Morgunblaðið - 02.09.1917, Side 1

Morgunblaðið - 02.09.1917, Side 1
<Sunnud. 2. sept. 1917 4. árgangr 299. tðlublaO Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslnsimi nr. 500 Gamla Bio Gift í misgripum (Konan hans pabba). Gamanleikur í 3 þáttum eftir Hennequin Millands víðfræga Vaudeville, leikinn og útbúinn hjáPathé Frerés í P.uis. Aðalhlutverkin tvö leikur Prince (Yendelby) hinn góðkunni franski skopleikari sem oft hefir leikið áður á dög- um Lehmanns og Max Linders. Erl. simfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl ). K.höfn 31. ág. „Morning Post“ í London segir frá því að verið só að mynda nýjau „National- Unionista“-flokk í Englandi til þess að endurbæta stjórnarfyrirkomulagið. — Flokkurinn hefir ákveðna lýðveldissteinuskrá. ítalir eru komnir að að- alvarnarlínunni bja flain- sizza og hafa tekið 1000 fanga. Bretar bafa bannað inn- flutning á reyktu svína- kjöti og smjöri nema sór- stakt leyfl sé fengið. — Alment verkfall var haíið í Svisslandi í gær. Frá Helsingfors er símað að rússneskir hermenn hafi með valdi varnað finsku þingmöununum að komast inn i þinghúsið. Russneskar konur hafa fengið jafnrétti við barl- menn. Erl. símfregnir Opinber tilkynning frá brezku utan- rikisstjórninni i London. London, 31. ágúst. Forseti Bandaríkjanna hefír kurt- eislega hafnað friðaráskorun páfans -og segir, að sá friður sé eigi til frambiiðar, er byggist á loforðum I. S. I. I. S. I. um Knaftspyrnufiorn íslands verður háður mánudaginn 3. september 1917 kl. VU — sjö og há!f — á Iþréttavellinum. Knattspyrnufélag Reykjavíkur og Yalur keppa. NB. Að eins þessi eini kappleikur. ----Hornið verður afhent sigurvegara að Kappleiknum loknum.- Dómari mótsins er hetra kaupm. E. Jacobsen. þýzka einveldisins. Þess verði að bíða, að þjóðirnar í Miðríkjunum út af fyrir sig og án tillits til sjóroanna, gefi nýjan og betri vott um hvað þær æt!i sér. Um alla Ameríku hafa blöðin tekið þessu svari forsetans með miklum fögnuði og er það talið sem ávarp til þýzku þjóðarinnar. London-blöðin taka svarinu vel, en segja þó, að eigi sé hægt að sýkna þýzku þjóðina af því, að hún hafi sjálfviljuglega gerst stjórninni samsek. Ríkisráðstefuan í Moskva bendir til þess, að mikill skoðanamunur sé meðal borgaralegra og hernaðarlegra yfirvalda. Hin borgaralega stjórn er ófús á það, að fi herstjórninni full- komið heraga-vald í hendur, því að með því muni lýðveldinu hætt. En herstjórifin segir, að ástandið sé von- laust, nema því að eins, að hún fái vald til þess að hnekkja agaleysinu í hernum. Samt sem áður hefir öll- um komið saman um það, að nauð- synlegt sé að berjast ti! signrs. Riðstefna jtfnaðarmanna banda- manna í London fór skyndilega út um þúfur hinn 29. ágúst, vegna þess, að eigi var hægt að ná sam- komulagi um þáttöku í Stokkhólms- iðstefnunm og hernaðartilgang þann, er verkamenn hafa hugsað sér. Það er nú tilkynt, að ráðstefnunni í Stokkhólmi hafi verið frestað. Skýrslan um kafbátahernaðinn fytir vikuna, sem endaði 26. ágúst, sýnir það, að 2629 skip hafa komið til brezkra hafna og 2680 farið. Átján brezkum skipum, sem báru meira en 1600 smálestir, og fimm minni, vtr sökt. Á sex skip var ráðist árangurslaust. Opinber tilkynuing hefir verið birt um innflutningsbann til Bret- lands á allskonar fleski (bacon, ham, lard) og smjöri, nema undanþága sé veitt. Er það tilgangurinn, að mat- vælaráðherrann geti aflað sér upp- lýsinga um birgðir þær, sem fyrir eru, og takmarka verðið. Það er opinberlega tilkynt, að komið sé á nýju fyrirkomulagi, til þess að afli verzlunarskýrslna og breiða þær út, og að stofnuð sé ný embætti í því tilefni í sambandi við aukna verzlunarmálastjórnardeild; skal deild þessi hafa í þinginu um- boðsmann, er sé talsmaður bæði fyrir verzlunarmálaráðuneytið og utanríkismála-ráðuneytið. Lloyd George simaði til forsætis- ráðherra Rúmena á afmælisdegi þess að þeir gengu í ófiiðinn og dáðist að hinni hetjulegu dáð og þrautseigju, er þeir hefðu sýnt í hinum dæma- lausu raunum ófriðarársins. Fréttaritari »Times« í Washington segir, að viðbúnaði B.mdaríkjanna til þess að taka fuílan þátt í ófriðnum miði áfram hröðum skrefum. Miljónir manna verði fullæfðar innan mánað- ar, en allir framleiðendur keppast við að byrgja stjórnina upp með vörum. Á þingfundi í Ottawa hinn 27. ágúst voru samþykt herskyldulög og er stjórnin að búr alt undir, að þau geti kornið þegar til framkvæmda. Það er tilkynt, að ’ öflug nefnd hafi verið kosin og formaður henn- ar sé Bryce viscount. Á hún að íhuga endurbætur á neðri málstof- unni. Félag fatlaðra hermanua og sjó- manna hefir símað til koDungs og forsætisráðherra: »250 þúsundir mauna, sem fatlast hafa i orustunum hjá Mons, Marne, Aisne, Ypres, Jót- landi og víðar og hjálpuðu til þess að bjarga Norðurálfunni« mótmæla því harðlega, að sendir séu fulltrúar til ráðstefnunnar i Stokkhólmi. Grey jarl, sem áður var landstjóri í Kanada, er látinn. Margir menn og konui í brezka ríkinu, er sýnt hafa framúrskarandi aðstoð i því, er hernaðinum viðkem- ur, eru nefnd á fyrsta listannm, er hefir verið birtur með nöfnum þeirra~ er fengið hafa tvö ný heiðursmerki, »Order of the British Empire« og»Or- der of the companions of Honour«. nýjn bíó Ópiumreykjarinn. Mjög áhrifamikill og vel leik- inn sjónleikur í 3 þáttum. — Aðalhlutverkin, bræðurna Kauf- mann, syni barónsins, leika þeir Alf Bliitcher og Robert Smith. Tölusett sæti. Reynir Gfslason byrjar aftur timakenslu í Pianospili, Teori (= hljómfræði) og Instrumentation. Heiðursmerki hafa einnig verið veitt hergagna-verkamönnum, er sýnt hafa dugnað og sjálfsfórn. London ódagsett. Vikuna, sem endaði 31. ág. hafa stormar og illviðri orsakað hlé á or- ustum hjá Ypres, Lens og St. Quen- tin, en Bretar halda þó öllum þeim stöðum jafn hörðum greipum og áður. Þrátt fyrir storm og regn hefir orusta staðið fyrir norðan Ypr- es Menin veginn, og þvert yfir Ypr- es Roulers veginn, þar sem viðnám Þjóðverja var mest. Þar og hjá Poelcapelle hafa Bretar barist um siðustu hálsana áður komið er á Flandem-hásléttuna. Hjá St. Janshoek hafa verið teknar tvær ramlegar varnarlinur Þjóðverja, margar stöðv- ar þriðju linunnar eru nú i hönd- um Breta. Óhugur hefir gripið Þjóð- verja, sem þessvegna hafa gert áköf áhlaup, mist margt manna, en hafa ekki getað hindrað fyrirætlanir vorar. Vér höfum haldið öllu því, sem vér höfum unnið hjá Lens og höld- um sífelt áfram að þröngva kosti óvinanna, þrátt fyrir æðisgengnar tilraunir þeirra til þess að ná aftur 70 hæðinni, sem er afar-þýðingar- mikil til þess að geta haldið borg- inni. Fall Lens er nú að eins tíma- spursmál og gagnáhlaup óvinanna í engum öðrum tilgangi gerð en að hermenn þeirra láti ekki hugfallast og að bjarga la-Bassée, sem nú er líka í hættu, svo lengi sem unt er. Það er enn á ný hægt að lesa hræðslu óvinanna milli línanna í opinberum skýrslum þeirra. Er það að Bretar hrundu áhlaupi Þjóðverja fyrir norðan I.ens gert að áköfu á- hlaupi Breta á línunni frá Lens að La Bassee, sem »alveg fórst fyrir vegna mannfallsþeirra*. Þetta áhlanp er tilbúningur einn, og sýnir greini- lega sálarástand óvinanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.