Morgunblaðið - 13.01.1918, Side 3

Morgunblaðið - 13.01.1918, Side 3
12. jan. 70. tbl. MORGUNBLAÐIÐ hin besta sönnun fyriri því, að Sunllght sápal hefir alla þá kostl til > aö bera, sem henni eru L eignaðsr, og aö hún V svarar til þeirra eptir- vœntinga, sem menn Jarl á íslandi. Fundur í Atlanzhafs- eyjafélaginu danska. Finnur Jónsson gengur af fundi. Hinn 3. desember að kvöldi hélt danska Atlanzhafseyjafélagið aðalfund sinn. Var stjírnin endurkosin, nema í stað Bærentsen, fyrv. amtmanns var kosinn Knud Berlin. Þegar kosningu var lokið beiddt prófessor Finnur Jónsson sér hljóðs og fór hörðum orðum um það að Bærentsen hefði verið boiað burtu ár stjórninni. — Það er ákaflega leiðinlegt, mælti hann enn fremur, að prófessor Berlin skuli vera kjör- rinu í stjórnina. Það er sama sem að félagið stryki ísland út af stefnu- skrá sinni. Eg get eigi lýst því með nógu kröftugum orðum hvað mér gremst þetta. Og að svo mæltu gekk Finnur af fundi. — I fundarlok flutti próf. Knud Ber- lin fyrirlestur um islenzka fánann og skulum vér hér birta útdrátt úr honum, er birtist i »Lolland Falster Folketidende*: Prófessor Berlin hóf mál sitt með því, að enda þótt ríkisráð hefði neitað að verða við kröfu íslenzku stjórn- arinnar um sérstakan islenzkan sigl- ingafána, þá væri þessu máli þó eigi þar með lokið. Hann átaldi það ^versu mjög öll alþýða í Danmörku ^æri dulin þess, hvernig komið væri sambandi íslands og Danmerkur. — *Politikenc hefði að vísu flutt stutta Jregn um það að fánakröfu íslend- lt5ga hefði verið vísað á bug i bráð, en jafn framt hefðu Danir boðist til þess að koma nýju skipulagi á sam- ^andsmálið. Ef fánamálið hefði hik- Jaust verið skorið niður, mundi ráð- erra íslands hafa neyðst til þess að ^eflja af sér, þvi að fánamálið hefði raun og veru verið íslenzkt »Ulti- ^5tum». En nú séu Hkur til þess ráðherrann geti farið heim og friðað landa sina með þvi að likur séu til þess að þeir fái fullkomið sjálfstæði. Það sé þvi enn timi til þess að athuga málið. En hverjar likur eru til þess að hægt sé að kom á nýju skipulagi um sambandið? Það mundi auðvitað hægt að skipa nýja millilandanefnd, en það séu litlar líkur til þess að samkomulag fáist vegna þess að danska stjórnin hafi þegar hlaupið á sig með hinni óheppilegu afgreiðslu fánamálsins. íslendingar halda þvi fram — sagði hann, að það sé íslenzkt sér- mál að ákveða am islenzkan siglinga- fána. Þessu verða Danir að mótmæla. Þá eru og líkur til þess að ísland taki til sinna ráða og fari að dæmi Norðmanna 1915. Og ummæli ís- lenzkra stjórnmálamanna í þá átt, benda til þess að Danir geti eigi verið óhultir. í þessu máli liggur við heiður og virðing Danmerkur. Eg vona að danska þjóðin gefi eigi fánann eftir fyr en reynt hefir verið til þrautar að vernda sambandið. Það er nú á elleftu stundu að reyna þá jarlsstjórn, er hefði átt að koma á á íslandi árið 1903 í stað þess að skipa millilandanefnd. Þessi lausn á málinu er ef til vill eigi óhugsandi ennþá. Og þá yrði að senda danskan prins til íslands. Eftir það yrði afstaða Islands gagn- vart Danmörku hin sama og afstaða Kanada og Astralíu gagnvart Eng- landi. Þetta var kóngshugsun Jóns Sig- urðssonar, En það getur vel verið að íslendingar segi nú: Nei! Þegar við vildum það þá vilduð þið eigi 1 Nú viljum við það eigi! Samt sem áður er það eina Ieiðin til þess að gefa íslandi þá sjálfsstjórn, er það hefir rétt til og getur gert kröfur til. Konungssamband eitt er aðeins grímuklæddur skilnaður. Og um hann má eigi tala fyr en allar aðrar leiðir hafa verið reyndar til þrautar. En hvernig sem fer, þá kemur það eigi til neinna mála að gera breytingar á sambandinu meðan á striðinu stendur. Vér megum heldur eigi loka aug- unum fyrir því, er komið getur fyr- ir. Finnland hefir rifið sig undan yfirráðum Rússa og það getur vel verið að það hallist að Sviþjóð. Það getur vel komið til mála að Norður- lönd gangi í nýtt bandalag og þar verður ísland auðvitað sem fjórða ríkið. Að svo mæltu kom prófessorinn fram með eftirfarandi rökstudda dag- skrá til samþykta á fundinum. — Um leið og aðalfundurinn lætnr í ljós, 1. að ísland geti eigi haft sér- stakan siglingafána, meðan það er nokkur hluti danska ríkisins, eða meðan það er i sambandi við Dan- mörku, en 2. að Danmörk sé fús til þess að taka alt sambandsmálið til yfirvegun- ar, þó þannig 3. að engin breyting verði gerð á þvi skipulagi sem nú ei á samband- inu fyr en að strlðinu loknu, tekur fundurinn fyrir næsta mál á dagskrá. En þá kom stjómin með aðra rökstudda dagskrá og var hún á þessa leið: Um leið og fundurinn lýsir yfir hví að rikissambandið útheimti sam- eiginlegan siglingafána, og að engar breytingar megi á því gera fyr en að stríðinu loknu, tekur hann fyrir næsta mál á dagskrá. Þá tók Knud Berlfn sina rök- studdu dagskrá aftur, en hin var samþykt með 40: x atkv. Það er til marks um það, að all- miklar æsingar séu nú í Danmörku út af sambandsmálinu, að áður en umræður hófust um það á þessum fundi, þótti fundarstjóra ástæða til þess að skora alvarlega á fundarmenn að ræða málið með stillingu og hleypa eigi fundinum upp með skömmum. Það virðistsvo, sem »Atlanzhafseyja- félagið* (Skrælingj afélagið) danska, eigi nú allerfitt uppdráttar. Það hefir sent áskorun um það til þings og stjórnar, að af fé þvi er Danir fengu fyrir Vesturheimseyjar, verði stofnað ur sérstakur sjóður, og af rentunum erði fé laginu veittar 20.000 krónur árlega í fimm ár. Og á aðalfundinum lýsti formaður yfir því að það væri undir því komið að félagið fengi þetta fé, hvort það gæti haldið áfram starfsemi sinni. Þá var stungið upp á þvi, að leita þjóðarsamskota félag- inu til styrktar, en fyrst í stað var þó horfið frá því ráði. Konungastefnan í Kristiania. Konungar Norðurlanda, forsætis- ráðherrar og utanríkisráðherrar, áttu fund með sér i Kristiania dagana 28—30. nóvember. Kom þá Svía- konungur i fyrsta skifti til Noregs eftir skilnaðinn 1905. Hákon Noregs- konungur setti fyrsta fundinn og mintist þá á þetta með svofeldum orðum: Eg vil þegar grípa tækifær- ið til þess að votta Sviakonungi þakklæti Norðmanna fyrir það, að hann átti frumkvæði að konunga- stefnunni í Málmhaugum og létti þannið stórkostlega undir samvinnu Norðurlanda í striðinu. Auk þess vil eg láta í ljós ánægju Norðmanna út af þvl að yðar hátign er nú hingað komin til Kristiania, til þess að gefa óræka sönnun fyrir þvi, að það sem hefir á milli borið áður, varpar eigi lengur neinum skugga á samheldni Norðurlanda. — A ráðstefnunni urðu allir sammála um eftirfarandi atriti: Stjórnir hinna þriggja landa eru sammála um það, að hversu lengi 3 sem heimsstyrjðldin kann að standa og hvernig sem alt fer, þá skuli vin- átta þeirra og fóstbræðralag aldrei fara út um þúfur. Samkvæmt þeim yfirlýsingum, sem áður hafa verið út gefnar, er það ófrávíkjanlegt áform hinna þriggja stjórna að gæta hlutleysis til hins ítrasta gagnvart öllum hernaðarþjóð- um. Þar sem því hefir verið haldið fram af mörgum að Norðurlönd gætu orðið hvort öðru til mikillar hjálpar á þessum vandatímum, með því að skiftast á vörum, varð það að samkomulagi að kjósa sérstaka (ulltrúa á ráðstefnu til þess að koma fram með tillögur um vöruskifti. Þá Var og ennfremur rætt um tilhliðrun í lagaákvæðum allra landa, þeim er snerta útlendinga, þannig að borgarar allra landa séu nær jafn réttháir í hverju landinu sem er. Þá varð það að samkomulagi að vinna að undirbúningi þess að gæta sameiginlegra hagsmuna hlutleysingja, bæði meðan á stríðinu stendur og eins við friðarsamningana. Nútíðar- Og framtíðar-málefni. Eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti. Aths. Samkvæmt áskorun nokkurra máls- metandi borgara hér 1 Vestmanna- eyjum leyfi eg mér að biðja yður, herra ritstjóri, að að prenta eftirfar- andi greinarkorn 1 yðar heiðraða blaði. Eins og fyrirsögnin ber með sér, er þetta viðauki við ritgerð, sem vikublaðið Skeggi, sem gefið er út hér i Eyjum, hefir flutt í tveim sið- ustu blöðunum og var svo til ætlast að þessi viðbætir birtist þar einnig, en þegar til kom, reyndust vera ein- hverjir annmarkar á þvi, og er því Morgunblaðið, sem margir kaupa hér og lesa, beðið að flytja greinina. Efnið er að vísu aðallega um mál- efni er snerta eyjarnar sérstaklega, en J ó hefir það almenna pýðinqu, og þvi ekki úr vegi að það komi fyrir al menningssj ónir. Sivurður Siqurðsson, frá Arnarholti. I. Viðbætir. 1. Pósthúsið. Það var lauslega vik- ið að því i siðasta blaði, að brýna nauðsyn bæri til að laga hið núver- andi fyrirkomulag, að því er snertir pósthúsið, t. d. um póstávísamr. Póstafgreiðslumaðurinn lét það i ljós, eftir útkomu blaðsins, að sum- ir kynnu að skilaj þessi ummæli á þá leið, að það væri kannske ekki fyggilegt, að senda póstivísanir héð- an. — Það er að visu harla ótrúlegt, að hér sé nokkur svo fávis, að skilja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.