Morgunblaðið - 17.11.1917, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Skrifsíofa andbanningafélagsins,
Ingóífstiæti 21,
opin hvern virkan dag ki. 4—7 sí&d.
Allir þeir sem vilja koma áfengis-
málinu í viðunandi horf, án þess að
hnékkja persónufrelsi manna og al-
mennum mannréttináum, eru beðnir
yað snúa sér þangað.
Sími 544.
Sínifregnir.
Akureyri í gær.
Skarlatsótt hefir stungið sér niður
víða hér í kaupstaðnum og er all-
skæð. Sóttin hefir geisað í Þing-
eyjarsýslu í haust og iagst þungt á
menn. Á Húsavík láu margir um
daginn.
Sykurverðið hefir ekki enn verið
hækkað hér nyrðra.
Póstur til Ameríku.
Stjórnarráðinu barst í gær sím-
skeyti þess efnis, að Bretastjórn hefði
leyft að senda mælti póst til Kanada
með skipum héðan til Halifax. Ea
skipin, sem í förum hafa verið yfir
Atlanzhaf héðan, hafa eigi flutt póst.
Leyfið er þó því skilyrði bundið,
að bréfin séu rituð á enska tungu.
og er þá ekki að vita hve margir
»privat«-menn geta notað sér af því.
■■■ --1ÍHX*---------
Á fundi bæjarstjórnar í fyrrakvöld
voru samþyktar eftirfarandi reglur
um úthlutun kola þeirra, sem Reykja-
vik hefir hlotnast samkvæmt lögum
um almenna hjálp vegna dýrtíðarinn-
ar.
i. gr. Við úthlutun ko’ranna skal
bæjarbúum skift i 4 flokka eftír þess-
um aðalreglum:
í fyrsta flokki eru einstæðings
gamalmenni og sárfátækar fjölskyld-
ur, sem þó ekki þiggja af sveit.
I öðrum flokki eru þeir húsfeður,
sem greiða alt að 30 kr. í útsvar
eða ekkert útsvar greiða og einhleypt
fólk, sem annanhvort greiðir sama
útsvar eða ekkert útsvar, svo sem
námsfólk.
í þriðja flokki eru þeir allir, hús-
feður og einhleypt fólk, sem greiða
útsvar f rá 30 kr. og upp að 75
krónum.
í fjórða flokki eru allir þeir, sem
greiða hærra útsvar.
Þeir sem ætla má að hafi yfir
6000 krónur í árlegar tekjur, fá
engin kol.
2. gr. Kolaverðið er
i 1. flokki 73 kr. fyrir hver 1000 kg.
I 2. 1 1 cs 1 —• 1000 —
í Þ — .160 — — — 1000 —
í 4. — 2pO — — — 1000 —
3- gf. Einhleypar persónur í
fyrsta flokki fá 100 kg. af koium
hver, en að öðru leyti er það aðal-
reglan, að hverri fjölskyldu skal út-
hlutt 80 kg. fyrir hvern- fullorðinn
mann, og 100 kg. fyrir hvert baru
undir 7 ára, en einhleypar persónur
fái 80 kg. Þó fær enginn húsráð-
andi meira en 1000 kg., og heldur
enginn meira en hann hefir beðið
uro.
4. gr. Borgun fyrir kolin skal
greiða fyrirfram og skuiu þeir, sem
í þriðja og fjórða flokki eru þegar
í stað taka og borga þau kol, sem
þcim ern ætluð. Þeir sem eru i
öðrum flokki, eru sömuleiðis skyidir
að taka og borga kol sín þegar i
stað. Þó verðnr gerð undanþága
frá þessu, ef sérstaklega stendur á,
að áliti matvælanefndar. Menn í
fyrsta flokki mega taka og borga
kolin smám srman og eftir því sem
efni þeirra leyfa, þó ekki minna en
20 kg. í einu.
Bæjarstjórnarfundur
15. nóvember.v
Lýsisbræ&sla í örflrisey.
Geir Zoega kaupmaður sótti um
það að fá framlengt um eitt ár
leyfl það er faðir Iians hafði haft
til lýsisbræðslu í örfirisey. Hafn-
arnefnd vildi eigi leggja það til
að leyfið yrði veitt, því að henni
fanst nú komið mál til þess að
reyna að gera örfirisey arðbær-
ari heldur hún hefir verið. Þó
m
vildi hún eigi meina G. Z. að
bræða þá lifur sem hann á þar,
ef það kæmi eigi í bág við hags-
muni hafnarinnar. Lagði nefnd-
in þess vegna til að umsækjandi
þyrfti eigi að fara burtu úr eynni
með lifrarbræðslutækin fyr en
nefndin gerði kröfu um það, og
skyldi eftirgjald reiknast hlut-
fallslega við það sem greitt var
fyrir leyfið síðast liðið ár. —
Samþ. fundurinn tillögur hafnar-
nefndar um þetta efni.
HafnarreglugerB staöfesí.
Borgarstjóri skýrði frá þvi,
að hafnarreglugerðin, sem bæjar-
stjórnin hefði samþykt í janúar í
vetur, hefði síðan gengið á milii
stjórnarráðs, vitamálaskrifstofunn-
ar og hafnarnefndar. Með bréfi
4. nóvbr. hefði stjórnarráðið til-
kynt hafnarnefnd að það vildi fá
breytingar á 1. grein reglugerð-
arinnar (um takmörk hafnarinn-
ar) 0g félst hafnarnefnd á þær
breytingar. Er nú reglugerðin
staðfest og prentuð.
Fi8k8Öiumáli&.
Fisksalar bæjarins hafa sent
erindi til bæjarstjórnar, þar sem
þeir segjast ætla að reyna að sjá
bæjarmönnum fyrir nýjum fiski í
vetur. Segjast þeir ætla að kaupa
fisk í helztu veiðistöðvunum hér
í grend, svo sem Akranesi, Sand-
■gerði og víðar og hafa vélbát í
förum til þess að koma fiskinum
hingað nýjum. Gerðu þeir fyrir-
spurnir til bæjarstjórnar um það,
hvort hún mundi vilja styðja þetta
með því að sjá þeim fyrir nægri
steinolíu handa vélbátnum, sem
verður í milliferðum, og með sem
vægustu verði, og eins hvort hún
muni vilja leigja þeim afnot
skýlis á fisksölutorginu. Enn
fremur spyrja þeir hvort þeir
-mundi verða lausir við alia sam-
kepni af bæjarins hálfu, ef þeir
ráðist í þetta.
Borgarstjóri gat þess að dýr-
tíðarnefnd litist ekkert þvi til
fyrirstöðu, að fisksalarnir gætu
fengið leigt hálft skýlið á fisk-
sölutorginu. Enn fremur mundi
ekki ástæða til þess fyrir bæinn
að taka upp samkepni í fisksölu,
meðan fisksalarnir flyttu nægan
fisk til bæjarins. Og ef bærinn
fengi steinolíu, þá mundi nefndin
vilja láta þá fá hana með sem
vægustu verði.
Þá gat hann þess, að eftir það
að þetta mál, var til umræðu í
dýrtíðarnefnd, hefði borist tilboð
frá Haraldi Böðvarssyni um sölu
á nýjum fiski.
Ilannes Hafliðason sagði þá 40
von mundi á einu tilboði enn
um fisksölu, frá manni suður með
sjó. Vildi hann því, að eigi yrði
tekin nein ákvörðun í málinu að
svo stöddu.
Var samþykt að vísa málinu
til dýrtiðarnefndar til afgreiðslu.
Kaup á hafnartækjunum.
Seinni umræða. Þorvarði þótti
það einkennilegt, að fyrsta til-
boð er kom frá Monberg um sölu
á hafnartækjunum, hefði verið
760 þúsund krónur, en síðar hefðí
það mjakast niður í 550 þúsund.
Hélt hann að bæjarstjórn mundi
ef til vill geta fært verðið niður
um 50 þúsund krónur, því að
dýrt mundi fyrir Monberg að
flytja tækin héðan.
Borgarstjóri gat þess, að í fyrsta
tilboðinu sem kom frá Monberg
hefði hver hiutur verið reiknaður
með því verði, er hann hefði
viljað íá, ef seldur hefði verið
ein’n og einn hlutur. En svo hefði
legið fyrir annað tilboð, ef öll
hafnartækin yrðu keypt í einu.
Bærinn hefði valið úr alt það er
hann hefði þózt þurfa að eiga og
hefði hver hlutur verið skrifað-
ur upp með því verði, er lægst
var, en nokkuð verið afgangs, er
eigi var talið nauðsynlegt að bær-
inn ætti, en þó gott að eiga. Og
það sem bærinn vildi eignast
hefði kostað 550 þúsund krónur.
Kvaðst borgarstjóri bafa farið
fram á það við Kirk að bærinn
fengi þetta fyrir hálfa miljón, en
við það hefði eigi verið komandi.
Aftur á móti hefði Kirk boðið
bænum að leggja ofan á þau
tækin, sem eigi voru talin með.
Skilmálarnir eru þeir, að bærinn
þurfi eigi að greiða nema af-
borgun fyrstu 5 árin, en siðan
greiðist kaupvrerðið með jöfnum
afborgunum á 25 árum.
Að þessum upplýsingum fengn-
um féll Þorvarður frá þvi að gera
breytingartillögu um verðið og
voru kaupin saraþykt í einu
hljóði.
Var borgarstjóra falið að undir-
skrifá skuldabréfin að lánum þeim,
sem bærinn tekur hjá N. C. Mon-
berg kr. 550 þús. og kr. 90 þús.,
en bæjarstjórn undirskrifi samn-
inginn um hið fyrtalda lán.
R&nnsókfi á eldsneyti.
Tili. frá Þorvarði um það að'
skora á landsstjórnina að fram-
kvæma sem bezt þingsályktun
neðri deildar alþingis í sumar,
um það að starfrækja í stórum
stíl kola- og mónámur hér á landi
og bæta eldsneytið samkv. nýj-
ustu aðferðum, — var samþykt í
einu hljóði.
Skautasveli.
Skautafélag Reykjavíkur sótti
um leyfi bæjarstjórnar til þess að
mega gera skautasvell á vestur-
hluta Tjarnarinnar, fram undan
Tjarnargötu, eða á Austurvelli.
Briet vildi að félaginu yrði heim-
ilað að gera skautasvell á suður-
enda Tjarnarinnar, en bæjarstjórn
léti sjálf gera skautasvell á Aust-
urvelli handa börnum. — Sveinn
Björnsson gat þess, að eigi mundi
hægt að gera skautasvell í suður-
enda Tjarnarinnar, vegna. ösku,
sem þyrlaðist úr Tjarnarveginum
yfir svellið. Samþykt var tillaga
frá Jóni Þorlákssyni um það að
skautafélagið mætti velja um,
hvort það vildi heldur gera
skautasvell í suðurenda Tjarn-
arinnar eða Austurvelli, eftir
nánara samkomulagi^ milli þess
og borgarstjóra, t. d. um það að
börn fengju að nota svellið.
Mjólkurregluger&in staðfest.
Mjólkursölureglugerð þá, er
bæjarstjórn hafði látið semja, hefir
stjórnarráðið nú staðfest, með
nokkurri breytingu á 17, grein
(um heimild fyrir bæinn til þess
að taka að sér mjólkursölustaði).
Bryggjugjald af skipum.
Ákveðíð er til bráðabirgða að
taka 8 aura gjald af hverju netto
Reg. tonni af skipum þeim, er
leggjast við hafnarbryggjuna. —
Minsta gjald 5 krónur. Ennfrem-
ur að taka 10 aura gjald af hverju
stykki, sem tekið er á skip, eða
af skipi, við bryggjuna og vegur
minna en 100 kg., en 20 aura e£
þyngri eru.
Atvlnnubætur.
Samþykt var í einu hljóði eftir-
farandi tillaga frá fátækranefnd: