Morgunblaðið - 01.06.1917, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
yðar jafnan hvhu sem snjó
með þvi aö nota ávallt
Sunllght sájnj.
Leiðbeinhtgar viftvikJaiMtl netkue
sépunnar fytgja hverrl eapnsttnif.
Sólaruppráa kl. 3.30
Sólarlag kl. 11.22
H ft í 1 ó 8 f dag kl. 3.23
og í nótt kl. 3.50
íþróttaæfIngar í dag:
Væringjar kl. O1/^— 71/,;
Fram jun. — 772— 9
lteykjav. jun. -— 7x/2— 9
Knattsp.fól. Rvík — 9 — 10V2
Knattsp.fél. Valur — 8l/2—\0.
Eimskipið Gnstaf Falk, sem hór
hefir verið í förum áður, kom hingað
i gær. Heitir það nú Valur og er ís-
lenzkt. Skipið kom hlaöið matvörum
til ýmSra kaupmanna hér í bæ, og
var 9 daga á leiðinni frá Kaupmanna-
höfn.
Kaldinn fer vaxandi. Hitinn hórna
í gærmorgun var 1,9 stig, frost í fyrri-
nótt og norðanrok í gær. Á Akureyri
var hríð í gær og mikið frost í fyrri-
nótt.
Óknnni maðurinn verður leikinn
annað kvöld kl. 8. í stað gasbirtu
verða notuð »King Storm«-ljós. Munu
færri sjá leikinn en vilja, því að ekki
mun verða leikið oftar en einu siuni
enn þá. Leikurinn hefir fengið lof
hjá öllum sem sóð hafa.
Theodór Árnason og hljóðfæra-
flokkur hans hefir hljómleik í Nýja
Bfó á sunnudaginn kemur.
Yélskipið »Dröfn« frá Höfða, fer
hóðan á morgun norður til Siglufjarð-
ar og Eyjafjarðar.
Alþing er kvatt saman hinn 2. júlí
næstkomandi.
Escondito er farin frá Kalifax fyr-
ir nokkrum dögum.
Sýslnmannsembættið f Arness/slu
hefir verið veitt Guðm. Eggerz frá 1.
júlf.
Sig. P. Sívertsen hefir fengið veit-
ingu fyrir prófessorsembættinu í guð-
fræði við Háskólann. Hefir hann þjón-
að þvf síðan Jón Helgason var settur
biskup.
Misprentast hafði f símskeyti f blað-
inu í gær (nokkrum hluta upplagsins),
að Þjóðverjar gæfu Norðurlanda-skip-
um heimfararleyfi 15. júlí, en átti að
vera 1. júlí.
Flotaárás
á Þýzkaland.
Hvað Clemenceau segir.
Fyrverandi forsætisráðherra Frakka,
Clemenceau, ritar nýlega í »Homme
en chaine* á þessa leið:
Þegar ófriðurinn hófst höfðum við
yfirráðin á hafinu, en höfum þau nú
ekki lengur. Það er deginum ljós-
ara og um það þarf eigi að þrátta.
Og það þarf engan sérfræðing á flota-
málasviðinu til þess að sjá það, að
afstaða okkar hefir breyzt algerlega.
Við höfðum áður yfirráðin á hafinu
og gátum haldið í skefjum þeim stór-
veldum sem reyndu að gera okkur
yfirráðin erfið. Og þótt verzlunar-
floti okkar sé ekki enn gjörtýndur,
þá fara skipatjónin að verða heldur
tíð. Og það sem verra er: Hern-
aðurinn gegn kaupförunum versnar
alt af, eins og við var að búast.
Nú eru flugbátar farnir að taka
þátt í hernaðinum og hjálpa kafbát-
unum til að skjóta niður skip okkar
Allsstaðar barma menn sér út af þessu,
en fram að þessu hefi eg sé alt of fá
og lítil merki þess, að menn hefjist
handa gegn þessum ófögnuði.
En það er nú eigi lengur tími til
þess að halda áfram hina sömu braut.
Það verður að leggja inn á nýjar og
betri brautir. Er ekki ástæða til þess
fyrir okkur að ráðast að kafbátunum
þar sem þeir eiga heima?
Eg veit hvaða mótmælum mun
hreyft gegn þessu: að við hættum
alt of miklu og verðum því nákvæm-
lega að yfirvega alt áður en við leggj-
um í það stórræði. En er hægt að
grípa til nokkurs annars ráðs nú sem
steodur? Því fylgir að vísu mikil
ábyrgð, en ábyrgðin er eigi minni
ef við höldum að okkur höndum af
ótta við áhættuna.
Leiðrátting.
í ritgerð minni um »Vitamál« í
síðasta tölublaði »Ægis« hefir mis-
prent^st nafnorðið Knarnes á að
vera Krossnes. Þetta vildi eg strax
leiðrétta svo það gæti engum mis-
skilningi valdið.
Reykjavík 25. mai 1917.
Edil. Grímsson.
Skipstjóri
óskast á seglskipið »Afram«, sem á að sigla til Aberdeen með lýsisfarm..
Kaiip 240 kr. mánaðarlega, fæði innifalið.
Lysthafendur gefi sig fram fyrir kl. 2 fyrsta júní.
Þorst. Jónsson.
M.s. „Drðfn“
fer til Eyjafjarðar og Siglnfjarðar 2. júní. Flutn-
ingur tekinn á nefndar hafnir.
Upplýsingar á Hotel Island nr. 10 kl. 4—6 síð-
degis
Mikael Guðmundsson,
skipstjóri.
Nú er
hver siðastur
með að fá hátt verð fyrir gamlar og nýjar síldartunnur.
Tunnurnar eru keyptar í dag kl. i—7.
Benoný Benonýsson,
Hafnarstræti 6, portinu.
Tapast hefir rauður hestur 8
vetra, mark: stýft hægra, — feitur,
gamaljárnaður með skaflaskeifu undir
öðrum framfætinum. Litið eitt grár
í baki undan hnaklc. — Skilist til
Ezferts Jónssonar, Tungu. Simi 602.
0
I heildverzlun
Garðars Gíslasonar
eru xniklar birgðir af
Fiskilínum,
önglum,
Netagarni,
Taumagarni,
Manilla,
Reknetum,
Sildarkörfum.
Winna
Kaupahjú: Kaupamaður og kaupa-
kona — hjón eða einhleypar per-
sónur — óskast á gott heimili í
Húnavatnssýslu. R. v. á.
Duglegur og áreiðanlegur drengur
getur fengið atvinnu nú þegar.
R. v. á.
é/baupsnapur W
Decimalvog, 2So kg., nýleg, fæst
til kaups. R. v. á.
j eða 6 borðstofustólar óskast.
R. v. á.
OLAFUR LARUHSON,
yfirdómBlögiB., Kirkjustr. 30
Heima kl. 1—2 og 5—6. Sími 215.
Niðursoðið kjðt
írá Beuuvais
þykir bezt á terðalagi.
Rúmstæði er til sölu. Uppl. á
Grettisg. 55.
£siaa
2 samliggjandi herbergi til leigu
í Kirkjustræti 8 B. með »komp!ett«
húsmunum og talsima, mjög hentugt
fyrir þingmann. Uppl. hjá
Sveini Jónssyni.