Morgunblaðið - 10.02.1918, Síða 2

Morgunblaðið - 10.02.1918, Síða 2
2 MORGUNBLAÐTÐ Hugheilustu hjartans þakkir flytjum við hér með meðlimum Iðnaðar- mannafélags Reykjavíkur og öllum öðrum, er heiðrað hafa minningu okkar ástkæra eiginmanns og föður, Bergs Þorleifssonar, og á svo inni- legan og margvíslegan hátt hafa tekið þátt í kjörum okkar, við fráfall hans og jarðarför. Hólmfríður Arnadóttir. Guðiún Bergsdóttir. Hjartanlega þökk fyrir auðsýnda hluttekningu við jarðarför konu minnar, Svanlaugar Benediktsdóttur, fyrir hönd mina og barna minna. Guðm. Sigurðsson. 1 skrifstofuherbergi á 2. lofti í húsi Nathan & Olsen til leigu nú pegar. og vanir á þilskipum, geta íengið atvinnu á kútter Fugloy írá Klaksvig í Færeyjum, sem væntanlega leggur at stað áleiðis hingað þriðjudaginn 17. þ. m- Helgí Zoega. fram á, að kafbátahernaðurinn bæri tilætlaðan árangur. Um- mæli þýzku blaðanna um þetta atriði benda til þess, að augu manna séu að opnast fyrir þessu. í öllu, sem um þetta er ritað í Þýzkalandi, er reynt að ganga fram hjá því, sem áður var spáð um árangur kafbátahernaðarins. »Tuscania«, skip Ancor-línunn- ar, sem flutti herlið frá Ameríku, var skotið tundurskeyti 5. febr. í nánd við írlandsstrendur. Af 2397 mönnum, sem alls voru um borð, var öllum bjargað nema 205 mönnum. Ameríkumenn lofa mjög björgunarstarf brezku tund- urspillanna. Fyrirliði tundurspiíl- anna er sannfærður um það, að kafbátnum, sem sökti »Tuscania«, var einnig sökt. Þýzkur herréttur hefir dæmt brezku flugmennina og fyrirlið- ana Scholtz og Wookey i 10 ára betrunarhússvinnu fyrir að hafa varpað niður að baki víglínu Þjóðverja prentuðum skýrslum og ræðum bandamanna. Fyrir dómi þessum eru engin alheimslög og þess vegna hefir utanríkisráðu- neytið, fyrir milligöngu hollenzku stjórnarinnar, tilkynt Þjóðverjum að þeim mundi verða goldið í sömu mynt, ef fyrirliðunum yrði ekki þegar slept lausum. Brezka stjórnin hefir í hyggju að gjalda Þjóðverjum í líkri mynt það, að þeir halda brezkum fyrirliðum sem föngum í þeim byggingum, sem sjerstaklega eru markmið flugárásanna. Frá Petrograd er símað 6. febr. að rússnesku fulltrúarnir í Brest- Litovsk hafi símað til aðalstöðva Bolshevika, að þegar samningar aftur byrjuðu, ætluðu Austurríkis- menn og Þjóðverjar að krefjast þess, að sjerfriðarsamningar yrðu undirskrifaðir. Rússar neituðu þessu einum rómi. Það er sagt, að ef samningatilraunirnar færust fyrir, þá mundi það þýða það, að ekkert yrði úr samningum við Ukrainestjórnina, sem mjög þótti æskilegt, og þess vegna þorðu Þjóðverjar og Austurríkismenn ekki annað en að halda áfram samningum þrátt fyrir þessa mót- báru. Símskeyti frá Hollandi herma það, að brezk flotadeild hafi skot- ið á herskipakvíarnar og herskál- ann í Ostende og hafi tjóu þar orðið mikið. London, ódagsett. Herdeildir óvinaliðs haldaáfram að streyma til vesturvígstöðvanna frá Rússlandi, jafnört og áður, en þó hafa óvinirnir þar enn eigi meiri mannafla heldur en banda- menn. Að þeir draga svo mikið lið saman á þessum stöðvum bendir til þess, að þeir álíti þar reglulega hættu á ferðum, sem verði að afstýra. Samt sem áður eru þeir nú eigi óhræddir um sig fyrir Rússum. Þeir höfðu búist við því að geta samið sér- frið, sem sigurvegarar, en höfðu eigi búist við því, að Bolzevikk- ar mundu rísa öndverðir gegn því að farið yrði með sig sem sigraða. Þessa vikuna hefir eigi annað verið að frétta en um útrásir, flugferðir og stórskotahríð. Þjóð- verjar gerðu 25 útrásir. I hin- um smærri útrásunum tókst þeim að handtaka fáeina menn, en í hinum stærri voru þeir brotnir á bak aftur. Bretar og Frakkar gerðu færri útrásir, en höfðu sig- ur í fleirum en Þjóðverjar. I einni útrásinni voru handteknir 29 menn. — Starf flugmanna Breta og Frakka hefir verið stórkostlegt. Gerðu þeir nær daglega árásir á verksmiðjur og samgöngutæki óvinanna, og í loftorustum skutu þeir margar flugvélar niður. — Bretar ónýttu 26 flugvélar og hröktu aðrar 25 til jarðar á vest- urvígstöðvunum. En Frakkar réðu niðurlögum 20 flugvéla, þar af voru 17 ónýttar og 3 hraktar til jarðar. Á vígstöðvum ítala var 41 óvinafiugvél skotin niður. Alt flugvélatjón óvinanna er mjög mikið. Og það væri stórhættu- legt fyrir þá, ef þeir yrðu alger- lega undir í loftinu. Þjóðverjar reyna að slá ryki í augu heimsins með því að breiða það út, að Bretar liggi á liði sínn og að fult sé af hermönnum í Englandi til landvarna. Á með- al hersveitanna í Englandi eru 500.000 menn, sem eru að æfa, en verða bráðum sendir á stað. Þótt taldir væru með allir ör- kumlamenn og menn, sem vinna að nauðsynlegum störfum heima, og enn fremur menn þeir, sem þarf til þess að auka með herinn, þá væri þessi áburður Þjóðverja eigi á rökum bygður. Þjóðverj- ar þykjast sanna ummæli sín með því að fullyrða, að tvær eða fleiri miljónir hermanna sjeu í Englandi, en sannleikurinn er sá, að slíkur hermannafjöldi er þar hvergi. Hafíiarstræti. iolskin & Naokin. Morgunkjólatau, Flónel & Léreít, Prjónavörnr, Ullarteppi -- Rúmteppl, Piöscb Borðdúkar ítalir fylgdu fram sigri þeim, er þeir unnu á Asiago í síðustu viku með frekari smá-framsókn norðaustur af Col del Rasso og styrktu með því stöðvar sínar. Óvinirnir gerðu nokkrar árang- urslausar tilraunir með nýrri gagnáhlaupa-aðferð hjá botni Melago-dalsins og ætluðu sjer að reyna að komast á hlið við Val- bella-stöðvarnar og ná þeim aft- ur. ítalir létu stórskotahríð dynja á hersveitum þeim, er sendar voru fram til áhlaups og brytj- uðu þær niður áður en þeim tókst að ná takmarki sínu. í Lagarina- dalnum og norður af Pasubio reyndu óvinirnir hvað eftir ann- að á styrkJeik ítala. Stöðvar þessar eru ramlega vígvarðar og nokkuð frá sléttunni, hjá vegin- um milli Verona og Vicenza, sem eru þýðingarmiklar borgir skamt að baki Piave-vígstöðvanna. Nokkuð meiri hreyfing er á vígstöðvunum hjá Saloniki, en þó hefir ekkert merkilegt komið þar fyrir. Grikkir hafa aftur flogið yfir Miletkovo-járnbrautarstöð í Vardar-dalnum. Eru þar lagðar ljettar járnbrautir til aðdrátta fyrir Doiran-stöðvarnar. Þar vörpuðu flugmennirnir niður sprengikúlum 0g varð mikill ár- angur af því. Árangurinn af árásinni á herdeildar-forðabúr Búlgara í Livunovo, má sjá á herteknum mönnum. Segja þeir að hinn illi klæðnaður sinn sé því að kenna, hverjar skemdir urðu á þessu forðabúri. Á öðrum vígstöðvum urðu efi&' ar merkilegar hernaðarfran1' kvæmdir, nema framsóknin norð' an við Jerúsalem í áttina til veg' arins, 3em liggur austur ^ Shechem-vegi tilHedjaz-járnbraut' arinnar, og svo i Austur-Afri^11* Óvinirnir voru þar hraktir í att' ina til Mtarica og Pamuni-fja . tóku hersveitir frá Para-Aruolia og náðu þar 50 smálestuiu a matvælum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.