Morgunblaðið - 29.09.1917, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Nærföt.
Vinniiföt.
Hvar er mestu úr að velja?
Hvar eru vörugæðin mest?
Hvar fær maður vöruna ódýrasta?
í /
Vöruhúsinu.
Geysir
Export-kaffi
er bezt.
Aðalumboðsmenn:
0. lohnson & Kaaber
Sexmannafar
liðlegt og gott sjóskip,
«r til söln með tækifærisverði.
Semja ber við
Porstein Þorsteinsson,
i Keflavik.
Jiensía.
Islenzku, dönsku ensku og útsaum
kennir
Sigurrós t>órdardóííir,
Bókhlöðustíg 7 (uppi).
Indverska rósin,
Skáldsaga
eftir C. Kirause. i
Fyrsti kafli.
I.
f>að var afapyrnu veður, kolsvartir
skýjaflókar huldu allan himininn og
með nokkru millibili brá fyrir eldingu
eem varpaði skyndibjarma yfir hér-
aðið.
fetta var nokkru eftir óttuskeið.
Bftir veginum miili Chandernagar og
Kalkutta kom r iðandi maður og fór hægt.
J»að var auðséð að hesturinn var
uppgefinn af löngu ferðalagi og hann
var klístraður af svita og ryki. Ridd-
arinn var víst þreyttur líka, þvf að
hann lét taumínn lafa og höfuð hans
hafði hnigið niður á bringu.
Nú kvað við ógurleg þruma og
var það líkast þvf, sem mörg eld-
fjöll tækju að gjósa í senn. Storm-
uriml jókst og braut hin stærstu tré,
eins og það hefðu verið fis, eða reif
þau upp með rótum.
f>að var eins og maður og hestur
vöknuðu af svefni við þrumugnýinn
og hesturinn greikkaði sporið. Rétt
á eftir brá fyrír eldingu. Við birtuna
af henni sáust tveir menn, sem sátu
JTlóforkúffer,
26 tonn, með 45 hesta góðri sparsamri vél, er til
sölu ásamt öllum útbúnaði til porsk og sildveiða,
Lysthajendur snúi sér innan 14 daga til afgreiðslu
blaðsins, sem gefur upplýsingar.
1
3
mrrrnrrrm3iixnTiMfi»T«TfrrrrrT]mrnxrmix
Enginn borgar betur
salfaðar sauðargærur
Tiiboð óskast! en Garðar Gíslason.
rvTTwtrrT'rrrrrTirrrr rryfrrv mtf
Motoristi, virkilega hreinlegur og ábyggilegur
óskast l ársstöðu. . Gott kaup.
Tilboð mrk, Arsstaða, sendist afgteiðslu
pessa blaðs fyrir jo. pessa mán.
.* , ,» ,. . ,
77/ sjóferða
smærri og stærri ferðakistur úr stáli fást í söðlasmíðabúðinni, Lauga-
vegi 18 B.
E. Jirisfjánsson.
Sími 646.
VATI^YGGINGAÍ^ |^>
Bruna tryggingar,
sjö- og stríðsvátryggingar,
O. Johnson & Kaaber.
Det tyl octr. Brandassurance
Kaupmannahðfn
vátryggir: hús, húsgögn, alls-
konar vöruforða o. s. frv. gegn
eldsvoða fyrir lægsta iðgjald.
Heima kl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h.
i Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen)
N. B. Nielsen
Brunatryggið hjá »W OLGA«
Aðaluir boðsm. Halldór Eiríksson
Reykjavík, Pósthólf 385.
Umboðsm. í Hafnarfirði:
kaupm. Daníel Berqmann.
Gunnar Egilson
skipamiðiari.
Tals. 47q. Veltusundi 1 (uppi),
Sjó-, Stríðs-, Brunatryggingar.
Skrifstofan opin kl. 10—4
, Allskonar
vátryggingar
Tjarnargotu 33. Simar 23S & 429.
cTrolfa S cjHoíRo.
Trondhjems vátryggingarfélag h.f.
Allskonar brunatryggingar.
Aðalumboðsmaður
Carl Finsen
Skólavörðustíg 25
Skrifstofut. sVa-^Va s*d* Tals. 331
við veginn. Hesturinn fældist og
tók viðbragð út af veginum.
Riddarinnn fekk stiltan hestinn og
um leið greip hann til tvíhleypu, sem
hanu hafði meðferðist.
— Maður verður að fara varlega
í þessu bölvaða heiðiugjalandi, mælti
hann við sjálfan sig. f>að er sagt
að Kyrkjararnir séu hér um slóðir.
Bf eg hitti einhvern af þeim mann-
hundum, þá skyldi eg . . .
Haun fékk eigi sagt meira. Hann
heyrði snöggan hvin og flóttuð leður-
snara lagðist að hálsi hans. Um
sama leyti stökk einhver svört vera
á hestinn og herti á snörunni.
— Kyrkjararnir, tautaði ferðamað-
urinn. Svo féll hann í ómegin og
hneig niður af hestinum. Fyrirsát-
urBmennirnir réðust þá á hann og
Ieituðu með áfergju í öllum vösum
hans.
þeir höfðu eigi lokið leitinni er
nýjum eldiugarbjarma brá yfir hér-
aðið. í sama bili kváðu við tvö skot
og báðir ræningjarnir féllu dauðir til
jarðar. Tveir menn komu hlaupandi
þar að og var annar þeirra með
byrði á bakinu. f>eir brugðu snörunni
af hálsi ferðamannsins og reyndu svo
að lífga hann. En meðan því fór
fram, fór að daga. Sunnarlega í heim-
inum eru skjót umskifti dags og næt-
ur og brátt varð því svo ljóst, að
múrar og turnar Kalkútta sáust í
fjarska.
Eu veðrið versnaði. Tók nú að
rigna svo ákaflega, að það var lík-
ast skýfalli.
Riguingiu vakti ferðámanninn til
meðvitundar. Hann lauk upp aug-
unum og leit undrandi á hina tvo
ókunnu menn.
Svo stóð hann á fætur, benti á
hræ ræningjanna og spurði:
— Hafið þið bjargað’mér úr greip-
um þessara fanta?
— Já, svaraði yngi maðurinn. En
ef við hefðnm komið svo sem mín-
útu seinna, þá væruð þér dauður,
því að enginn kemst lifandi úr klóm
Kyrkjaranna.
Ferðamaðurinn rölti fram og aftur
til þess að liðka sig. Hann var um
þrítugt, á að gizka, bláeygður, nefið
mikið og bogið, en varirnar þykkar.
Mátti sjá það á svip hans að hann
var Englendingur og af góðum ættum.
Hann blístraði og hestur hans, sem
var skamt á brott, kom þegar hlaup-
andi til hans. Riddarinn steig á bak
og tók fjársjóð allmikinn úr söðultösku
sinni og rétti lífgjöfum sínum.
— |>etta skuluð þið fá til bráða-
birgða, mælti hann. Og þegar þið
komið til Kalkútta, þá skuluð þið
fara til landstjórans og spyrja eftir
Edmund Forster barún. |>á getum
við aftur talað saman.
Eldri maðurinn tók græðgislega í
móti fénu, en hinn yngri tók það af
honum aftur og fekk barúninum það
í hendur.
— Ekki viljum við fó yðar, mælti
hann. Við eigum nóg fyrir okkur
að leggja.
Riddarinn varð sem þrumu Iostinn
Hann vissi að menn þessir vora
Zigaunar og þeir eru eigi kunnir að
því að Blá hendinni á móti pening-
unum. Eldri maðurinn, lágur á velli
en þrakvaxinn, var líka augsýnilega
gramur félaga sínum, fyrir það að
hafa eigi þegið göfina.
Hinn var kornungur, tæplega átján
vetra. Var hanu gjörfulegur ásýnd-
um og ákaflega fríður. Hann var í
dökkum, nærskornum fötum, en yzt
klæða hafði hann. skikkju og ura
höfuð sér hafði hann vafið tyrknesk-
um dúki. Hrafnsvart hár og mikið,
líðaðist niður undan dúknum fram á
ennið og niður með vöngunum.
— f>ú ert dramblátur, vinurminn,
mœlti barúninn eftir stundarþögn.
— Eg mun hafa rétt til þeBS,
Bvaraði pilturinn.
— |>ú talar eins og þú værir kon-
ungssonur, mælti barúninn og hló.
— Eg er konungur, svaraði hina
stuttlega og bjóst til brottfarar.
Félagi hans tafði.
— Eg mundi vera yður mjög
þakklátur, herra, mælti hann, ef þér
vilduð vera svo göður og reiða barn-
ið mitt til borgarinnar. Eg er þreytt-
ur og það er þungt. Eg skal vitja
þess hjá yður, harra, í Kalkútta.