Morgunblaðið - 24.02.1918, Page 7

Morgunblaðið - 24.02.1918, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Resluejöri um sölu og úthlutun kornvöru, sykurs o. fl. Samkvæmt lögum i. febniar 1917, um heimild fyrir landss.jórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum, eru hér með sett eftirfar- andi ákvæði: 1. gr. Frá 1. marz 191*8 er bannað að selja uig, lúgmjöl, hveiti, maís, maismjöl, bankabygg, hrisgrjón, baunir, haframjöl, hafragrjón og sykur nema gegn seðlum, sem út verða gefnir að tilhlutun landsverzlunarinnar. 2. gr. Landsverzlunin sendir öllum hreppsnefndum og bæjarstjórnum korn- vöru- og sykurseðla eftir mannfjölda i hlutaðeigandi sveitum og bæjum, og skulu þær úthluta seðlunum til allra heimila þannig, að hverjum heim- ilismanni sé ætlaður sinn seðill. Seðlaúthlutunin fer fram í fyrsta sitin 28. febr. n. k., annað hvort með hraðboða eða með því að kveðja saman móttakendur, eða heimilisfeður í þeirra stað, og fer það eftir áliti hlutað- eigandi hreppsnefnda og bæjarstjórna hvað hentugast þykir. Kostnaðinn við útgáfu og útsendingu seðlanna til hreppsnefnda og bæjarstjórna ber landssjóður, en hreppa- og bæjarféiög kostnaðinn við úthlutunina. 3- 8r> Um leið og úthlutað er seðlum i fyrsta sinn skulu viðtakendur undir- rita drengskaparvottorð um hve mikinn forða þeir eigi af kornvöru og sykri, á eyðublöð, er send verða hreppsnefndum og bæjarstjórnum. Skal forðinn dreginn frá við seðlaúthlutunina með þvi að klippa af seðlunum það, sem forðanum nemur. 4- gr- Hreppsnefndir og bæjarstjórnir skulu tafarlaust síma landsverzlun heildarskýrslu um vörubirgðir samkvæmt vottorðunum og hve mörgum kilogr. seðlaafgangur og afklippingar nemi, en geyma frumskýrslur með áritun vottorðanna til athugunar við næstu seðlaúthlutun. Afgang seðl- anna og afklippinga skal senda landsverzlun með fyrstu ferð. Þó geta hreppsnefndir og bæjarstjórnir með leyfi landsverzlunar haldið eftir í vörzlum sínum nokkrum hluta af afgangi seðlanna til aukaúthlutunar ef nauðsyn krefur, t. d. á fjölförnum póstleiðum og til gistihúsa í kaup- stöðum og kauptúnum, svo og til brauðgerðarhúsa, sbr. 9. gr. 5- 8r- Hinn 26. febr. n. k. skulu hreppsnefndir og bæjarstjórnir láta alla þá, sem hafa í vörzlum sinum kornvöru og sykur, sem verzlað er með, undirrita drengskaparvottorð um birgðir þessar á eyðublöð á sama hátt og móttakendur seðlanna. Heildarskýrslu um birgðirnar í hverjum hreppi eða bæ sendist landsverzlun tafarlaust símleiðis, en frumskýrslurnar með fyrstu ferð. 6. gr. Almenn seðlaúthlutun fer fram á fjögra mánaða fresti og verða seðlar að eins látnir af hendi, eftir að fyrsta úthlutunin hefir farið fram, til Nirra sem skila stofnum af eltki seðlum, með áritun nafns og heimilis- *aQgs. Undantekning frá úthlutnnarreglunni er önnur almenn seðlaút- ^Drun, er fari fram 29. og 30. júní þ. á. og gildi að eins til tveggja ^áuaða, én veiti rétt til fjögra mánaða forða ef hann er fyrir hendi. 7- gr- / Seðlarnir skulu vera tvennskonar, sykurseðlar og kornvörnseðlar. ^Ver kornvöruseðill gildir fyrir einn mann í fjóra mánuði og er ávisun ^ 4o kilogr. kornvöru. Seðillinn skiftist í stofn og 16 reiti, sem gilda 2r/jj kilogr. hver. Má klippa þá hvern frá öðrum en varast skal að skerða reitina sjálfa eða stoíninn. 8. gr. Hver sykurseðill gildir fyrir einn mann í fjóra mánuði. Skiftist hann í stofn og 16 reiti, er gilda r/2 kilogr. hver, og má klippa þá sundur & sama hátt og kornvöruseðlana. Við úthlutunina fá þurrabúðarmenn seðl- aha óskerta, en af seðlum þeirra er grasnyt hafa og aðallega stunda land- búnað, skulu bæjarstjórnir og hreppsnefndir láta klippa þá fjóra reiti, sem lengst eru frá stofninum, og varðveitast þeir með seðla-afgangi þeim, senr hreppsnefndir og bæjarstjórnir eiga að standa landsveizlun skil á. 9- 8r- Brauðgerðarhjis mega eigi selja brauð nema gegn brauðseðlum, er skulu útgefnir af bæjarstjórnum eða hreppsnefndum og fást gegn afhend- ingu kornvöruseðla. Við seðlaskiftin fái móttakandi brauðseðils 10°/0 meira kornvöruigildi í brauðseðlinum en hann lætur af hendi í komvöru- seðlinum. Brauðgerðarhús, er þarfnast brauðefnis, afhendi brauðseðlana bæjarstjórnum eða hreppsnefndum gegn jafngildi þeirra i kornvöruseðlum, sem almenningur hefir áður af hendi látið gegn brauðseðlunum. Sá 10% halli, er á þenna hátt verður við skifti seðlanna hjá bæjarstjórnum og hreppsnefndum, bætist þeim upp af seðla afgangi landsverzlunar i vörzl- um þeirra, sbr. 4. gr., en skilagrein yfir þá aukaúthlutun skal senda lands- verzlun. Brauðgerðarhúsin sendi síðan kornvöruseðlana með pöntunum sínum til seljenda brauðefnisins. Með leyfi landsverzlunar geta brauð- gerðarhús fengið aukreitis hjá bæjarstjórnum eða hreppsnefndum kom- vöru- og sykurseðla til notkunar við innkaup á efni til kökugerðdí. 10. gr. í hverri sýslu og kaupstað skal vera bjargráðanefnd og skipa hana sýslumaður, bæjarfógeti eða borgarstjóri ásamt tveim mönnum er hlutað- eigandi sýslunefnd eða bæjarstjórn kýs. Nú eru ekki nægar kornvöru- eða sykurbirgðir fyrir hendi í landinu eða einhverjum hluta þess til þess að selja gegn þeim seðlum, sem þegar hefir verið úthlutað, og skulu þá bjargráðanefndir í samráði við lands- verzlun gera áætlun um hve birgðirnar endist lengi og skipa fyrir um hve miklum hluta seldjeudur varanna megi veita móttöku af úthlutuðum seðlum, þar til nýr forði bætist við i landið eða landshluta þann, sem um er að ræða. Ef bjargráðanefndum þykir ástæða til, skulu þær og setja ákvæði um skamt einnar eða fleiri kornvörutegunda, vegna skorts á þeim að tiltölu við aðrar tegundir og skulu þá seljendur rita aftan á stofn seðilsins hve mikið af þeirri vörutegund, sem þannig er skömtuð, sé seld í hvert sinn, svo og nafn verzlunarinnar, þannig að séð verði á seðlinum hve mikið eigandi hans hafi þegar fengið keypt af vörunni. Þóknun fyrir störf bjargráðanefnda greiðist úr hlutaðeigandi sýslu- eða bæjarsjóði. 11. gr. Sé kornvara keypt þannig að ekki standi á 2r/2 kilogr. getur selj- andi gefið kaupanda viðurkenningu fyrir að hann eigi óafhent það sem vantar á að hann hafi fengið fult kornvöruígildi seðilreitsins (2r/2 kilogr.). 12. gr. Kaupmenn og félög, er panta kornvörur og sykur hjá heildsölum innanlands eða landsverzlun, skulu senda með pöntunum sínum korn-. vöru- og sykurseðla, er svara til vörumagns pöntunarinnar. Sé það ófram kvæmanlegt vegna þess að pöntun sendist simleiðis eða af þvi að seðlar eru eigi innleystir, skulu þeir sendir svo fljótt sem unt er. Fyrir seðla- sendingar þessar greiða sendendur ekki burðargjald. Engar pantanir má afgreiða án samþykkis landsverzlunar og skal þess ávalt getið hvort seðlar hafi fylgt pöntun, eða ekki, þegar samþykkis er leitað. r3- 8r* Innflytjendur kornvöru og sykurs skulu, jafnskjótt og þeir fá þær vörur frá útlöndum, tilkynna landsverzlun hve mikið þeir hafi fengið af hverri vörutegund. Mega þeir eigi selja vörurnar nema gegn seðlum, sbr. þó 12. gr. Seðlana skulu þeir senda landsverzlun jafnótt og þeir fá þá i hendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.