Morgunblaðið - 24.03.1918, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.03.1918, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ H. P.Buus A-deild Hafnarstræti. V Svart HálfklæQi — 6,oo pr. m. Sheviot — Káputau — Alpakka F I a u e I svart og mislitt. Tvisttau — Sirts — FJónel Flauels molskin Nankin — Buckskin — Lóreft Prjónavörur Lakaléreft — Gardínutau % Handklæði — Pluch-borBteppi — Búmteppi — Ullarteppi Regnkápur meB niBursettu verði. ÁBur 34 kr. — nú 25 kr. Ert símfregnir Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni í London. London 22. marz. Forsætisráðherrar og utanríkisráð- herrar bandamanna áttu með sér fund í London. Var þar gefin skýrsla um hið glæpsamlega framferði þjóð- verja gegn Rússum og Rúmenum. Skýrslan sýnir glögt hvernig Rússar voru blektir til friðarsamninga og hvernig þjóðverjar fylgja fast fram landvinningagræðgi þeirra austur á við. I skýrslunni segir: »Slíka samninga, sem hér um ræðir, getum vér hvorki né viljum viðurkenna. Aform vort er alt annað. Vér berj- umst og ætlum að halda áfram að berjast til þrautar, í eitt skifti fyrir öll, gegn slíkum ránshætti og til þess að koma á í hans stað frið- samlegri stjórn viðurkends réttlætis*. Gedder flotamálaráðherra sagði í neðri málstofunni viðvíkjandi kaup- skipaflotanum, að heimsflotinn hefði, að undanskildum þeim skipum sem óvinirnir áttu, minkað um 2V2 miljón smálesta frá byrjun ófriðarins til 31. des. 1917. það, að skipum hefði fækkað tiltölulega meira, orsakaðist af því að kafbátaárásirnar voru aðal- lega gerðar á móti þeim. Óvinirnir færu með ýkjur, Bam næmu 3l/2 miljón smálesta, þar eð síðasta ár hefði í raun og veru verið sökt skip- um, sem báru 6 miijónir smálesta, en ekki miljón smálesta. Síð- ustu 3 mánuði ársins 1914 hefðu verið smíðuð skip sem báru saratals 420 þúB. smálestir. Sfðan minkaði skipasmíði nokkuð, vegna þess að mest áherzla var lögð á hergagna- gerð, en síðustu 3 mánuði ársins 1917 hefði skipasmíði verið komin það langt, að eigi vantaði full 100 þús. smálestir á mánuði til þess að bæta að fullu tjón það, sem kaf- bátarnir ynnu. Skipasmíðastöðvarnar geta nú bætt upp tjónið að fullu. f>rátt fyrir það, að hergagnagerð ár- ið 1917 er tvisvar sinnum meiri en árið 1916, hefir þó verið bygt af- skaplega mikið af skipum. Tölurnar gæfu enga ástæðu til áhyggju. For- sætisráðherrann segði að ef við bætt- ust skip á mónuði hverjum sem bæru samtals 120 þús. smálestir eða jafnvel þó minna væri, þá mundi það að fullu bæta upp kafbáta- tjónið. það er tilkynt að Pirrie lávarður, meðeigandi »HarIand & Wolff« skipa smíðastöðvanna í Belfast, hafi verið skipaður eftirlitsmaður skipasmíða. Verður hann gefinn undir flotamála- ráðherrann, en verður ekki meðlim- ur flotastjórnai innar, en gefur skýrsl- ur sínar til stjórnarinnar beint. Vikuna, sem lauk 18. marz, komu 2098 skip til brezkra hafna, en 2370 skip fóru. Sökt var 11 skipum stærri en 1600 smálestir, þar af eitt skip frá vikunni sem lauk 8. júlí 1917, eitt frá vikunni sem lauk 23. sept. 1917 og eitt frá vikunni sem lauk 19. jan. 1918. Sex skipum minni en 1600 smálestir var sökt. A 11 skip var ráðist árangurslaust, þar af eitt frá vikunni sem lauk 9. marz. Bandaríkjastjórn hefir ákveðið að leggja hald á hollenzk skip í ame- ríkskum höfnum, og Bretar ætla að gera hió sama þegar í stað með þau hollenzk skip, sem liggja í höfnum Stóra Bretlands. þessi ákvörSun er í samræmi við alheimsvenju, og full trygging er gefin fyrir bótum. Skyrsla sú sem Lichnowsky prins hefir gefið út og sem jréttlætir stjórn- málaferil Breta að öllu leyti alveg þangað til ófriðurinn hófst, hefirver- ið til umræðu í aðalnefnd þýzka þingsins. Lichnowsky hefir lýst þvf yfir, að ætlun hans hafi verið að skýrslan væri einkamál, en fyrir sviksemi og brot á loforði hefir hún komist út meðal manna. Varakanzl- arinn hefir lýst yfir, að Lichnowsky hafi béðið um IauBn úr sendiherra- sveit fjóðverja — og fengið hana. Utanríkisatjórnin hefir bannað Lich- nowsky að skrifa í blöð. Hinn óháði jafnaðarmaður, Haase, talaði á þing- fundi og mælti: Vór neitum að ljá fylgi vort til fjárveitinga, til þess að koma á hernaðareinræði í þeim til- gangi að stækka þýzkaland með því að taka lönd af Rússum og vegna hnefaréttar- friðsins við Rússa og her- töku og kúgun Ukraines, Livoniu og Esthoniu. Sfmskeyti frá Petrograd bendir til þess, að f>jóðverjar ætli að skoða friðarsamningin, sem þeir hafa gert við Bolsckevikka, sem hver annan »pappírsmiða«. Athafnir þýzka hers- inB í RÚ9slandi bendir til þess að þeir ætli sér að taka Moskva, sem Bolschevikkar hafa nú gert að höf- uðborg. Símskeyti frá Amsterdam hermir það, að hr. Ledebour hafi sagt það á þingfundi i Berlin, að þýzku fyr- irliðarnir í Finnlandi og Ukraine hafi gefið hermönnunum skipun um það að hengja alla hermenn »rauðu hersveitarinnar«, sem þeir næðu í, þar sem eigi bæri að skoða þá sem hermann heldur sem þorpara. Flotamálastjórnin tilkynnir, að tundurspillaorusta hafi staðið fyrir framan Dunkirk að morgni hins 21. marz. Tveir brezkir og 3 franskir j tundurspillar áttu í orustu við þýzka tundurspilla, sem áður höfðu í 10 mínútur skotið á Dunkirk. Tveim þýzkum tundurspillum og tveim þýzk- um tundurbátum og Uklega einu þýzku skipi til var sökt. Mönnum var bjargað af tveim óvina tundur- spillum. Bandamenn mistu ekkert skip, og manntjón var lítið hjáBret- um, en ekkert hjá Frökkum. Brezkir tundurbátar skutu á Ostende 21. marz. og flugmenn skutu niður 5 þýzkar flugvélar. Brezkir flugmenn skutu niður þýzkt loftfar í Helgolandsfirði 19, marz og féll það til jarðar brennandi. Brezkir flugraenn réðust á þýzka tundur- duflaslæðara í Helgolandsfirði 21. marz og skutu á þá með vélbyssum. Allar brezku flugvélarnar komust í öll skifcin heilu og höllnu aftur. Danskur flugmaður Mynd sú er hér bntist er af danska liðsforingjanum H. Stock« fleth, er beið b>.na af flugslysv eigi alls íyrir löngu. Var hnnn talinn með efnilegustu flugmönnum Dana. Knrl Ojsllsrup Bókmentaverðlaun Nobels ientu síðast i hlut Dana. Var þeim skift milli þeirra Pontoppidans og Gjelle- rups. Gjellerup á ekki heima í Danr mörku. Hann hefir dvalið suður í Dresden að undanförnu. Sifkifau Siíkibönd TÍQuefisbönd Johs. Hansens Enke V)&muéragíir, TbömuRápur, ^Dragíoíau, tffiáputau. Dömufjattar Barnaf)aftar ffaífapunt Dömukragar TTJafrósakragar. stórt úrval. doKs.&Cansans C nfia Gardiimtau hvítt og mislitt. Dyratjaldatau. Johs. Hansens Enke Lífstykki, baðhettnr, kápnhnappar. Johs. Hansens Enke. ^Domu ^íllarfrsyfur, ~~ ^ínóiríif ~~ Sofifiar. Jofjs. Jfansens Enke. Kjólatau, Fermingarfatatan. Johs, Hansens Enke. Kústar og Burstar, Rottugildrur, m. teg. Músagildrur, m. teg. Brauðhnífar og gaflar Fiskihnífar Skæri, m. teg. Speglar Lampakveikir 8, io, 14, 15, 20, 30 og 60”’ Johs. Hansens Enke Margar nýjungar nýkomnar. Johs. Hansens Enke.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.