Morgunblaðið - 24.03.1918, Side 7

Morgunblaðið - 24.03.1918, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Siðustu sfmfregnir KhöÍD, 23. marz. Frá London er símað að Þjóð- verjar haldi þeim stöðvum, er þeir hafa tekið, og er búist við áköfum orustum upp úr þessu. Frá Berlín er simað að orustur á vesturvígstöðvunum harðni altaf. Þjóðverjar hafa nú handtekið 16000 menn og tekið 200 failbyssur að herfangi. Frá Rotterdam er símað að þing- menn Hollendinga vilji að slitið sé stjórnmálasambandi við Bandaríkin. Ingólfl hlekkist á. í gærmorgun kl. rúmiega 11 fór flóabáturinn Ingólfur úr Borgarnesi áleiðis hingað. Er skipið var komið á móts við Akranes, bilaði vélin svo, að áfram varð ekki haldið. Sneri skipið þvi við og komst með naum- indum aftur til Borgamess á segl- um. Þar liggur skipið nú og kvað það vera mjög óvíst, hvort hægt veiður að gera við vélina hér. Jessen vélfræðingur fer héðan á vélbáti upp eftir 1 dag til þess að rannsaka vélina og gefa skýrslu um bilunina. Ameríkuferðir. Sú fregn hefir gengið hér um bæ- inn síðustu dagana, að stjórn Banda- ríkjanna hafi lagt hald á Gullfoss og aetli að senda skipið i nokkrar ferðir til Vesturheimseyja frá New York. Það fylgdi og fregninni, að orðið hafi að taka allar vörurnar, sem þeg- ar höfðu verið fermdar, úr skipinu aftur. Vér höfum leitað oss upplýsinga um þetta á skrifstofu Eimskipa- félagsins, og getum sagt það, að fregnin er ekki sönn. Það hefir komið til tals að yfirvöldin í Banda- ríkjunum tækju Gullfoss og Island í ferðir til Vesturheimseyja, en það em miklar likur til þess, að und .n- hága fáist að minsta kosti fyrir Gull- foss. Er fullnaðarsvar ekki enn kom- en það mun vera væntanlegt á hverri stundu. Nefnd sú, sem landsstjórnin hefir skipað til þess að semja við Breta þessu sinni er nú á förum héðan. af því, sem íslendingar sérstak- vænta af þeirri nefnd er, að ún gerj sjtt jtrasta ttj þess ag koma utningum frá Ameríku hingað í ^Öunanlegt horf. Til þess að eng- ltln skortur verði hér, má engin St^7uu verða á aðflumingum. Nefnd- Reyktóbak: Gsrrick, Embassy, Westw’ard Ho, Glasgow-Mixture, Waferley — Sun Cured Mixture. Cigarettur: Nilometer, Milo, G’.rrick, Embassy, Westminster, Three Cast'es, Hassan. Fiestar tegundirnar bæði í dós- um og pökkum. Allar þessar ágætu tegundir af Tóbaki og Cigarettum komu með Borg, í Liverpool. in þarf að sýna Bretum fram á það, að bezta ráðið til þess að hafa hér nákvæmt eftirlit með aðflutningum, þannig að við fáum ekki meira en það sem við nauðsynlega þörfnumst, en á það virðast bandamenn leggja aðaláherzluna, er einmitt að lofa skipunum Gullfossi og Lagarfossi að sigla óhindruðum milli Ameríku og íslands, sjá um sð þau skip verði ekki tafin um of í New York. Þessi tvö sk;p geta ekki flutt meira að en það, sem við þörfnumst og stjórni ætti að geta séð um það, að hingað flytjist eingöngu þær vörur sem við þörfum nauðsynlega að fá. Á þetta verður nefndin að leggja mikla áherzlu. Bretar geta, ef þeir vilja, séð um að engin hindrun verði á aðflutningum hiagað frá Ameriku. Gullfoss og Lagarfoss í matvöru- flutninga og Willemoes í- steinolíu- flutninga. Því geta Bretar komið i framkvæmd ef þeir vilja og Stýrimaður. Góður og duglegur stýrimaður getur fengið stöðu á skipi sem fer héðan til Spánar og hingað aftur. Ekki þýðir fyrir aðra en þá, sem hafa góð meðmæli, að gefa sig fram. — E Strand. þeir vilja það og gera, ef að eins nefndin léggur nógu mikla áherzlu á þetta atriði á þeim fund- um, sem hún brátt mun halda með fulltrúum brezku stjórnarinnar i London. Komi nefndin þessu i framkvæmd, er það raiklu meira virði en þó hún geti fengið verðlagið á afurðum vor- um hækkað eitthvað ósköp lítið, án þess að vér þó viljum gera of lítið úr þeim hluta hins væntanlega samnings. Erí. símfregnir Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni í London. London ódagsett. Hernaðarskýrsla vikuna sem lauk 21. marz. Undirbúningi undir sókn Þjóðverja var lokið fyrir nokkru síð- an, þótt það sé markvert að enn eru nokkrar hersveitir væntanlegar að austan. Eq lið það sem notað var til undirbúningsáhlaupanna, var sérstaklega valið á meðal þeirra sem þarfnast æfingar. Óvinirnir hafa nú á að gizka 190 herdeildir (divisions) á vesturvígstöðvunum og er helm- ingur þess liðs gegnt vlgstöðvum Breta. Loftorustur hafa verið nær látlausar. 155 óvinaflugvélar voru skotnar niður, 99 eyðilagðar en 56 féllu til jarðar stjórnlausar. A iðnaðarborgirnar þýzku Zweibrucken, Kjiserslautern og Mannheim var varpað sprengikúlum með ágætum árangri; einnig var varpað sprengi kúlum á járnbrautarstöðvar, herskála, forðabúr og flugvélaskýli. Stórskota- hríðar h.fa staðið við og við á vest- urvígstöðvunum á allri viglínunni og endaði vikan með ákafri hrið á víg- stöðvar Breta suður frá St. Quentin til Scarpe og fylgdi henni fótgöngu- liðsáhlaup hið megnasta. 50 herdeild- um (divirions) var teflt fram á þess- um stað, og voru 25 til vara. Áhlaupið var gert milli Oise- fljótsins, í nánd við Lafére, og Sedree-fljótsins hjá Croiselles, þar sem búist var við því. Enn þá hafa Þjóðverjar ekkert unnið, nema það, að reka framverði Breta dálítið aftur. Manntjón þeirra hefir verið afskaplegt og er óliklegt, að það auki hugrekki Þjóðverja, sem vissulega var ekki svo mikið áður. Er það auðséð á því, að strokumenn, sem teknir hafa verið höndum, hafa gefið oss upplýsÍDgar, svo að brezka her- stjórnin vissi fyrirfram, hvar á- hlaupið skyldi gert. Hersveitir vorar halda óvinun- um enn á herstöðvum þeirra. Hinar þéttskipuðu áhlaupsfylk- ingar óvinanna voru ágætur skot- spónn fyrir skyttur vorar, vél- skyttur og stórskotaliða, enda neyttu þeir þess fyllilega. Á vigstöðvum ítala hafa engar markverðar hernaðarframkvæmd- ir orðið. Bendir þó sumt til þess,, að óvinirnir muni aftur ætla að hefja sókn í fjallahéruðunum, þeg- ar veðrátta leyfir. Hafa þeir dreg- ið saman her í Gludicorie-dal og umhverfis Lugorina-dal, og má búast við þvi, að þeir hefji árás á þeim stöðvum. En bandamenn standa ágætlega að vígi í báðum þessum dölum. Á Saloniki-vígstöðvunum hefir verið orusta alla leið milli Struma- mynnis og Di’eswa-vatns, en ekk- ert hefir gerst merkilegt á þeim slóðum annað en það, að skotið var ákaft á Monastir með gas- sprengikúlum. Ovinirnir láta enn í veðri vaka, að þeir muni gera hríð að bandamönnum með herliði því, sem losnað hefir frá Rúmeníu, en engin merki sjást um það, að nokkuð muni verða úr þeim heitingum. Þó má bú- ast við því, að orustur hefjist aft- ur á þessum vigslóðum þegar veður batnar. Hin eina breyting, sem orðið hefir í Gyðingalandi, er sú, að Bretar hafa sótt fram norðan við Jórdan og eru nú komnir J/2 mílu norður fyrir ána. í Armeníu hafa Tyrkir tekið aftur Trebizond,, Erzerum og Batum. Meðfram ströndinni gátu Armeningar ekk- ert viðnám veitt gegn skipum og fallbyssum, en innar í landinu börðust þeir all-djarflega. Þeir hafa nóg hergögn, sem Rússar skildu eftir, og það má vænta þess, að þeir geti haldið sínum hlut fyrir Tyrkjum. Þeir hafa ekkert val nema milli að berjast 0g að verða myrtir. í norðurhluta Persiu hefir nú verið komið á reglu aftur með persnesku herliði, sem nú hefir verib æft og gert duglegt. I Rússlandi mæta Þjóðverjar engri mótspyrnu. Hafa þeir tek- ið Odessa, Nikolajew og aðrar borgir í Ukraine. Framferði Þjóðverja hefir vakið á þeim ill- an bifur og gert afturkipp í frið- arhreyfinguna. Getur verið, að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.