Morgunblaðið - 16.09.1917, Síða 4

Morgunblaðið - 16.09.1917, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ það, hafi þeir eigi séð það áðnr, að friður getur aldrei bygst á þeim grundvelli að einni þjóð sé veittar ívilnanir, en önnur beitt misrétti, eða svo lengi sem nokkur þjóð þykist eiga síns réttar að reka á annari. Ameríkska þjóðin hefir orðið fyrir margvíslegrirangsleitni af hálfunicnar keisaralegu þýzku stjórnar, en hún heimtar þó enga hefnd yfir þýzku þjóðina, sem hefir orðið að bera alt böl þess ófriðar, er hún aldrei vildi. Amerikska þjóðin álítur að friður skuli bygður á rétti þjóðanna en ekki rétti stjórnanna — rétti þjóða, stórra og smárra, öflugra og van- máttugra, jöfnum rétti tj^ frelsis og sjálfstjórnar og drengilegrar hluttöku í alheimsmálum. Þar er þýzka þjóðin auðvitað eigi undanskilin, ef hún vill ganga inn á jafnrétti og eigi sækjast eftir yfirdrotnun. Þegar friðaruppástungur koma fram, þá hlýtur spurningin ávalt að verða þessi: Verður þessi friður bygður á góðum vilja allra hlutaðeigenda, eða byggist hann að eins á loforð- um drotnunarsjúkrar og hrekkvisrar stjórnar á aðra hlið, en margra frjálsra þjóða á hina? Þessi spurning nær kjarna þess, sem um er deilt og þvi verður eigi fram hjá henni gengið. Ætlunarverk Bandarikjanna í þess- um ófriði er kunnugt öllum heimi, kunnugt hverri þjóð, sem leyft er að heyra sannleikann. Það er óþarft að skýra frá því enn einu sinni. Vér sækjumst eigi eftir neinum efnis- legum hagsmunum. Vér álítum að bætur eigi að koma fyrir það óþol- andi ranglæti sem hið ákafa og ómannúðlega vald þýzku stjórnar- innar hefir orsakað i þessum ófriði. En þær bætur á eigi að taka af neinni sérstakri þjóð, heldur með samein- ing allra þjóða, veikra og voldugra. Vér getum eigi tekið trúanleg orð neins þess er nú ræður i Þýzkalandi, nema þau eigi að bakhjarli einróma vilja þýzku þjóðarinnar og hann sé i samræmi við vilja annara þjóða. An slíkrar tryggingar gæti enginn maður og engin þjóð treyst á samn- inga, samþyktir um afvopnun, um allsheijar dómstól í stað hervalds, rétting landamæra og endurreisn smáþjóða, ef semja ætti um við þýzku stjórnina eina. Vér verðum að sjá nýjan vott um fyrirætlanir hinna stóru þjóða Mið- veldanna. Guð gefi að það meigi verða sem fyrst og verði til þess að endurskapa frið í heiminum. Stórskotaskeyti og skipabrynjur. Ef menn lesa frásagnirnar um sjó- orustur þær, sem háðar hafa verið í heimsstríðinu 1914—1917, verða menn forviða á því feikna tjóni, sem orðið hefir á stórum, brynvörð- um drekum, af stórskotaliði óvin- anna; og það virðist að stórskota- skeytin hafi sem stendur yfirhöndina í baráttu þeirri, sem frá því fyrsta hefir verið milli stórskotaskeytanna og dreka-brynjanna. Fyrstu skipabrynjurnar, sem fundn- ar voru upp í Krím-stríðinu, til hlifðar frönskum og enskum skipum, voru tiltölulega þunnar og samsett- ar úr sivölum smiðajárns-bynnum. Þær gátu þolað skothríð frá sprengi- kúlum úr potti, sem þá voru not- aðar. En jafnframt þvi sem sprengi- kúlurnar voru endurbættar, urðu brynjurnar æ þykkri. Og um 1870 voru þær orðnar um 60 cm. þykkar. Til þess að geta haldið áfram að keppa við framfarir stórskotaliðsins, varð nú að hætta við smíðajárnið og byrja að nota stálið, sem auðvitað var miklu sterkara. Um sama leyti var fundin upp í Englandi hin svonefnda Compound- brynja, sem var þannig útbúin, að soðnar voru saman stál- og járn- þynnur. Stálþynnan var látin snúa út, og á henni sprungu kúlurnar, án þess að valda verulegu tjóni, því að járnþynnurnar að innan vörnuðu rif- Atvinna við siglingar. Undir þessari yfirskrift birtist grein í Morgunblaðinu 11. þ. m. eftir Ólaf Sigurðsson skipstjóra. Er sú grein itarlega rituð og góð hugvekja, en f greininni ^r tvent, sem þarf slrýr- ingar við. í fyrsta Iagi það, að hver sá, sem hefir útlend skírteini mun að eins þurfa að sýna þau í Stjórn- arráðinu til þess að fá hin íslenzku, en heldur þó rétti þeim, sem hin útlendu veita honum, en það er rétt, að sé það ekki gert fyrir næstu ára- mót, þá verður hver og einn að ganga hér undir próf. En þar eð þetta mun hvergi hafa verið auglýst er- Iendis 1 þeim ritum eða blöðum, sem nokkrar likur eru til að komi fyrir augu íslenzkra siglingamanna, þá kem- ur þetta ekki til. 1 Cðru lagi virðist Ólafi Sigurðssyni það ekki ljóst, að hér er unnið að þvi að fá alislenzka sjómannastétt, sem ekkert má kunna nema íslenzku. Til þessa hefir mönn- um þeim, sem á Stýrimannaskólann hafa gengið, verið mesti styrkur við hið svokallaða dönskunám, að stýri- mannafræðin var dönsk bók. Nú á að íslenzka hana og jafn vel gefa geometriskum og trigeometriskum linum islenzk heiti, sem þó hvarvetna í heiminum hafa hin sömu óhögg- uðu nöfn. Reglugerð skólans heimt- ar lærdóm í ensku og dönsku og er þvi framfylgt, en þannig, að bæk- ur eru lesnar, sem alls eigi eru við hæfi þeirra manna, sem verið er að undirbúa til siglinga, þar eð hvergi koma fyrir orð, sem atvinnuna snert- ir — og lýg eg þó — ein sagan er þó um skip með þremur skipstjórum, en svo mun vera upptalið. Sama er um út frá skotstaðnum. Og þar til 1890 eru notaðar jöfnum höndum stál- og Compound brynjur. Næsta ár á eftir var einkum stál- brynjan enduibætt. Þyktin er þá orðin 45—55 cm. Þannig hafði brynjan yfirhöndina þar til farið var að nota slegin stál- skeyti, sem ennfremur voru hert með því að blanda það málminum Chrom. Stórskotaliðið fær aftur yf- irhöndina, þareð tiltölulega létt veitt- ist að skjóta í gegnum sterkustu brynjuplötur x venjulegri skotfjarlægð. 1890 fann Ameríkumaðurinn Har- vey upp nýja aðferð til að styrkja brynjurnar, sem kend er við hann og nefnd Harveys-blöndun. Aðferðin er sú, að brynjuþynnurnar, sem að framan eru þaktar kolaryki, eru glóð- hitaðar, og loftinu jafnframt varnað að komast að; með þessu móti bland- ast stálið kolum; og svo eru þynn- urnar snögglega kældar með vatni. Þannig verður framhlið þynnunnar svo hörð, að jafnvel sterkustu stál- skeyti molna á henni. í verksmiðjum Krupps er lík að- ferð notuð, nema að því leyti að gasi er hleypl á þynnurnar glóandi. Gasið skilur þá eftir kol, sem bland- ast stálinu. Svo eru þynnurnar hert- ar með því að gusi vatni á þær eftir löngum pipum með mjóum op- um á endunum. Lengi vel vann stórskotaliðið ekk- ert á þessum stálbrynjum. En með þvi að setja á skeytisoddinn hettu úr mýkri málmi (stníðajárni eða deigu stáli) bera þau aftur hærra hlut i viðureigninni. Gagn hettunnar er það, að hún tekar höggið af hinum harða oddi skeytisins, svo hann ekki molnar, heldur borast inn í brynj- una. Og með hettuklæddu stálskeytun- um móti 23—28 cm. Krupps- og Harveys brynjum, eru sjóorustur heimsins háðar. (Politiken). að segja um dönskuna. Enginn leið- arvísir fyrir farmenn er til, engir fyr- irlestrar um hið verklega starf yfir- manna eru haldnir í skólanum, það er verið að böglast við að gefa hlut- flm á skipum Islenzk heiti, en sú vizka ekki komin Iengra en það, að föst heiti á undirmöstrum eru á reiki. Framsigla, stór- 'eða meginsigla og smásigla. Hvað heitir þá aftasta mastr- ur á skonnortum hr. Thor Jensens? Menn, sem ekki eru sjómenn, eru að leika sér að að mynda heiti, sem þeir enga hugmynd hafa um, hvern- ig nota á, hvort það krefst samsetn- inga og fari vel þar, bregðast reiðir við ef ekki á- að nota það þegar i stað, vitandi það ekki, að hvert orð á skipi fer og á að fara í gegnum hreinsunareld þann, sem heitir vá- trygging og æðsta sjóráð landanna, áður en nokkur hefir leyfi til að nota það, enda kemur það aldrei til að Friðarboð páfans og ummæli ríkiskanzlarans. Hinn 21. ágúst gaf Michaelis rík- iskanzlari allsherjarnefnd ríkisþings- ins skýrslu um hernaðinn og horfur Miðveldanna. Las hann þar upp langt skeyti frá Hindenburg, og seg- ir yfirhershöfðinginn þar að hann sé eigi i neinum efa um það, að Þjóðverjar sigri. Síðan mintist Mic- haelis á hernaðaráform bandamanna og fór svo nokkrum orðum um friðarboð páfans. Hann mælti i þessa leið: — Þegar þess er gætt hvaða af- stöðu óvinir vorir hafa tekið, þá er það eigi að furða þótt þýzku blöðin áliti, að vér getum alls eigi komið komið fram með ný frjðarboð. Hinn 19. þ. m. sagði »Vorwárts« á þessa leið: »Það hefir aldrei fyr verið jafn augljóst að óvinir vorir bera ábyrgð á þvi að stríðinu er haldið áfram. Þegar vér buðum þeim höndina til sátta svöruðu þeir með hnefahöggi. Og nú eigum vér einkis annars úr- kosta en að verja okkur«. Eg hygg að þetta sé álit megin- þorra þýzku þjóðarinnar. En meðarr þannig er ástatt, legg eg fyrir yður friðarboð páfans. Eg býst við þvi að yður sé öllum kunnugt um efni ávarps hans. Aðalatriðin í þvi ern alveg i samræmi við þá afstöðu,, er hann hefir tckið í ófriðnum sem höfuð hinnar kaþólsku kirkju. Hann leggur aðaláherzluna á það, að mann- úð og réttur eigi að koma i staðinn fyrir hervald. Á þessum grutxdvelli rekur hann uppástungur sínar um alþjóðadómstól og afvopnun. Eg get eigi tekið ákveðna afstöðu til þessara friðarboða, eða rakið þau sundur, fyr en vér höfutjj komið oss saman um það við bandamenn vora. Að eins get eg sagt mitt eigið: álit yfirleitt. Eg mótmæli þvi, sem sagt hefir verið, að friðarboð pifans séu fram komin að undirlagi Miðveldanna. önnur islenzk heiti verði höfð á skip- um en þau, sem sjómenn búa til sjá fir. Það er fallegt og allrar virð- ingarvert að auka bókmentir vorar með fallegum nýgerfingum, en það er ekki þar fyrir sannað, að þeir hér frekar en annarsstaðar komi að not- um við dagleg störf, þar sem að eins það er viðhaft, sem ekki veldur mis- skilningi og léttir vinnuna. Hr. Ólafi Sigurðssyni sem virðist ekki vita, að við alls ekkert meigum vita annað en það sem islenzkt er, þegar um sjómensku og kenslu i henni er að ræða, vil eg ráða til að finna mig að máli; skulum við svo blaða i 7. árg. Ægis og lesa hvað hr. skólastjóri Páll Halldórsson segir þegar eg var svo djarfur, að stinga upp á að islenzkir sjómenn lærðu áttavitann á ensku. Sjái hann ekki misskilning sinn þar, þá get eg ekki hjálpað honum. 1 nokkur ár hefi eg haft þá hug-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.