Morgunblaðið - 29.07.1917, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.07.1917, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sprengingar í hergagnaverksmiðjum. í hinum stóru hergagnaverksmiðj- um þar sem mörg þúsund pundum sprengiefna er hrúgað saman, er hætt við slysum, enda verða þau oft. í hergagnaverksmiðjum vinnur margt kvenfóik en það fer yfirleitt ógæti- legar og varlauslegar fram heldur en karlmenn. Reykingar eru t. d. strang- lega bannaðar í hergagnaverksmiðjum, en í Englandi hefir enn eigi tekist að venja stúlkur af því að hafa cigar- ettur með sér til vinnunnar, þrátt fyrir þungar hegningar, sem við eru lagðar. En af þessum reykingum og óvarkárni með eld leiðir margt böl og hefir það komið hart niður víða hvar. 1 fyrra mánuði sprakk i loft upp ensk hergagnaverksmiðja hjá Ashton- under-Lyne. Biðu þar 50 menn bana, en mörg hundruð særðust. Spreng- ingin varð svo mikil að flest eður öll hús í grend við hergagnaverk- smiðjuna hrundu til grunna, en víða um borgina brotnuðu rúður í glugg- um og skektust hús. A meðal húsa þeirra er skemdust voru margar verk- smiðjur er stjórnin átti eða hafði eftirlit með. Eigi er það kunnugt hve mikið tjón hefir orðið að þessari spreng- ingu, en líkur eru taldar til þess að fimm hveitimyllur og þrjár gasstöðv- ar hafi ónýzt við sprenginguna. Er henni líkt við sprengingu þá, er orðið hefir í Silverton fyrir skemstu. Mun sú sprenging hafa veiið mikil, þótt ekkert hafi um hana frézt fyr en þetta. — Þeir sem voru heyrnar- vottar að sprengingunni segja að hún hafi mest líkst eldgosi, svo hafi hún verið aegileg. í margra mílna um- hverfi varð hávaði svo mikill að loku skaut fyrir eyru manna. A eftir sprengingunni fylgdu eldslogar ógur- legir upp af rústum verksmiðjunnar en síðan sló yfir reýkmökk svo þykk- um að ekki sá handaskil á margra milna svæði. Mun þettr vera hin ógurlegasta sprenging er orðið hefir um víða veröld, önnur en sú, er varð i Bandaríkjunum i fyrra. Til dæmis um það hvað loftþrýstingur- inn varð afskaplegur frá sprenging- unni má geta þess að mörg hundr- uð hús i nágrenninu hrundu, en íbú- ar þeirra lágu eins og hráviði út um alt, meðvitundarlausir eða dauðir. Börn sem voru að koma úr skóla, tókust á loft og fleygðust langar leiðir svo að þau rotuðust. Menn sem voru að vinnu á götum úti mistu annað tveggja handlegg eða fót, eða lífið og þótti það furðu gegn'a þegar fuku ,af þeim limirnir. Gusturinn var jafnvel svo mikill, að hann kom á kinn hermanni einum frá Lancheshire og reif af honum alla vangafylluna. Dó sá nokkrum dögum síðar. En flísar og brot úr steinum og timbri flugu um alt og særðu marga menn og þó sérstak- lega konur og börn. Lágu þau hundruðum saman á götum úti meðvitundarlaus eða þá dauð. Fimtíu feta há grindasúla úr járni fauk eins og fis. Lrnti hún á húsi nokkru og klauf það f tvent. A 300 metra svæði frá verksmiðjunni, þar sem sprengingin varð fyrst, stóð ekk- ert hús óbrunnið og kviknaði þó eldur víðar út um borgina. Svo seg- ir í ensku blaði um sprenginguria: »Þök þeyttust af húsum, búðir féllu f rústir, gluggar fóru í þúsund mola og húsgögn féllu sjálf frá háum loft- um mður að kjallaragólfi«. Brauðin Hvað líður athöfnum með brauðagerðina við Laugarnar, sem bæjarstjórnin veitti í vor 1000 kr. til að starfrækja? Gutt- ormur fær ekkert að gera, og allir ljúka lofsorði á brauðin hans, sem þau hafa bragðað, og hrósa þeirri aðferð sem á að hafa við brauðgerðina. — Eru kolin ekki nógu dýr, og brauðin líka, sem stafar af dýrleika kolanna er þau eru bökuð við. Kanske að ís- lenzkur jarðhiti þyki of lítishátt- ar til að notfæi'a sér hann við brauðgerðina, af því að hann er til á landi hér? Það mundu þó sparast jafnvel margir tugir þús- undakrónaúr bæjarsjóði, ef hann yrði notaður. Við borgarar þessa bæjar, — nokkrir af okkur, skulum heimta þetta fé strax, ef að ekki nú þegar verður fanð að gera neitt í þessu efni, og fá Guttormi það til meðferðar undir eftirliti, annað- hvort borgarstjóra eða annars mann, sem settur væri til að sjá um verkið, t. d. Jens Eyjólfssyni trésmíðameistara, sem alþektur er að því, að vera einhver sá duglegasti framkvæmdastjóri í hvívetna á öllum sviðum, sem honum er, og hefir verið trúað fyrir, bæði utan bæjarins og inn- an. Þetta getur ekki gengið svona lengur að sofna með þetta nyt- sama mál í barminum, eins og út- lit er fyrir að nú sé gert af hálfu borgarstjóra eða bæjarstjórnar. Guttormur má heldur ekki sofna með féð; hann verður strax að fara að vinna í þá átt, sem hann hefir áður fyrirhugað. Þetta er óþolandi hirðuleysi í jafn þýðingar- miklu atriði, sem hér er um að ræða. Við felum Morgunblaðinu að taka hér í strenginn. 25. júlí 1917. NoTckrir borgarar. Zeppelinsloftfar var skotið niður í Englandi um miðjan júnimánuð. Féll þið úr 13 þúsund feta hæð til jarðar og stóð alt í ljósum loga. En það þótti fyrn, að þrír af flugmönnunum voru þá enn á lífi, er loftfarið tók niðri, einn alveg óskaddaður en tveir mikið særðir. Til Þingvalla fer bfllinn R. E 21 á hverjum laugardegi, þriðjudegi og fimtudegi, frá »Eden«. Sími 649. Bilarnir. í frumvarpi, sem lagt hefir verið fyrir þingið, vill flutningsroaður færa hraðahámarkið innanbæjar úr 15 km. á klst. niður í 10 km. Að vísu skal játað að bílar fara öft alt of hratt á götum bæjarins, eigi ósjaldan á að gizka 30 km. á klst. og þar yfir. En að setja há- markið níijur úr 15. km. nær þó ekki nokkurri átt, enda mun slíkt ákv-æði stafa af ókunnugleika flutn- intsmanns. 1 stórum bæjum eins og t. d. Kaupmannahöfn hefir is. km. akstur verið leyfður og þykir ekki hratt; það er tæplega eins og full ferð á götusporvagni. Ætti slík ferð þó að þolast í minni borgum þar sem hættan er þó minni. — Enda dugar ekki að setja bílum of þröngar skorður, það er framför að þessu fartæki, en þó því að eins að það geti notið yfirburða sinna yfir önn- ur venjuleg fargögn. — Annars dug- ar ekki að miða alla umferð á göt- um við það, að þær eigi að vera leikvöllur fyrir börn. Hætta mun þá iíka stafa af fleiru en bílum. Fólk verður hreint og beint að læra það, hvað sem bílunum liður, að göturnar eru ekki fyrir börn, allra sízt þær fjölmennari. Ekki sjást börn á fjöl- förnustu götum erlendis. Að öðru leyti eru ýms þörf á- kvæði i frumvarpi þvi er hér ræðir um. — Eitt af þvi sem gert hefir að verkum að bilar eru alment lítið notaðir hér innanbæjar, er það, hvað taxtinn er óákveðinn. Með réttu eða óréttu stendur fjöldi manna í þeirri meiningu, að bílstjór- ar hafi dagprísa á akstrinum og reyni að ná sér niðri á þeim sem þeir halda að geti borgað fyrir þann fjölda kunningja- sinna sem þeir aka fyrir ekki neitt. — Einkennilegt er það, að hér sézt svo kallað heldra fólk bæjarins varla i bílum — það segist ekki hafa efni á að nota þá að mun — heldur ýmiskonar lausafólk, sem almenningur skilur ekki að sé að fara í brýnum erindum, heldur mun það annaðhvort vera að eyða fé sínu til gamans, eða þá aka fyrir ekki neitt. Með öðrum orðum — bílar eru lítið notaðir til gagns innan bæjar, og gætu þó sjálfsagt orðið það, ef fyrir- komulagið og gjaldskráin væri af viti og kunnugt almenningi. En i stað þess að færa niður hraða- hámarkið mundi nægja að banna bil- stjórum að þeyta upp ryki og ausa for á þá sem þeir aka fram hjá, en gæta þess að öðru leyti að fylgt væri þeirri ht aðaákvörðun sem nú er i gildi. Polites. Afgreiðsla ,S a n í t a s‘ er á S m i ð j u s t í g 1 1. Sími 190. Mótorbáfyr 7V2 lestir að stærð með 12 hesta vél i ágætu standi, er til sölu nú þegar með mjög aðgengilegum skiimálum og á góðu verði. Getur borgast méð vörum, ef um semur. Upplýsingar í Bankastr. 12. Sími 313. 322 Mur.íð það 322 að Nýja Fordbifreiðin R. E. 27 fæst ávait leigð í lengri og skemmri ferðir fyrir sanngjárna borgun. Sími 322. K.ui*l Moritz, bifreiðarstjóri. „19. Júni“ kemur út einu sinni i mánuði. Þar verða rædd áhugamál kvenna, jafnt þau er snerta heimilin og þjððfélagið, Styðjið blaðið með því að gerast áskrifendur að þvi. Sendíð þriggja aura bréfspjald til undirritaðrar og verður blaðið þá samstundis sent yður. Einnig eru pantanir afgreidd- ar daglega frá 3—5 i Bröttugötu 6 (uppi) Virðingarfylst. lnqa L. Lárusdóttir. fslenzk prjónavara! Sjóvctliugar......... 0,85. Hálfsokkar frá........ 1,40. Heilsokkar —......... L90. Peysur —........ 7,83. Sjósokkar —....... 3,00. Vöruhúsið. Tilboð óskast í vólbát eða seglskip til flutnings á 230—300 tunnum af steinolíu fyrri hluta ágústmánaðar frá Reykjavík til Austfjarða. Garðar Gíslason. Neftóbak fæst hvergi betra en í Tóbakshúsinu, Sími 286. Laugavegi 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.