Morgunblaðið - 05.05.1918, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
eigi era miklar líkur til þess að slíkt
takist, eins og nú blæs og á hinn
bóginn mun menn hafa furðað á
því hvaðan siik uppástunga kæmi.
Hún er komin frá þýzka stjórn*
málamanninum Erzberger, sem fékk
friðartillöguna samþykta i rikisþing-
inn í fyrra og lét sér það um munn
fara, að hann mundi undir eins geta
komið á friði, ef hann fengi að tala
við einhvern mikilsráðandi brezkan
stjórnmálamann. Uppástunga hans
er sú, að til þess að tryggja órjúf-
andi frið með Bretum, Baudarizja-
mönnum og Þjóðverjum skuli Bret-
ar og Bandaríkjamenn leggja fram
helming þess höfuðstóls, er þýzk
iðnaðarfélög hafa og að það þýzkt
fé, sem losnar við það, skuli lagt í
iðnaðarfyrirtæki í Bretlandi og Banda-
ríkjunum. Með öðrum orðum er
það ætlan hans með þessn, að Bret-
ar og Bandarlkin hafi eftirlit með
þýzkum iðnstofnunum og Þjóðverj-
ar' með brezkum og amerikskum
iðnstofnunum. Og svo vill hann að
komið verði á samskonar atvinnu-
löggjöf í öllum þessum löndum.
í »Berliner Tageblatt« hefir og
Rechberg kommersráð komið fram
með samskonar hugmynd. Hann
vill að hagsmunir Þjóðverja og Breta
verði sem allra mest sameinaðir og
að brezkt fé verði lagt í þýzk fyr r-
tæki og þýzkt fé í brezk fyrirtæki.
Hyggur hann, að auk þess sem þetta
muni trygging fyrir friði framvegis,
þá muni slikt fyrirkomulag leiða til
stórra hagsmuna fyrir hvora tveggju.
»Tágliche Rundschau* segir að
austurríkska blaðið »Reichspost«,
ungverska blaðið »Pester Lloyd*
og þýzku blöðin »Vorvaerts« og
»Frankfurter Zeitung* muni hlynt
þessum uppástungum.
Af Rangárvöllum.
Margir eru óánægðir með frum-
varp stjórnarinnar um fráfærur, ef
það verður að lögum. Menn óttast
að fólk það er fáanlegt kynni
að verða úr kaupstöðum, fram yfir
það sem áður hefir verið, verði lið-
létt til smölunar ogmjalta, því að flest
fólk í kaupstöðum, sem nokkur mann-
dáð hefir verið í, hefir leitað sér ein-
hverrar atvinnu og samt hefir vantað
fólk. Það er þvi útlit fyrir að það
yrðu helzt slæpingjar, sem svo eru
kallaðir, sem fengjust, og svo börn,
sem algerlega væri ónýt til annars
en eta, en þegar tilfinnanlegnr skortur
er á jarðaiávexti og mjólk, þá gengur
furðanlega upp matur þó ekki sé fólk
nema það sem eitthvað getur og svo
skyldulið. Einnig spyrja margir að
þvi, hvað á að gera við lötrbin ef
fært er frá? Hörðu vorin eru búin
að koma mönnum til að hleypa
seint til, þar af leiðir að ekki er
hægt að færa frá fyr en u—12
vikur af sumri,'en þá eru flestar ær
farnar í afrétti, og þá er farinn að
koma sláttusVjálfti í hugmennina.
Dýrtíðin í Reykjavík.
Úr „Hagtíðindum“.
Skýrsla Hagstofunnar um smásöluverð í Reykjavík í aprílmánuði, er
nýkomin. Eru þar taldar 63 vörutegundir, (en þar af voru 10 ófáanlegar
í april og reiknaðar með sama verði og þá er þær fengust síðast).
í eftirfaiandi yfirliti hefir öllum þeim vörum, sem skýrslan greinir,
verið skift í flokka og sýnt, hve mikil verðhækkunin hefir verið í hverj-
um flokki að meðaltali alls síðan ófriðurinn byrjaði, ennfremur slðan í
fyrravor og loks á siðastliðnum ársfjórðungi. Þær vörur, sem ekki koma
fyrir í skýrslunum í april þ. á. eru taldar með sama verði eins og þegar
þær fengust síðast.
Verðhækkun í april 1918
siðan í siðan í síðan í
júlí 1914 apríl 1917 jan. 1918
Brauð (3 teg.) 261 % 49% 0%
Kornvörur (11 teg) 279 — S9 — 4 —
Garðávextir og kál (4 teg.) . . 271 — 96 — S 6 —
Avextir (5 teg.) 137 — 3i — 6 —
Sykur (s teg.) 117 — 14 — 0 —
Kaffi (3 teg.) SS — 28 — s —
Te, súkkulaði og kakaó (3 teg.). 137 — 60 — 26 —
Smjör og feiti (4 teg.) .... 199 — S4 — 10 —
Mjólk, ostur og egg (4 teg.) . 244 — 65 — 29 —
Kjöt (6 teg.) 128 — 14 — 9 —
Flesk og hangikjöt (3 tag.) . . 112 — 17 — 11 —
Fiskur (s teg.) 119 — 23 8 —
Matarsalt (1 teg.) iS6 — 28 H- 26 —
Sóda og sápa (4 teg.) 27S — 8S 12 —
Steinolía (1 teg.) 178 — 66 — 9 —
Steinkol (1 teg.) 943 — 183 — -7- 2 —
Svo sem yfirlitið sýnir hefir orðið allmikil verðhækkun á flestum
hinum tilfærðu vöruflokkum síðasta ársfjórðunginn. Þó er nú verðið á
matarsalti töluvert lægra heldur en í janúar og verð á kolum litið eitt
lægra. En mjög lítið hefir verið um sölu á þeim, því að þau hafa að
eins fengist hjá landsverzluninni af mjög skornum skamti. Verð á brauði
og sykri er lika óbreytt siðan í ársbyrjun.
Verðhækkunin síðan í janúar er tiltölulega hæst á garðávöxtun-
um. Stafar það meðfram af því, að í janúar var reiknað með hámarks-
verðinu á íslenzkum kartöflum, enda þótt engar kartöflur væru þá fáan-
legar, en siðar hafa komið útlendar kartöflur og eru þær seldar fyrir
miklu hærra verð, enda gilti ekki hámarksverðið um þær.
Um islenzkt smjör hefir verið litið, enda hefir það hækkað hér um
bil um 30 °/0 síðastliðinn ársfjórðung (úr kr. 4.90 upp í kr. 6.3 5.) Danskt
smjör hefir einnig verið hér til sölu og verið selt á kr. 6.60 kilóið.
Smjörliki hefir verið ófáanlegt nema hjá bjargráðanefnd bæjarins gegn
smjörlíkisseðlum. Er það amerikskt smjörlíki mjög salt og þungt ivigtina.
Hámarksverð á eggjum hefir verið afnumið og verðið á þeim þar
með tvöfaldast.
Verðið, sem tilfæit er á nýjum fiski, á við óslægðan þorsk og er
það hámarksverð.
Ef slept er þeim 10 vörutegundum, sem ekki fengust samkvæmt
skýrslunum í byrjun aprilmánaðar, og að eins litið á þær 53, sem eftir
eru, þá hafa þær að meðaltali hækkað í verði um 212 % síðan stríðið
byrjaði, um 56% siðan í fyrravor og um 11 % siðastliðinn ársfjórðung.
Allir bændur sjá það, án þess að
hafa forðagæzlulögin fyrir gleraugu,
að sjálfsagt er að setja sæmilega á
hey sin, og af því að allsstaðar er
gefið mikið meira en áður var, þá
verður fénaður að vera færri á sömu
heyjum. Menn farga þvi helzt þeim
fénaði sem er fóðurþyngstur, en það
eru lömbin, að kúnum fráskildum,
og það sem hefir batnað með ásetn-
ing er þvi að þakka, að margir setja
á mikið færri lömb en áður var.
En þegar lömb:n eru tekin ung
undan, enda næstum hvort er, þar
sem eru slæmir afréttir, þá verða
þau mjög smá og létt, og ekki til
annars en setja þau á. Það geta
allir reiknað hvað þau lömb geia
mikla upphæð sem hafa undir 16
pundum af keti, en það eru fleiri
fráfærð lömb hér. En hvað varðar
þing og stjórn um það, þó það sé
fyrirsjáanlegur stórskaði fyrir fjölda-
mörg heimili að færa frá ? Gott
væri samt að þingið og stjórnin vildu
segja mönnum i tíma hvað á að
gera við lömbin.
Fréttir engar. Tíðin orðin mjög
góð, svo sauðfé hefir nægilegt nýtt
gras að eta.
Allmikið umtal er um alla þessa
blessaða umsækjendur að Oddanum.
Kirkjurnar troðfuliar á messudögum
að hlusta á kandidatana. Sumir læra
alveg ræðurnar hjá þeim, einkum ef
sama ræðan er haldin tvisvar!
B. G.
Fræðsla barna.
Mentamálanefndin hefir ekki séð
sér fært, eins og sakir standa,
mæla með þvi, að frumvarp það, er
stjórnin flutti um skipun barnakenn-
ara og laun þeirra og nefndin fékk
til meðferðar, nái fram að ganga.
Myndi frumvarpið, ef það yrði að
lögum nú, auka allmikið tilkostnað-
inn við barnafræðsluna í landinu.
Sá kostnaðarauki út af fyrir sig vex
nefndinni þó að vísu ekki svo mjög
i augum, ef ekki væri nú svo ástatt,
að mestar líkur eru til, að mjög lít-
ið veiði um fræðslustarfsemi í land-
inu unz ófriðnum lýkur. Nefndinni
virðist alls ekki rétt að lögbjóða ná
sltka skipun kennara, sem frumvarp-
ið fer fram á, einmitt þegar mestar
líkur eru fyrir þvl, að margir kenn-
arar, sem aðra atvinnu stunda jafn-
framt, geti ekkert starfað að kenslu.
Þá þykir nefndinni ekki rétt a&
ákveða nú laun alþýðukennara til
frambúðar, þar sem launamálið f
heild sinni hlýtur að verða tekið fyr-
ir eins fljótt og unt er. Virðist þá.
sjálfsagt, að laun alþýðukennnara
verði ákveðin í simræmi við laun
annara opinberra sýslunarmanna.
Ennfremur ber að Iíta á það, að
verðgildi peninga er nú svo á reiki,
að óvarlegt er að ákveða nú laun
starfsmanna til frambúðar. Gæti vel
svo farið, að þeim mönnum, er nií
væru ákveðin laun til frambúðarr
væri enginn greiði ger.
Hinsvegar er nefndinni Ijóst, að'
einhverjar bætur verður nú þegar
að gera á kjörum alþýðukennara, ef
ekki eiga að missast allir beztn
kenslukraftarnir og fyrir því leyfir
nefndin sér að koma fram með
frumvarp til breytinga á fræðslu*
lögunum.
Þessi breyting getur ab nokkrn
leyti bætt úr ókjörum þeim, sem
alþýðukennarastéttin á við að búap
en það er nefndinni ljóst, að þessi
breyting er ekki til frambúðar, og
fyrir því leggur hún til, að lögin
skuli ekki gilda lengur en til 1. jjili
1921.
---------»»!«■........■
Ofriður í Liberia.
Meðal hinna mörgu ríkja, er hafa'
sagt Miðríkjunum stríð á hendur, er
sveitingjalýðveldið Libería í Afriku,
Hinn 10. arpíl kom þýzkur kaf-
bátur, stærri heldur en menn höfðn
áður séð, til hafnarborgaiinnEr Mon-
rovia í Liberia. Skaut hann á loft-
- skeytastöð, sem þar er, og ennfremur k
símastöðina. En áður en hann hefði
gerónýtt stöðvarnar, sást gufuskip'
úti fyrir, og hætti þá kafbáturinn
skothríðinni, og hafði sig á brott.