Morgunblaðið - 29.09.1917, Blaðsíða 2
2
MOR GUNBLAÐIÐ
I
Gamla Bíó
Sjórekna barnið
eða
„Home sweet Home“.
j Yerður sýnd í kvöld í síðasta sinn.
■
□IE
1
/>-=lin Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann :qi[=s
Málning til skipa
— flestar tegundir —
30—50% ódýrari en annarsstaðar. — Kitti. — í»urk-
efni. — Terpentina. — Fernis. — Tjara.
Blýhvíta. — Zinkhvíta. — Allskonar Lökk.
Fensiar o. m. fl.
LSigurjón Pjefursson.
11 ji_----1 ■ isssÉÉa ■ ii—U
UL
3BE
3C
Skrifstofa andbannmgaöéiagsins,
|> Nýja Bio <|
\t> Nýja Bio <
Kringum hnött-Hinn á 80 dögum
Síðari hlutinn sýndur í kvöld.
Tölusettir aðg.m. kosta: 80 au , alm. 60 au., barna 20 au.
Aðg.miða má panta í síma 107.
— Pantaðra aðgöngumiða verður að vilja fyrir kl. 9 —
K. F. U. M.
Væringjar. Æfing á morgun
kl. y'/z. Mætið hjá Mentaskólanum.
Erl. simfregnir.
frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.).
Kaupmannahöfn, ódagsett.
Argentina-þingið heflr
með 53 atkv. meirihluta
samþykt að slíta stjórn-
málasambandi við Þýzka-
land.
Þjóðverjar tilkynna að
Bretar hafi hafíð ákafa
sókn hjá Langemarck og
Hollebekeog hafí sótt fram
um kílómetra á 115 kíló-
metra svæði.
Kosningar til neðri deild-
ar sænska þingsins fóru
þannig að 9 þingmenn vorn
endurkosnir. Afturhalds-
menn komu að 61 þing-
manni, frjálslyndi flokkur-
inn 62 og jafnaðarmenn
98.
Lundström bankari í
Gautaborg hefír orðið
gjaldþrota og eru skuldir
hans 33 miljónir króna
meiri en eignirnar. Er
þetta hið stærsta gjald-
þrot, sem sögur fara af í
Svíþjóð.
Ingóifstræti 21,
opin hvern virkan dag kl. 4—7 siBd.
Allir þeir sem vilja koma áfengis-
málinu í viðunandi horf, án þess að
hnekkja persónufrelsi manna og al-
mennum mannréttindum, eru beðnir
að snúa sér þangað.
Sími 544.
10 botnvörpungar
- seldir.
Þau tíðindi hafa gerst þessa dag-
ana, að ákvörðun hefir verið tekin
um sölu á tiu íslenzkum botnvörp-
ungum til Frakklands. Frakkneska
stjórnin hefir fyrir milligöngu ræðis-
manns síns hér á staðnum gert kaup-
samning við titgerðarfélögin um kaup
á skipnnum Baldri og Braga, Apríl
og Maí, Eggert Ólafssyni og Earl
Hereford, Ingólfi Arnarsyni og Þor-
steini Ingólfssyni, Jarlinum og Þór
— tiu talsins. Og alþingi og lands-
stjórn hafa gefið undanþágu frá þeim
lögum, sem aukaþingið í fyrra sam-
þykti á síðustu stundu og í mesta
flýti, um bann gegn sölu á íslenzk-
um skipum til útlanda.
Mál þetta er því útkljáð og innan
fárra daga munu Frakkar koma til
þess að sækja skipin og flytja þau
heim til hinna nýju eigenda.
Þvi verður eigi neitað, að það
verður sorgleg sjón fyrir Reykvíkinga
að sjá skipin okkar sigla undir frakk-
neskum fána burt héðan af höfninni
og vita það, að við fáum aldrei að
sjá þau aftur. Það er sorglegt að
vita til þess að margir þeirra manna
sem hingað til hafa haft ágæta vinnu
á skipum þessum og við aflann, sem
þau hafa flutt á land, eiu nú sviftir
atvinnunni um óákveðinn tima. Þetta
hvorttveggja er sorglegt —, en við
þvi er ekkert að gera. A ófriðar-
timum ber margt það við, sem menn
fremur hefðu óskað að aldrei hefði
skeð, þó lítið höfum vér íslendingar
fundið til þess eon þá, samanborið
við margar aðrar hlutlausar þjóðir.
Það er oft vandi að ráða fram úr
málunum á þessum tímum og sizt
svo að öllum liki. Það er áreiðan-
legt, að þing og stjóru hafa eigi gert
það af gamni sinu að veita undan-
þágu fyrir sum skipa þeirra, sem seld
hafa verið. Það mun hafa verið sótt
fast af kaupendunum, þó eigi hafi
það heyrzt opinberlega, og liklega
undanþága veitt fyrir fleiri skip, en
stjórnin í upphafi hafði hugsað sér.
Munu hinar ískyggilegu horfur, sem
eru á aðflutningum á kolum og salti,
og hið háa verð á þeim vörum,
hafa ráðið miklu um það, að skipin
urðu tiu talsins, i stað þeirra 5, sem
fyrst var ráðgert að yrðu seld úr
landi.
Þegar aukaþingið i fyrra samþykti
útflutningsbannslögin á islenzkum
skipum, var það vegna þess að heyrst
hafði að brezkur maður frá Aberdeen
hefði falað nokkra botnvörpunga hér
i Reykjavik. En eins og horfurnar
voru þá, þótti engin ástæða til að
leyfa sölu á skipunum. Verð á kol-
um og salti var þá eigi svo hátt,
hingað komið, að það væri lik-
indi til þess, að útgerðarmenn
rnundu fremur láta skipin liggja að-
gerðarlaus en senda þau á fiskveiðar.
Ef vel aflaðist mpndi samt verða
hagnaður af þvi að láta þau stunda
fiskveiðar. Þetta var rétt. Það var
um að gera að reyna í lengstu lög
að hindra- að fólk yrði fyrir atvinnu-
tjóni.
En eins sjálfsagt og það var að
koma i veg fyrir að skipin yrðu seld
úr landinu í fyrra, eins sjálfsagt er
það nú, að tekið sé tillit til þess,
hve útlitið er breytt frá þvi sem það
var 1916. Nú eru kol og salt kom-
in í það geypiverð, að það er fyrir-
sjáanlegt, að útgerðarmenn munu
eigi geta haldið skipum úti í vetur
og næsta sumar, nema með fyrir-
sjáanlegu fjártjóni. Útgerðarmenn
segja sjálfir að þeir mundu leggja
skipunum upp, því af þvi yrði minna
fjártjón, þó mikið sé, en við að láta
skipin stunda veiðar. Þeir menn, sem
nú missa atvinnu sina við sölu skip-
anna, mundu einnig hafa mist hana
þó skipin hefðu eigi verið seld. Það
er að eins spursmál, hve langvar-
andi sá atvinnumissir mundi verða,
en um það skal engu spáð né held-
ur hve langur tími líður þangað til
íslendingar hafa fylt aftur upp í það
skarð, sem nú er höggið í fiskiskipa-
flota vorn. —
Að scgn hefir landsstjórnin skyld-
að útgerðarfélögin til þess að kaupa ný
skip i stað hinna seldu, að ófriðnum
loknum. Er þar með fengin vissa
fyrir þvi, að ný skip og betri munu
verða keypt, svo fremi stjórnin veiti
eigi undanþágu frá þeirri kvöð. Að
ófriðnum loknum munu ný islenzk
skip flytja fiskinn á Iand og það er
eigi víst að þau þurfi að kaupa svo
ýkja mikið dýrara, en gömlu skipin
voru seld.
Stálfjallsnáman.
Með seglskipinu Pollux komu
hingað um daginn tveir verkamenn,.
sem unnið hafa i kolanámunni i
Stálfjalli í sumar. Heitir annar þeirra
Hannes Kristinsson, til heimilis á
Hverfisgötu 96, en hinn, Ingólfur
Sigurjónsson frá Keflavik. Menn
þessir komu á skrifstofu vora í gær
til þess að segja oss tiðindi úr nám-
unni.
í Stálfjalli vinna 22 verkamenn
auk yfirmanna, 18 íslendingar og 4
Sviar. Hefir vinnan gengið fremur
vel í sumar, þó lítið hafi verið graf-
ið út af kolum. Mestur tíminn hefir
farið í ýmiskooar undirbúning svo
sem að koma fyrir vélum, flytja
byggingarefni að námunni í hús,
sem þó eigi hafa verið reist. Alls
mun hafa náðst um 200 smálestir
af kolum úr námunni i sumar. Hefir
sumt verið selt til Patreksfjarðar en
mikið notað til gufuvélarinnar í
námunni.
Hættulegt kváðu þeir vera að
vinna i námunni, vegna þess að
mikið grjót hrynur si og æ úr
fjallinu. T. d. er aldrei unnið í
námunni þegar rigning er, þvi þá
hrynur Jmeira grjót en í þurki og
stórhættulegt að vera þar við vinnu.
.Tíðin hefir verið mjög hagstæð í
sumar og hafa eigi komið fyrir
nema tveir innistöðudagar.
Nokkra óánægju sögðu verka-
mennirnir vera með yfirmennina
vestra. Hefir þeim yfirleitt komið
heldur illa saman, verkamönnunum
og verkstjórum, hverju sem um et
að kenna.