Morgunblaðið - 21.08.1917, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.08.1917, Qupperneq 2
2 MOKGUNBLAÐIÐ Dr.P.J.OIafson tannlækni er fyrst nm sinn að hitta í Kvennaskólanum við Frikirkjuveg kl. io—ii og 2—3 á virkum dögum. nefndin 2 þús. kr. fyrra árið og i þiís. kr. síðara átið til að stofna og starfrækja ljóslækningastofu fyrir út- vortis berkla. Jóni lækni Kristjánssyni er ætlað- ur isoo kr. dýrtíðarstyrkur hvort árið, til þess að hann geti rekið lækningastofu sina í þvi skyni og með því skilyrði, að læknishjálpin verði ekki dýrari framvegis en að undanförnu. Útgjöld til Laugarnesspítalans, Geðveikrahælisins og Vífilsstaðahælis þykir nefndinni stjórnin hafa áætlað Óskiljanlega lágt og hækkar því fjár- veitingar til þessara stofnana að miklum mun. Styrkur til sjúkrahúsa og sjúkra- skýla hækki úr 3 þús. upp í 6500. Styrkur til að koma upp sjúkra- skýlum á læknissetrum, sem stjórnin ætlar 6 þús. kr. hvort árið, verði 15 þús. kr. síðara árið. Ferðakostnaður héraðslækna til eftirlits með barna- og unglinga- skólum greiðist úr landsljóði, en ekki úr skólasjóðum, eins og verið hefir. Hins vegar sjái fræðlsunefnd- irnar læknum fyrir borgun fyrir slík- ar skoðanir, en læknar hafa ekkerl fengið fyrir það sem af er. Utanfararstyrk héraðslækna vill nefndin hækka úr 2500 kr. upp í 3000. Guðmundi Thoroddsen eru ætl- aðar 2 þús. kr. hvort árið til að framast í skurðlækningum erlendis, enda ætlar hann að setjast hér að að loknu námi. Láru Sigurðardóttur frá Patreks- firði ætlar nefndin 400 kr. síðara ár- ið til hjúkrunarnáms erlendis. Sjúkrasamlag hins íslenzka prent- arafélags njóti 200 kr. styrks hvort árið. — Póstmál. Nefndin vill hækka talsvert út- gjöld til póstmálanna og yfirleitt vilj- að fara þar sem allra mest eftir tillögum póstmeistara. Er það alkunna, að hann er mjög spar og 'hagsýnn á landsfé, og því síður ástæða til að draga úr því, sem hann álítur nauð- legt að veitt sé. Af hækkuninni má nefna að nefnd- in vill færa laun 5 póstafgreiðslu- manna í Rvik úr 10,800 kr. hvort árið upp í 12,250 kr. fyrra árið og 12,750 síðara árið. »Alítur nefndin sjálfsagt að beita fullri sanngirni við þá menn, ekki sízt þar sem þeir hafa gengt þessum starfa lengi, og því áríðandi að þeir neyðist (ekki til að hröklast í burtu vegna ónógra launa. En pósthúsið hefir að likind- um fengið að kenna á þvi, að missa af góðum starfskröftum fyrir þessa orsök, og er það illa farið*. Póstafgreiðslumönnum á ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði er og ætluð launahækkun. Vegabœtur. Um þann lið eru þessar almenn- ar athugasemdir: »Nefndin var á einu máli um það, að fjárveitingar til vegagerða mætti nú alls ekki spara. Er það fyrst og fremst af þeim ástæðum, að búast má við, að landið þurfi að veita fleiri mönnum atvinnu á næstu árum en verið hefir, en vegi þessa alla á hvort sem er að gera í mjög náinni fram- tíð. Fleiri ástæður eru líka fyrir þessu, svo sem sú, að á yfirstand- andi fjárhagstímabili var mjög mikið dregið úr fjárveitingum til vegagerða. Ef þessu færi fram hvertfjárh.tímabilið eftir annað, mundi það seinka um of öllum vegagerðum á landinu og raska öllum fyrirætlunum, sem gerð- ar hafa verið I því efni fyrir fram- tíðina. Þá má ekki gera lítið úr þvi að þótt erhtt sé um framkvæmdir ýmsra fyrirtækja á landinu, vegna gífurlegs efniskostnaðar, þá nær/ það ekki til hinna eiginlegu vega- gerða. Þar má beita enginn efnis- kostnaður, að eins vinnulaun, og og rennur féð því i vasa landsmanna sjálfra. Oðru máli er að gegna um brýrnar. Þar mi búast við að efni verði svo dýrt, að ekki verði vitur- legt, að ráðast í stærri brúarbygging- ar af þeim ástæðum. Þess vegna leggur nefndin til, að leyft sé að fresta og færa til milli ára þau mann- virki, en þó^ svo færi, að ókleift virtist að byggja brýrnar, þá ætlast nefndin ekki til, að landssjóði sparist fé á því, heldur að brúarfénu sé þá varið til vegagerða, eftir tillögum verk- fræðings, eða til annara þjóðnýtra fyrirtækja, er stjórnin kann að ráðast í til atvinnu^óta. — Mundi þá hægra síðar, ef svo sýndist, að taka fleiri brýr í einu á kostnað vegagerðanna að sama skapi. — Vill nefndin alls ekki, að fé þessu verði varið til ann- ara útgjalda, nema einhverja mjög brýna nauðsyn beri til. Alítur hún þá eina ástæðu ekki nægja, að tekjur landssjóðs hrökkvi ekki til, ef hægt er að fá fé á annan hátt en að taka til þessara fjárveitinga*. Samkvæmt þessu vill nefndin hækka stórum fjárveitingar til flutn- ingabrauta, þjóðvega og fjalivega og tillög til akfærra sýslúvega, en oflangt yrði að nefna einstakar fjárveitingar undir þessum lið. Þó skal þess getið, að 25 þús. kr. ætlar nefndin til brúar á Jökulsá siðara árið. Er það i samræmi við álit landsverk- fræðings, og á að verja fénu til undirbúnings undir smiði brúarinn- ar, Jafnóðum og trébrýr bila á flutn- ingabrautum, sem sýslufélög kosta viðhald á, leggur nefndin til að sett- ar verði steinbrýr í staðinn, á kostn- að landssjóðs, en vill ekki fara lengra að svo komnu í að létta viðhaldi flutningabrautanna af sýslunum. Vegamálaverkfræðinginn vill nefnd- Jn nefna framvegis vegamálastjóra og vitaverkfræðinginn vitamála- stjóra. Ekki vill nefndin að sinni veita fé til brúar yfir Hvitá i Borgarfirði hjá Ferjukoti, en þykir sanngjarnt, að landssjóður kosti brúna að a/3, þegar þar að kemur, eins og Borg- firðingar fara fram á. Aætlað er að sú brú kosti 50 þús. kr. Shnar. A þeim lið gerir nefndin engar verulegar breytingartillögur. í stj.frv. er nefndur »gagnavörður« við land- simann með 1800 kr. árslaun. Nefndin vill breyta titli hans í: A- halda og efnisvörður. Hitt nafnið þótti henni orka tvi- mælis. V . v \ Vitamál. Laun Guðm. Hlíðdals hækki úr 2500 kr. upp í 3000 kr. og skrif- stofukostnaður vitamálastjóra úr 700 upp í 1 þús. kr. Ketislumál. Þar gerir nefndin litlar breytingar og segir hvorki af né á um, hvort skólahald verði i vetur. Af nýungum má nefna, að hún ætlar Ieikfimikennara kennaraskólans, Birni Jakobssyni, 1700 kr. i föst laun, og Ólafi Rósenkranz 500 kr. nafnbundinn launaauka. Þorkeli kennara Þorkelssyni á Akureyri er ætlaður 300 kr. styrkur til útgáfu kenslubókar hans i stærðfræði. Laun til 3 yfirsetukvenna í Rvík fyrir verk- lega kenslu yfirsetukvennaefna, bækki úr 300 kr. upp 1 900 kr. (300 kr. handa hverri). Ekki vill nefndin veita fé til að reisa skólahús, meðan húsagerð er svo afardýr sem nú er hún. Þó vill hún veita 25 þús. kr. til barna- skólahúss í Vestmannaeyjum, sem oflangt er komið til þess að snúið verði aftur. Landsbókasajnið. Því eru ætlaðar 1200 kr. fyrra árið til að gefa út handiitaskrá safns- ins og 2500 kr. fyrra árið tii samn- ingar og útgáfu á minningarriti safns- ins. Skáld og listamenn. Styrk til skálda og listamanna, sem stjórnin hefir ætlað 12 þús. kr. hvort árið, vill nefndin hækka upp i 16 þús. kr. »Nefndinni þótti stjórnin hafa numið styrk til skálda og listamanna um of við neglur sér, því að með þeirri upphæð var gersamlega ófært að taka nokkurt hæfilegt tillit til margra nýrra umsókna frá ágætum mönnum, bæði þektum skáldum og efnilegum listamönnum. Telur nefndin óheppilegt að höggva styrk- ina alt of smátt«. Niðurlag þessa útdráttar úr nefnd- arálitinu kemur í blaðinu á morgun. Breyting á tekjuskattslögunum. Fjárhagsnefud Nd. flytur frv. mik- ið um breyting á tekjuskattslögunum frá 1877. Málið er svo mikilsvert, að rétt þykir að telja hér upp aðalákvæði frv. Tekjuskatt þann af eign, sem ræð- ir um í 2. gr. tekjuskattslaganna (þ. e. a. s. af allskonar vaxta og leigu- fé) skal greiða með 4 af hundraði af tekjum, sem nema 1000 kr., en síð- an eykst skatturinn um 1 af hundr- aði á hverju þúsundi, uns hann er' orðinn 15 af hundraði, sem greiðist af því, sem eignartekjur ne.na yfir 11,000 kr. [Samkv. lögunum er skatturinn 4%» hvort sem tekjurnar eru miklar eða litlar.] Tekjuskattur af atvinnu eykst með sama hætti og segir i lögunum, unz hann er orðinn 15 af hundraði, sem greiðist af þvi, sem tekjurnar nema yfir 29,000 kr. [Lögin ákveða hæst- an skatt 4% — af tekjum yfir 7 þús. kr.] Atvinnuskatt skal einnig greiða af landbúnaði og sjávarútvegi. Ákvæði 12. gr. laganna (um skyldu til að láta skattanefndum í té upp- lýsingar) skulu einnig ná til stjórn- enda baDka og sparisjóða, að því er snertir innieign og vaxtafé í þeim stofnunum. Ef gjaldþegn gefur enga skýrslu um tekjur sinar, skal skattanefnd áætla tekjur hans svo freklega, sem hún telur fært, svo að eigi sé hætt við, að þær verði settar lægri en þær eru í raun og veru. Þyki skattanefnd ástæða til, getur hún krafist þess, að framteljandi stað- festi framtal sitt með eiði eða dreng- skaparheiti fyrir dómi. Yfirskattanefnd á að hafa strangt eftirlit með þvi, að skattanefndir í umdæmi hennar gegni skyldu siqni, og ganga ríkt eftir réttu framtali. Leiðréttir hún síðan skattskrárnar, svo sem hún telur þörf á. Úrskurðum hennar verður eigi áfrýjað. Skýrslum þeim, um efnahag gjald- þegna, er skattanefndarmenn fá vit- neskju um i starfa sinum, skulu þeir halda leyndum fyrir öllum úti i frá að viðlagðri refsingu. Lög þessi öðiast gildi þegar í stað og gilda til jafnlengdar 1919. í ástæðunum segir að frv. miði að því tvennu, 1. að ná hcern skatti en nú er af miklum tekjum, og 2. að tryggja það, að slíkur skattur náist hjá gjaldþegnunum. KosnÍDg i Isafjartasýsln. Úrslit eru enn ókunnug, en sam- kvæmt fregn frá ísafirði hafa atkv. i hreppunum fallið þannig: Hóls- hreppi 226 atkv., Eyrarhreppi 125 atkv., Súðavíkurhr. 122 atkv., Ögur- hr. 70 atkv., Reykjarfjarðarhr. 56 at-- kvæði, Nauteyrarhr. 34 atkv., Snæ- fjallahr. 30 atkv., Grunnavíkurhr. 29»* atkv. og Sléttuhr. 120 atkv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.