koma sem minst í bága við þá skyldu — þvi að það verður mjög mikilvæg skylda vor — að sjá þeim þjóðum, sem þegar eru í stríði við Þjóðverja, fyrir þeim efnum sem þær að eins geta fengið frá oss eður með aðstoð vorri. Þær eru á vígvellinum. Vér ættum á allan hátt að styðja þær þartil sigurs. hafi fengið það orð á sig að vera uppspretta hinnar hræðilegu malaria, sem leggur fjölda manns í gröfina meðan hitatíðin stendur yfir. í hinu tyrkneska verzlunarhverfi borgarinnar er loftið svo baneitrað, að enginn getur hafst þar við eftir sólarlag. Sá sem hefðist þar við eina nótt, mundi áreiðanlega sýkjast af malaria. Þegar Austuriíkismenn brutustinn í Albaníu fyrir einu áti«og komu til Skutari, lágu mörg þúsund hesta- hræ á götunum og rotnuðu þar nið- ur. Og það hafði eigi orðið til þess að bæta heilbrigðisástandið. Og þeg- ar Skutari-vatnið tók að grynnast um sumarið, þá komu upp úr því inörg þúsund heslahræ — alt sam- an endurminningar um flóttaher Serba, sem varð að drepa aila hesta sina áður en hann var fluttur burtu Eg skal leyfa mér að láta ýmsar stjórnaídeildir benda nefudum yðar til athugunar á ráð til að framkvæma hin margvíslegu mál sem eg hefi rrinst á. Eg vona að yður verði það ánægja að taka þau lil meðferð- ar, með því að þau eru árangur mjög vandlegrar íhngunar frá hálfu þeirrar greinar stjórnarínar sem sér- staklega á að bera ábyrgð á her- stjórninni og vörn þjóðarinnar. Þegar vér gjörum þessa hluti — þessa örlögþrungnu hluti — þá lát- um oss gjöra öllum heimi angljóst, hverjar hvatir vorar og maikmið eru. Hugsanir mínar hafa ekki hrakist frá sinni venjulegu eðlisstefnu fyrir ó- heillaatburði síðustu tveggja mánaða. Eg held ekki heldur að hugsun þjóð- arinnar hafi breyzt né myrkvast af þeim. Mér er nú hið sama í hug og þegar eg ávarpaði öldungadeild- ina 22. janúar, hið sarna og eg hafði i huga þegar eg ávarpaði sambands- þingið 5. febrúar og 26. febrúar. Markmið vort er, nú sem þá, að halda uppi frumreglum friðar og réttlætis í lífi þjóðanna gegn eigin- gjörnu einræði og koma þvi sam- ræmi á áform og athafnir sannfrjálsra sjáifstjórnarþjóða heitnsins, að trygg- ing sé fyrir því að þessum frum- reglum verði framvegis fylgt. Hlut- leysis er enginn kostur framar né heldur er það æskilegt, þar sem er að tefla um heimsfriðinn og frelsi þjóðanna og þeim friði og því frelsi er hætta búin af einvöldum stjórn- um með fylktu liði að baki sér, liði sem aigjörlega lýtur vilja þeirra, en ekki vilja þjóðar sinnar. Þegar svo stendur á, eru dagar hlutleysisins taldir. Nú er sú öld að renna, er það verður heimtað, að þjóðir og stjórnir þeirra gæti sömu reglna um breytni og ábyrgð á misgerðum eins og gilda fyrir einstaka borgara sið- aðra ríkja. Vér höfum engar illsakir troðið við þýzku þjóðina. Vér ber- um engan annan hug til hennar en samúð og vinarþel. Það var ekki af hvötum þýzku þjóðarinnar að stjórn hennar hóf þetta stríð. Það var hvorki gert með vilja hennar né vitund. Þetta strið hófst með sama hætti og stríðin forðum, á þeim ógæfutfmum er þjóðirnar votu hvergi spurðar ráða af stjórnendum sínum og stríð voru hafin og háð til hagsmuna konungs- ætta, eða smáflokka metnaðrargjarnra manna, er tömdu sér að hafa með- bræður sína að peðum og verkfær- utn. Sjálfstjórnarþjóðir fylla ekki ná- grannarikin njósnurum né beita brögðum til að koma máium á ring- ulreið, svo að þær geti neytt högg- staðar og iagt undir sig lönd og lýði. Þesskonar atferli þróast aðeins bak við tjöldin, þar sem engum er heimiit að fregna. Lævís ráð til blekkingar eða áhtifa, ráð sem ef til vill ganga frá einni kynslóð til ann- arar, verða ekki lögð né í leyndum haldin annarstaðar en i hirðskjólinu eða í vel geymdum trúnaði fámennr- ar sérréttarstéttar. Sem betur fer, er þeirra enginn kostur þar sem al- menningsálitið ræður og krefst fullr- ar vitneskju um öll málefni þjóðar- itinar. Staðföstum samtökum um frið verður aldrei haldið nema með félagsskap lýðstjórnarþjóða. Engri einvaldsstjóm væri treystandi til að halda trúnað og sáttmála sliks félags- skapar. Það samband verður að vera heiðvirt og einhuga. Brögð og tál mundi naga rætur þess. Spillingín væri komin í hjarta sliks félags, ef bragðarefir byndu þar lag sitt sam- an, btugguðu ráð sín eftir vild og gerðu engum reikningsskap ráðs- mensku sinnar. Frjálsar þjóðir einar geta með staðfestu miðað áform sín og heiður við sameiginlegt markmið og kosið heldur hagnað mannkyns- ins en einhverja smávegis hagsmuni sjálfra sin. Finnur ekki hver Amerikumaður til þess, að vonir vorar um fram- tíðarfríð i heiminum hafa stórum glæðst við hin furðulegu fagnaðar- tíðindi er gerst hafa í Rússlandi síð- uslu vikurnar ? Þeir sem bezt þektu til vissu það, að Rússar hafa raunar ávalt verið lýðstjórnarsinnar i hjarta, í öllum aðalvenjum sínum, í hugs- un sinni og i öllum þeim þjóðar- háttum er báru vott um eðlishvatir þeirra og lífsstefnu. Einveldið sem hreykti sér á stjórnartindi Rússlands var ekki i raun réttri rússneskt að uppruna, eðli né tilgangi, þó að það hafi lengi staðið og mittur þess ver- ið ægilegur, og nú er því hrundið og hin mikla, göfuga iú sneska þjóð hefir í allri sinni meðfæddu hátigtr og veldi bæzt við liðið sem berst fyrir frelsi i heiminum, fyrir réttlæti og fyrir friði. Hér er félagi sem á heima i heiðvirðu bandalagi„, Eitt af því sem hefir fært oss heim sanninti um það, að prússneska ein- veldið væri ekki og gæii aldrei orð- ið vinur vor, er það, að allt frá upphrfi þessa striðs fviti það grun- lausar borgir vorar, og jafnvel stjórn- arskrifstofur vorar, njósnurum og kom alstaðar á gang glæpsamlegum brögðum gegn samkomulagi og friði þjóðarinnar inn á við og iðnaði vor- um og verzlun út á við. Það er aukheldur orðið augljóst nú, að njósn- arar voru hér jafnvel áður en stríðið hófst. Það er þvi miður engin getgáta, heldur staðreynt og sannað fyrir dómstólum vorum, að vélabrögð sem oftar en einu sinni li við borð að röskuðu friðinum og kiptu iðnaði landsins úr liði, þau voru höfð i frammi að 'und.rlagi, með aðstoð og jafnvel persónulegri leiðsögn op- inberra erindreka, er keisarastjórnin hafði við hönd Bandarikjastjórnar. Jaftivel meðan vér vorum að koma í veg fyrir þetta og reyna að upp- ræta það, höfum vér reynt að skýra það með svo miklu veglyndi sem unt var, vegna þess að vér vissum að upptökin lágu ekki í neinni óvild eða ásetningi þýzku þjóðarinnar i vorn gatð (henni var eflaust jafn ókunnugt um það og sjálfum oss) heldur eingöngu í eigingjarni við- leitni stjórnar sem gerði það sem henni leizt, en sagði þjóð sinni ekkert. En þetta átti sinn þátt i því að færa oss loks sanninn heim um það, að þessi stjórrr ber ekkert saunarlegt vinarþel til vor og hefir í hyggju að vinna gegn friði vorum og ör- yggi eftir hentugleikum sínum. Að húa ætlar að æsa upp óvini gegn oss rétt fyrir dyrum vorum, um það ber bréfið, sem náðist, til þýzka sendiherrans í Mexikóborg, ljósastan vottinn. gleymdi alveg afleiðsluþræðinum. Og nú beið hann þess með óþreyju að þrumuveður kæmi, og það kom, Eldingu laust niður í hina gvltu stöng á púðurturninum og um leið flaug turnintr í háa loft með ógnr- legum guý. Steinn kom i höfuð liðsforingjans og rotaði hann.------ Austurríkismenn hafa 16000 fer- kílómetra af Albaníu á sínu valdi og hér biðu þeirra mörg störf, eigi síð- ur en í Montenegro. Það eru aðallega samgöngurnar sem þeir reyna að bæta. Að undan- teknum veginum milli Skutari og San Giovanni, var að eins einn veg- ur í Albaníu, þegar Austurríkismenn komu þangað. Hann lá í milli Tirano og Durazzo og var gerður af — Rómverjum. — Nefnd hefir verið skipuð til þess að koma á einu og sama bókmáli i frá Durazzo á flutningaskipum ítala. Óeirðir og bardagar hafa mjög háð framþróun Skutaris. Fyrst og fremst lá landið lengi í sárum vegna innbyrðisóeirða. Tyrkir og Albanir bárust á banaspjót og Albanir sjálfir voru andvígir innbyrðis, skiftust í marga flokka sem altaf áttu í víga- ferlum. í Balkanstyrjöldunum komu nýir óvinir inn í landið. í sex mánuði stóðst Skutari umsát Serba og Svart- fellinga og það var vegna svika að hið hrausta setulið varð að gefast upp að lokum. A tindinum á háu fjalli, sem er norðan við borgina, rís eldgamall kastali. Af múrum nans sézt um óravegu inn í Albaníu. Neðan við fjallið hlykkjast Bojana-áin í ótal krók- um, og á hæðunum hinum megin við dalinn sjást skotgrafir Serba og Svartfellinga, eins og moldvörpu- raagalar. Ef maður gengur upp að kastal- annm, rekur maður ýmist fæturna í ryðgaða. og mörg hundruð ára gamla fallbyssukúlu, eða þá brot -úr nýrri sprengikúlu — minningar um forna og nýja fjandmenn. Árið 1400 var þessi kastali reistur og samkvæmt munnmælasögum, var jómfrú múruð inn i undirstöðuvegg- ina, til þess að kastalinn skyldi óvinn- andi. Nokkur hluti hans ónýttist árið 1850. Það vildi þannig til: Yfirfonnginn í Skutari hafði verið í Ítalíu og kynrt þar hinum ágætu kostum eldingavarans. Hann afréð þegar, þá er hann lij,om aftur, að setja eldingavara á púðurturn kastal- ans. Það er að segja, hann lét sér nægja að setja upp stöngina, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.