Morgunblaðið - 13.01.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Kaupmannafélag Reykjavikui. Fundur mánudagiun 14. þ. m. kl. 8 e. h. í Iðnó uppi. Ariðandi mál á dagskrá. S T J O R N I N. ii--——. ■■■ ior—- ir>r= Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann merkilegar orustur verið háðar. Er þar nú mikill snjór á fjöllum og fót- göngulið gera nú eigi lengur áblaup á eftir stórskotahriðum. í Gyðingalandi hefir votviðratíðin um hrið hamlað hernaðaríramkvæmd- um. Arabar hafa aftur gert árás á Hedjas járnbrautina. Nálægt Aden handtóku Bretar setulið i tyrknesku vigi. Þýzkar hersveitir í Austur-Afríku, undir forystu Lettons, réðust á stöðv- ar Portugala í Lujenda-dal. Eftir það var þeim tvistrað í smáhópa milli Nyassa-vatnsins og Portaglia-strandar. Riddaralið Breta veitir þeim eftirför eftir dalnum og aðrar brezkar her- sveitir, er gengu á land í Port Ame- tíá sækja fíam til austurs og norð- austurs frá suðurenda Nyassa-vatns. Framvarðaskærur eru nú háðar þar. Sir Douglas Haig yfirhershöfðingi Breta hefir gefið út skýrslu um hern- aðinn 1917 og sézt þar að fullkomin samvinna hefir verið meðal banda- manna. Hið sorglega fráfall Rússa kollvarpaði öllum fyrirætlunum banda- manna, en samt sem áður hafa óvin- irnir ekkert til brunns að bera nema ófarir. Sú hernaðaraðferð Breta, að setja sér eitt og eitt takmaik í hvert skifti, hefir reynst ágætlega. Sóknin hjá Cambrai, er var hin eina er eigi hafði ákveðið takmark, fór illa, en allar aðrar sóknir færðu Bretum heim sigra. Hvort sem Bretar vilja nú sækja fram fet fyrir fet, eða verjast, þá hafa hæðir þær, er þeir hafa tekið, ákaflega mikla hernaðar- þýðingu og mun það seinna koma i Ijós. Ef bandamenn hafa gert of lítið úr hernaðarþreki Þjóðverja, þá hafa þeir einnig gert of lítið úr hernaðarþreki sínu. Enginn gat séð það fyrir 1914 að svo gagnger breyt- ing yrði komin á 1917, að 131 þýzkar herdeildir fóru hrakfarir fyrir meira en helmingi færri brrzkum hersveit- um. Bretar og Frakkar hafa nú til samans miklu meiri her á vestur- vigstöðvunum heldur en Þjóðverjar. Þótt óvinirsir séu sífelt að tönglast á því, að Frakklandi sé að blæða til ólifis, þá hafa Frakkar þó eigi enn kvatt unglinga til vopna, eins og Þjóðverjar hafa gert. Á þessu ári hafa Þjóðverjar fylt herskörð sin með hersveitum frá Rússlandi. Hafa þeir alls flutt 40 herdeildir þaðan til vest- urvigstöðvanna, auk smáhópa af reyndum mönnum, og einnig fall- byssur. En þrátt fyrir þennan liðs- auka þeirra, hafa bandamenn alt af yfirhöndina. Og i loftinu hafa banda- menn yfirhöndina. Haig lýkurskýrslu sinni'með þessumorðum: »Það líð- nr nú augsýniíega nær þvi að óvin- irnir biði fullkominn ósigur á vig- stöðvunum*. London, ódagsett. Hin þýðingarmikla ræða, sem Wilson^foreti flutti í amerikska þing- inu 8. janúar, þar sem hann rekur þráðinn i yfirlýsingu Lloyd Georges, hefir vakið almenna ánægju. Forset- inn sýnir fram á muninn milli tvö- feldni Þjóðverja gagnvart Rússum og hreinskilni bandamanna í kröfum þeim er Lloyd George gerði. Banda- ríkin eru nú sameinuð öllnm þeim þjóðum og ríkjum er berjast gegn keisaraveldinu og ekkert getur skilið þau að. Vér stöndum saman þang- að til yfir lýkur. Aðalefnið er: að allar þjóðir fái rétt sinn, óskertan, og frelsi, hvort heldur þjóðirnar eru smáar eða stórar. Óvinahermenn verða að hverfa á burt úr löndum Rússa. Miðríkin ein eiga nú eftir að skýra nákvæmlega frá öllum friðar- skilyrðum sínum. Þýzku blöðin birta að eins ein- stök atriði, lituð þó, úr ræðum Wil- sons og Lloyd Georges. Þingnefndirnar, framkvæmdanefnd brezkra verkamannafélaga og kaup- félaga hafi í sameiningu gefið út yfirlýsingu um það, að þær séu ánægð- ar með skýrslu Wiisons um ófriðar- markið, og hafa 'ákveðið að beita sér fyrir því, að ráðstefna verði háð meðal veikamanna og jafnaðarmanna banda- manna-landanna til þess að athuga nánar frrðarskilmálana. Balfour sagði 1 ræðu í Edinburgh 10. janúar að ef samband þjóðanna ætti að vera fullkomið, þá yrði að koma því þannig fyrir, að aiþjóða- sambandið stæði á eðlilegum grund- velli, bygt á siðferðis-styrkleika, rétti og frelsi. Ef ófriðurinn endaði með þýzkum friði ■— Þjóðverjum í vil, þá yrði ver ástatt með frið í heim- inum en áður en ófriðurinn hófst. Þjóðverjar væru ekki enn farnir að skilja það hryllilega í bardagaaðferð sinni. — Samningar milli Rússa og Þjóð- verja eru aftur byrjaðir í Brest- Litovsk. Trotsky hefir tilkynt óvin- unum, að fulltrúarnir ætluðu sér ekki að semja frið ef þýzka keisaradæm- ið neitaði að verða við óskum rúss- nesku lýðveldissinnanna um frjálst og óháð Rússland og ef að jafnað- armönnum óvinanna tækist eigi að hafa áhrif á stjórnendurna i þessu efui, þá muni Rússar berjast til þrautar. Lenin hefir lýst þvi yfir að hann sé hræddur um að samning- arnir muni farast fyrir og þessvegna sé nauðsynlegt að stöðva heimsend- ingu hersins. Þjóðverjar skutu tundurskeyti og söktu fyrirvaralaust brezka spítala- skipinu Rewa í Bristol-flóanum, um miðja nótt. Öllum særðum mönn- um, nærri 300, var bjargað. Skipið flutti ljósmerki þau, sem fyrirskipuð eru í Haag-samþyktinni. Rewa var ekki innan hins þýzka, svo kallaða ófriðarsvæðis. Skipið hafði verið rannsakað af spænskum fyrirliðum, og þeir höfðu gefið vottorð um það, að það væri notað eingöngu sem J Prímusar, o Prímasnálar, Prímusbrennarar5 o Prímnsmunnstykkl Seglnálar, allar stærðir. Pakknálar. o o o o spítalaskip, samkvæmt samkomulagi sem geit var við Þjóðverja. Bátar, með særðum mönnum voru á reki í marga klukkutíma áður en þeim var bjargað. 2085 skip komu vikuna sem leið til brezkra hafna, en 2244 skip fóru úr brezkum höfnum. — 18 brezkum skipum stærri en 1600 smál. var sökt, þar með talin tvö frá fyrri vikunni, og 3 skipum minni en 1600 smá- lestir, þar af eitt frá fyrri vikunni. Á ix skip var ráðist árangurslaust. Hermálaráðherra Bandarikjanna lýsir þvi yfir, að mikið lið Ameríku- manna sé þegar komið til Frakk- lands. i7a miljón manna séu á vig- vellinum eða við heræfingar. 86 þús- undir flugmanna sé verið að æfa. — Churchill hergagnaráðherrá lýsti þvi yfir í I.ondon 11. jan. að útbúnað- ur til hergagnagerðar þetta ár sé meiri en nokkru sinni áður. Fram- leiðslan mundi að auk nægja handa 100 þús. Ameríkumönnum. Banda- menn vissu það vel, að Þjóðverjar væru að búa sig undir sókn. Kvikmyndaleikhúsin. Það er með skemtanir sem annað, að þær geta haít góð áhrif á mann, og lyft manni upp úr mollu daglega lífsins og sýnt manni hinar betri hliðar þess. Þetta á þó hvergi betur við en um kvikmyndaleikhúsin, því það eru skemtanir sem bezt eru sóttar. Þeim hefir verið legið á hálsi fyrir það að sýna myndir er hefðu ill og jafnvel skaðleg áhrif, sérstaklega á æskulýð þessa bæjar, og er þeim að nokkru leyti vorkunn, þar sem lang auð- veldast og um leið ódýrast er að ná í slíkar myndir og þar að auki að jafnaði lang bezt sóttar. Nú um hátiðarnar hafa menn átt kost á að sjá tvö af listaverkum kvik- myndaleiklistarinnar. Það er myndin Þorgeir í Vík (Gamla Bio) eftir hinu fræga kvæði Ibsens, sem að öllu leyti er ágætlega með farið. Hin myndin er John Storm eftir Hall Caine (Nýja Bíó), sem óefað er einhver sú allra bezta mynd, er hér hefir sést, og sýnd er nú um þessar mundir. Eg gæti ímyndað mér, að það verði með fleiri, erséð hafa þessa mynd, sem mig, að þeim finnist þeir sjá hina réttu og betri hlið lifsins i gegnum þessa átakan- legu mynd. Það er dregin upp ágæt mynd af hinu hörmulega lífi jafnt hjá þeim hærri sem lægri. Þar sem tilveru- rétturinn er fótum troðinn i svört- ustu spillingu og lægstu fýsnum. Þar sem myndin sýnir skrilinn í einni af stórborgum heimsins er svo verulegt og um leið mæðulegt að það hlýtur að koma við hvern mann og festa huga hans við leyndardóma lífsins. Á hinn bóginn er göfug- og mikil- mennið John Storm, sem kastar frá sér ailri veraldlegri upphefð þegar í æsku til þess að fylgja köllun sinni. Honum tekst það, og hver árangur- ído verður sézt betur á myndinni, en hægt er að lýsa í fáum orðum. Mér kæmi ekki á óvart þó mörg- um fyndist þeir vera ofuriítið betri menn eftir að hafa séð þessa mynd. Leikur John Storms út af fyrir sig er hreinasta snild, sömuleiðis GlorjV og allur frágangur myndarinnar hifl** prýðilegasti. O. S. &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.