Morgunblaðið - 06.01.1918, Page 3

Morgunblaðið - 06.01.1918, Page 3
6. jan. 63. tbl. MORGUNBLAÐJÐ 3 ~MOTIÐ AÐ EINS—* Þar sem 5unlight sápan er fullkonriega hrein og ómenguð, jíá er hún sú eina sápa, sem óhsett er að þvo úr fina kr.ipplinga og^ annað lín. SNUiHT Brandur. Eg ætlaði hérna upp að hafnar- nppfyllingunni með mótorbátinn minn. — Það er alveg nýr 40 tonna bitur og fallegasti biturinn á höfn- inní, skal eg segja ykkur. Mótorinn bilar raunar stundum, en Gissur gerir við hann jafnóðum og tekur sama sem ckkert fyrir. Jæja, eg ætlaði sem sagt upp að( hafnaruppfyllingunni. Eg lét mótor- istann fara að hita upp, en fór sjálf- ur að lesa hafnarreglugerðina, sem Guðmundur hafði gefið mér, til þess að gera nú ekki neinar vitleysur. Eg kemst aftur í 16. gr. og rek niig þá á þetta: »Brandar skulu dregnir inn og rám sniiið«. »Hvað eru nú þessir brandar?« spyr eg sjálfan mig. Liklega eitt- hvað af þessum nýju orðum, sem þeir eru að búa til hérna í landi, og ætlast til að við notum á sjónum. Eg legg frá mér hafnarreglugerð- ina og fer að hugsa um hvað orðið brandur muni þýða. Ekki getur það verið eldibrandur, og ekki getur verið að þeir meini Lokkinn. En hver þremillinn er það þáí Engin íslenzk-dönsk orðabók til. íg ætla að reyna hvort Geir hefir það ekki. Reyndar hefi eg aldrei verið ensku- tnaður, en hver veit nema eg 'skilji hana betur en nýju íslenzkuna. Eg fletti upp br—br—bra—brandui: Blade of a sword; firebrand. Það er alt og sumt. Geir hefir það þá ekki til, og eg fleygi frá mér orða- hókinni. Eg bið svo kekkinn að kalla á stýrimanninn, og þegar eg heyri fótatakið í stiganum, hrópa eg: »Veiztu til að bér sé nokkuð um horð, sem heitir brandur?* »Brand- Ur?« segir stýrimaður hissa. »Hann Brandur gamli á Eiði var hérna I fter*. *Hvern fjandann varðar mig um aQn Brand á Eiði. Eg þarf að vita . v°tt nokkur hlutur er héma á skip- ^u> sem landkrabbainir kalla brand. sfoarreglugerðin skipar að draga þá inn, áður en farið sé upp að bryggj- unum, en eg veit ekkert hvað brand- ur er, og er þess vegna i standandi vandræðum*. »Ætli það sé ekki i orðabókinni hans Jóns Ólafssonar?* spyr stýri- maður. Þá man eg alt i einu eftir því að Jón heitinn Ólafsson var einu sinni að semja orðabók. Eg lét þá róa með mig í land, þýt upp upp á lands- bókasafn og fæ orðabókiua. En ekki tekur þá betra við. Brand- ur þýðir þar stólpa eða staur til þess að festa landfestum um. Eg fer út i illu skapi, en mæti þá kunningja mínum, sem segir mér að brandur muni vera það sem hingað til hefir alment verið' nefnt bug- spjót, en að klýfirbóma heiti brand- auki. Eg hljóp þá heim til min og fletti upp orðinu: »Spryd« i orðabók Jónasar, en það er þá ekki til. Þá fletti eg .upp »bowsprit« i orða- bók Geirs, og leggur hann það út bugspjót. Þar næst fletti eg upp »Klyverbom« í orðabók Jónas- ar og leggur hann það út brand- auki. Þá fletti eg upp »jib boom« í orðabók Geirs, en hef ekki annað tpp úr þvi en að »jib« þýði fokkal Eftir alla þessa orðaleit, kemst eg helzt að þeirri niðurstöðu, að brand- ur sé það sem við sjómenn alment nefnum bugspjót, Danir Spryd og Englendingar bowsprit; en að brand- auki sé klýfirbóma. En — ætlast þá semjendur hafnar- reglugerðarinnar til þess að skon- nortur sem koma hér upp að biyggj- unum taki bugspjótið (brandinn) inn á þilfar? Eða hvað þýðir orðið brandur á einhverju máli sem menn tala? Jack. Fundur friðarvina í Vinarborg. Þess hefir verið getið í skeytum hér i blaðinu að 50 þús. friðarvinir í Vínarborg hafi heimtað frið. Þetta skeði 12. nóvember. Höfðu jafn- aðarmenn þá kvatt til borgarafundar. Ályktun sú, er fundurinn samþykti, er á þessa leið: Verkamenn í Vínarborg eru þess fullvissir, að hægt sé að leiða ófrið- inn til lykta, ef Miðrlkin taka i hönd þá, er rússneska lýðveldið réttir þeim til sáíta, og skora þess vegna á hina ansturriksku stjórn, ásamt bandamönnutn hennar, að bjóða óvinunum þegar í stað að ræða um frið og taka það þá skýrt fram: 1. að Miðrikin berjist eigi til landa og ætla sér eigi að krefjast neinna hernaðarskaðabóta. 2. að Miðríkin ætli hvorki að leggja undir sig Belgiu, Serbíu, Rú- meniu, Pólland, Lithaugaland og Kúrland né gera þau lönd háð sér stjórnarfarslega, efnahagslega eða með hervaldi. 3. að Miðríkin vilji leggja fyrir friðarfundinn ákveðnar tillögur um aukinn þjóðarétt, um takmörkun víg- búnaðar og um það að alþjóða- gerðardómur skuli skera úr deilumál- um þjóðanna. 4. að Miðrikin viðurkenni þá opinberu stjórn, er nú situr að völd- um í Rússlandi og vilji því bjóða henni, ásamt öllum stjórnum ófriðar- þjóðanna, vopnahlé, svo að hægt sé að hefja friðarsamninga. Gyðingaofsöknir i Rúmeniu Hvað eftir annað hafa komið fregnir um það, að ógurlegt ástand sé í þeim hluta Rúmeníu, sem rússneska stjórnin hefir enn á sínu valdi. Undanhaid hersins varð lika með þeim hætti, að hallæri kom yfir þjóðina og þúsundir manna dóu af hungri og kurda. Og i Jassy, þar sem sjórnin situr, hafa skæðar drep- sóttir komið upp vegna þess að þar hefir verið altof margt um manninn og örbirgð og volæði meira en orð fái lýst. Og svo bætist þar við að stjórnin og yfirvöldin hafa beitt íbúana ógurlegri grimd, sérstaklega þá, sem eru af Gyðingaættum. Virðist svo, sem gamla rússneska aldarfarið hafi gengið í arf til Rú- mena. Hinn nafnkunni rúmenski jafnaðar- maður dr. Rakowsky, hefir fyrir skömmu birt hræðilcgar frásagnir um Gyðingaofsóknirnar í Rúmeniu. í bænum Bacau voru t. d. 34 Gyð- ingar teknir af lífi í eiuu og þar á meðal var hinn nafnkunni Gyðinga- jafnaðarroaður Wechsler. Eftir hverja hrakför, er rúmenski herinn fór, voru hermenn ,og borgarar af Gyð- ingaættum sakaðir um njósnir og föðurlandssvik og umsvifalaust skotnir niður hópum saman. Rakowsky segir að rúmenska stjórnin beri ábyrgð á öllum drápum þessara saklausu manna, því að með þeim reyni hún að breiða yfir sjálfs sín sök og yfirsjónir. Rúmenska stjórnin neitar Gyðing- um þar i landi um matvæli og ber þvi við að þeir séu aðskotadýr. Og afleiðingarnar af þessu eru þær, að drepsóttir koma upp meðal Gyðinga og þeir hrynja niður úr sulti og vesaldómi. í rúmenska hernum eru 30.000 Gyðinger, en þó hafa þeir engin borgararéttindi í landinu. Rakowsky segir að. rúmenska þjóðin eigi enga sök á þessum Gyðingaofsóknum og lætur hann þá von i ljós að stjórnir Norður- álfurikjanna þröngvi rúmensku stjórn- inni til þess að koma mannúðJega fram við Gyðinga. Tekjuskatturinn 1916. Tekjuskatturinn. Arið 1916 nam tekjuskatturinn i landssjóð rúmum 6o þúsund krón- um eða nál. 40% meira heldur en næsta ár á undan. Hefir skatturinn aldrei fyr hækkað eins mikið á einu ári. Fyrst eftir að hann komst á, 1880, nam hann tæpum 15 þúsund krónum og um aldamótin 1900 nam hann álíka mikilli upphæð, en síðan hefir hann farið síhækkandi, ferfald- ast siðan um aldamót, þrefaldast síð- an 1906 og tvöfaldast síðan 1910. Siðustu árin hefir skattupphæðin verið þessi: 1910 . 1911 . 1912 . 1913 . 1914 . 1915 . 1916 . 29 844 kr. 31 6jS — 34081 — 33058 — 37 546 — 43 642 — 60 843 — Arið 1916 skiftist skatturinn þannig, að xi 343 kr. var skattur af eignar- tekjum, en 49 500 kr. skattur af at- vinnutekjum. Það er atvinnutekju- skatturinn, sem langmest hefir hækk- að. Arið 1881 var skattur af eignar- tekjum 8 500 kr., en af atvinnu- tekjum 6 700 kr. A 3 5 ára bilinu, 1881 —1916, hefir þvi eignartekju- skatturinn vaxið um þriðjung, en at- vinnuskatturinn nifaldast. Síðan um aldamótin hefir hann meir en sex- faldast, þvi að þá var hann rúml. 8 þús. kr. Skatturinn er lagður á eftir tekj- um næsta árs á undan, en greiðist ekki fyr en næsta ár eftir að hann • er lagður á. Skattur af tekjum hvers árs greiðist þannig tveim árum áður en tekjurnar eru til fallnar. Skattur- inn 1917 er því miðaður við tekjur manna 1914. Tekjuframtal. í tekjuskattslögunum er svo fyrir mælt, að menn skuli sjálfit telja fram tekjur sinar, en ef menn e&i gera það segist ekkert á þvi, og skattanefndin ákveður tekjurnar eftir því sem hún veit sannast og réttast. Þetta hefir orðið til þess, að allur þorrinn af gjaldendum telur ekki fram tekjur sínar, heldur lætur skatta- nefnd áætla þær. Samkvæmt tekju- skattsreikningum 1916 töldu 605 menn fram eignartekjur á öllu land- inu eða um 36% af gjaldendum eignartekjuskatts, en að eins 166 at- vinnutekjur eða um 12% af gjald- endum atvinnuskatts. Það er þó töluverður munur á kaupstöðnuúm og sýslunum i þessu efni. í sýslun- um töldu fram eignartekjur 600 manns eða um 40% af gjaldendum og atvinnutekjur 141 eða um 37°/0, en í kaupstöðunum töldu fram eign- artekjur aðeins 5 menn eða rúml. 2% af gjaldendum og atvinnutekjur x 5 menn eða tæpl. 2°/0. Bendir þetta til þess, að tekjurnar séu yfirleitt of lágt áætlaður til tekjaskatts, því að ef áætlun skattanefnda væri hærri heldur en tekjurnar, mundu menn heldur kjósa að telja þær fram sjálfir. (»Hagtíðindi«).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.