Morgunblaðið - 06.01.1918, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.01.1918, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ S að hægt verði að fá flutning með hraðflutningstækjnm en þá verður Alftnesingum það mikið dýrar fyrir það að brautin yrði svo langt frá þeim, þá mundi kosta það næstum eins mikinn tíma að koma flutning að braut þessari eins og til Reykja- víkur með beinum vegi þangað. Hvernig sem þessu vegaspursmáli er velt fyrir sér, þá mælir alt með þvi að akbrautin sé lögð í nánd við gamla veginn, en alt á móti því að hiin sé lögð á milli Arbæjar og Hafnarfjarðar væri hún þvi lögð þá leið væri haft hausavixl á réttu og röngu, hún yrði ósegjanlega miklu dýrari, hún lengdi leið umfaranda fast að helming, hún væri svo langt frá landbúnaðarsveitinni, sem á að nota hana, að henni væri ekki hægt að ná til hennar, hún yrði lögð þar sem allur fjöldi manna er á móti að hún sé lögð og hún yrði lögð á öðrum stað en lög mæla fyrir, að hún sé lögð og þarjsem mestar líkur eru til að hún leggist undir snjó. — Verri ráðstöfun i vega- málum er vart hægt að hugsa sér, en þetta, ef úr þessu yrði. Þá er að lita á þetta frá fjárhags- legu sjónarmiði Gulibr.sýslu, þá litur málið alls ekki betur út ef hún verð- ur að taka baggann á sig aftur, taka við gamla veginum og halda honum við, sem landssjóður er þó búinn að taka við. Sýslunefndin sótti það þó fast um eitt skeið að losa sýsl- una við hann hún sá hann mundi þungur sýsslusjóðnum, hún lagði því mjög að þingmönnunum sínum að koma honum á landssjóð, sem þeim lika tókst, það væru því yfir- taks afglöp ef sýslunefndin léti leið- ast til þess að binda baggan á sjálfa sig aftur að lofa stjórninni að halda við gamla veginn sem gönguvegi og reiðvegi, mér kæmi það ekki að óvörum þó sýslunefndinni reyndist það ek&i svo meinlaust og kostnaðar- litið er fram í sækti, því hvað er fær gönguvegur og reiðvegur annað en akvegur, sá vegur sem er ófær fyrir kerru hann er illfær riðindi eða göngumanni. Okumenn mundu nota gamla veginn meðan kleift væri, kæmust þeir að, að hin nýja braut væri lengri. Reykjavíkurbær mundi halda við sinum vegi vegna þets hann er að rækta land með honum, og því mundu menn gera meiri kröfu til kaflans i sýslunni. Hafn- firðinga kostar lítið viðhald á sin- ^m kafla. Niðurstaðan yrði því sú, *ð sýslan yrði að halda við þvi af veginum gamla sem henni kemur við, og sú mundi raunin verða að sýslunni reyndist erfitt að leggja f&mla veginn niður alveg svo leogi sem kerrur ganga milli Hafnar- fl^rðar og Reykjavikur, þótt hin fyrir- ^öguða braut komi. ^að er því fyllilega varlegast fyrir sýsluna að lofa landssjóði að sitja gamla veginn, ef til kemur að Qieð Þvi £ 1 Verður haldið til streitu að leggja Arbæjarbraut, enda er það ekki la rf^rU landsstjórnin vill lofa Ssióði við að halda gamla veg- UQl við, en að hún sér að það Smurningsolía ávalt fyrirliggjandi. Hið islenzka Steinoliuhlutafélag . „ALDAN“ heldur skemtisamkomu þriðjud. 8. janúar í Iðnaðarmannahúsinu, og hefst kl. 7 siðdegis. Félagsmenn eru beðnir að vitja aðgöngumiða fyrir kl. 6 síðd. næstk. augardag til undirritaðra. Þorsteinn Þorsteinssou, Þórshamri. Kolbeinn Þorsteinsson, Hverfisgötu 53. Þorgrímur Sigurðsson, Guðm. Jónsson, Unnarstíg 3. Óðinsgötu 10. Jóel Jónsson, Bergstaðastræti 9. ÍB.ECRO REYKJAVIK K08ENHA> AllsKoitar VATR.Y6GINGAR. ^y |i kostar hann fé og vill þvi velta því á sýslufélagið. Þannig rekur hver andstæðan aðra og má það merki- legt heita i hvert öngþveiti þetta vegamál er komið eins og nú stendur. Enn hvers vegna er nú lands- stjórnin að ýta þessari akbraut þang- að sem hún sjálf beinlinis kannast við að hún komi ekki að fullum notum, því að það gerir hún beinlínis með þvi að hún vill fá Gullbr.sýslu til að tryggja að gamli vegurinn sé fær og falli ekki niður. Það er þó ekki mögulegt að vérið sé að þvæla þessu vegamáli út i allar þær fírrur sem eg hefi bent á, til einskis, Og þvi síst getur það verið gert út i bláinn að fá sýslunefnd Gullbr.sýslu til að ganga þvert ofan i gerðir sín- ar, — það er engin vafi að það er með ráðum gert að fá sýslunefnd Gulibr.sýslu til að stiga fyrsta og aðalsporið að því að stjórnin geti komið þvi i framkvæmd sem hún ætlar sér, þvi að hún veit sem er, að geri sýslufélagið, notandi| vegarins ekki kröfu til landssjóðs um að halda veginum við, að þá má nærri geta að ekki stendur á þinginu að fella þennan veg úr tölu landssjóðs- vega. En hvað er það þá sem stjórnin ætlar sér að gera með þvi að fá sýslunefnd Gullbr.sýslu að tryggja að gamli vegurinn sé fær ? Það er hvorki meira né minna en það, að hún ætlar sér þannig að nota ábyrgð sýslunefndarinnar, að 'landssjóður sé með öllu laus við gamla veginn og hún telur sig slá tvær flugur i einu höggi, að hún með nýju akbrautinni sjái fyllilega fyrir samgöngunum með á milli bæjanna og hún ráði jafn- framt fram úr að austanmenn fái greiða samgöngubót við sýsluna og Hafnarfjörð. En þetta þýðir ekkert annað en það, að Gullbr.sýslu og Hafnarfirði er ætluð helmingi lengri akbraut og óþægilegri til Reykjavik- ur, en þörf er á, og ekkert greitt fyrir samgöngum á milli Gullbr.sýslu og Hafnarfjarðar annarsvegar og austursýslunnar hins vegar, með öðr- um orðum, allir hlutaðeigendur eru að nokkru leyti gerðir veg- lausir á milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar, en alveg komið í veg fyrir að bætt verði úr samgöngum við austanmenn. Hvað segir nú sýslu- nefnd um þetta? Telji stjórnin svo mikla hagsmuni að því að leggja akbrautina um Set- berg og Ártún, hvað væri þá eðli- legra en hún héldi gamla veginum við i notum þess. En sökin er, að hún sér engin sköpuð ráð til þess að verja sig með, önnur en það, að leppa gerðir sínar með ábyrgð sýslu- nefndar Gullbringusýslu. Hún sér að viðhald á gamla veginum verður heimtað þó hin nýja akbraut verði lögð. og hún sér lika að akbrautin kemur ekki að notum fyrir sam- göngur við austursýslurnar. Náttúrlega reynir stjórnin og þeir sem henni fylgja í þessu máli, að halda því fram, að með^Árbæjar-ak- brautinni fáist greiðari samgöngur suður um sýsluna og i Hafnarfjörð, En hver maður sér að það er bygt á einberum misskilningi. Fyrst og fremst væri það alveg óverjandi að leggja lykkju á veginn milli Hafnar- fjarðar og Reykjavikur, þó sú lykkja bætti úr samgöngum við austursýsl- urnar. En nú er það öllum sýnilegt að þessi akbraut gerir það ekki, það er ómögulegt að ætlast til að ferða- menn fari suður i Hafnarfjörð frá Arbæ með svanga og lúna hesta, á grasleysinu. Þegar þeir eru komnir svo neðarlega fara þeir til Reykja- vikur til að koma hestum sínum í áfanga i Fossvogi. Sama má segja um menn þegar þeir koma að neðan þá fara þeir ekki heldur að leggja krók á hala sinn og fara suður i Hafnarfjörð. Menn reyna heldur að biðja við- skiftamenn sína að útvega sér það sem þá vantar, þar til þeir koma aftur og láta þar við sitja. Nei, sannleikurinn er, að ferðamenn væru ver settir ef nýja akbrautin væri lögð hjá Árbæ og gamli vegurinn lagður niður. Þvi þegar menn koma að austan með svanga hesta þurfa þeir að fara niður í Fossvog og á hestnm sinum þar áður en þeir leggja á grasleysurnar suður og þá yrðu þeir að fara upp að Árbæ aft- ur. Skyldu þeir ekki verða færri sem gerðu það? Undanfarið veit eg að ferðamenn hafa oft hagað ferðum sinum þann- ig, að þeir hafa skroppið suður á Álftanes, eða suður i Fjörð, meðan þeir hafa áð, með eitthvað af hest- um og jafnframt eru menn oft sam- timis að láta reka einhver erindi fyrir sig i Reykjavik, enda munu þeir nú vera fáir, sem koma yfir Mosfellsheiði og Hellisheiði, sem ekki þurfi að koma i Reykjavik. Fari menn suður með sjó, þurfa þeir einnig að á hestum sinum. Það liggur því opið fyrir, að heppi- legast er það sem áður hefir verið beðið um, að fá veg uálægt Baldurs- haga og niður á veginn milli bæj- anna, og væri þá íiklega best að hanu kæmi á þann veg i Arnarnes- landi, þvi að það væri góður áfanga- staður, og þaðan munaði menn ekki um að snúa sér til Reykjavikur, ef þeir hefðu ejtthvert aukaerindi þang- að. Að þvTværi mikill munur, eða að verða ací fara með hesta suður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.