Morgunblaðið - 29.07.1917, Page 3
29. júli 264 tbl.
MORGUNBLAÐIÐ
3
10.000,000
stangir aí Suniight
sápu eru seidar i
hverri viku, og er þa5
hin besta sönnun fyrir
því, að Sunlight sápa
hefir alla þá kostl til
aö bera, sem henni eru
eignaðir, og aA hún
svarar til þeirra eptir-
væntinga, sem menn
hafa gjört sjer um
ágæti hennar
-S £ e
«
1586 j
Lsndbúnaðarafurðir
Bændur hafa grætt á ófriðnum.
Það hefir maður heyrt allajafna. Og
þeir viðurkenna það sjálfir fúslega.
“Tvö undanfarin ár munu vera ein-
hver mestu blómaár í sögu hins ís-
lenzka landbúnaðar, enda þótt tíðar-
far hafi gert sitt lil þess að skerða
hagsmuni búenda — hafísbölið á
Norðurlandi í hittifyrra og óþurk-
arnir hér sunnanlands í fyrra. Verð-
ur þvi gróði hvers bónda eigi svo
ýkja mikill, enda sýnir verðhækkun-
artollurinn síðastliðið ár, að landið
,er ekki miklu ríkara nú en áður,
vegna þess hvað bændur hafa fengið
mikið meira fyrir vörur sínar á er-
lendum markaði. Þó er eigi rétt að
leggja það til grundvallar, því að verð
á landbúnaðarafurðum hefir eigi ver-
ið lægra hér i landinu sjálfu, heldur
en erlendis. En af þeim vörum, sem
hér hafa seldar verið, með þessu háa
verði, mun enginn verðhækkunar-
tollur hafa verið greiddur.
Nú eru horfur landbúnaðarins þær,
að óvíst er að neitt verði flutt út
af hrossum í sumar. Hrossaútflutn-
ingurinn hefir þó verið landinn stór
tekjugrein, eða sumum einstakling-
um þess og sveitum. Ullin er nú
í miklu lægra verði heldur en áður.
Sumir kaupmenn hafa enn tæplega
þorað að taka hana ákveðnu verði.
Ánnarsstaðar hefir bezta ull verið
keypt á 2,70—3,00 kíló hvert. Um
iútflutning á kjöti í haust vita menn
ekkert og þaðan af síður um verð
á þvi. Undir sumartiðinni verður
það að nokkru leyti komið, hversu
baendurlóga miklu af fé sínu i haust.
■Og enginn efi er á þvi að meira
munu bændur skera heima i haust,
heldur en að undanförnu. Áður hafa
þeir skift á kjöti og kornmat og þótt
þaö borga sig. Nú verður annað
uppi á teningnum, enda kornvara af
skornum skamti. í kaupstöðum munu
menn líka reyna eftir mætti að birgja
sig upp að kjöti i baust og verður
þvi markaður þess meiri hér i landi,
heldur en verið hefir. Og ef að
vanda lætur, þá mun verðið verða
allhátt, hvernig sem fer um fram-
boð ð, því nð landmn vi'l jifnan selja |
Iandanum sem dýrast.
Þá er að minnast á smjörið. A
þvi er nú útflutningsbann. En fram-
boðið hefir verið svo lítið, að beinn
skortur hefir verið á viðbiti hér,
einkum i kaupstöðunum. Og Rvík
er svo bágborin, að hún hefir ekki
annað á borðið en illætt smjörlíki,
sem þó er skamtað. Um smjörfram-
leiðsluna og skiftingu smjörsins ætti
að gera frekari ráðstafanir en gerðar
hafa verið. Hámarksverð er þýðing-
arlaust, enda illa viðeigandi á vöru,
sem ekki má flytja burtu úr landinu.
Yfirvöldin þyrftu og llta eftir þvi, að
skiftingin yrði sem jöfnust, enda þótt
lítið komi á hvern íbúa. Enn frem-
ur verða þau að gæta þess, ef hægt
verður að flytja kjöt til útlanda í
haust, að eigi verði flutt svo mikið
út, að landið sjálft verði þess vegna
matvælalaust, eða matvælalitið í vetur.
Þetta má gera án þess að framleið-
endur biði neinn hnekki við það,
því að sjálfsagt er að láta þá fá það
verð fyrir afurðir sínar hér sem þeir
geta fengið annarsstaðar. En ef eng-
inn markaður verður fyrir kjöt er-
lendis, vegna samgönguleysis, þá
gæti komið til mála að gerðar væri
ráðstafanir til þess að verðið færi
eigi fram úr öllu hófi. Hér verður
að hugsa um hag alls landsins, en
eigi sérstakra stétta, og hag landsins
er eigi að betur borgið, þótt ein
stéttin græði á annari. Þtgar þannig
stendur á verður jöfnuðurinn beztur.
En hefir nokkuð verið hugsað fyrir
þvi, hvernig fer með skiftingu land-
búnaðarafurðanna á næsta hausti?
Ófriðarmarkmið
Þjóðverja.
í þýzka tímaritinu »Wirklich-
keit«, hefir einn af meðlimum
bæjarstjórnarinnar í Belgíu ritað
um ófriðarmarkmið Þjóðverja og
segir hann meðal annars um
Belgíu:
»Sem tryggingu verður Þýzka-
land að taka að sér öll járn-
brautarsambönd, og rit- og tal-
símar allir verða að vera undir
þýzku eftirliti. Járnbrautirnar til
Antwerpen og Zeebrtigge verða
að vera mjög rambygðar; jarð-
göngum verður að komast hjá,
svo að Þjóðverjar i snatri geti
sent her til belgisku strandarinn-
ar. Belgíuströnd verður að ramm-
víggirða, og Belgía verður að
ganga i fjárhags- og tollverndun-
arsamband við þýzka rikið. Trygg-
ingar þessar munu nægja til þess
að fyrirbyggja, að Belgia verði
landsvæði, sem óvinir Þýzka-
lands geta farið um.«
Ennfremur segir í greininni:
iHernaðarskaðabætur mun
Þýzkalandi bezt að fara ekki
fram á, þnr eð ganga má út frá, að I
Englund gangi aldrei inn á slikt,
og Frakkland, Rússland og önn-
ur óvinaríkin, — að Japan undan-
skildu — munu ekki geta goldið
grænan eyri!«
Hvað nýlendunum viðvíkur,
finst greinarhöfundi Þjóðverjar
geta krafist þess að fá Kameron,
Togolandið og Austur-Afríku aft-
ur, en vafalaust finst honum að
Vestur-Afríka muni aftur verða
þýzk eign, þar eð Búamir aug-
sýnilega geri kröfur til þessa
lands; en aftur á móti mun Þýzka-
land krefjast mikils hluta af
portúgölsku Angora og Mozam-
bique, ásamt belgisku Kongó, er
greinarhöfundur segir skuli vera
>Til uppbótar fyrir fé það, er við
höfum eytt í Belgiu.n.
Greinarhöfundur segir loks, að
þetta ófriðarmarkmið, er hann
sé talsmaður fyrir, sé viðurkent
af æðstu valdhöfum keisaradæmis-
ins.
Sé það satt, sem greinarhöf-
undurinn aegir, að þetta sé viður-
kend krafa æðstu valdhafanna
þýzku, þá má tæplega búast við
íriði í bráð. Ekki einum einasta
heilvita manni utan Þýzkalands,
mun geta komið til hugar, að
bandamenn muni nokkurntíma
ganga að friðarskilmálum, sem
bygðir eru á þessum grundvelli,
nema þá að Þjóðverjar gersigr-
uðu á vígvöllunum, sem tæplega
má búast við.
Hvað yrði þá um hinn »varan-
lega frið«, sem svo mikið hefir
verið talað um?
Þingvísur.
(Guðjón Guðlaugsson gat þess i
umræðum um sameining ísafjarðar
og Eyrarhrepps, sem sofnaði i Ed.
í fyrradag, að bæjarfóg. á ísafirði
vildi gera ummál útkjálkaþorps jafn-
stórt og Lundúnaborgar):
Alt fer nú með endemum,
ekkert hægt að gera!
Lordmajór í Lundúnum
langaði mig að vera.
Ut af bifreiðafrv. Einars Arnórs-
sonar:
Dynja á ógnir dýrtíðar.
Drengjum þó til hugnunar.
Einar samúð sýnir þar
— setur taxta’ á ferðirnar.
Stórt farþegasklp
Mongólía, eign Peninsnlar and
Oriental félagsins, rakst á tundur-
dufl nýlega skamt frá Bombay á
Indlandi og sökk þar samstundis.
Farþegar og skipverjar komust af,
en pósti varð ekki bjargað.
Skipakaup
landsstjórnarinnar.
Þá hefir enn bæzt eitt skip við
eimskipaflota lansstjórnarinnar, gufu-
skipið »Borg«, sem hér hefir legið á
höfninni vikuna sem leið.
Sagt er að skipið sé gott og katl-
arnir traustir, svo að kaupin munu
mega teljast heppileg.
En betur má ef duga skal. Nú
stefnir að þvi að fylla verður skarð
það, er höggvið var í flota þann er
færir oss nauðsynjar, þegar Flóru,
Vestu og Ceres var sökt.
Það stefnir að því að vér verðum
sjálfir að sjá fyrir siglingum vorum
að öllu leyti.
Það stefnir að því að draumar
vorir rætast og vér verðum siglinga-
þjóð á ný, eins og oss ber að vera
samkvæmt legu og lögun landsins.
Nú má því hér eigi staðar num-
ið. Ef nokkur kostur er að fá skip,
þá er tækifærið til að ná siglingun-
um í hendur vorar aldrei betra en
nú, er aðrar þjóðir hreint og beint
ekki %eta haldið þeim uppi.
Því ber oss nú að hafa öll spjót
úti. Áhættan á engin að. þurfa að
'vera. Langt er þangað til v'ér eigum
skip til að flytja alt er þarf til og
frá.
Mikinn skipakost þarf til ailra
flntninga á kolum, salti og olíu. Á
þessum vörum eykst flutningsþörfin
óðfluga ár frá ári. Þá vex einnig
að sama skapi framleiðslan innan-
lands, sem tryggir að skipin hafi líka
eitthvað héðan að flytja.
Hvað er um þennan seglskipafjölda,
sem nú er að setjast hér upp? Væri
ekki ráð að falast eftir þeim flota?
Seglskip eru sérstaklega handhæg nú
í kolaleysinu og ætti að leggja kapp
á að ná i nokkur slík til Ameríku-
ferða, til þess að flytja vörur, sem
síður liggur á, en eiga að vera forði
handa oss siðar.
Ef það er satt, að þessi skip eigi
að liggja hér á meðan stríðið stend-
ur, þá mundi eins gott að selja oss
þau fyrir skaplegt verð, enda skakt
að gefa mjög hátt verð fyrir segl-
skip, er ætla má &ð standi tæplega
í verði á við eimskip eftir striðið.
Viðvíkjandi eimskipakaupum, þá
þyrfti nú að leggja kapp á, að fá
eitt skip, sem eitthvað munar um.
Það mætti ekki vera undir 2000
smálestum að stærð.
Ómissandi er að hafa að minsta
kosti eitt slikt skip til stórflutninga,
í staðinn fyrir að þurfa að fara ein-
lægt þessar mörgu ferðir með smáu
skipin. En vera má, að skip af
þessari stærð séu nú tiltölulega dýrari.
Simalinur
jarðarinnar eru svo langar, að ef
þær væru allar áfastar, mætti spenna
þær 40 sinnum umhverfis hnöttinn.