Morgunblaðið - 01.11.1917, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
\
ast allstór láréttur stallur, úr þvi er
fram var rutt.
Rétt fyrir síðastliðin mánaðamót
höfðu verið grafin þarna inn á við
tvenn göng og byrjað á þeim þriðju.
Voru önnur göngin crðin um 30
m., hin um 40 m. á lengd. A breidd
eru þau um 3 m., góðir tveir á hæð,
en 3 m. eru milli þeirra. Dragsúgs-
göng voru gerð milli þeirra innar-
lega og um 10 m. löng hliðargöng
út úr öðrum þeirra.
Þrjú kolalög eru tekin í göngun-
um. Það efsta er uppi undir lofti,
neðsta í gólfi.
1. kolalagið er að eins 6—9 cm.
á þykt, þá tekur við um 70 cm.
þykt grjótlag, þá kemur
2. kolalagið 60—65 cm. þykt. —
Skiftast þar altaf á ko!a og grjót-
rákir. — Nú tekur við um 55 cm.
dökklitað grjótlag og þá
3. kolalagið 18—20 cm. á þykt,
þó oft með 1 —2 grjótfálium, '/3—-2
cm. á þykt. Niður að
4. kolalaqinu eru þarna um 3 m.
Er það um 75 cm. á þykt o^ var
nokkuð tekið af því um tíma, en
hætt við það sökum þess hve sein-
legt þótti að vinua kolin úr því,
grjótrákirnar svo margar.
Nokkur önnur þykt er á lögun-
um í hinum aðalstaðnum, þar sem
unnið var, þar er 1. kolalagið víða
15 cm. þykt, næsta grjótla'g 50 cm.,
2. kolalagið 65—70 cm., með grjót-
rák í, þó öllu minni en á hinum
staðnum, þá tekur við 2%—3 m.
þykt grjótlag, og loks 3. kolalagið,
20—24 cm., vanalega með mjórri
grjótrák í. Fjórða kolalagsins var
ekki leitað þarna.
Utan i bakkanum er ýmist nakin
skriða, eða grasi grónar brekkur.
Þar sem grasið liggur yfir skriðunni
gætir áhiifa lofts og vatns lítið eða
ekkert á kolunum, en þar sem skrið-
an er gróðutlaus eru kolin talsvert
veðruð fremst, molna mjög og eru
oft rauð af leir, en ekki nær þctta
nema um i1/* m. inn á við.
1 göngunum eru lögin, eir.s og
fiaman í bökkunum, nokkuð breyti-
leg og engin sérstök ástæða virðist
vera til að ætla að kolin fari batn-
andi, frekar þegar innar dregur, þar
eð fargið á þeim eykst ekki.
1 hverjum göngum vinna 2 menn.
Sprengja þeir ýmist með sprengiefni,
eða höggva með hökum. Þrir menn
sjá um fráaksturinn, hafa sporbrautir
verið lagðar inn í göngin, er vagnar
ganga eftir, flytja peir á víxl út grjót
og kol. Tveir menn taka á móti
kolunum úr hverjum göngum og
höggva úf þeim grjótrákirnar, með
handöxum.
Þessir 7 menn náðu til jafnaðar
upp 3 smálestum af kolum daglega,
en vafalaust gæti þetta gengið enn
betur með fullkomnari útbúnaði og
áhöldum.
í sumar hefir verið alls náð upp
um 900—1000 smálestum af kolum,
hafði rúmur helmingur þess þegar
verið fluttur burtu, laust fyrir síð-
ustu mánaðamót.
Ráðgert vrn að grafa svo mörg
göng, að í vetar geti unoið 30—60
manns, verður bygt yfir nokkurt
svæði fram af göngunum, og verða
ko'in aðgreind þar inni. Ókostur
er það mijcill við v'nnu inni i göng-
unum, að altaf lekur vatn úr loítinu
02; bleytir þá er inni vinna. Ljós
var þegar farið að nota i göngunum
i sumar.
Undirrepti er enn lícið rtotað, að
eins settar stifur undir á stöku stað
þar sem lögin í loftinu voru
farin að bung.r uiður svo holt viitist
vera á bakvið. Þessi lög eru víða
sprungin og að eins 20 — 30 cm. á
þykt.
Surtaibrandur er sumstaðar nokk-
ur innanum kolalögin, liggur vana-
lega ofan á þeim eða undir, en þó
stundum í sjálfu kolalaginu, t. d i
þvi fjórða. í leirlögunum milli sumra
kolalaganna, er hann og tíður.
Efni kolanna. lurtaafsteypur sjást
greinilega í kolunum, elting, fergin,
gras og stör; mikið sást t. d. af
stararfræi, sem og oft cést í mó.
Með öðrum orðuro, kolin viiðast
ekki mynduð af neinum þeim gróðri,
er þrrf meiri hita, en nú er hér,
heldur sýnist gróðuriun mjög svip-
aður þeim, er nú myndar mó, en
það er að eins þungi bergsins, eld-
íjallaöskunnar, sem breytt hefir þess-
um jurtaleyfom í kol. En hafi lofts-
lagið verið svipað því sem það er
nú, þegar jurtir þær uxu, sem kolin
eru orðin til úr, þá er það sýnt,
að stóru trén, sem surtarbrandurinn
er myndaður úr, eru ekki vaxin hér,
heldur eru þau aðflutf, éru rekaviður.
Enda eru þetta alt langir greinalausir
stofnar, en þar sem greinar hafa
verið eru nú ávalir stúfar. Afsteypur
af blöðum var þarna heldur hvergi
að finna.
Landið hefir líklega legið lágt við
sjó og sjór af og til gengið yfir það.
Ofan á efsta kolalaginu. sást líka
sumstaðar sjávarmöl og sandur, og
á einum stað fanst þar steindur tré-
bútur, er allur hafði verið maðk-
smoginn, en nú sat bergkrystall í
smugunum. í þunnu smdlagi ofan
á 4. kolalaginu hafa og á stöku stið
fundist skeljar. Fjóra metra var
grafið niður fyrir 4. kolalagið, en
engin kol fundust á þvi svæði, en
skeljasandur kom upp á bornum.
Að eins á einum stað hefir 5.
kolalagið sést í námulandinu; er það
í gilim, er myndast hefir fram af
Skeifárfoss’, neðarlega í berginu.
Virðast kolin úr þessu lagi vera þau
beztu, er þ^rna hafa fund st, en þau
eru í crþunnum flögum og um 25
m. neðan við næsta kolalag, svo
ógerningur er að vinna þau.
Tjörnesingar segja að við stór-
straumsfjöru sjáist kolalag í sjávar-
botni, skamt undan landi, ætla þeir
það vera 6. kolalagið, en ekki hefir
þetta verið rannsakað.
Gæði kolanna þekkja menn hér
nú orðið, svo óþarfi er að fjölyrða.
um þau, en vert er að geta þess,
að botnvörpungar nokkrir reyndu
kolin í sumar. Rán gat náð vel V2
ferð, enda hefir hún yfirhitunartæki.
Aðrir botnvöipungar, er hrfa eldri
vébútbúnað, gátu haldið nokkurri
ferð, en ekki kynt upp.
Juðlögin, sem bakkinn er mynd-
aður úr, koma greinilegast i Ijós,
þar sem þau eru þverskorin í höm-
runum við göngin. E u það alt nær
lárétt lög, sem hlaðist hafa hvert
ofan á annað. Neð t sjást kolalögin
sem áður er mi >st á, næst tekur
við margra rnetra þykt móberg, ?.lt
í lögum, m'smunandi hörðum og
mismunandi þykknm, sum nokkrir
cm., önnur margir metrar á þykt.
Þá kemur um 2 m. þykt skeljalag,
sýnilega gamall .jávarbotn, og loks
lint móberg, margri metra þykt, er
nær upp á brún, en í þessu móbergi
finnast steindar jurtir og tré, sem
ekki geta lifað nema í heitara lofts-
lagi e .i nú er hér.
DAGBOK ■
Gangverð erlendrar myntar.
Bankar Pósthúa
Doll.U.S.A.&Canada 3,80 3,20
Franki franskur 55,00 55 00
Sænsk króna ... 120,00 120,00
Norsk króna ... 102,50 103,00
Sterlingspund ... 15,00 14,10
Mark ........... 43,00 43,00
Holl. Florin ............... 1.35
Austurr. króna.............. 0.29
Kveikt á Ijóskerum hjóla og bif-
reiða kl. 5.
Hjúskapur. Nýgift eru ungfrú
Anna S. Jónadóttir og forgils Guð-
mundsson bakari.
Brezka kolaskipið fór héðan í
fyrrakvöld kl. 10. Nokkru áður slas-
aðist einn skipverja töluvert. Var
verið að Ieggja bjálka yfir lestaropið,
en hann féll á fót eins skipverjans
og tók af tær. Var maðuiinn fluttur
á Landakots spítala.
Brunaliðið var kailað kl. tæplega
5 í gærmorgun að húsinu við Lauga-
veg ur. 32. Hafði eldur kviknað þar
í dálitlu af mó, sem geymdur var í
kjallaranum. Kom brunaliðið þegar á
vettvang, og slökti eldinu áður hann
bafði magnast.
Bigi vita menn hvernig kviknað
hefir í mónum.
»Vore Fædres Minde«, var 45
daga á leiðinni hingað frá Danmörku.
Lá það 8 daga í Haugesund. Skipið
er hlaðið ýmsum vörum til kaup-
manna.
Hér fyrir utan Gróttu, settust marg-
ar rjúpur á skipið. Náðu skipverjar
4 þeirra lifandi og fluttu með sér
inn á höfn.
Kolaúthlutunin. Síðustu forvöð
eru fyrir menn f dag með það að ná
sér í kolapöntunareyðublað hjá mat-
vælanefnd. |>eir' 8em 0kki hafa sent
þau eyðublöð útfylt til nefndarinnar
5. nóvember koma ekki til greina við
kolaúthlutunina. Byðublöðin geta
menn fengið í anddyri hegningar-
hússins.
Bruninn á Hvanneyri. Nákvæm-
ar fregnir eru enn ókomnar af brun-
anum. Símasaœband ekkert við
Hvanneyri, þar eð símtólið brann.
þó hefir það frézt að Halldór skóla-
stjóri hafi hlotið brunasár á fótinu
og skemst eitthvað í augum, en von-
andi hefir það eigi verið mikið.
þeir frændur, síra Tryggvi þórhalls-
son og þorlákur bóndi á Rauðará, fóru
héðan á Ingólfi, í gærmorgun áleiðis
til Hvanneyrar. Höfðu þeír síma-
óhald með sér og er því búist við
nánari fregnum um þetta atvik í dag.
Marteínn Lúther, æfisaga, eftir
Magnús Jónsson docent, kom á mark
aðinn í gær.
Kjöt, kemur mjög mikið hingað til
bæjarins úr Borgarnesi. Er slátrað
þar daglega svo hundruðum skiftir,
en hér í Slóturhúsinu er litlu slátrað.
Jarðarför Tryggva Gunnarsaonar
bankastjóra fer fram í dag og hefst
með húskveðju á hádegi.
Dagskrá á fundi bæjarstjórnar i
dag kl 5 síðdegis.
I. —9. Fundargerðir byggingarnefnd-
ar, fasteignanefndar, veganefnd-
ar, vatnsnefndar, brunamála'
nelndar, fátækranefndar, gas-
nefndar, hafnarnefndar, dýrtíðar-
nefndar.
10. Brindi Mjólkurfélags Reykjuvík-
ur um mjólkurbúðir.
II. Kosin kjör8tjórn við kosuingu
uiðurjöfnunarnefndar í nóvem-
ber.
12. Brunabótavirðingar.
•>
Matbirgðir Svía.
Útflutningsbanrið frá Bandaiikj-
unum kemur sennilega einua harð-
ast niður á Hollendingum og Svíum,,.
enda er legu þeirra landa þannig
háttað, að þau geta tæplega hætt að
skifta við Þjóðverja. En að því
stefnir útflutningsbannið, að þröngva
hiutlausu þjóðunum til þess að hælta
öilum viðskiítum við Þjóðverja.
Simkvæmt síðustu ^fregnum um
matarbirgðir Svía, er það ólíklegt
að þeir þoli það lengi að flutningar
til þeirra séu stöðvaðir. Landbún-
aðarráðherrann fyrverandi lýsti yfir
þvi, rétt áður en stjórnin fór frá,
að brauðkorn Svía væri þá helmingi
minna en í meðalári á sama tíma,,
og önnur matvæli eigi nema 40%
af venjulegum birgðum. Sagði hann
þi b:rum orðum, að ef flutningar
til landsins stöðvuðust, þá s æði
þjóðin á glötunarbirmi.
Dýrtíðin
á Norðuriöndum,
Síðan stríðið hófst hefir vöru-
verð hækkað að meðaltali um
55% í Svíþjóð, 49% í Danmörku
og 75% í Noregi.
Þó er dýrast að lifa í Svíþjóð,
því að matvæli hafa hækkað þar
11% meira heldur en í hinum
löndunum.