Morgunblaðið - 06.01.1918, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.01.1918, Qupperneq 4
4 MORGUOBLAÐIÐ Trotzky. Trotzky var í París þegar ófrið- urinn hófst, en var þá rekinn þar úr landi. í blaði því, er hann gaf þar út, og nefndi »Nasche Slovoc, hafði hann ráðist svo grimmilega á keisaravaldið riissneska, að hann var óalandi í höfuðborg bandamanna Rússa. Og auk þess vissi Trotzky heldur mikið um ýmislegt i sam- bandi við morð Jaures. En áður en striðið hófst, hafði Trotzky þann heiður, að leynilög- reglan i París sýndi honum frábæra umhyggjusemi. Voru altaf tveir leynilögregluþjónar á hælum hans hvar sem hann fór, og það varð smám saman bezta dægrastytting Trotzkys, að leika á þessa árvökru fylgifiska sina með því móti t. d. að stökkva inn í járnbrautarlest á síð- ustu stundu og skilja þá ráðalausa eftir á stöðinni, eða þá á þann hátt, að fara inn í járnbrautarvagn og lofa þeim að koma þar inn á eftir sér, en stökkva svo út úr vagninum aftur um leið og lestin rann á stað. Einhverju sinni kom Trotzky snemma dags í veitingahúsið »La Rotunde« og voru þar nokkrir vinir hans fyrir, Fimm mínútum siðar komu þar einnig leynilögregluþjón- arnir tveir. Trotzky hafði meðferð- is tösku, sem hann bar altaf með sér, hvert sem hann fór, og var lögregluþjónunum sérstaklega mikil forvitni á að vita, hvað í þeirri tösku mundi vera. Eftir nokkra stund voru þeir Trotzky og vinir hans kallaðir inn í hliðarherbergi og lá taskan eftir á borði Trotzkys, rétt hjá leynilögreglu- þjónunum. Þeir voru ekki seinir á sér að þrífa hana og opna. Attu þeir von á að finna þar mikilsvarð- andi skjöl. En þeim brá heldur en ekki í brún, er þeir fundu þar eigi annað en W. C. pappír, tvö hvít- lauks-bjúgu og nokkur eintök af »Le Journal*. Aður en þeim gafst tími til þess að raða þessu aftur niður í töskuna, komu vinir Trot- zkys inn, slógu hring um þá og hæddu þá miskunarlaust. En Trot- zky kom sjálfur að eins fram i dyrn- ar og spurði brosandi, hvort hann gæti gert nokkuð fyrir leynilögregl- una. Var mjög hlegið að þessu atviki og varð Parísarbúum eigi um ann- að tíðræddara þann daginn. Samskotin. Skilagrein fyrir gjöfum til ekkjunnar er misti manninn fyrir jólin frá 8 börnum: Jóhann kr. i.oo, kona kr. 2.00, N. N. kr. 5.00, N. N. kr. 9.20, Þórður Guðmundsson kr. 1.50, B. Þ. kr. 10.00, vestfirzk stúlka kr. 10.00, N. N. kr. 25.00, P. kr. 5.00, göm- ul kona kr. 10, G. G. kr. 20, A M. kr. 2.00, N. N. kr. 5.00, frá sjúkl. á Laugarnesspitala kr. 63, Bjarni Jónsson skipstj. kr. 5.00, J. J. kr. 10.00, N. N. kr. 5.00, G kr. 1.00, N. N. kr. 1.00, ókunnur maður kr. 5.00, J. M. kr. 1.00, N. N. kr. 15, J. Á. kr. 10.00, N. N. kr. 5.00, N. N. kr. 5.00, O. F. kr. 50.00, H. kr. 50, N. N. kr. 10.00, G. M. kr. 2.00, N. N. kr 4.00, M. B. kr. 10.00, N. N. kr. 2.00, þrjú systkini kr. 3.00, N. N. kr. 5.00, N. N. kr. 5.00, H. B. kr. 5.00, E. G.s. kr. 2.00, Kiistófer Sig. kr. 5.00, V. O. kr. 5.00, N N. kr. 5.00, samskot kr. 35.00, Guðbjörg Kristófersdóttir kr. 2.00, Sig. Sigvaldason kr. 4.00, G. M. kr. 2.00, verzl. Ásbyrgi (vörur) kr. 10.00, kona í Rvík kr. 5.00, Helgi kr. 1.00, J. H. kr. 100.00, V. kr. 10.00, G. V. kr. 5.00, J. kr. 2.00, N. N. kr. 3.00, S. P. S. kr. 20.00, G. D. kr. 5.00, N. N. kr. 5.00, J. B. kr. 5.00, N. N. kr. 2.00, Jón Jónsson beykir kr. 20.00, M. E. kr. 5.00, S. Þ. kr. 2.50, G. E. kr. 5.00, H. M. S. kr. 5.00, frú Steinunn Kristjánsdóttir kr. 10.00, N. N. kr. 10.00, V. E. kr. 5.00. í nafnlausu brefi kr. 5.00, ónefnd kona kr. 10, Ragnhildur Sig.dóttir kr. 5.00, G. H. B. kr. 5.00, sjó- maður kr. 10.00, N. N. kr. 5.00, N. N. kr. 10.00. J. E. G. K. 5.00. Onefndur 2.00 Spilablúbbur 18.58. Móttekið frá Jóni Rósenkranz kr. 20.00. Hérmeð er samskotunum lokið og þökkum vér mönnum kærlega fyrir það hvað þeir brugðu fljótt og vel við til hjálpar þessu bágstadda heimili. Ólafur Sigurðsson skipstjóri. Fæddur 5. mai 1878. Fórst á „Beautiful Star" haustið 1917. Aramóta-kveSja frá ekkju hans. Ároði ungur ársins þess hins nýja hér yfir sorgir og söknuð skín. Skin þó á perlu skinandi fagra, það er hin mæta minning þín. Elskaði vinur yfir þeirri perlu sit eg, þá börnin þin sofa, og græt. Von min var lífseig, loks er hún sloknuð, og nauðug hennar Ijós eg læt. Elskaði vinur, oft eg hafði fyrrum sigrandi heimt þig af sænum heim, skin gegnum tár mín, sktn inn i hjartað sem Ijós af fegins fundum þeim. Ó, hvað eg gladdist alla tíð að finna aðdáun allra, sem þektu þig. Hlakkaði til þess heim er þú kæmir að fagna þér og faðma þig. Hetjan min prúða, sambúð okkar signdi umhyggja, samúð og elska þin. Enn þá það endist, enn þá það vermir og yfir hópnum okkar skín. Glókolla okkar guð eg bið að annast; veit eg það efsta var andvarp þitt. Elskaða minning um þig eg græði í þeirra hug við hjarta mitt. Arroðinn ungi ársins þess, sem kemur skin yfir sorgir og sollna und. Samt hann i geislum gefur mér vissu um yndisrikan endurfund. G. M. ---t cg»Sa<"»'- ---- Hafnarfjarðai - vegurinn. Nú er farið að kvisast að alvara eigi að verða úr þvi sem öðru hvoru hefir verið minst á í vetur, að leggja eigi akbraut frá Arbæ — og niður i Hafnarfjörð hjá Setbergi. Akbraut þessi á að koma í staðinn fyrir veg- inn sem nú er á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, sem með lðgum er landssjóðsvegur. Jafnframt þessu mun vera i ráði að Gullbr.sýsla taki aftur við við- haldi gamla vegarins af landssjóði á þeim kafla sem er innan sýslunnar og látið heita svo að hann eigi að vera fær gangandi og riðandi mönn- um. Þessu viðhaldi á svo vist að lauma á sýsluna aftur í sárabætur þess að landssjóður er ekki látinn skeyta um gamla veginn, en þvi fé, sem gera á hann upp með, á að verja í Arbæjarbrautina á þvi svæði sem enginn hefir beðið um veg á, og því sízt að það sé gert lögum samkvæmt að leggja þar akveg. Flestum kunnugum þykir þetta mjög einkennileg tilhögun, því eins og eg benti á í Morgunblaðinu 26. þ. m. er með þessari ráðstöfun al- gerlega farið i bág við skynsamlega tilhögun og hagsýni i öllum aðalat- riðum sem ráða ættu mestu um hvar akbraut þessi ætti að liggja, enda er >að algerlega ósýnt og sannað enn ívers vegna að þessi Arbæjar-braut :i að leggjast, þó hvorki séu lög né samþyktir til þess. Mér þykir mjög sennilegt að einsdæmi sé að lengja veg eða akbraut að miklum mun einmitt til þess að geta verið með íana fyrir utan alla mannavegi, en eggja hana ekki í nánd við, eða um gamla veginn, sem notaður hefir verið i tugi ára. Það út af fyrir sig virðist þó hafa gefið fullkomið fordæmi um hvar hin fyrirhugaða braut ætti að liggja. Hinu gat mað- ur búist við, að gamli vegurinn yrði styttur með því að leggja meira fé i brautina og taka af henni króka og halla. Það virðist nálgast frekar samgöngubætur nútímans og eiga betur við jafn fjölfarna braut. Sé brautin lögð upp úr Hafnarfirði hjá Setbergi og upp að Arbæ, þá er hún úr leið fyrir alla sem nota hana úr Gullbr.sýslu, Hafnarfirði og Reykja- vik, sem eðlilegt er, þegar henni er stefnt meir en mílu vegar fyrir ofan Reykjavik, í stað þess að alt mælir með að hún væri lögð styztu leið milli bæjanna, en krækja ekki með hana á akbrautina að austan eins og einstíg frá einsetukoti upp í heiði. Reyndar á að fóðra vitleysuna með þvi að akbraut þessi verði ekki lengri en þó brautin hefði verið lögð nm lika slóð og gamli vegurinn, en sva mikið barn getur enginn verið sem nokkuð þekkir báðar þessar leiðir, því hver maður sem annars hefir nokkurt skynbragð á vegalengdum, sér að skemst er á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. nálægt gamla veg- inum, enda óverjandi að leggja hana annarstaðar, þvi þá er hún einmitt þar sem allir, sem i kringum hana búa, eiga hlutfallslega jafn hægt, að ná til hennar, Hafnfirðingar, Alft- nesingar og Uppbæjamenn. En eigi Alftnesingar að nota akbraut sem liggur frá Arbæ ofan í Hafnar- fjörð, bá eru þeir teknir úr sambandi við Reykjavik hvort sem þeir eiga að fara inn i Hafnarfjörð eða upp- undir Vifilstaði til þess að ná í brautiua, og það er alveg séistakt skeytingaleysi af stjórn og sýslunefnd ef ekki væri séð um Aiftanes hefði greiðan og góðan veg eins og það nú á heimting á samkvæmt lögum. Engum sem þurfa að nota veg þann sem nú er á milli bæjanna stendur meira á honum en Alftnesingum, þvi þeir urðu beinlinis að leggja niður aðalvinnu sína ef þeir gætu ekki náð sambandi við Reykjavik, það er þvi gerræði við Altnesinga sem framið verður ef þeir verða slitnir úr sambandi við Reykjavik með þessari fyrirhuguðu braut og gamli vegurinn tekinn af þeim. Því þó Alftnesingar séu fáir i saman- burði við alla aðra sem nota braut þessa, þá er það ekki trúlegt að svo mikil óstjórn eigi sér stað hjá lands- stjórn og sýslunefnd að þetta komi fyrir og þá alveg án þess að hægt sé að Iréttlæta það með óveilum rökum. Ef menn athuga vegalengd- ina neðan af Alftanesi upp að Vífils- stððum með þeim krókum, sem verða að vera á þeim vegi og svo vegalengdina frá Vífilsstöðum að Árbæ og þaðan til Reykjavikur, þá munu menn komast að raun / um að hestur með kerru myndi með venjulegum gangi þurfa sex tima aðra leiðina, hver getur þá ætlast til að hægt sé að fara þessa leið að vetrarlagi á hverjum degi hvernig sem viðrar? Það kann að verða með timanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.