Morgunblaðið - 30.01.1918, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.01.1918, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ en háir menn alls ekki, voru leikend- urnir að báa sig undir æfinguna. Síðan Iðno komst undir, þak hefir ekki einn sólargeisli skinið inn 1 þessar kompur, því herbergin eru bæði gluggalaus. Birtu og góðu lofti er þar vandlega neitað inngöngu. Þar hafa hinir áhugasömu menn, sem hér hafa reynt að halda uppi leik- listinni, hafst við í kvöld eftir kvöld i mörg ár. Og þegar þeir hafa sloppið ár klefunum, þá hefir það verið til þess að ganga fram á leik- svið fram íyrir ánorfendasal, sem eru svo léleg, að hvergi á bygðu bóli mun finnast annað eins. Hingað er eg kominn til þess að ná tali af frægustu leikkonu íslands, frú Ste- faníu Guðmundsdóttur, þeirri konu, sem komið hefir hjörtum manna svo þúsundum skiftir til þess að slá óðara, hefir lyft hugum þeirra upp úr hversdagsmókinu og vakið þá til umhugsunar um það, sem fagurt er í lífinu, konunni, sem í 25 ár samfleytt hefir látið sitt skæra leik- listarljós skína yfir þenna bæ, lengst af i þeim húsakynnum, sem eg áð- an lýsti. — Hvað var fyrsta hlutverkið yð- ar? spurði eg frúna. Og nú byrjar frú Stefania Guðmundsdóttir að tala. Látlaust og blátt áfram segir hún frá leikstarfi sínu í þau 25 ár, sem liðin eru í kvöld frá því hún fyrst sté fram á leiksviðið í G.-T.-húsinu. — Hún hleypur yfir mestu örðugleik- ana, hún man fremur björtu hliðina, segir frúin. — Eg byrjaði að leika þegar eg var 16 ára, 30. jan. 1893 og aíðan hefi eg alls leikið 77 hlutverk. Hafði þá að eins séð leikið: •Hrekkjapör Scapins* — í pakkhúsi á Seyðisfirði, »Víkingana á Háloga- landi« hér í Reykjavík og smáleiki í Mentaskólanum. Lék fyrBt Hortenza í smáleik sem »Betzy« hét og sama kvöld Krístínu í »A þriðja 8al«. Var leikið í G. T.- húsinu. Betri sæti seld á 65 aura og helmingur allra tekna gekk til G. T.-hússins. — Sama vetur leikið •Frúin sefur«. Lék þar aðalhlut- verkið. þeir, sem leika enn af þeim sem léku með mér þá eru: Stefán Run- ólfsson, sem aðallega stóð fyrir leik- unum og Friðfinnur Guðjónsson. Stefán hafði eitthvað fengist við leika áður og Friðfinnur leikið smá hlutverk á Akureyri, en lék hér í fyrsta sinn sama kvöld og eg. Ólafur Rósenkranz var leiðbeinari 0 EE3 0 1 Góð íiáttföt (payamas) Fallegii* linir flibbar mikið úrval hjá 1 0 i \fánatcU\ =iwmninwm\= EllQ DBEl svört og KjáSafm, nýkomið. og á eg honum míkið að þakka og ekki sízt fyrir hve mikla áherzlu hann lagði á að talað væri skírt. Leiktjöld voru ein stofa og bún- ingar fengnir að láni, þar sem bezt gekk og fóru þeir sumir miðlungi vel. Á næstu árum lék eg ýms hlut- verk. Meðal þeirra »Valbæjargæsina«, »Trínu í stofufangelsi«, sem eg mun hafa leikið yfir 60 sinnum, í síðasta sinni á Akureyri, sama dag og eg frétti lát Kristjáns f>orgrímssonar, ogvarðmér þá að orði: »Nú, eg leik þá Trínu í síðasta sinni í kvöld.« Miunisstæðast er mér þegar eg lék •Hjartslátt Emilíui í fyrsta sinu. Akveðið var að leika hann eftir viku. Vegna notkunar hússins, var að eins unt að æfa 1 dag á leiksviðinu. f>egar að því kom, var eg ein á leik- sviðinu, því það er eintal, og allir leikendurnir stóðu fyrir neðan og horfðn á mig og toguðu með augun- um hverja sstningu út úr mér. Eg hafði verið, var, og er enn, að nokkru leyti svo feimin, að mór hefir verið lítt mögulegt að leika á æf- ingum og í þetta sinn var mér það með öllu ómögulegt. Og í stað þess að æfa leikinn hvað eftir annað þetta kvöld, komst eg einu sinni í gegn um hann — tók svo steinþegjandi sjalið mitt, fór heim, háttaði og breiddi upp yfir höfuð og fanst þá að öll þessi augu veita mér eftir- för. Næsta dag lók eg »Hjartsláttinn« fyrir troðfullu húsi með sönnum hjartslætti, en óvíst tel eg að eg hafi leikið hann öðru sinni betur. — En þetta vildi eg ekki láta segja mér að gera nú. Annars hefir það verið undantekn ingarlaust, að eg hefi liðið af feimni og kviða fyrir hverju hlutverki þangað til eg er komin inn og búin að segja fyrstu setninguna, þá hefi eg í flestum tilfellum ekki vitað af neinum óviðkomandi í kringum mig. Fyrsta alvarlega hlutverkið var Magda 1902. f>að var Bjarni Jóns- son frá Vogi, sem fékk mig til að byrja á því vanda verki. Mér hefir oft dottið í hug: En að mað- urinn skyldi þora þetta, þvi sjálf hafði eg enga vissu fyrir að geta það, en Bjarni sagði: »Eg er viss um það«. Hvort það hafi verið rétt ber mér ekki að dæma um. En eg er Bjarna innilega þakklát fyrir Mögdu og með tilliti til þessa hefi eg valið að leika Mögdu þenna d&g. Önnur stærri hlutverk sem eg hefi leikið: Jóhanna f >Æfintýri á gönguför*, Emma í »Drengurinn minn«, Nóra í »EsmeraIda«, Ida í »Ungu hjónin«, frú Tjælde í »Gjaldþrotið«, Nóra í »Brúðuheimilið«, Gervaise í »Gildran«, Margariete Gautier í >Kamelfu-frúin«, Áslaug í »Nýársnóttin«, frú Stack- mann f »f>jóðníðingurinu«, Asta f Dal í »Skuggasveinn«, Ljót f »Bóudinn á Hrauni«, Toiuette í »ímyndunar- veikin«, Ulrikka í »Kinnarhvolssyst- ur«, Elisabet Munk f »Alfhól«, Clara Volkhardt í »Um háttatíma«, Guðný í »Lénharði fógeti«, Steinunn f »Galdra Loftur«, Guðrún í »Syndir annara«, frú Tompkins í »Ókunni maðurinn«, Hekla í »Konungsglíman«. — Eg hefi marga ánægjustundina veitt, marga þreytustund bakað — þó, eins og skáldið segir: »Minna ramt en meiri gleðí«. — »Minna ramt en meiri gleðil* Gleðistundirnar, sem hún hefir veitt Rvíkingum í þessi 25 ár, eru margar. Þeirra munu allir leiklistarvinir minn- ast með þakklátsemi og djúpri lotn- ingu í dag, þegar frú Stefanía stlgur fram á leiksviðið í Iðno sem Magda í »Heimilinu«. Hennar mun verða minst af miklu fleirum en þeim, sem þess eiga kost, að horfa á hana 1 kvöld og hlusta á hinn fagra, mjúka málróm hennar. Og þegar eg hefi kvatt frú Stef- anlu og staulast niður trcppurnar í Iðnó, þá get eg ekki losað þá hugs- un úr huga mér, hvilik skömm það er þessum bæ, að hafa ekki sæmi- legt leikhús að bjóða þessari ágætu leikkonu á 25 ára leikaraafmæli hennar. Veðrið í gær. 3 stiga frost kl. 6 að morgni og sama frost á hád. Harða vetnrinn sama dag: 16 stiga næturfrost, 13 stiga frost á hádegi, Norðan-rok fyrir utan. Jarðarför Guðm. Olsen fer fram í dag. Islands Falk fer frá Færeyjum f dag. Utn 100 manns taka þátt f sam- sætinu, sem haldið verður f kvöld til hetðurs frú Stefaníu Guðmundsdóttur. 1.5» 260 þúsnndirnar. |>að mun nú vera nokkurnveginn víst, að engin hæfa er í þeim fregnum um ósigur Breta hjá Cambrai, sem hafðar eru eftir loftskeytastöðinni, Óhugsandi annað en að þær fregnir hefðu o g borist hingað með símauum. Nýi listinn. Ranqhcrmi er það, sem Morgun- blaðið gefir i skyn í gær, að »al- þýðuflokksforsprakkarnir« séu eitt- hvað riðnir við C-listann, sem blað- ið kallar sprengilista, með því að enginn að fulltrúum alþýðufélagannna né nokkur úr stjórn Alþýðuflokks- ins hefir hreyft hönd eða fót til að koma þessum lista af stað. Allar hugleiðingar Morgunblaðsins út af þessu um lúalega bardaga-aðferð og atkvæðastuld, eru því algerlega í lausu lofti bygðar, að því er Alþýðu- flokkinn snertir. Þessa leiðiéttingu vildi eg biðja yður, hr. ritstjóri, að birta í blaði yðar á morgun. Reykjavík 29. jan. 1918. Jón Baldvinsson, form. Alþýðuflokksins. Oss er ánægja að birta yfirlýs- ingu þessa, en eigi getum vér breytt skoðun vorri á sprengingarlistar.um — hann hefÖi aldrei átt að koma fram. — Hann mun annars vera að detta úr sögunni. Jóhs. Nordal ishúss- stjóri hefir sknfað kjörstjórninni og beðist þess, að nafn hans yrði strik- að út af listanum. Hann er 68 ára gamall cg því eigi skyldugur að taka sæti i bæjarstjórn. Gunnl. Péturs- son hefir ritað bréf til kjósenda og biður þá uin að kjósa sig ekki í bæjarstjórn. Hann er einnig yfir sextugt. Þeir verða þá líklega fáir, sem gefa þeim lista atkvæði sitt, þvi það má búast við því, að það séu fleiri á C-listanum sem eru komnir þar nauðugir. ESC 01 HSSterkir | 0 1 Regn og Vetrar nýkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.