Morgunblaðið - 25.07.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.07.1917, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 77ýr Lundi fæst keyptur / Bankaslrœíi 6. Duglega kaupakonu vantar nú þegar. Goif kaup. Þarf að fara með Ingólfi á fimtu- daginn til Borgarness. Upplýsingar gefur Daníel Kristinsson á pósthúsinu. Nokkra vana ‘V . sjómenn vantar á m.k. »Hermóður«, sem fer á síldveiðar nú. Fðikna góo kjðr. Upplýsingar gefur orv. <3jornsson Framnesveg i C. Embættisprófí i læknisfræði hefir Sigtryggur Eiríks- son lokið með I. eink. Fyrri hluta læknaprófs hefir Jón Björnsson frá Kornsá lokið með I. eink. Slys. Frá Eskifirði kom sú fregn hing- að í gær, að þar hafi maður rotast i fyrradag. Var sá yfirmaður kola- graftar, sem þar á að fara að byrja, hét Ögmundnr Ögmundsson og var frá Eyrarbakka. Féll. steinn úr fjallinu fyrir ofan námuna og kom i höfuð Ögmundi. Lézt hann litlu síðar. Hann lætur eftir sig ekkju og eitt barn. Útillegnmenn á Mosfellsheiði. Fyrir nokkrum dögum birtist grein i Morgunblaðinu með þess- ari yfirskrift. Af því að eg er einn af vegabótamönnunum, vil eg gefa hér um nokkrar skýringar. Við höfum tjöld okkar á hinum svo nefndu moldbrekkum, sem næst einum kílóm. austur af sælu- húsinu. Var það eitt kvöld að við sáum tvo menn, búna eins og lýst er í áðurnefndri grein, koma vestan veginn, en þegar þeir nálguðust tjöldin, sem við bjugg- um í, beygðu þeir út af veginum til norðurs og hurfu sjónum okk- ar. Síðan bar ekkert til titla eða tiðinda fyr en næsta kvöld. Þá koma piltar þessir heim undir tjöldin; það var síðla kvölds, og var eg genginn til hvíldar, en annars flestir vegabótamennirnir á fótum. Þeim komu þessir kump- ánar einkennilega fyrir sjónir og gengu þvi til þeirra og ætluðu að tala við þá, en drengir þessir tóku á rás undan. Tveir af vega- bótamönnunum, Haraldur Skúla-, son frá Ulfarsfelli og Þorsteinn nokkur frá Hálsi í Kjós, veittu þeim þá eftirför, en er svo hafði gengið um stund, sneru drengir þessir móti þeim, með heilmikl- um móði. Sló þá felmtri á vega- bótamennina og hlupu þeir þá heim til tjalda. Þó rann Harald- ur hægt undan og veitti þeim betri eftirtekt; sýndist honum það vera hríslukvistir, en ekki eggj- aðir rítingar, sem þeir höfðu í höndunum. Við þóttumst þegar vis8ir um, að hér væri um »sum- argestif úr höfuðstaðnum að ræða, en eigi útlaga; því er það eigi rétt, að við höfum haft viðbúnáðtil að verjast árásum þeirra. Vega- bótastjórinn, Guðjón Helgason bóndi í Laxnesi, var eigi við- staddur; hafði hann gengið frá og bar leiti af, og sá hann þvi ekki mennina, en er hann frétti þetta, þóttist hann fullviss um að hér væri um að ræða káta pilta og saklausa úr Reykjavík, — en eigi sökudólga, sem færu um óbygðir með ránum og ófriði. En þessi saga um útilegu- menn þessa barst skyndilega til bygðar; bændadætur er mér sagt að hafi orðið hræddar, hjúfri sig niður líkt og fuglar í sárum og þori hvergi að bærast. Munu þvi sumir bændur hér í grend hafa hætt við grasaleitir, sem þeir þó höfðu fyrirhugaðar, þv íað dætur þeirra og aðrar heimilismeyjar þora hvergi á fjöll að fara, vegna sagna af hinum hættulegu úti- legumönnum, sem nema muni þær í brott með sér frá æsku- stöðvum þeirra og sveitasælu. — En eg held að þessir gamansömu drengir, sem við vegabótamenn sáum á Mosfellslieiði, verði eng- um til meins þar uppfrá. — Hinu gæti eg betur trúað, að stúlkunum stafi hætta af piltun- um niðri í bygðinni — vegabóta- mönnum þó varla — ef þær eru ekki á varðbergi. Einn af vegabótamönnum. T al s í m ar Alþ i n g i s: 354 þingmannasími, TJm þetta númer þurfa þeir að biðja, er œtla að ná tali af þingmönnum í Alþingis- húsinu i síma. 4)1 skjalaafgreiðsla. 61 skrifstofa. Gangverð erlendrar myntar. Doflar Bankar 3,55 Fósthús 3,60 Franki 62,00 62,00 Sænsk króna ... 106,00 107,00 Norsk króna ... 103,00 104,00 Sterlingspund ... 16,50 16,50 Mark 50,00 51,50 Nýr mótorkútter, sem Hermóðnr heitir, kom hingað í gærmorgun frá Danmörku. Hafði verið um 3 vikur á leiðinni vegna olíuleysis. Báturinnn er 37 smálestir að stærð og er eign fisk- veiðafólagsins »Dröfn«. Verður hann þegar sendur á síldveiðar. Kolaskip komu "hingað í fyrri- nótt og í gær, öll hlaðln kolum, 3 til Kol og Salt og eitt til lansstjórn- arinnar. Öll eru skip þessi rússnesk og bera frá 450 til 700 smálestir. I Kanpið Morgunblaðið. Hitt og þetta. Capt. Bonnell, ameriski flugmaður- inn, sem skaut niður hinn hinn þýzka flugmann Bölcke á vesturvigstöðv- unum, er nú í New York önnum kafinn við það að safna sjálfboðalið- um í flugsveitir Breta. Fyrstu vik- una, sem hann starfaði, létu 843 menn ráða sig. Bonnell sjálfur býst við að fá mörg þúsund manna, eink- um í vesturfylkjum Ameriku. GyOingaofsóknir eru nú ákaflegar af Tyrkja hálfu í Palestinu. Hafa Tyrkir myrt margt fólk og flutt burt úr landi menn svo þúsundum skiftir. Hafa bandamannastjórnir hafist handa og farið þess á leit við sendiherra Hollendinga í Miklagaiði að hann í nafni réttlætisins léti tyrk- nesku stjórnina stöðva þessar of- sóknir. Þjóðverjar ráðgera að hafa 3500 flugvélar á vigvöllunum vorið 1918. En það mun tæplega nægja, ef Bandarikjamenn smiða 10 þúsundir og senda til Frakklands. Flögg voru dregin í hálfa stöng víða í gær í tilefni af fráfalli Skúla S. Thoroddsens alþingismanns. Elliðaárbrýrnar hafa nú verið dubbaðar upp og eru vart þekkjanleg- ar, frá því sem áður var! í stað þess að þær voru áður rauðmálaðar, eru þær nú tjargaðar — en styrkleiki þeirra mun vera hinn sami og áður. Jóhann Þorkelsson dómkirkju- prestur er nýkominn heim úr ferð, sem hann fór sór til hressingar og hvíldar upp 1 Borgarfjörð. Þingfundir verða í báðum deildum í dag kl 1. A dagskrá verða þau mál, sem ítt að vera til umræðu i gær, ef úr fundum hefði orðið (sjá. Morguubl. í gær). Botnía fór 1 gær vestur og norður • um land með fjölda farþega. § ^íaupsRapur Góður reiðhestur til sölu. Uppl. hjá Jóni beyki á Klapparstig 7. Utanrikisráðherra Svía, Lindvan aðmírálf, lýsti þvi nýlega yfir í ræðu að það væri skoðun sín að ófriður- inn mundi standa lengi enn þá. — Vandræði mundu verða meiri í Svf- þjóð í vetur og næsta vor en dæmi væru til nokkuru sinni áður. Brezka blaðið »Scotsman« getur þess eftir simskeyti frá Svisslandi, að samkomulag sé nú mjög ilt milli Þjóðverja og Austurríkismanna. Seg- ir í skeytinu, að það geti jafn vel komið að þvi, að beinn ófriður verði milli þeirra þjóða, því Austurríkis- menn vilji ekki til lengdar þola það að þeim sé saipað fyrir i öllum mál- um af Þjóðverjum. 17 daga voru 8 skipverjar af einu brezku skipi, sem þýzkur kafbátur sökti, i skipsbátnum, áður en þeim var bjargað. Einn skipverja nafði þó mist fótinn við sprenginguna, og þykir það merkilegt, að hann skyldi ekki deyja. Til allrar hamingju höfðu þeir dálitinn meðaiakassa i bátnum, og gátu hinir skipverjarnir bundið vel um sár mannsins. — Raunir sjó- mannanna á þessum timum eru bæði miklar og margvislegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.