Morgunblaðið - 09.06.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ H, P. Duus A-deild Hafrarstræli. Mest urval at allskonftr VEFNAÐARV0RU Altaf bezt. Altaf ódýrast. ^——I— Málverkasýning Eyjólfs Jónssonar er opin í húsi K.TF.^U. M. á sunnudögusn fa?á kl. 9—11 f.i h.. og 1—7 o. h.j en á virkum dögum frá kl. ÍO f. h. til 6 e. h. Inngangur 50 aurar. Leikfélag Reykjavikiir Landafræði * ást verður leikið sunnudagiun 9. júuí kl. 8 síðdegis í Iðnaðarmaunahúsinu. i síðasía sinti. Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó i dag frá kl. io—12 og 2—8. alveg aukaatriði, því að það var að- Það hafa menn líka séð. Skúli Magnússon var svo stórhuga, að bann vildi vinna ull til útflutnings. Það áform varð að engu vegna óstjórnar í landinu. Klæðaverk- smiðjur hafa verið stofnaðar hér á seinni árum. Þar fer alt i handa- skolum, vegna þess að menn kunna ekki að vinna. Enginn vegur er til þess, að koma heimilisiðnaðinum svo á fót, að landsmenn vinni klæði sín á þann hátt; til þess er hann ait of dýr. Vélaiðnaðurinn er eina úrræð- ið og með öðru móti er ekki hægt að keppa við útlendan iðnað. Þetta hafa forgöngumenn klæðaverksmiðj- anna séð rétt. En hitt hafa þeir ekki séð, hvernig reka skuli verk- smiðjurnar svo, að varningur þeirra jafnist við útlendan að gæðurr. ís- lenzku dúkarnir gátu ekki staðist samkepnina við útlenda og þar er ástæðan til skakkafallanna. Þeir voru grófir, ósmekklegir, olíuþef lagði af þeim o. s. frv. Menn vildu þá ekki enda þótt verðið væri mjög lágt. Verksmiðjueigendur kenna ulliuni um og má vera að eitthvað sé hæft f því. En það er sem betur fer, ekki eina ástæðan. Til þess að koma á fót nýrri greín i stóriðuaði þarf unditbúning og rannsóknir. Menn þurfa að þekkja, hvernig fara skal með ullina, frá þvi hún kemur á kindina og þangað til hún kemur í verksmiðj- una. Menn þurfa að kunna að flokka ullina, og rannsaka hvaða blöndunarhlutföll þels og togs henta hverri dúkategund. Menn þurfa að læra að komast hjá því að maka ullina i olíum, sem alt af skemma, til 'þess ’að geta unnið bana. Gera tilraunir með, að blanda ullina bóm- ull, sem gerir ullina mýkri og áferð- arfallegri. í meiri hluta hinná svo- kölluðu útlendu nllarfataefna er ullin blönduð bómull að einhverju leyti. Það þarf fullkomnari og margbrevtt- ari vélar, en klæðaverksmiðjurnar hafa enn þá fengið, og færari verk- stjóra. Þetta eru altsamau nauðsyn- leg skilyrði, svo nauðsynleg að án þeirra er einkis árangurs að vænta. Islenzku verksmiðjnrnar þurfa að geta unnið betri, fallegri og fjöl- breyttari dúka en hingað til, ef þeim á að vera nokkur viðreisnarvon. Dúka, sem jafnast á við þá, sem hingað flytjast frá útlöndum. Landstjórnin kaupir I. flokks ull (að eins örlítill hluti af íslenzkri ull er i þeim flokki) fyrir 4 kr. pr. kg. og öðrum má ekki selja. Islending- ar verða að borga 150—200 kr. fyrir ein karlmannsföt. Vinnulaun- in verða þá nokkuð dýr. Það er sönnun amlóðaháttarins, að þetta skuli geta átt sér stað í menningar-- landi á menningaröld. Framtaksleysi einu er bér ekki um að kenna, Menn hafa sýnt að þeir höfðu viljann. En þekkinguna vantaði á þessu sviði, sem á svo mörgum öðruro. Enginn Islending- ur kann til þessa iðnaðar. Heyrst hefir að ungur stúdent í Kanpmanna- höfn, hr. Þorvaldur Arnason, hafi hætt háskólanámi, en leggi nú stund á tóvinnunám við danska verksmiðju. Hafi hann þakkir fyrir framtakssem- ina, ef vér fáum að njóta hans siðar. Það er blóðugt að sjá heila þjóð svo þekkingarvana og mannrænu- litla, að hún verði að kaupr útlend- an tóiðnað með okurverði, en selja ullina sína fyrir »slikk« vegna þess að hún kann hvoiki að spinna né vefa band. Það er tákn ómensk- unnar, sem helst ætti að afmá sem fyrst. Eri. simfregnir Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni i London. London, 7. júní. Fyrsti þáttur sóknar óvinana í Aisnehéraði, sem hófst 27. maí, var um það bil að enda þriðjudagskvöld- ið næsta þar á eftir. Þangað til höfðu óvinirnir gert áhlaup sin suður á bóginn, en síðan hafa óvin- irnir reynt að breyta um stefnu vestur á við. Hvort þetta hefir verið gert til þess að reyna að vikka fleyginn, sem óvinirnir vorn í, eða hvort það hefir verið bein fyrirætl- un þeirra, að komast.til Paiísar, er eins með því að sækjí fram vestur á bóginn, að óvinirnir gátu búist við nokkrum árangi. Að reyna að komast yfir Marne meðan vígliua þeirra var enn boruð í fleyg milli Sois ons og Rbeims, mundi vera hættulegt og lítils að vænta í aðra höud. Hmutn akveðuu áhlaup- um þeirra til þess að ná Rheims, var hrundið með miklu tjóni fyrir þá, og það er ekkert mark á þess- um slóðum svo mikilsvert, að það borgi sig fyrir óvinina að kaupa það dýru verði með mannslífum. 31. mai höfðu bandamenn komið ár sinni svo vel fyrir borð að í næstu 4 daga orustum tókst óvinun- um aðeins að sækja fram milli Noyon og Chateautierry, ekkt fullar 6 mílur að jafnaði, en fyrir vestan Soissons náðu Frakkar aftur töluverðu land- flæmi. Síðan 4. júní er það nokk- urn veginn auðséð, að framsókn óvinanna hefir verið stöðvuð og síðan hafa verið háðar aðeins stað- bundnar orustur til þess að rétta við línuna. Þannig hefir orðið kyrð í framsókninni og til þess að geta haldið áfram þurfa óvinirnir annað- hvort að flytja mikið varalið á vett- vang eða hefja aðra sökn einhvers staðar annarsstaðar. Óvinirnir hafa átt frumkvæðið að orustum á árinu 1918, og hingað til hefir hernaðarhugsun þeirra aðal- lega verið að nota sér þau hlunnindi að berjast að innan sem staðhættir herliuunnar gáfu þeim, þar eð hún er beygð í fleyg. Þeir hafa nú mynd- að 3 slíka fleygi og með því látið baudamönnum jafnmarga fleygi í té, í bilunum milli fleyga þeirra. Skyldu óvinirnir reyna til þess að halda áfram framsókninni til Parísar, þá ætti þessi myndun herlínunnar að verða bandamönnum í hag. Hvort að óvinirnir haJda fast við fyrri fyrirætlun sína, að kljúfa her bandamanna, með því að sækja niður Somme-dalinn, eða ef árangur hinnar síðnstu framsóknar þeirra freistar þeirra til þess að sækji fram til Paiísar, þá mundi þó sóknar-tilætlun þeirra vera hia sama i báðum til- fellum, sem sé að þeir v.lja neyða Bandamenu til þess að heyja úr- slitaoiustu í sumar. Euda þótt það megi treysta hershöfðingjum Banda- manna til þess að taka upp gagn- sókn, ef þeir sæu að heppilegt tæki- færi gæfist til þess, þá mundi þó herjum þeirra með því einmitt leitt til þess sem Bandamenn vilja skjóta á frest, sem sé að heyja úrslitaor- ustu áður en her Bandaríkjanna hefir náð þvi að vera fullskipaður. Og að það sé hyggilegt af bandamönn- um að bíða eftir þeim, hefir aug- ljóslega sézt á því hvað Bandaríkja- hermennirnir hafa gengið hraustlega fram i þeim litlu orustum, er þeir hafa hingað til tekið þátt í; og það sézt líka á ákefð óvinanna eftir því, að knýja fram úrslitaorustu, að þeir eru sörnu skoðunar. + Ragnhildur Björnsdóttir, ekkja Páls Ólafssonar skálds, and- aðíst á fimtudagskvöld norður að Presthólum í Núpasveit bjá síra Halldóri bróður sínum. Hún hafði verið heilsuveil að und- anförnu, einkum í vetur, en var þö heldur í afturbata með vorinu og ætlaði að koma hingað suður. En á sunnudagskvöldið fékk hún slag og dró það hana til dauða. Hún var hálfáttræð að aldri. Lik herrnar verður flutt hingað suður og verður hún greftruð hér við hlið manus síns. Skipatjón Norömanna Frá upphafi ófriðarins og fram til 27. apiíl 1918 hafa Norðmenn mist 754 skip af völdum ófriðarins. Þar af eru 588 gufuskip, er báru sam- tals 960.880 smálestir og 166 segl- skip og vélskip er báru samtais 161.712 smál. Harðast mun Lillesand hafa orðið úti af öilum bæjum í Noregi. Af 40 skipum, sem þar áttu heima þegar ófriðurinn hófst, er nú aðeins eitt eftir. Hin 39 hafa öll farist af völdum ófriðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.