Morgunblaðið - 29.07.1917, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
s*
Ameríksk skotbákn.
.
L '.....
aM
I wmyw\L ' 91 ’ 'lr-wWB'flEv'\ 'i ?,, 4 'J|
3. ,;'i, CmIfPL J ’ I íS IMIÍiSm
Hér á myndinni má ajá nokkrar afgkinum stóru fallbysaum, sem hafðar eru á orustuskipunum. Gefur myndin allgóða hugmynp>
um það hvílík heljarbákn þetta eru.
Kúlurnar sem skotið er með úr fallbyssum þe3sum eru 1200 punda þungar. Eitt herskip með slíkar fallbyssur segja Ameríku-
menn að mundi geta skotið New York i rústir á hálfri klukkustund, ef farið væri ekki lengra en 3 sjómílur.
Fallby8surnar eru hlaðnar í hvert skifti með 200 kíló af reyklausu púðri og krafturinn á sprengikúlunni er svo mikill þá er
hún fyist fer fram úr hlaupinu, að hann nægði til þeasað lyfta öðru eins hafskipströlli eina og Lusitania var, um 1 fet í loft upp. Kúlan
fer fyrst 2600 fet á sekúndu og með slíkri ferð gæti hún farið umhverfis jörðina á einum sólarhring. Hver fallbyssa kostar 300,000
krónur og ef eitt herskip skyti með öllum fallbysaum sínum í eina klukkustund, þá mundi það eyða 10 milj. króna virði í skotfærum.
Skrífstofa andbanningafélagsins,
Lækjargötu 6 B
opin hvern virkan dag kl. 4—7 siðd.
Allir þeir sem vilja koma áfengú-
málinu í viðunandi hor/, án þess að
hnekkja persónufrelsi manna og al-
mennum mannréttindum, eru beðnir
að snúa sér þangað.
Sími 31.
hefir verzlun með húðir, hrásilki
og eirvörm minkað, en aftur hefir
aukist útflutningur á öðrum vörum
sem Rússar urðu áður að fá hjá
Þjóðve: jum.
Gufuskipafélagið Nippon Yusen
Kaisha fetlar nú að fara að auka
siglingar til Ástralíu, og annað gufu-
skipafélag ætlaf að halda uppi sigl-
ingum til Norðurálfu. Jafnframt
hafa Japanar sent fjölda verzlunar
erindreka til Norðuráifu, til þess að
athuga hvar beztur muni markaður
fyrir japanskar vötur og greiða þeim
veg á hann.
■------- ---------------
Lagning Kirkjustnetis er nú nær
lokið og er nú verið að gera við Póst-
hússtræti. Jafnframt hefir verið byrjað
að gera Laugaveg færan.
Silungsveiði er nú orðin mikil í
Soginu. Sigurður Jóns'son barnakenn-
ari, sem hefir verið þar eystra að veið-
um, fókk á einum degi 70 pund af
silungi.
Saltskip kom hingað á fimtudag til
Haraldar Böðvarssonar kaupm. Voru
tveir vélbátar frá Akranesi að sækja í
það salt í gærdag. Var AkurneBÍngum
þessi skipkoma happ mikið, því að áð-
ur voru þeir alveg saltlausir og höfðu
orðið að hætta fiskveiðum þess vegna,
en afli er' þar altaf talsverður.
Saineinaða fólagið sendir hingað
skip frá Kaupmannahöfa um 8. ágúst.
Heitir það Texas og fer beina leið
hiugað til Reykjavíkur og heldur svo
vestur um haf til Ameríku.
Síldaraflinn. A fimtudag höfðu þeir
botvörpungarnir Apríl og Maí fengið
samtals rúmlega 3000 tunnar af síld
og þykir það vel af atað farið.
Borg, landssjóðsskipið nýja, strand-
aði f Siglufirði í fyrradag, en náðist út
aftur i gær og mun ekki hafa skemst
að neinum mun.
Jarðarför Skúla Thoroddsen alþm.
fór fram í dag að viðstöddu fjölmennl.
Hófst hún í foidyri Alþingishússina
með því, að sunginn var sálmurinn
»Hærra minn guð til þín«. Þá báru
bekkjarbræður Skúla heit. kistuna að'
dyrum kirkjunnar. Þar tóku yfirdóms-
lögmenn móti henni og báru hana inn
í kirkjuna. Þar talaði Bjarni prestur
Jónsson nokkur minnÍDgarorð og fór
með kafla úr Helgisiðabókinni.
Ut úr kirkjunni var kistan borin af
forsetum Alþingis.
Ágæt veiði. Læknarnir Matth. Ein-
arsson, Þórður Edilonsson og Vilh.
Bernhöft og Daníel Bernhöft bakarl
hafa verið að skemta sér við laxveiði i
Þverá síðustu viku. í gær voru þeir
búnir að veiða samtals 214 laxa.
Aðkomnmenn. Þeir héraðslæknarnir
Jónas KrÍ8tjánsson frá Sauðárkróki og
Steingrímur Matthíasson frá Akureyrl
eru nýkomnir að norðan yfir Kjalveg.
Frh. á 8. síöu.