Morgunblaðið - 04.11.1917, Side 2

Morgunblaðið - 04.11.1917, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ miljónir manna, og að af þeim haíi að eins .3500 farist. Ennfrem- ur hefðu Bretar flutt 25 miijónir smálesta sprengiefna, 130 milj. smálesta matvæla og 51 milj. smáiesta eldsneytis. Utflutta her- liðið hafi verið aukið frá 160 þús. manna upp í þrjár miljónir manna. Af því liði væru 75 % frá Bretlandi, en nýlendurnar hefðu sent 800 þús. menn til vígvall- anna. Smuts sagði í ræðu 29. okt. að úrsiita-stríð ófriðarins- væri í Frakklandi og Flandern, þar sem Þjóðverjar vissu að þeir hefðu beðið ósigur. Árásin á Ítalíu mundi ekkert hjálpa Þjóðverjum. Hún mundi að eins lengja ófrið- inn, en það múndi hafa hin allra verstu áhrif fyrir Þjóðverja. Það getur engin áhrif haft á endan- leg úrslit ófriðarins, sem eru nú þegar trygð. Curzon lýsti því yflr í lávarða- deiidinni^hinn 29. október, að á öll- um vígstöðvum hefðum vér hand- tekið 160.000hermenn,náð683fall- byssum og 1,124,000 fermílna landi í Asíu, Afríku og á Kyrrahafs- eyjum. í Egyptalandi hefðum vér lagt undir oss 20.000 fermílna land, sem óvinirnir höfðu ráðist yflr, einnig hefðum vér tekið 1400 fermílur af belgisku og fröneku landi í samvinnu við bandamenn vora. Bonar Law lýsti yflr því í neðri deild þingsins hinn 30. október, að síðan 22. júlí til 22. október hefði herkostnaður vor verið að meðaltali á dag 6.400.000 sterlings- punda nettó. Ríkisskuldir hefðu aukist um 3000 miljónir sterlings- punda vegna ófriðarins. Skuldir Þjóðverja væru þó 1700 miljónum meiri heldur en skuldir vorar. Frá þvi í júnímánuði 1916 og fram í maí 1917 hefði herkostn- aður Þjóðverja á mánuði aukist um helming, en herkostnaður vor um 34°/o. Ef ófriðnum lyktaði nú, þá nægðu núverandi skattar vorir fyrir útgjöldum, en Þjóð- verjar yrðu annaðhvort að taka óhemju mikið lán, eða leggja á nýja skatta, sem næmu hundruð- um miljóna punda. öflug tilraun var gerð til þess að ráðast á London að kvöldi hins 31. október. Komu þá 30 flug- vélar í 7 deildum, sem hver eftir aðra gerðu árás. Flestar þeirra voru hraktar burtu, en að eins tveim eða þremur tókst að kom- ast til London. Glerðu þær lítið tjón. Átta menn biðu bana, en 21 særðust. Breskir flugmenn hafa skotið á hergagnaverksmiðjur Þjóðverja í Saarbrúcken, Pirmasens, Keiser- lautern og aðrar hernaðarstöðvar. Hinn 28. oktober réðust brezkir og franskir tundurspillar á þrjá þýzka tundurspilla og 17 flugvól- ar hjá Belgíuströnd og hæfðu óvinina með skotum. Tundur- spillar Þjóðverja hörfuðu í skjól fallbyssa á landi, en flugvélarnar tvístruðust. Fyrsta herliðssending Banda- ríkjanna heflr nú sezt i skotgrafir á vígstöðvum Frakka. Frelsis- lán Bandaríkjanna varð glæsilegur sigur fyrir þjóðina. Beðið var um 600 miljónir dollara, en boðið var fram meira en 1000 miljónir. Spænska stjórnin fór frá hinn 28. október. Ýmsir ráðherranna hafa reynt að mynda samsteypu- stjórn, en mistekist það. Prins Christian er látinn. Brazilíu þing hefir samþykt að segja Þjóðverjum stríð á hendur. Blöð bandamanna segja að Brazi- lía hafl gengið í lið við heiminn um að koma í veg fyrir yfirdrotn- un Þjóðverja. London, ódagsett. Skýrsla um viðureignina á vig- stöðvum Breta og öðrum víg- stöðvum, vikuna sem lauk 1 nóv. Helztu tíðindin eru þau, að ó- vinirnir gerðu snögga og öfluga sókn á vígstöðvum ítaia, enda þótt bandamenn hafi haldið á- fram sigrum sínum í Frakklandi og Flandern og öflugri viðureign í loftinu sé haldið áfram. Her- sveitir Bandaríkjanna hafa nú tekið sér stöðvar í skotgröfunum við hlið Frakka. Frá vesturvígstöðvunuDfF. Þar hafa Bretar unnið á. Hvert áhlaup gerðu þeir í vissum til- gangi og þrátt fyrir stöðug ill- viðri, varð þeim vel ágengt og færðu þeir herlinu sína fram að útjaðri Passchendaeles. Frökkum og Belgum tókst í sameiginlegri sókn að auka sigra sína suð-vest- ur af Houthulst-skógi. Hinn 27. október sóttu þeir enn fram á fjögra kílometra svæði og náðu þá Merchem og Linghem. Hand- tóku þeir þar 500 hermenn. Hjá Aisne hafa Frakkar sótt fram og tekiö Pinon og Pargnyfilain. Á þessum stöðvum voru 11157 ó- vinir teknir höndum, þar á meðal 237 liðsforingjar. Ovinirnir mistu ennfremur 180 fallbyssur og mörg hundruð vélbyssur. Vfgstöðvar ítal i. Sókn sú er menn höfðu búist við af sameinuðum her Þjóðverja og Austurríkismanna hefir orðið með sorglega skjótum árangri. Eftir margra mánaða framsókn og sigurvinninga í landi óvin- anna voru herir ítala teknir á sóknarstöðvum sínum og hraktir frá Tolmino og á endilöngum Isonzo orustuvellinum. Óvinirnir studdust við brúarvígi hjá Santa Maria Og Santa Lucia og ruddust skjótlega inn yfir landamæri ítal- íu. Þeir voru um stund stöðvaðir norðan við Saga, sunnan við San Gabriele, en hraktir til austurs milli Canin-fjalls ogJudrio- dals. Þó héldu þeir áfram í Carso-héraði. Þessi framsókn neyddi ítali til þess að hörfa í báðum fylkingarörmum. Goritzia fé.U 28. október og Udine 30. október. Nú er barist vestan Pasiar Schiavonesco, sat Canide del Friuts, norður hjá Przzuolo og sunnan við Udine. ítalir veittu örðugt viðnám, undanhaldinu var stjórnað reglulega, brýr voru sprengdar og orustur háðar til að tet'ja fyrir óvinunum. Óvinirnir hafa með miklum gleðilátum tekið það fram, að héðan af muni almenningur í íta- líu ómótmælanlega hneygjast að friði, en frá Italíu koma skeyti, sem fullyrða það, að þessi skyndi- lega hætta hafi sameinað alla flokka og allir hafi þeir tekið höndum saman til þess að verj- ast henni. Þjóðverjar hallast of mikið að því að ímynda sér að hræðslan ráði mestu. Eins ogoft áður hafa þeir nú rekið sig á, að þrátt fyrir snarpa deilu innanlands hefir hættan utan frá orðið til þess að útrýma skoðanamismun og tendra dýpri ættjarðarást í brjóstum manna, I stað þess að auka sundrungina. Bandamenn hafa óbifanlegt traust á hinni þrautreyndu herstjórn ítala og þeir eru ekki á sama máli og óvinirnir um hernaðar-þreytu ítölsku þjóðarinnar. Vígstöövar Kússa. Þjóðverjar hafa eigi haldið áfram sókn sinni hjá Riga, held- ur hafa þeir þvert á móti hörfað frá Werder-skaga til Moon og hörfað enn meira milli Riga og Rinsk. Margar tilrauuir óvinam a um það að vingast við Rússa voru hvað eftir annað stemdar með stórskotahríð. Frá Austur-Atríku. Óvinirnir hafa verið hraktir austur frá Mahenge til nágrennis Mgangira. Liwale var tekin 29. október. Óvinirnir hafa mist hjá Nyangao 53 hvíta menn og 268 Askara fallna, 241 hvítir menn og 677 Askarar voru handteknir auk særðra manna. Frá Gyðingalandi. Hinn 29. október réðust 3000 Tyrkir með fallbyssura á >London Yeomanry« hersveitina hjá Gaza en þeim var hraustlega haldið í skefjum þangað til liðsstyrkur kom. Bretar mistu tæplega 100 manns, en manntjón Tyrkja var mikið. í skjóli riddaraliðs dró Allenby hershöfðingi lið saman til þess að ráðast á Bersheba. — Eftir að hafa gengið um nótt yfir eyðimörk, var ráðist á varnir Bersheba að morgni hins 30. októ- ber. Fótgönguliðið réðist á borg- ina að vestan en riddaraliðið eftir langan krók að austan. Eftir harða orustu féll borgin. Þar voru handteknir 800 Tyrkir og 9 fallbyssur teknar að herfangi. Hertekning borgarinnar eftir 20 mílna göngu yfir vatnsjausa eyði- mörk er ágætt og lipurlega unnið verk. DAGBOK Kveikt á ijóskerura hjóla og bif- reiða kl. ö. Siifnrbrúðkoup sitt halda í dag þau Daníel DaníelBaon kaupmaður og frú hans, Nielsina A. Ólafsdóttir. Um leið fer fram brúðkaup Guð- rúnar dóttur þeirra hjóna, og þórar- ina Kjartanssonar, eiganda gummí- vinnustoíunnar í Lindargötu. Kol töluverð hafa menn slætt upp á höfninni fyrir utan garða, undan- farna daga. Hafa margir fengið 2—4 skippund á dag á bát. Verða það allgóð daglaun fyrir tvo menn, eins og kolaverðið er nú. Uppboðið á bókum Jónasar Jóns- sonar heldur áfram á morgun. Þjóðnienjasefnið er opið í dag frá kl. 127.2—17s* Sömuleiðis er á sama tíma tækifæri fyrir fólk að sjá mál- merkin í alþingishúsinu. Rjúpur eru nú seldar á 35—40 aura hver. Hefir borist svo mikið af þeim til bæjarins, að útboðið er miklu meira en eftirspurnin. Saltsk pi kvað vera von á bráðlega frá Englandi. Nefndirnar þrjár, matvæla, verð- lags og heilbrigðis, áttu með sér fund í fyrradag til þess að ræða um mjólkurmálið. Eigi vita menn enn hver niðurstaðan hefir orðið, en von- andi verður því máli kipt í lag hið bráðasta. Rannsókn h dnarstæða. Lands- stjórnin hefir nýlega ráðið N. P. Kirk verkfræðing, er stjórnað hefir hafnar- gerð Reykjavíkur fyrir Monberg, til þess að gera rannsóknir á hafnstæð- um, sérstaklega á Suðurlandi austur að Berufirði og nokkrum sjóþorpum á Norðurlandi. Tryggvasjóður. í erfðaskrá Tryggva heitins Gunnarssonar er svo fyrir mælt, að mestallar eigur hans skuli renna í sérstakau dýraverndunarsjóð, sem á að bera naín gefandans. Hvanueyrarbruninn. Nú er það talið víst, að eldurinn hafi komið upp í kjallara hússins. Voru vinnukonur þar við þvott daginn áður og ætla menn að eldneisti muni hafa hrokk- ið 1 móstíu :— þótt allrar varúðar væri gætt. í kjallaranum var meðal annars rjómabúið. Brunnu öll áhöld þess og um 200 pund af smjöri. Samgöngurnar. »Tíminn« segir í gær, að nú só unnið að þvf af stjórn- arvöldum hér og í Danmörku, að Botnía verði tekin á Ieigu og henni heimilaður póst og farþegaflutningur beint milli íslands og Danmerkur, en eftirlit með skipinu í Bergen. — Væri það mikið bagræði fyrir íslend-- inga, ef þetta næði fram að ganga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.