Morgunblaðið - 17.02.1918, Síða 3

Morgunblaðið - 17.02.1918, Síða 3
17- febr. 105. tbl. MORGUNBLAÐIÐ 3 áð eneim hefði verið'ffullur i, og var það lýei. Fyrir ofan Hafravatn er Þormóðsdalur. Þar er útibii og ráðsmaður er Bjarni heitir; hann er fóthvatur, og fjármaður betri en nú gerist. Hann er skáldmæltur og snarmenni. Þormóðsdalur er kóngs- jörð, þar eru gullnámur mestar fyrir norðan miðjarðarbaug, mest lýsigull; þaj má ei gullsamning skrifa óvit- lausan sakir ofbirtu, því þeir skulu gerast á vettvang réttum. Nú förum við yfir upptök Lamb- hagaár og komum að Miðdal. Þar er tvibýli. Annar heitir Einar; hann er fprúðmenni og æðrulaus. Hinn heitir Gísli; hann hýsir fleiri menn fyrir ekki neitt en nú gerist. Það er gagnsöm jörð en selst ekki. Þar í suður er Selvatn, er það svo djúpt að menn hyggja botnlaust vera. Þar bygði Miiller hús og lagði þangað veg 12 þumlunga breiðan ; fekk þó eigi landssjóðsstyrk. Fyrir ofan Selvatnið eru Arna- króksréttir hinar fornu, sjást þar nú rústir einar eins og af Trójuborg. Þar voru allir fullir og þótti ekki saka. Þar er Moshóll. Hann byggja álfar. Land það er vér höfum farið um nú um hríð, er mest grýtt holt og mýrasund í millum, og víða sauð- lönd góð. Næsti bær fyrir norðan Arnakrók er Elliðakot; þar er útibú og ráðsmaður. Hann heitir Magnús; hann etur ekki sykur. Elliðakot er landnámsjörð og liggja á nmmæli góð ef vitur býr, annars eigi. Þar er Dyngjan og dys forn. Þar eru grafnir peningar. Nú komum við að upptökum Elliðaánna, þar eru gljúfur þröng og há; þar steypist niður vatn mikið í i leysingum með glaumi og gný svo jörð skelfur. Þar hjá stendur Lög- berg hið nýja, þar býr Guðmundur, honum verður eigi féfátt þótt dýr- tíð sé. Þar er agasamt af vatnsflóð- um og öðrum yfirgangi, þar er að- krept og þröngsýni, svo nær rekst nef í berg hvort sem snúið er, Þar er öllum gisting heimil og annar greiði. Þá höfum við farið yfir Mosfells- sveit, hið nyðra og efra, og erum komnir inn í Seltjarnarneshrepp. Munum við koma þar á bæ hvern, alt að Fossvogi og að lokum inn í Mosfellssveit aftur. Fyrir neðan Lögberg hið nýja er Geitháls. Þar býr Guðmundur, hann er skýr maður og fylginn sér; þaðan er vegur í allar áttir* Næst að vest- an er Hólmur; þar býr Eggert; hann er forn í skapi og nærgætinn um margt; þar eru ár illar og torfærur. Þar er Þorsteinshellir; var hann fjár- ból til forna; nú aflagður sakir reim- leika. Þar er Gvendar-brunnur; í hon- um er vatn vígt og má eigi frjósa ef létttrúaðir með fara. Þar ©r skógur og þar fellur aldrei rjúpa; þar eru Rauðhólar þeir eru fimmtíu; þeir eru rauðir sem eldur brennandi. — Fyrir norðan Rauðhóla er á sú er Bugða heitir, þar deildu þeir um veiði sem engin var, Einar Ben og Björn i Gröf. Að sunnan er Ell- iðavatn, þar er útibú og ráðsmaður, hann heitir Hallur, honum er alt velgefið, það er að sauðfé lýtur; hann þolir betur kulda en aðrir menn og er árrisull. Sú jörð er góð og al- drei of dýr; þar er engi svo vítt að hvergi má yfir sjá, þar er skóglendi alt i bruna suður, þar er klettur svo hár að hverfur í blámóðu himin- hvolfsins, hann heitir Strípur. Lengra til vesturs er Vatsendi. Þar er útibú og ráðsmaður; hann heitir Jón; hann hefir séð allar þjóðir þessa heims og talað við Wilson þann er nú gerir seið að Vilhjálmi. Fyrir vestan Vatnsenda er hæð ein !mikil, hún heitir Hvarf; þar er víðsýni svo mik- ið að því má eigi með orðum lýsa né á stikur mæla þar fyrir vestan er Breiðholt; þar býr Guðni; hann er búsýslumaður mikill og gestrisinn; hann á margt gangandi fé. Til suð- vesturs er Hvammskot; þar er útibú og ráðsmaður. Hann heitir Jón. Honum kann eg ekki frá að segja. Þar kom upp Mentaskólaeldur og varð eigi slöktur án fjölkyngis. Til norðvesturs er Digranes; þar býr Jón. Hann mátti ei á skerinu drukna sakir orku og snarræðis. Sú jörð liggur svo hátt að þar má eigi Ptá Köldnkvisl að Stríp. Viltu lesari góður verða mér sam- ferða nú um hríð; mun eg sýna þér land og segja þér margt á þeirri leið. Við erurn þá við Köldukvísl. Hún er svo köld, að eigi má hún í frosti frjósa né við eld hitna. Fyrir sunn- an hana er Viðirinn. Á honum eru svo margar þúfur sem dropar hafsins. Þar hafa verið flestar kýr samnan komnar hér á landi, en nytminstar. Þær öskruðu svo hátt og ógurlega að enn drynur í nálægum fjöllum. Upp af Víðirnum er Laxnes, þar býr Guðjón; hann hefir séð útilegu- menn. Þar er risna og bygging mikil. Þar fyrir sunnan eru Hraða- staðir; þar býr Magnús; þar eru grös góð og fé fallegt. í suðvestri er Helgadalur; þar býr Jón; hann vinnur fyrir io börnum og er það rösklegt. Fyrir sunnan Víðirinn eru Partabæir. Þar búa þrir. Einn er Þórður; hann er vel að sér og kirkju- þjónn. Annar er Einar; hann er starfsamur og hagur vel. Hinn þriðji er Ágúst; um hann kann eg ekki að segja. Þar eru hverir vellandi, og kartöflur svo stórar sem þríbands- hnoða. Þar sér aldrei sól, því að Víg- hóll skyggir á. Þar glíma Moskóvit- ar i skam mdegishörkum sér til hita. Að baki Víghóls er Skammadalur; þar hafa verst orð verið töluð er sögur greina, og liggur forneskja á , dalnum. Vestanverðu við hann er Pelgafell; þar er sólfagurt; þar er tvibýli. Annar er Guðlaugur, hann er yngri en hans jafneldri. Hinn er Erlendur; hann er léttmáll og vin- góður. Fyrir sunnan Helgafell renn- ur áin Varmá; þar er bær samnefnd- ur. Þar býr Halldór, hann er list- gefinn og hefir mannaforráð. Þar fyrir ofan er verksmiðjan Alafoss. Hún brennir ekki kolum. Upp lengra eru Reykir. Þar búa trollarar. Þar er hverar svo miklir að sjóða má í þeim allar kartöflur heimsins á einum degi og meira til. Þar eru tún góð. Skamt frá Reyk- jum er Reykjakot; þar býr Helgi. Lítil sjóferðasaga með mótorbát i skammdeginu 1917. Síðari hluta þriðjudagsins n. des. s. 1. lagði mótorbáturinn »Valborg< af stað frá Patreksfirði, og var ferð- inni heitið til Reykjavíkur. Var bát- urinn hlaðinn kolum og flutti auk þess verkafólk, er unnið hafði í Stál- íjallsnámunni o. fl., svo að á bátn- um voru alls 26 manns. Útlit var iskyggilegt þennan dag og ekki hafði dvöl okkar á bátnum verið iöng, er það vitnaðist, að áttavitinn var rammvitlaus, og var sú fregn eigi uppörfandi i svarta skamdeginu °8 versta veðraham, sem þá var. Ferðin gekk þó vel í byrjun, alla leið ygr Látraröst, en þá tók að hvessa á móti og gerði ósjó mikinn, Svo að halda varð bátnum við, lengi Það er vel setin jörð. Helgi er dulur i skapi og vei fiáreigandi. í suðvestri er Úlfarsfe! ; þrr býr Skúli. Hann er garplegur og á sonu marga. Þar blása jafnan austanvindar, þó annarstaðar sé logn, eður önnur átt. Þar í vestur er Kálfakot; það er i eyði. Þar bjó Margrét. Hún hefir haldið stærstar veizlur hér á landi, siðan i heiðni. Enn vestar er Lamb- hagi. Þar býr Kári, hestamaður mikill og karlmenhi. Fyrir norðan þessa bæi er Úlfars- fellsfjall. Þar norðan í eru hamrar háir. Þar aitur örn einn mikill og horfir A haf út. Klær hans eru af járni; að öðru sem aðrir ernir; nema sálin; hún er úr framtíðarvonum og nútíðarkviða. Hann friðar sig sjálf- ur. Þar í norður er Lágafell. Þar býr Bogi; hann er mikilyrkur um alla aðdrætti. Það er jörð stór og mýrar miklar, og mótak það er end- ast mun meðan land byggist. Fyrir vestan Lágafell eru Blikastaðir, þeir liggja lágt. Þar býr Magnús; hann er hagsýnn maður; hann vinnur dag og nótt og má ei lýjast. Um það svæði er við höfum nú umfarið eru melar margir; svartir i regni, en grána í sólskini og eru það kölluð fyrirbrigði. Nú förum við yfir Lamb- hagaá. F;á henni hrukku þeir Gvend- ur og Jón, með stolna álft, við lít- inn orðstír. Neðst við ána eru Korpúlfsstaðir. Þar tekur ei fyrir hrossagöngu. Þar býr Þorlákur. Hann er búi góður og stiltur vel. Ofar við ána er Réynisvatn. Þar er ráðsmaður er Brynjólfur heitir. Hann reiknar út gang himintungla. Þar eru 100 ær á búi og einn heimilis- maður. Það er til sparnaðar. Þar er vatnaskata og ekki aldæla. Þar fyrir ofan er Óskot. Þar býr Eirikur; hann er minni en flestir aðrir menn og þó vel vinnandi. Þá jörð vildu allir eiga, en á ekki nema einn. Þar eru dý svo djúp að flestir skelfast. Þar fyrir sunnan en Langavatn. Þar er nykur og fleiri óvættir. Að norð- an er Hafravatn. Þar er silungur svo þéttur, að ekki má þar bátur fljóta. Þar er Bjarni og þar eru Hafravatnsréttir er »Vísir« sagði um um nóttina. Er birti af degi eftir langa og óskemtilega nótt, barst sú fregn um skipið, að nú væri olia það lítil, að ekki væri að hugsa að hún entist til Reykjavíkur, og þótti nú mörgum i hópnum versna útlit- ið, því að ruddaveður var. Nú var ákvarðað að halda til Grundarfjarðar, enda sást þá nokkuð til fjalla Breiða- fjarðar. Kompásinn var, eins og áð- ur er um getið, hringlandi vitlaus, og um nóttina, meðan skipið lá til, vildi það óhapp til, að lo^gið festist i skrúfunni og tapaðist. Nú var stýrt lengi í áttina til Grundarfjarðar, sem þó virtist vera nokkuð efasamt hvar var, eftír hin- um margbreyttu stefnum, sem stýrt var. En er dimma tók, var hætt viÖ að leita þangað vegna oliuleysis og annars, og átti nú að reyna að finna Olafsvik, þó að talsvert brim væri. Það tók að dimma og viða sáust ljós i landi, en langt var þang- að, enda voru mjög skiftar skoðan- ir um það, hvar Ólafsvik væri (allir töluðu með). Altaf fór olian mink- andi, og nú var bannað að kveikja ljós niðri í bátnum, og ekki var kveikt á hliðarljósum bátsius, en stagljós var haft. Nú var lengi vel stýrt i ýmsar áttir og altaf breytt um stefnur. Sjókortið var ófullkomið — það var kort yfir landið i arkarbroti og skip- stjórinn hafði gleymt bókinni »hinn íslenzki lóðs« heima en enginn virt- ist viss um innsiglinguna. Þetta var um klukkan 4—5 e. h. hinn 12. des. Það var stungið upp á að pipa, ef það gæti orðið til þess að Ólsar kæmu til hjálpar, en þá var flautan biluð. Meðan þessu stefnu- leysi fór fram og ollan var á för- um byrjaði mótorinn að senda upp flugelda með krafti miklum. Þvi nú kom það feikna bál upp úr strompi vélarinnar og breiddi sig um alt stýrishúsið svo helzt. leit út fyrir að kvikna mundi i öllu saman. Sótið var að brenna og strompurinn var rauður af hita. Eftir talsverð um- svif, en miklu seinna en ælta mátti var þó vélin stöðvuð og sloknaði þá þessi mikli vafurlogi, en öllum var æði dimt um sjón eftir á. Þegar útséð var um að komist yrði til Ólafsvíkur var farið að mæla dýpiðog voru þá tæpir 20 faðmar f botn. Mðnnum kom saman um (allir sögðu fyrit" eða" töluðu með) að skást mundi vera að láta akkerið falla þarna og liggja alla skamm- degisnóttina úti fyrir og mætti marg- ur halda, að ekki væri öllum rótt skapi, bæði kvenfólki og börnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.