Morgunblaðið - 13.01.1918, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.01.1918, Blaðsíða 5
á og geta eigi afstýrt, þá muni þeir þegar í stað ráðast inn t Danmörk. Með öðrum orðum: Eins og hin- ir þýzku herforingjar hafa tekið frið- sama borgara og haft þá að hlíf fyrir skothrið óvina sinna, s®o ætla þeir nú að gera hlutlausa þjóð að gisl og lifandi varnargarði. Hvaða svar er hæfilegt við þessari ferlegu ógnun? Hún ætti að gcfa ástæðu til þess að beint yrði íormlegri og opinberri viðvörun til prússneska hervaldsinr um það, að ef það ditfist að skerða eitt hár á höfði Dána, þá verði það krafið þúsundfaldra skaðabóta. »Politiken« segir svo um þetta: Um leið og vér þökkum þá vin- girni i garð Dana, er kemur fram i ummælum »Globesc, getum vér þó huggað blaðið með því, að það er enginn flugufótur fyrir þessari fregn um hótun Þjóðverja. Og eins von- um vér að það sé enginn flugufótur fyrir þvi að likur séu til þess að bandamenn muni ætla að þröngva Norðmönnum tilliðsviðsig. »Worldt viðurkennir líka að það sé óhugs- andi. Vér erum sem sagt þakklitir fyrir þá samúð, er þessar tröllasögur hafa leitt í ljós i blöðunum vestra. En oss þætti þó vænna um það ef blöð- in færu eigi með svo heimskulegan þvættiug um Danmörk, en reyndu heldur að skilja betur hver þau vand- ræði eru, sem Danmörk á við að striða. Bókaríregn. Island. Strejflys over Land og Folk. Bók þessi kom út í Kaupmanna- höfn í haust og útgefandinn er »Dansk-Islandsk Samfundt. Er það fyrsta bókin, sem félagið gefur úr, en ætlast er til þess, að fieiri komi síðar. Bókin byrjar með litlu en mjög laglegu kvæði eftir Gunnar Gunnars- son. Það er kveðja til Islands, sem hann ávarpar þannig: Sommerhnd, du blide, Vaarland under Solen, Sneland under Maanen — Land, du fjerne, hvide . . . Þá ritar Aage Meyer Benedictsen langt mál um ísland og isíenzku þjóðina yfirleitt. Er greinin vin- gjarnleg og sanngjörn í vorn garð og lýsir talsvert góðum skilningi höf- undarins á lífskjörum þjóðarinnar, enda þó.t smávægilegar viliur séu þar á stöku stað. Hann skýrir blátt áfram og hispurslaust frá því hvert niðurdrep það var fyrir ísland er Það komst undir Dani, frá öllu þvi öiikla böli, er leiddi af verzlunar- eiuokuninni og skilningsleysi Dana ^ því hvað íslandi væri fyrir beztu. Og svo segir hann frá því með að- dáun hversu stórkostlegar framfarir ^afi orðið hér síðan verzlunin varð frjáls og þó einkum síðan Island MORGUNBLAÐIÐ fékk stjórnarfarslega réttarbætur. En þetta fái Danir eigi skilið. — Jafnvel í lok 19. aldar kynok- aði hinn danski íslandsráðherra sér lengi við því að undirrita lög, er alþingi hafði samþykt um það, að brúa einhverja stærstu ána á íslandi. Honum fanst það fráleitt og óþarft fyrir hið fátæka land. Og enn þann dag i dag halda margir að ísland njóti fjárhagslegrar hjálpar Dana, já, lifi algerlega á þeiml Eigi það nokkru sinni að verða, að bæði Danmörk og ísland hafi gagn og gleði af sambandinu, þá er það þýðingarmikið að draga upp fyrir Dönum sannari, fjölskrúðugri og fegurri mynd af af íslandi heldur en þá hrímhræðu er nú blasir við þeim. í rúm 500 ár hafa þessi tvö lönd verið eitt ríki og þó er enn eigi til á dönsku glögg lýsing á íslandi, eins og það er nú, og ekkert kunn- ugt kvæði um ísland eftir danskan mann I Það er enn eigi til góð dönsk kenslubók í íslenzku og i engum dönskum skóla er kent hið allra minsta úr sameiginlegri ríkis- sögu vorril — En uú á það að vera hlutverk þessa nýja dansk-islenzka félags að þjóðirnar fái aukna þekkingu hvor á annari, og þessi bók er fyrsta til- raunin í áttina til þess, að fræða Dani um ísland. Og grein Aage Meyer Benedictsens er mjög fróðleg og gæti sjálfsagt komið að miklu gagni, ej Danir vildu lesa hana. En því miður hefir það löngum brunn- ið við, að Danir eru ákaflega ófúsir á að kynnast íslandi. En við bíðum nú átekta og sjáum hverju þetta fé- lag fær áorkað. Síra Arne Möller ritar þessu hæst tvær greinar: »Sang og Sind< og »Kristenliv og Folkelighed*. (Það væri margt öðruvísi en nú er um sambúð Dana og íslendinga, ef margir menn væru slíkir í Dan- mörku sem Arne Möller). Fyrri greinin er um ljóðagerð íslendinga frá dögum Bjarna Thorarensens og alt fram á vora daga. Af yngri skáld- um eru þó eigi aðrir nefndir en Jónas Guðlaugsson. Eru í greininni sýnishorn af íslenzkum ljóðum, nokkur beztu kvæðin sem við eig- um og eru þýðingarnar eftir Olaf Hansen. Sumar þeirra eru gamlar Og áður kunnar mörgum ís- lendingum, en sumar nýjar, eins og t. d. þýðingin á »Ó, guð vors lands*. Er sú þýðing með þeim allra beztu, er eftir þann mann liggja, og eru þó margar góöar. Seiuni greinin er um trúarlíf á Island , hina miklu spámenn sínuar þjóðar, Jón Þorkelsson Vídalín og Hallgrím Pétursson og endar á bisk- upunum Valdimar Briem, Þórhalli Bjarnarsyni og Jóni Helgasyni, og Haraldi Nielssyni prófessor. Lýsir höf. því hvernig nýja guðfræðin hafi rutt sér braut i landinu vegna þess að prestarnir hafi þekt sinn vitjunar- tíma og viljað að trúin yrði eigi á eftir timanum. Og margskonar fróð- leikur er i grein þessari um islenzkt kirkjulif og margt mjög vel athugað hjá höfundinum. Þá ritar Finnur Jónsson um and- legar samgöngur Íslendínga við önn- ur lönd. Er efninp um of þjappað saman til þess að það geti orðið þeim mönnum að notum, er ekkert þekkja áður til íslendinga, eða þá mjóq lítið. En þeim er bókin ætluð. Að lokum er æfintýr eftir Jó- hann Sigurjónssor. »Tvær systur« — Danmörk og Fjalladrotningin, sem seiðir hug hans til sín, burt frá skógarlundum, heim til æskustöðv- anna. — Bókin er vönduð að frágangi. Kristin Jónsdóttir listmálari hefir gert mynd framan á kápuna. Ó. t Kristján Agúst Jónsson Fæddur 22. ágúst 1898. OrukknaOi á Beautiful Star (i VeturnáttaslyBunum 1917). KveBja frá foreldrum. Þá horfi eg á haíflötinn gljáa, hjartað gegnsmýgur ör, undir þeim brimfeldi bláa er beittur geymdur hjör, hann sárustu sifja skar böndin þá. Sólskinið barst mér fjær, úr djúpi reis dýrðarheims ströndin, oss drottinn er alt af nær. Sáran þó sorgin mig skeii, eins systkin og föðursins þrótt, eins er sem eyrum að beri orð sem að stytta oss nótt, bak við þau grátský sem grúfa. Guðs náð er söm og jöfn og tillitið lausnarans ljúfa leiðir f trygga höfn. Við syrgjum þig sonur minn kæri og svölun oss tárin Ijá heilsýni hjörtonum færir og harminum ýtir frá. Trúar i sjónauka sjáum þá sælu sem veitt er þér þar aftur þig finna fáum unz ferðinni lokið er. Elskaði gitnsteinninn góði geymist í vorri sál um þig jafnt hátt og í hljóði vort hjartans ræðir mál, aldrei þú gleymst okkur getur, þín glaða og unga lund, um sumar, haust, vor eða vetur, værum oss þokar af blund. Nú sæng þín er sæblómum vafin, þú sefur eins blítt og rótt og hinn sem að heima er grafinn, þá helköldu þóglu nótt. Grafljóð þín sæbylgjur syngja þá svefnhúsin berast nær, stormvindar sterklega hringja, — stálfjaðrir hafmeyjan slær. J. Jl. Hafnarstjórinn. Umsóknarfrestur um þá stöðu var útrunninn 10. þ. m. cg liklegt er, að staðan verði veitt á næsta fundi bæjarstjórnarinnar. Mun eigi vera hægt að segja hver þeirra dugnað- armanna, sem gefa kost á sér í em- bættið, verði fyrir valinu, og eigi hlaupið að því, að gera upp á milli þeirra. Þeir sem sækja eru þessir: Svein- björn Egilson, Þorsteinn Þorsteins- son, Hjilti Jónsson og Þorsteinn Júl. Sveinsson, allir skipstjórar, og Þórarinti Kristjánsson bæjarverkfræð- ingur. Enn fremur er sagt að nokkr- ir fleiri menn sæki um stöðuna, en hvetjir þeir eru höfum vér eigi getað komist fyrir. Hjálendur Dana. Knud Berlín um Island. í Kaupmannahöfn er til félag sem nefnist »Venstres Ungdom*. Það hefir gerst áhugasamt um sambands- mál íslands og Danmerkur. Seint i nóvembermánuði flutti Knud Berlin fyrirlestur fyrir félagið og segir »Vejle Amts Folkeblad« svo frá efni hans: — Þá flutti prófessor dr. jur. Knud Berlin fyrirlestur um ríkis- réttindi íslands og sýndi þar fram á með tilvitnunum í ótal lög, alt frá 1262 og fram til vorra daga, hvernig samband íslands og Dan- merkur virðist nú vera að uppleys- ast. Prófessorinn lagði mikla áherzlu á það, að ef Jón Magnússon ráð- herra Islands, sem nú er í Kaup- mannahöfn, fengi fánamálinu fram- gengt, þá væri í raun og veru slitið öllu sambandi íslands og Danmerk- ur. O hversu íslendingar sjálfir séu nú langt komnir i því að segja skil- ið við Dani, sjáist bezt á því að nú sé þáð kent við Háskóla Islands, að ísland sé þegar nokkurnvegin sjálf- stætt konungsríkil Og sá prófessor, sem kenni þetta. heldur því cinnig fram, að ef konungur vilji gefa sam- þykki sitt til þess að fullkominrt skilnaður verði milli íslands og Dan- merkur, þá komi það dönsku scjórn- inni ekkert við, því að íslendingar halda þvi fram, að grundvallarlögin komi íslandi ekkert við. Þess vegna hafi líka sá furðulegi atburður átt sér stað, að ráðherra íslands hafi mótmælt þvi i ríkisráði að danskur ráðherra leyfði sér að taka til máls í máli er ísland varðaði. Prófessorinn reyndi að sýna fram á það hver afglöp Danir hefðu gert j sambandsmálium. Meðal annars þótti honum það harla öfugt, að það skuli vera íslenzkur ráðherra á íslaodi, en engir danskir embættis- menn. Danir hefðu átt að taka Breta sér til fyrirmyndar — setja land-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.