Morgunblaðið - 22.07.1917, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.07.1917, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Frá lestrarsal alþiagis. Guðjón Samúelssori sækir um endurveitingu á 800 kr. náms- styrk á ári í 2 ár. Jón Jónsson, Lindargötu 14, sækir um 300 kr. dýrtíðarstyrk. Gunnlaugur P. Blöndal sækir um 1200 kr. styrk til framhalds námi i teikningu og listmálun. Jakob Thorarensen sækir um 1200 kr. styrk tii ljóðagerðar á næsta fjárhagstímabili. Hreppsnefnd Landmannahrepps leitar fjárstyrks til að hefta sand- ’eyðileggingu í hreppnum. Helga ekkja Jóns Ólafssonar sækir um hæfilegan lífeyri af al- mannafé. Hólmfríður Árnadóttir sækir um 1000 kr. á ári til kvöldskólahalds í Reykjavík. Felix Guðmundsson sækir um dyrtíðuruppbót, sem verkstjóri fyrir Landssjóð. Búnaðarfélag íslands fer þess á leit að Alþingi veiti starfsmönn- um þess og búnaðarsambandanna dýrtiðaruppbót. Búnaðarfélag íslands fer fram á sérstaka fjárveitingu til að afla fræðslu um niðursuðu á kjöti og um skilyrðin fyrir flutningi á kældu og freðnu kjöti til sölu í Englandi. Erindi 98 útgerðarmanna um hafnarbryggju í Þorlákshöfn. Verzlunarmannafél. »Merkur< sækir um styrk til að halda uppi alþýðufræðslu um verzlunarmál. ------------------ Samskot. Herra ritstjóril Eins og mönnum er kunnugt hefir á skömmum tima verið sökt 6 skip- um, er fluttu hingað eða áttu að flytja hingað matbjörg og aðrar lífsnauð- synjar. Og 7 menn hafa beðið fjör- tjón við það, 6 samþegnar vorir og einn útlendingur, en allir haju peir látið lífið jyrir Island og Islendinga. Búast má við að sumir þeirra láti eftir sig ekkjur og börn eða foreldra sem , komnir eru að fótum fram og nú bera harm i hjarta og búa við þröngan kost. Er íslendingum ekki skylt að rétta eftirlifandi ástvinum þeirra einhverja hjálp? Auk þess glæðir hjálpin, þótt ónóg verði, sam- úð og bræðraþel, en á þessum hörm- ungartímum er þjóðunum ekkert jafn nauðsynlegt. Viljið þér ekki, herra ritstjóri, veita viðtöku á skrifstofu blaðs yðar samskotum til hin^a eftir- lifandi ástvina? í þvi trausti, að þér verið við þess- ari bón, bið eg yður að taka við þessum litla skerf. Virðingarfyllst Þ. * * * Vér erum hmum heiðraða greinar- höfundi sammála um það, að mjög vaeri það vel viðeigandi og æskilegt að vér íslendingar sýndum eítirlif- andi ættingjum þeirra útlendu manna, sem mistu lífið fyrir ísland, einhverja samúð. Þegar fregnin kom um það, að þessir 7 menn hefðu farist, kom oss til hugar að hefja samskot handa ekkjum og börnum þessara manna. En af vissum ástæðum hefir ekkert orðið úr því enn. Þegar vér nú á- kveðum að taka við þeim 10 krón- um, sem hr. Þ. lætur fylgja grein sinni, þá er það í því fulla trausti að lesendur Morgunblaðsios láti eitt- hvað af hendi rakna í þessum til- gangi. Vér munum birta gjafalista við og við og ábyrgjast að pening- unum verði komið til réttra hlut- aðeigenda. Styrkið ættingja hinna látnu manna! Tekið á móti samskotum á skrif- stofu Morgunblaðsins daglega. DAGBOK T als ím ar Alþingis: 354 þingniannasími. Um þetta númer þurfa þeir að biðja, er œtla að ná tali af þingmönnum í Alþingis- húsinu í síma. 411 skjalaafgreiðsla. 61 skrifstofa. s Gangverð erlendrar myntar. Bankar Pósthús Dollar 3,55 3,60 Franki 62,00 62,00 Sænsk króna ... 106,00 107,00 Norsk króna ... 103,00 104,00 Sterlingspund ... 16,50 16,50 Mark 50,00 51,50 ÍÞ róttaæf ingar í dag: Víkingar kl. 10—12J. þitigmenn úr landbúnaSar og fjárveit- inganefndum beggja deilda eru farnir austur yfir fjall í þingþarfir til þess að skoða Markarfljót og upptök Fióa- áveitunuar — og vitanlega til að skemta sór sumir. Munu þessir menn ekki koma aftur fyr en á mánudags- kvöld. Eldnr kviknaði í Hótel ísland í gær í gluggatjöldum. Varð þó slöktur von bráðar. — Verður aldrei um of brýnt fyrir mönnum að fara varlega með eld, því að stórbruni hór í bæ mundi einkum á þessum tímum verða dýr- keyptur á margan hátt. Brunaliðið hélt æfingu núna í vik- unni sem leið. Verzlnnarerindreki landsstjórnar- innar fyrir Bandaríkin og Kanada er nú ráðinn hr. Árni Eggertson frá Winnipeg. — Er það vel ráðið, því að Árni er orðinn góðkunnur hér heima fyrir dugnað, samvizkusemi og alúð í því er snertir áhuga og nauðsynjamál landsins. Auk þess er hann viðskifta- fróður og kunnugur vestan hafs, þar sem starfssvið hans verður. — Mun hann starfa að innkaupum á landssjóðs vörúm og öðrum vörum, útvegun á út- flutningsleyfi fyrir þær og jafnvel á skipakosti, ef hægt er til vöruflutninga hingað til lands. Er Árna vel trúandi til að geta sannfært stjórnarvöldin þar vestra um það, að þær vörur sem hingað fari geti ekki lent til Þjóðverja, en birgðir þurfum vér sjálfir að hafa næg- ar og góðar vegna íshættu og af því hvað vór erum afskektir. Bisp kom hingað í gær frá Englandi og Austfjörðum. Með skipinu komu að austan Bjarni Þ. Magnússon veit- ingam. og Tryggvi Guðmundsson kpm. á Seyðisfirði. stefaa strax að því að koma henni í endanlegt horf, dýpka hana nægi- lega á þeim stöðum sem hún á að haldast til frambúðar en fyila hitt upp. Ekkert er eðlilegra en að allur suðurhlutinn, jafnvel eitthvað inn fyrir brú, verði fyltur og gerður að eifihverju leyti að byggingargrunn- um, því að nann fyllist líka hvort sem er á fáum árum. Fallegra er líka, að bærinn vaxi ekki eiaungis á Laugaveginn, heldur samsvari sér lika á þverveginn. Það er annars leiðinlegt hvað allar fyrirætlanir um framtíðargerð bæjarins eru í óvissu og á reiki. Það er búið að kosta bæinn mikið fé og sá kostnaður margfaldast er tímar líða, ef ekki er aðgert. — Að vísu má með viður- kenningu segja að stjórn bæjarins er að mörgu leyti á framför og varla er hægt að heimta alt í einu. En hið fyrsta sem heimta ber er að samið sé eitthvert heildarform sem svo allar framkvæmdir haga sér eftir, hvort sem þær koma fyr eða síðar. Prófessor Guðm. Hannesson hefir unnið þarft verk með bók sinni um skipultg bæja. Það er ágætt rit i sinni röð og gefur góðar bendingar um það efni er hún fjallar um. En það er því miður eins og menn sén ekki enn vaknaðir til vitundar um að það þurfi nokkurt vit eða útsjón við byggingu bæja og borga. Það geri sig algerlega sjálft. Bezta sÖDn- unin fyiir þessu er það, hvað ofan- nefnd bók er lítið keypt. Menn þurfa auðsjáanlega ekki að fræðast. H. Kafkaupför. Hjúskapur. í gærkvöld voru gefln saman í hjónaband af síra Árna Þór- arinssynl Ólafía Einarsdóttir stúdent og Pótur LáruBSon organisti. Árni Eggertson, hinn nýi verzl- unarerindreki vor fer á morgun vestur um haf með Lagarfossi. Fer hann á land í Halifax, þaðan snöggva ferð til Winnipeg, en síðan til Washington. Leiðrétting. í greininni um tíma- reikninginn í Mbl. miðvikudaginn 18. þm. hafa ruglast mánaðardagarnir í elnni málsgreininni. Þar stendur að dimmasti og bjartasti ársfjórðungurinn só frá 6. febrúar til 6. maí o. b. frv. en á auðvitað að vera frá 6. nóv. til 5. febr. og frá 6. maí til 5. ágúst. — Þessa ársfjórðunga mætti klukkan vera rótt, en hina ársfjórðungana búmanns- klukka, þ. e. seinni part sumars frá 6. ág. til 5. nóv. og seinni part vetr- ar frá 6. febr. til 5. maí. lteglan þá svo einföld, að breyta klukkunni ein- lægt kl. 11 að kvöldi 5. dags ofan- nefndra mánaða, eins og sagt er í greininni. H. Kutter Haraldur kom frá Englandl til ísafjarðar í gær. Á mánudaginn verður enginn fund- ur í hvorugrl þingdeild. — Einir 12 Tjormn og lögun bæjarms Hún er nú tóm og verið að gera tilraunir til að hreinsa hana þ.mnig. En að þvi er virðist er þetta verk óvinnandi og óendanlegt eins og það er rekið. Það sýnist óhjákvæmilegt að framkvæma verði sama erfiðið á hverju sumri með þessu lagi, því að ef nokkuð er eítir af slýi eða rótum þess í botninum, þá vex það að öllum likindum upp jafnharðan aftur. Er nú ekki nauðsynlegt að taka þegar í stað einhverjar úrslitaákvarð- anir um tjörnina í heild sinni og hvað skuli gera við hana, byrja svo strax á því að koma henni í sitt endanlega horf, en vera ekki að eyða verki til ónýtis á hverju ári eins og gert var við götur bæjarins sællar minningar, áður en malbikunin hófst? — Liklega er óhjákvæmilegt að tjörnin verði að minka að mun, hvað ilt sem það kann að þykja. Alveg ófært hvernig sem á er litið að hafa hana svona fulla af úldnu vatni og óþverra, sem engin tök séu á að hreinsa vegna dýrleika. En þá er einá og áður er sagt að I Bridgeport í Bandarikjunum hefir nýlega verið myndað félag, öflugt mjög, til þess að byggja kafkaupför af líkri gerð og þýzka skipið Deutsch- land, en 10 sinnum stærri. Aðal- maður félagsins er frægasti kafbáta- smiður Bandaríkjanna, Simon Lake að nafni. Býst félagið við að taka til starfa þegar i stað og að 5 mán- uðum liðnum á fyrsta skipið að verða tilbúið. Gert er ráð fyrir að það flytji matvæli til bandamanna. Að ári liðnu ætlar mr. Lake að hafa 5 slík kafkaupför í ferðum milli Amer- íku og Norðurálfu. Leitt atvik. Konsúll Breta í New- York býr á »Knickerbockers HoteU. Kvöld eitt sá leynilögregluþjónti sá, sem hans gætir, að ljós logaði í her- bergjum ræðismannsins, en hann hélt að Mr. Gardner ræðismaður væri farinn til Kanada. Lögreglu- þjónninn hugði njósnara vera á staðn- um, réðist upp í herbergið og skaut tveim skotum á manninn. Til allrar hamingu hæfði hvorugt skotanna, því það kom upp úr kafinu, að það var ræðismaðurinn sjálfur sem var í herberginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.