Morgunblaðið - 16.09.1917, Qupperneq 5
Eg fullyrði það, að friðarboð páfans
eru fram komin af sjálfshvöt hans
sem höfuðs hinnar rómversk-kaþólsku
kirkju. Ef eg má gera nokkrar at
hugasemdir við einstök atriði þar,
þá get eg þegar sagt það, að þessi
friðarboð eru i samræmi við þá af*
stöðu vora, er vér höfum oft lýst
og við stefnuskrá vora síðan 12. des-
ember síðastliðinn, að hlynna að öll-
um hreyfingum, er gætu stuðlað að
því að koma á friði meðal þjóðanna.
Þessvegna tökum vér vel friðarum-
leitunum páfans, þvi að þær eru að
minni skoðun bygðar á einlægri
óhlutdrægni og réttlætistilfinningu.
Friðarboð hans eru eigi framkomin
af vorum hvötum, heldur á páfinn
sjálfur þar frumatkvæði að. Og vér
tökum með fullri samúð tilraunum
hans um það að koma á varafilegum
friði og fyrirbyggja ófrið meðal þjóð-
anna.
Um svar við friðarboðum páfans
er það að segja, að vér erum nú að
ræða um það við bandamenn vora,
hvernig þau svör skuli verða og það
hefir eigi verið afráðið enn. Og enn
sem komið er get eg því eigi rætt
þetta itarlegar.
Nordisk Films Co.
Danska kvikmyndafélagið »Nor-
disk Films Co.c mun hafa hætt að
taka kvikmyndir hinn 1. þ. m. Veld-
ur þar margt um og ganga ýmsar
sögur um það, en aðallega mun það
vera þvi að kenna, enda segir stjórn-
in sjálf svo frá, að dýrtíð og al-
menn vandræði reisa rammar skorð-
ur við framhaldandi starfsemi þess.
T. d. getur félagið eigi fengið bif-
reiðir til aksturs vegna benzínþurðar
i Danmörku, ljósmeti er líka alt af
skornum skamti o. s. frv. Þá hefir
og markaður fyrir kvikmyndir mink-
að stórum og hráefni i »filmur«
orðið nær ófáanlegt í Danmörku.
Afleiðingin af þessu verður sú fyrst
og fremst, að allir leikendur félags-
mynd, að hér þyrfti á leiðarvfsi fyrir
farmenn að halda, þar sem þeir gætu
fengið greinilegt og ábyggilegt yfirlit
yfir starf sitt og leiðbeiningar við
verk sitt, sem framsettar eru af hin-
um beztu og reyndustu mönnum á
þessu sviði, leiðbeiningar sem Board
of Trade telur merkar og gildar og
þá um leið allar siglingaþjóðir heims-
ins. I tvö ár hefi eg nú búið mig
undir að leysa slíkt staif af hendi,
með lestri bóka í þá átt, og öðru
sem nauðsynlegt er áður en aðal-
þýðing byrjar. íslenzk sjóorð eru
til, sem nota má að toppseqlskonnortu,
en svo ekki lengra, því að ekki sé
eg hinn minsta stuðning þegar þar
fer yfir, að þeim islenzku orðum,
2em búin hafa verið til og hefi eg
þó reynt að komast yfir þau flest.
Framhald i þessa átt sé eg mér eigi
fært, því að eg hefi enga löngun til
þess að komast í blaðastælur út af
MORGUNBLAÐIÐ
ins missa atvinnu sína og þeir eru
eigi fáir. Hlutabréf félagsins hafa og
fallið drjúgum, en forstjórarnir þykj-
ast vissir um það að þau muni
hækka aftur, undir eins og striðinu
er lokið.
Þjóðverjar í Póllandi.
Það þótti tiðindum sæta þegar
Þjóðverjar og Austurríkismenn lýstu
því yfir, að að þeir ætluðu að gera
Pólland að sjálfstæðu riki undir um-
sjá Þýzkalands. Það leið þó eigi á
löngu áður heimurinn fékk vitneskju
um til hvers þessi ráðstöfun þeirra
var gerð. Þjóðverjar gátu tæplega
verið þektir fyrir að skipa Pólverj-
um i herinn svo lengi sem landið
væri hertekið land þeirra. Öðru
máli væri að gegna ef landið fengi
sjálfstæði. Fyrsta verk Þjóðverja var
að bjóða út öllum vopnfærum Pól-
verjum og til þess að aðstoða sig í
þvi að mynda hinn pólska her, fengu
þeir mjög milsmetandi mann þar í
landi, stjórnmálamanninn Pilsudski.
Nú kom brátt að þvi, að hermenn-
irnir áttu að sverja Þjóðverjum og
Austurrikismönnum hollustueiðinn —
en því neitaði Pilsudski fyrir sina
og hersins hönd. Pólverjum hafði
verið talin trú um að herinn ætti
að verða alveg sjálfstæður, en það
gat hann ekki verið ef Þjóðverjum
og Austurrikismönnum væri svarinn
hollustueiður.
Þjóðverjar svöruðu með þvi að
láta handtaka Pilsudski og varpa
honum i fangelsi og þar er hann
enn. En pólski herinn neitar að berj-
ast fyrir Þjóðverja. Augu þeirra hafa
opnast fyrir þvi hver var tilgangur
Þjóðverja þá er þetr gárn landinu
frelsi, að nafninu til.
hinum ýmsu orðum sem hljóta að
koma fyrir og kæmist ekki yfir öll
þau svör, og hér á strandar alt. Mitt
verk yrði að eins þýðing og flokkun
á verki mikilla manna og þeirra verk
og skýringar met eg of mikið til
þess að fáfróðir menn á þvi sviði
hafi það til þess að spreyta gagnrýn-
isgáfu sina á.
Kæmi það fyrir, meðan eg lifi og
hefi heilsu, að atvikin sýni mönn-
um, að islenzkan ein er farmönnum
ekki nóg og að menn færi að skilja
það, að álit þeirra manna, sem sigla
skipum, hefir áhrif á, hvort skip
þeirra fær mikið eða lítið að starfa
og að mállaus maður i framandi
landi er illa staddur, að menn finni
það, að úr þvi islenzkan á ekki til
orð yfir hið nauðsynlega til daglegra
framkvæmda, og þeir menn ekki til,
nema út í sinni eigin imyndun, sem
eru færir um að smiða slík orð, þá
Ljóslausar bifreiðar.
Bending til bæjarfógeta.
Samkvæmt lögum um notkun bif-
reiða nr. 21, 6. nóv. 1914, er fyrir-
skipað i 3. gr. að hver bifreið skuli
hafa »eitt Ijós, sem ber skæra birtu
á merki vaqnsins*.
í gærkveldi sá eg margar bifreið-
ar fara um bæinn eftir að dimt var
orðið, sem ekkert slikt ljós höfðu,
og er það með öllu óleyfilegt þvi
auk þess sem það er lagabrot, getur
það orsakað, að sökudólgur, sem
valdið hefir slysi, sleppi undan.
Það er víst bæjarfógetinn sem á
að gæta þessara laga sem annara i
sínu lögsagnarumdæmi, og er von-
andi að hann gæti þess, að bifreiða-
stjórar brjóti eigi lengur en orðið
er, þetta lagaákvæði.
18/9.—T7. Borgari.
Spiengiefoi I gaskolnm.
Fyrir nokkru fekk sænsk gasstöð
kolafarm frá Þýzkalandi. Voru kolin
eingöngu ætluð til framleiðslu á gasi
en eigi til skipa. Af tilviljun fanst
dálitill pakki i kolunum - þegar verið
var að aflerma þau. Var hann rann-
sak'aður og kom þar i ljós að þetta
var sprengiefni mjög hættulegt.
Skilja menn ekki til hvers Þjóðverj-
ar hafa látið pakkann I gaskolin og
geta sér þess helzt til, að hann hafi
þangað komið af misskilningi —
hafi átt að fara í skipakolafarm. En
að sögn hafa margar tilraunir verið
gerðar til þess að granda skipum
með þvi að smygla sprengiefni i
kolageyma skipanna.
Járnkrossa-regn.
Samkv. skýrzlu Þjóðverja hefir
keisarinn sæmt 49,600 menn í þýzka
hernum og flotanum járnkrossinn af
I. fl. og 2,200,500 hermenn járn-
krossinn af II. fl.
verði að fá þessi heiti öll úr al-
þjóðamáli sjómenskunnar enskunni,
leita ekki til annara mála en þess
eina, sem gildir og skilst um allan
heim, þá er eg tilbúinn að leggja
út i að þýða leiðarvisi þann, sem
hér hefði átt að vera til fyrir löngu.
Setjum svo, að einhver málfræðing-
urinn skrifaði um og teldi það
þjóðarskömm, að ekki væri enn þá
búið að islenzka öll meðalaheiti í
lyfjabúðum hndsins og að lækna-
deild háskólans skuli nokkurntima
hafa byrjað á að kenna mönnum að
skrifa recept á apothekara latinu, sem
er i sinni röð líkt mál og sjómanna-
málið — setjum svo, að þessu væri
hlýtt, að hver og einn hefði leyfi
til að leggja orð i belg og læknar
tækju að sinna uppástungunni;
hverjar yrðu afleiðingarnar? Hættu-
legur misskilningur i lyfjabúðum,
nema þvi að eins að læknir fylgdi
Húsmæöup!
Notið eingöngu hina heimsfrægu
RedSealþvottasápu
Fæst hjá kaupmönnum.
1 heildsölu hjá
0. Johnson & Kaaber.
Wolff & Arvé’s
Leverpostei
i lU >9 ll pd- dðsum er
bezt — Heimtið það
þJzRnr kafbátur strandar.
Siðast i júlimánuði strandaði
þýzkur kafbátur við strendur Frakk-
lands skamt frá Calais. Skipverjar
komust allir í land heilu oghöldnu,
en áður höfðu þeir þó kveikt í kaf-
bátnum.
Frakkar tóku Þjóðverjana hönd-
um og fluttu þá i varðhald.
hverju recepti. Sama mundi verða
á skipi, þegar öll heiti væru orðin
islenzk og hver hugmynd í þá átt
prentuð; hver háseti þýrfti að hafa
orðabók i vasanum á nóttunni, lugt
svo hann sæi til að slá skipuninni
upp og hvernig yrði sú sigling?
Sjúklingi bjargar læknir betur með
recepti skrifuðu á alþjóðamáli, sem
allir, sem við meðalablöndun eru
riðnir, skilja, heldur en með islenzk-
um nýgjörfingum, sem misskilningi
geta valdið.
Þannig mun skipi, farmi, skips-
höfn og farþegum betur borgið með
alþjóðamáli, sem engum misskilningi
getur valdið, heldur en með ný-
gjörfiugnm þeim, sem sprottið hafa
upp á stangli og prentaðir hafa ver-
ið síðan 1890, en eru þó flestum
sjómönnum á þessum 27 árum með
öllu ókunn enn þá.