Morgunblaðið - 10.02.1918, Síða 3
io. febr. 98. tbl.
MORGUNBLAÐIÐ
5
10,000.000 ,
stangtr af Sunlight
sápu eru seldar i
hverrl viku, og er þa5
hin besta sönnun fyrir
því, að Sunlight sápa
hefir alla þá kosti til
að bera, sem henni eru
eignaðir, og að hún
svarar til þeirra eptir-
' væntlnga, sem menn
hafa gjört sjer um
ágætihennar
1585 j
Smáaíriði
úr sögu smæSiogjanna.
Það var frost og fjiik, auðn og
kuldi vetrarins blasti allsstaðar við,
og. eg var i þungu skapi. »Nii á
víst margur erfitt«, hugsaði eg með
mér, og á svipstundu þóttist eg sjá
ýmsa af þeim, sem eg vissi að harð-
indin léku harðast. Fátæku mæ?-
urnar með klæðlitlu börnin sín I —
»Ætli nokkur sinni um að klæða
þau«. Mér virtist þögnin fullkomn-
asta svarið við spurningunni.
En þá var barið að dyrum. Komu-
maður leggur bréf í lófa minn. í
bréfinu er 50 króna seðill. »Það á
að vera handa einhverju klæðlitla
barninu, sem þér mintust á í Morg-
unblaðinu nýskeð«, segir maðurinn.
Eg þakka gjöfina. Fyrst og fremst
vegna þeirra sem gjöfina þiggja eiga,
þar næst sjálfrar mín vegna og síð-
ast en eigi sizt af þvi að eg minn-
ist þess nú glögt hve ríkur hann er,
sem »gleymir ei aumingjans kveini«.
Maðurinn vildi ekki láta nafns sins
getið, og eg gjöri það því ekki. Guð
þekkir hann og hann lætur hann
ekki fara varhluta af gleðinni, sem
fylgir þvi að gleðja smælingjann, —
minsta bróðurinn eða minstu syst-
urina.
Kona ein kemur að máli við mig
litlu síðar. Flún þekkir gamalmenni,
klæðlaust og fátækt. »Væri ekki
hægt að hjálpa honum eitthvað*, spyr
húu. Og svo hlýði eg á eina sög-
una enn um örbirgð og eifiðleika,
■— gömlu söguna, sem margir kann-
ast við, en of margir gleyma á meðan
alt leikur í lyndi. — Hjólið snýsr
og snýr að oss ýmist sorginni eða
gleðinni.
»Hann kemstekki úi rúminu orðið
fyrir fataleysi*, segir konan. »Hon-
°tn svíður að láta sjá sig tötralegan,
einu sinni átti hann betri daga« —
eg horfi um öxl og í anda sé eg
liðnu æfina hans, bjarta æsku og álit-
leg
unglingsár — pá óraði engan
nekt ellinnar.
Eg lofaði konunni að hugsa til
Satnla mannsins- Guð þekkir þarf-
Frá Langbarðalandi.
Eftir orusturnar fara bifreiðar um yígvellina og safna saman særðum mönnum. Og nokkru seinna koma
verkamenn sem draga saman hina dauðu. Hjá valköstunum staðnæmist læknir og les upp, en tveir liðsforingjar
rita: Hermaður nr. þetta og þetta úr þessu tvífy ki þessarar herdeildar. Banamein: tættur sundur af sprengi-
kúlu. Eftirlátnir munir: úr, myndir af konu og börnum og bréfaböggull. — Þegar þessu er lokið, er líkið tekið
og látið i hina stóru, sameiginlegu gröf. Og þá er ótti og angist margra fjölskylda á enda. Ekkjunum hefir
fjölgað f landinu. En herstjórnin tilkynnir: Manntjón vort var ekkert í samanburði við manntjón óvinanna.
irnar hans, hugsaði eg með mér og
sú hugsun var eins og sólargeisli í
myrkri. Konan fór, eg horfði á eftir
henni unz hún hvarf. Etfitt að geta
ekkert hjálpaðl Sárt að vita af öld-
ungnum f skorti og neyð!
Stundu siðar sama dag færir mað-
ur mér stóran stranga af góða fata-
efni. »Handa klæðlitlum fátækling-
um«, stóð á s,’ð!i, sem fylgdi gjöf-
inni, ásamt nöfnum þeirra manna,
sem hún var frá. Eg nafngreini þá
ekki heldur, en leyfi mér að færa
þeim ástarþakkir þeirra, sem nutu
hinnar rausnarlegu gjafar þeirra, —
hún varð drjúgur ábætir á jólagleði
litlu systkinanna á fátækum heimilum
hé.i i bænum. Eg þarf tæpast að
taka það fram að gamli maðurinn
fékk fötin, þótt þau væru úr öðru
efni en þvi sem klæðisstranginn hafði
inni að halda. Ungur maður hér í
bænum sendi honum góð föt, og
sjálfsagt hefði gefandanum verið á-
nægja að því að sjá gleðisvipinn á
gamla manninum, þegar hann var
kominn i nýju fötin.
Hún býr við þröng kjör. Skortur
er daglegt hlutskifti hennar. Sárast
af öllu er henni þó að sjá nekt
barnanna sinna og geta ekki úr bætt.
Hún hlýðir kvíðafull á stunur storms-
ins, sem lætur hátt i vetrarmyrkrinu.
»Mamma, fæ eg ekki nýjan kjól
bráðum f Gamli kjójlinn minn er
orðinn svo ónýtur«.
»Mamma, mig vantar yfirhöfn,
mér er altai svo kalt ef eg fer út«.
»Mamma, nú eru skórnir^minir
orðnir alveg ónýtir*.
»Mamma, eg þarf að fá vetlinga«.
Þau sögðu langtum fleira en
þetta, en móðirin hafði sama svarið
við þau öll: Hún hafði ekki efni
á að kaupa handa þeim neitt af þessu.
Daglaumn mannsins hennar hrukku
tæplega fyrir daglegum nauðsynjum,
fatnaðurinn varð að sitja á hakanum.
Og hún sá engin ráð til þess að
bæta úr nekt þeirra. Hún bætti og
stagaði fötin þeirra eins vel og hún
frekast gat, vakti við það þegar
börnin sváfu, og þreyttri og þjak-
aðri lá henni við að leggja árar í
bát og gefast npp í baráttunni.
Það er barið að dyrum. Hver
leitar að hreysum hennar. Ung
stúlka vel búin réttir henni stóran
böggul. »Það er handa börnunum
yðar«, segir hún.
Börnin gerast forvitin þegar þau
sjá móður sína koma inn með stór-
an böggul í fanginu, og þau þyrpast
utan um hana þegar hún tekur um-
búðirnar utan af bögglinum.
»Nei, mamma, sko kjólinn! og
svuntur og nærföt og sokkar og
yfirhöfn, nei mamma, hún er mátu-
leg handa mér! sjáðu, sjáðu!«. Aug-
un ljóma af gleði og litlu hendurnar
eru á lofti iðandi af fjöri og til-
hlökkun. Það er erfitt að lýsa fögn-
uði barnanna, sem þannig fá bættar
brýnustu þarfir sínar á óvæntan hátt.
En tárin lauga brár móðurinnar.
Það eru gleðitár, þvíað hún finnur það
nú að hún er ekki qleyrnd. Fatnað-
urinn og brosleitu barns-andlitin bera
vott um það. Sú hugsun vermir
hjarta jjhennar og veitir henni þrólt
til þess að ganga enn á ný á hólm
við erfiðu lífskjörin. Hún er ekki
qleytnd. Vinarhendur eru að henni
réttar, til þess að létta á byrðinni
með henni. Hún á rúm í hlýjum,
kærleiksríkum . vinahjörtum. Hún
hefði fegin viljað þakka þeim sem
gerðu henni gott, en húa þekkir þá
ekki, og veit ekki hverjir þeir eru,
en hitt veit hún, fátæka konan, að
það er guð sjálíur, sem þannig vekur
góða menn henni til hjálpar, þegar
neyðin þrýstir að sem fastast. Og
blessunaróskir hennar stíga í hæð-
irnar, og verða að heitri bæn, fyrir
ölium þeim, sem láta af hendi rakna
fátækum til hjálpar.
Og eg er viss um að blessunar-
óskir fátæku mæðranna hérna í bæn-
um fylkja fögru liði umhverfis alla
þá, sem auðsýna hlýleika hjálpsem-
innar, þeim er bágt eiga.
Guðrún Lárusdóttir.
Kuldar.
Þa5 hefir v/ðar verið kalt síðan um.
nýár heldur en hér. í Svíþjóð hafa
verið frosthríðar og hafís frosið um öll
Norðurlönd. í Ameríku hafa líka ver-
ið miklir kuldar og Huðsonsflóinn var
fullur af /s um nýár. í New York
náði frostið 46 stigum á Fakrenheit
(um 43 stig á Celsius), á nýársnótt.
Er það hið mesta frost þar, sem mena
muna eftir. Fraus þá vatnsleiðsla
borgarinnar svo að víða var vatns-
laust borginni.