Morgunblaðið - 25.07.1917, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Minning Skúla Thoroddsens.
Fundur i sameinuðu þingi.
Vegna fráfalls Skúla alþingismanns Thoroddsens féllu niður þing-
fundir í gær i' báðum deildum þingsins. En forseti sameinaðs þings,
Kristinn Daníelsson, boðaði þingmenn til fundar út af þessum atburði og
mælti á þessa leið:
»Eg hefi beðið háttvirta þingmenn um að koma samaa á þennan
fund í tilefni af því, að eg hefi þá sorgarfregn að fiytja Alþingi, að
alþingismaður Skúli Tnoroddsen er látinn. Hann lézt í nótt kl. 12
á miðnætti.
Hann var fæddur 24. marz 1890, sonur Skúla heit. Thoroddsens
alþingismanns. Hann tók stúdentspróf við lærða skólann 1908,
heimspekispróf við Kaupmannahafnar-háskóla 1909 og lauk embættis-
prófi í lögum við háskóla íslands árið 1914, og hefir verið yfir-
dómslögmaður síðan árið 191S.
Hann var kosinn á Alþing í kjördæmi föður síns við síðustu
kosningar, og sat því nú í 2. sinni á þingi. Hann var yngstur allra
þingmanna og hefir yngstur maður hlotið þingmannskosning hér
á landi.
Hann var efnismaður, og þótt lítt væri enn reyndur, bar sú
reynsla þess vott, að hann mundi feta í fótspor föður sins og fyrir-
rennara um staðfestu og ættjarðarást og verða þjóðnýtur maður.
Vér viljum allir biðja guð að blessa minningu þessa unga starfs-
bróður vors.c
>
Allir þingmenn stóðu upp.
Greftrun á kostnað Alþingis.
Þá mælti forseti:
»Eg vil láta þess getið, að oss forsetum hefir komið saman um
og vænti eg að það sé með allra samþykki, að Alþingi kosti útför þessa
þingmanns*.
Þingmenn samþyktu með því að standa upp.
og liggja kolalögin skáhalt og hverfa
í sjó þegar norðar dregur.
Aðalnáman, sem unnin hefir verið
og nú er verið að vinna, er í landa-
eign Hringavers og Ytri-Tungu. —
Landsstjórnin lætur vinna kol í
Tungu-námunni, en Þörsteinn Jóns-
son, kaupmaður á Seyðisfirði, rekur
Hringvers námuna. Verkamannafélag-
ið á Akureyri hefir og fengið leyfi
hjá stjórninni til að brjóta kol í
Tungu-námunni og hefir það þar
nokkra menn að vinnu. Er því unn-
ið þarna í þrcnnu lagi og munu alls
vera þar um eða yfir 100 manns að
vinnu.
Kolalögiu.
Þau eru þrjú, sem broíin hafa ver-
ið til þessa, og mismunandi
þykk. Eru kolin allmikið blönduð
leir og möl, sem jafnharðan verður
að brjóta úr þeim. Djúpt er nokkuð
niður að efsta laginu og hafa námu-
menn til þessa orðið að taka jafnt
niður ofan af bakkabrún, vegna þesss
að þeir hafa eigi getað grafið sér
göng. Skortir til þess timbur í und-
irrepti og stoðir. Hefir þetta tafið
mjög fyrir, því að ruðningurinn ofan
af kolunum er mikill og afarmikið
verk að koma honum í burtu.
Eigi alls fyrir löngu fanst fjórða
kolalagið. Er það neðst og all-langt
milli þess og hinna laganna. Er talið
að þuð muni þykst og jafnvel
bezt kol í þvi. Er þar móhella yfir
og mætti því gera þar námugöng
án þess að timbur þyrti að nota.
En lag þetta er á kafi i mölskriðu
þeirri, sem fallið hefir framan úr bakk-
anum. Verður fyrst að grafa göng í
gegn um skriðuna og er það ákaf-
lega mikið verk. Verkamenn lands-
sjóðs munu þó nú hafa lokið þvi,
eða því sem næst.
Ekki er loku fyrir það skotið að
kolalögin kunni að geta verið fleiri
þótt eigi hafi þau fundist enn, því
að rannsóku mun hafa verið litil eða
engin á námunni.
Þau kol, sem brotin hafa verið,
þykja góð, en eigi má geyma þau
lengi undir beru lofti. Missa þau
þá mikið af hitagildi sínu. Þótt und-
arlegt kunni að virðast, hafa kolin
reynst bezt úr efsta laginu. Hefir
verið smiðað við þau og má af því
sjá, að ekki eru þau hitalaus. Nokk-
uð af kolunum hefir verið reynt hér
syðra og hefir landsstjórnin selt þau
á 6 5 kr. smálest hverja. Það er
ekki mjög hátt veið, ef miðað er við
verð á útlendum kolum, en það er
nú ekkert hóf á þvi hvað þau eru
dýr. Verkamannafélagið á Akureyri
býst við því að kolin geti eigi orðið
ódýrari þangað komin heldur en
60—65 krónur smálestin. Kol lands-
sjóðs hafa verið seld á 30 kr. smál.
þar nyrðra, en Þorsteinn Jónsson •
seldi kol sin á 50 krónur, flutt um
borð í skip.
Versti ókosturiim.
Eins og fyr hefir verið að vikið
er engin höfn þarna hjá námunni
og er það versti ókosturinn. Með
fjöru eru grynningar svo miklar
fram undan, að ill-lendandi er tóm-
um bátum og óhugsandi að hægt
sé að skipa fram þungavöru, svo
sem kolum, nema þvi að eins að
vaðið sé með þau yfir flúðirnar. Með
háflóði flýtur sæmilega að landi, en
ekkert má vera að veðri, því að þetta
er fyrir opnu hafi.
Húsavík er næsta höfnin, en þang-
að er all-langur vegur, eins og áður
er sagt. Ætti að flytja kolin þang-
að, þá yrði að leggja járnbraut, en
það mun reynast nokkuð kostnaðar-
samt og borgar sig áreiðanlega ekki,
nema því að eins að náman verði
staifrækt áfram að striðinU loknu.
Á þvi mun þó leika all-mikill efi, því
að kolin þola ekki samanburð við
góð skozk kol og vetði þau ekki
talsvert ódýrari, þá mun enginn vilja
kaupa þau. En það er viðbúið að
verðmunur verði eigi mikill, þegar
skaplegt ástand er aftur komið á í
heiminum og ensk kol fást með sfip-
uðum kjörum og fyrir stríðið.
Það mun enn algerlega órannsak-
að mál, hvort kolanáman á Tjörn-
nesi er svo auðug, að það borgi sig
að kaupa til hennar nýtízku-vélar,
sem hafðar eru við kolagröft í stór-
námum erlendis. En meðan kolin
eru unnin með mannsaflinu einu
saman, þá verða þau aldrei ódýr.
Með annað hagar vel til þarna.
í miðju námulandinu rennur á, er
Skeifá nefnist, og fellur þar fram af
sjávarbakkanum í háum og fögrum
fossi, en þó eigi vatnsmiklum. Er
það mestur foss þar nærlendis. Mætti
sjálfsagt nota afl hans til þess að
bjálpa til við námugröftinn og ætti
það eigi að veiða ýkja kostnaðar-
samt, þar sem hann er rétt við hend-
ina. Krafímikill er fossinn að visu
eigi, en vera má, að hægt væri að
auka vatnsmagn hans með því að
veita lækjum í Skeifá.
Utan af landi.
Mótekja mun nú vara með mesta
móti um land alt. Akureyrarkaup-
staður hefir farið að dæmi Reykja-
víkur og lætur nú sem óðast taka
upp mó, sem svo á að selja kaup-
staðarbúum i haust. A að taka þar
upp mörg þúsund smálestir. Frí-
mann B. Arngrimsson hafði gert til-
raun til þess að smíða móeltivél
handa bænum en sú tilraun hepnað-
ist eigi. Að minsta kosti var vélin
dæmd ónýt af nefnd þeirri, er bæj-
arstjórn setti til þess að athuga hana.
Grasajerðir hafa nú hafist aftur í
sumum heruðum og er það vel farið.
Aðallega mun hafa verið gengið til
grasa í Þingeyjarsýslum. Voiu gerð-
ir út leiðangrar upp um heiðar, eins
og áður fyr og lágu sumir í tjöldum
nokkra daga. Mest hefir verið um
grasatekju á heiðunum fram af Öx-
arfirði, báðum megin Jökulsár. Grasa-
fengurinn hefir orðið misjafnlega mik-
ill, og segja gamlir menn að læplega
muni nú jafngott til grasa eins og
áður, hvað sam því veldur.
Fráfceur eru líklega með mesta móti
í sumar um land alt. Hafa nú marg-
ir ær í kvíum, þóit áður hafi þeir
látið ganga með dilk. Mundu þó
fráfærur enn almennari heldur en
raun er á, ef eigi væri fólksskortur
í sveitunum. Smalar fást varla og
þó er en'n verra að fá stúlkur til
þess að mjalta ær, Kaupakonur gera
það venjulega að skilyrði, þegar þær
ráða sig til sumarvinnu, að þær þurfi
eigi að mjalta, enda kunna þær það
vist fæstar. Er þetta mikið mein.
Vonandi er þó að bændur fari alment
að taka upp fráfærur aftur, því að
eflaust verður það happadrýgsta bú-
skaparlagið.
Ær hafa alls staðar mjólkað vel í
sumar og viða hvar með lang-bezta
móti. Sem betur fer mun því verða
framleitt meira smjör í landinu held-
ur en á undanförnum árum.
Landar erlendis*
Kaupmannahöfn, 28. júní.
Jóhann Sigurjónsson.
Tónskáldið Roger Henrichsen er
nú að semja »óperu« yfir Fjalla-
Eyvind Jóhanns. Textann hefir Hans
Ahlmann undirbúið. Búast menn við
miklu af samvinnu þessara lista-
manna.
Pétur Jónsson
söng í Tivoli-konsertsalnum 9. júní
fyrir troðfullu húsi. Voru þar meðal
annara allflestir landar, sem nú dvelja
í Kaupmannahöfo. Blöðin ljúka lofs-
orði á rödd Péturs, hve hún sé
mikil og hljómfögur. En þau segja
að nokkuð skorti á að hann syngi
af tilfinningu, og viðkvæmni. Án
efa á hann góða framtíð fyrir
höndum sem ,ópera‘ söngvari, segir
»Politiken«.
Heimspekispróf
hafa þessir landar tekið við Kaup-
mannahafnarháskóla auk þeirra 5,
sem áður hafa verið taldir:
Jón Helgason ág. eink.
Arsæll Gunnarsson I. eink.
Lárus Jónsson I. —
Sigurður Jónasson I. —
Valtýr Blöndal Il^ —
Sveinbj. Blöndal II. —