Morgunblaðið - 24.03.1918, Side 4

Morgunblaðið - 24.03.1918, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ sem semja vill frið við Miðríkin, magnaðist mjög þegar í stað. Sá' maðarinn, sem barist hefir ákafast fyrir framhaldi ófriðarins þar í landi, er Ferdinand konungur. Hann hefir fyrir hvern mun viljað hindia að séifriður yrði saminn við Þjóðverja, því hann veit það, að Þjóðverjar muni eigi taka mjúkum höndum á honum, sem fæddur er Hohenzollern, og gera sitt ítrasta til þess að koma honum frá völdum. í sambandi við það, að Rúmenar hafa látið handtaka Ferdinaud, má geta þess, að þýzku blöðin hafa mjög cpinskátt rætt það hver verða ætti konungur Rúmena framvegis. Eru mestar líkur til þess að Karl Anton, fursti af Hohenzollern, bróðir Ferdinands, muni hljóta þar konungs- tign. Er Karl Anton mikill vinur Vilhjálms Þýzkalandskeisara og Þjóð- verjavinur. Versailles hefði fengið herstjórnar riði bandimanna viðtækt fram- kvæmdavald í hendur, en það væri þvert ofan i allar yhrlýsingar Lloyd George’s. Auk þess væri það mjög hættulegt að veita herstjórnarráðinu slíkt vald, rétt áður en hin mikla orrahríð byrjaði, því að með því misti herstjórn Breta í laun veru réttinn til þess að ráða yfir varaliði sínu. Ennfremur væri herstjónarráðið í London sama sem afnumið, þegar Foch hershöfðingi fengi yfirher- stjórnina. Lloyd George hefði þannig svift þá Haig og Robertson öllum myndugleika, en sett sjálfan sig í þeirra stað og jafnframt sýnt það að hann væri alls eigi hæfur til þess að vera helzti maður Englands i þessu stríði. Það er mælt að Robertson hers- höfðingi, sem þá hafði orðið að láta af herstjórnarráðs-formensku, hafi gefið Repington upplýsingar þær, er greinarnar byggjast á. Ukraine. Svo segja fróðir menn, að þá er tveir hnettir rekast saman í himin- geimnum, þá sundrist þeir allir og úr þeim myndist margir smærri og nýir hnettir. Rússiandi hefir farið likt. Við hinn mikla heims-árekstur hefir það sundrast í mörg smáríki. En sá hluti þess, er fyrst mun taka á sig ríkissnið — að þvi ef virðist — er Ukraine. Ukraine þýðir i raun og veru »!andamæralöndc, og það nafn nær yfir öll héruðin umhverfis ána Dnjepr, en þau hafa stundum verið nefnd einu nafni »Litla Rússland*. Rússneska stjórnin — keisarastjórn- in — skifti þvi í fjcigur héruð, er nefndust Kiew (eftir höfuðborginni Kaenugörðum) Poltava, Tschernigow og Charkow. Þarna var áður hið voldugasta riki Rússlands, keisara- dæmið Kiew, er Oleg stofnaði, og náði mestum blóma um aldamótin 1200. En þá, um það ieyti, byrjaði líka afturförin. Að vestan stóðu Pólverjar með fjandskap og að aust- an voru Mongólar. Og árið 1240 fóru þeir herskildi og ránshönd yfir Kiew. Ríkinu var sundrað. Nokkur hluti þess féll undir Pólland og nokkur hluti þess féll undir Moskva- keisara. En Kósakkar þoldu ekki ánauð- ina. Þeir hófust handa, bæði gegn Pólverjum og Mongólum. Hinir síðarnefndu samrýmdust Kósökkum, eða voru hraktir úr landi, og árið 1686 urðu Pólverjar að afsala sér Rúss- um i heridur hinu rússneska Ukraine, sem er austan Dnjepr, og árið 1793, þegar hin þriðja skifting Póllands varð, féllu héruðin vestan Dnjepr, hið pólska Ukraine, undir Rússa. Þannig náðu Rússar tangarhaldi á öllu landinu, og Kósakkar höfðu að eins þann rétt, sem þeir hafa haft fram tii þessa tíma, að velja cér sjálfir Hetman.1) Ibúarnir í Ukraine hafa aldrei gleymt hinu forna frelsi sinu og sjálfstæði. Og enn eiu þeir mjög frá- brugðoir Rússum og eiga sina eigin tungu og bókmentir. í almennu máli eru þeir venju- lega nefndir Litlu-Rússar eða Riuðu- Rússar. En þeir þeirra, er í Ung- verjalandi, Rúmeníu og Galiziu búa, eru nefndir Rútenar. Er talið að þeir muni samtals vera um 25 miijónir. Þeir eru af slavneskari kynþætti en Rússar sjálíir, eða Stór Rússar, svo sem þeir eru nefndir, því að þeir eru rnjög blandaðir finsku, ger- mönsku og tartarisku blóði. Enda hefir altaf verið grunt á því góða milli Litlu-Rússa og Stóru-Rússa. Tungumál þeirra er líka ólíkt. *) Hetman er sama orðið og höfuðs- maður á íslenzku. Er það athugunar- vert fyrir þá, er málfræði stunda, þvl að fleira getur leynst í málum þar eystra, sem er vorri tungu skylt. Hinn síðasti höfuðsmaður Kósakka, er Kaledin. Ukraine-búar eru menn gáfaðif og eiga allmiklar bókmentir. Eu þelf eru trúhneigðir mjög, og þar af leiðandi hjátrúarfullir og þunglyndir, eins og bezt má sjá á þjóðvísuna þeirra og þjóðsögum. Þeir stunda aðallega landbúnað, en í iðnaði standa þeir langt að baki Rússum. Þeir eru / duglegir bændur og jörðin er ákaf- lega frjósöm. Mætti því ætla að þeir væru rikir. En svo er eigi. Því að hér, eins og annars staðar í Rúss- landi er þannig ástatt, að það eru að eins fáeinir menn, sem eiga löndin. Allur þorri bænda er leigu- liðar, þrautpíndir og kúgaðir af léns- herrunum. Á síðari árum hafa þó verið gerðar tilraunir um það, að bæta úr þessu, með því að hluta sundur jörðunum til bænda, en bæði er, að það hefir mætt megnustu mótspyrnu frá lénsherranna hálfu og svo eru bændurnir svo fátækir að þeir geta eigi haldið jörðunum, þótt þeim sé þær gefnar. Þá er að minnast á Gyðinga. Fram að ríkisstjórnarárum Katrinar II. máttu engir Gyðingar eiga heima í Rússlandi, en þá er Pólland féll undir Rússa, urðu þeir að taka við Gyðingum þeim er þar voru. Þegar strlðið hófst áttu nær sjö miljónir Gyðinga heima í Rússlandi og af þeim eiga líklega nær 4 miljónir heima í Ukraine. Þeir meiga ekki e ga óðul eða jarðir og eru því all- flestir í borgunum og rek^ þar kaupsýslu og iðnað. En nú hafa þeir fengið jöfn réttindi við aðra borgara hins nýja ríkis. Ef hið nýja stjórnarfyrirkomulag í Ukraine verður með fyrirhyggju rekið og samkvæmt kröfum tímans,- þá er enginn efi á því að ríkið mun eflast og verða þýðingarmikið, því að óvíða í álfunni eru betri lífs- og framfaráskilyrði heldur en þar. Svo sem fyr hefir verið getið hér I blaðinu, flutt’st Dagmar keisira' ekkja suður á Krim’, til hallar sem hún á þar. En hún hefir altaf verið veik síðan. Fyrir milligöngu Karls konungssonar í Svíþjóð fékk hún leyfi til þess í ágústmáhuði að flyfl' ast til ættingja sinna I Kaupmanna- höfn og er búist við því að hún mur.i flytjast þangað þá og þe8ar' Mikael Alexandrovitsch stórfursti, bróðir keisarans, hefir verið hafður f vaiðhaldi lengi. En nú hefir honum nýlega verið slept lausum og ge^ð leyfi til þess að fara hvert sem hon* um sýnist. Alexinder Michaelovitsch st<^r’ fursti starfar að fornleifa-rannsóknun1 á óðalinu Aj-Todor. Á hann stöðut? bréfaskifti við listaskólann í Lundú*1 um, sem ætlar að gefa út vísin legt rit eftir stórfurstann. Repington og Lloyd George. Repington ofursti hefir fyrir nokkru verið kærður fyrir ýmsar «greinar, er hann hefir ritað i >Morning Post< um ráðstefnuna í Versailles. Repington segir að Loyd George hafi gert tilraun i þá átt, að fá ráð- stefnuna til að samþykkja nýja her- för á hendur Tyrkjum, en að það hafi strandað á mótspyrnu Clemen- ceau. Auk þess hefði Lloyd George komið i veg fyrir það, að rætt væri um hernaðarframkvæmdaþrek Breta og eigi gefið bandamönnum nein- ar vonir um aukinn liðstyrk. Og að lokum hefði hann skipað herstjórnar- ráðið i London þannig að það hefði sem mest að segja um hernaðinn að vestan og þannig slegið aðal- vopnið úr höndum Haig yfirhers- höfðingja. Repington skoraði á stjórnina að andmæla þessu, ef það væri eigi rétt og skoraði jafnframt á þingið að taka starfsemi stjórnarinnar þegar i stað til rækilegrar ihugunar, því að það væri nauðsynlegt til þess að tryggja herinn. Hann ávítaði harðlega hina slæmu hernaðar-»organisationc Lloyd George og sagði jafnframt að hann kynni hvorki að heyja ófrið né semja frið. Hann kvaðst hafa heyrt slæmar sakargiftir bornar á Lloyd George i Frakklandi og heimtaði að þingið ræddi um það á opnum fundi að senda liðstyrk til Frakk- lands og gæfi Frökkum loforð um það að liðstyrkur skyldi sendur. Frakkland berðist fyrir hinu helga málefni eins og Bandarikin. En her Breta rýrnaði altaf og það væri Lloyd George að kenna. Repington ofursti skýrði enn- fremur frá því, að ráðstefnan i Bolschevikkar í Ameríku. Það er svo að sjá á siðustu dönsk- um blöðum, að stjórnin i Banda- rikjunum eigi við mikla erfiðleika að stríða. Landið er fult af Þjóð- verjum, sem alstaðar reyna að koma á stað ýmsum óspektum, brenna hús, sprengja brýr og æsa verka- menn til verkfalla. Fer ýmsum sögum um það, hve vel yfirvöldun- um tekst að verjast slíkum brögð- um til þess að hindra vigbúnað Bandarikjanna, en vist er það, að þaðger tekið ómjúkum höndum á þeim æsingamönnum, sem staðnir eru að svikráðum við stjórnina. Brezk blöð hafa áður flutt þá fregn, að eitthvert samband mundi vera milli Bolschevikkanna i Rúss- landi og »Syndikalista« i Bandarikj- unum. Nú flytja dönsk blöð þá fregn eftir ho lenzkum blöðum, að í lok febrúarmán. hafi komið iúss- neskst skip til San Francisko, hlaðið vopnum og skotfærum. Skipverjar hafi allir verið Bolschevikkar, og þeir hafi verið margir tugir manna. Vopnin áttu ameríkskir verkamenn — syndikalistar — að fá, og ætlun- in hafi verið að koma á stað upp- reist, reka stjórnina frá völdum, handsama forsetann og semja síðan frið við Þjóðverja. Vitanlega komst ekkeit af þessu í framkvæmd, en áreiðanlegt er það talið, að tilraun til uppreistar hafi verið gerð. Ameríksku yfirvöldin hafa gert ráðstafanir til þess að hindra að slíkt geti komið fyrir, og herbúnaði miðar þar áfram hröðum fetum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.