Morgunblaðið - 09.06.1918, Blaðsíða 4
f
MORGUNBLAÐIÐ
1913: útfluttar
1914: —
1915: —
1916: —
*9l7 '■ —
48.674 smál,
51-633 —
67.230 —
58.166 —
27.125 —
Hlulfallið er likt og á innfluttu
vörunum: Útflutningur sjávarafurða
er meira en helmingi minni siðasta
ár, en hann var 1916.
III. Tolltekjurnar.
Þær eru taldar án þess að dregin
séu frá innheimtalaun, í yfirliti hag-
stofunnar. Nema þær 1676 þús. kr.
fyrir síðasta át og er það næstum
hálfri miljón (460 þús. kr.) minna
en 1916, og um 130 þús. kr. minna
en 1915. Munar mest um kaffi- og
sykurtollinn, sem. varð 820 þús. kr.
Næstur er tóbakstollurinn: 235 þús.
kr. Annars má bera tolltekjurnar
fyrir tvö siðastliðin ár saman á þessu
yfirliti (talið í pús. kr. ):
T9X7 1916
Vínföng og gosdrykkir 43 67
Tóbak og vindlar . . 235 ■ 309
Kaffi og sykur .... 820 . 565
Te og súkkulaði . . . 56 49
Vörutollur ...... 194 378
Útflutningsgjald . . . 80 216
Verðhækkunartollur . 248 S31
Karl Marx.
Hundrað ára afmæli.
Hinn 5. maí voru liðin 100 ár
frá fæðingu Karls Maix, föður jafn-
aðarmannastefnunnar, ef svo mætti
að orði kveða. í tilefni af því reit
frú Niua Bang eftirfarandi minningar-
grein um hann i »Politiken*.
Karl Marx var fæddur hinn 5.
mai 1818. Foreldrar hans voru af
Gyðingaættum og áttu heima í Trier
i Rínarlöndum.
Um það leyti var auðveldið að
ryðja sér til rýms og umskapa þjóð-
skipulagið í öllum löndum Norður-
álfunnar og afleiðingin varð sú, að
óánægja jókst og margfaldaðist.
Auðveldið var þó misjafnlega langt
á veg komið í hinum ýmsa löndum.
I Englandi hafði það skapað borgara-
stétt og verkmannastétt vorra tíma.
Borgarastétttin hafði skapað sér vi?-
skiftafræði (Nationalökonomi) sem
skýrði að nokkru leyti framleiðslu-
skilyrðin nýju og vegsamaði þau, en
verkamenn höfðu komið á fót hjá
sér hreyfingu til samvinnu, bæði í
sérstökum greinum og eins í stjórn-
málum til þess að endurbæta þjóð-
félagsskipunina. I Frakklandi kom
auðveldið aðallega fram hjá fjármála-
mönnum og kaupmönnum og var
þungt ok á smáborgurunum og
kveikti þvi hjá þeim byltingahug-
myndir og hillinga-hugsjónir um
þjóðfélag þar sem allir væru jafnir.
í Þýzkalandi bar enn Htið á auðvald-
inu; samkepnin við Englendinga
hafði enn eigi komið framleiðslu
smáborgaranna á svo hátt sig, og
þess vegna voru þeir enn ver settir.
Og hinar nýju kringumstæður sköp-
uðu hér nýja heimspeki, sem kend
er við Hegel og kennir það að and-
stæðurnar hér í heiminum berjast
hver gegn annari, en sættust að
lokum, því að þá sameinist þær i
æðii einingu, og á þann hátt skapist
öll framþróun.
Öllum þessum nýja straumum í
Hfsfari þjóðanna — er voru mis-
munandi eftir menningarmismun
þjóðanna — kyntist Karl Marx smám
saman.
í heimspeki Hegels fann hann
fyrst þá rannsóknaraðferð er
gerði honum kleift að finna sam-
ræmið i þeim niðnrstöðum er hann
komst að síðar. Til allrar hamingju
varnaði stjórnin honum þess, að fá
stöðu sem kennaii í heimspeki, og
þvi var það að hann komst í ritstjórn
rótnema blaðs i Köln, þá 24 ára að
aldri. Og þá hrapaði þessi læri-
sveinn Hegels ofan úr skýjaborgun-
um, eins og hann sjálfur komst að
orði, og niður á jafnsléttu. í land-
þingi Rínhéraðanna kom fram frum-
varp til laga, þar sem átti að slá
þvi föstu að það væri þjófnaður að
safna bienni í skógunum. í fyrsta
s'kifti sá nú Karl Marx að »mórall-
inn« er kominn undir hagsmuuum
stéttanna. Hann sá að jarðeigendur
ætluða með þjófstimp iuum að hrifsa
hinn síðasta sameiginlega rétt alþýðu
til jarðeignanna úr höndum hennar
— litinn og auðvirðilegan íétt að
visu, en þó rétt. Eignarrétturinn
birtist honum nú í tveim myndum:
rétti alþýðu og rétti einstakra manna.
fafnframt kyntist hann þá starf-
semi Weilings skraddara meðal þýzkra
verkamanna og frönsku jafnaðar-
mannastefnunni og afiéð hann þá
að kryfja þessar nýju hugsjónir til
mergjar og reyna þær. En bráðlega
þar á eitir var blað hans gert upp-
tækt. Hann fór þá til París til þess
að reyna að komast í samband við
franska jafnaðarmenn, en þeir treystu
honum eigi og fóru undan í flæm-
ingi-
Þó stóð hann eigi einn uppi.
Hann fann dyggan félaga og Vin í
í lifsbaráttu sinni, þar sem var landi
hans Friedrich Engels. Hann var
tveim árum yngri en Marx, var kaup-
maður og hafði numið verzlunar-
þekkingu í Manchester og kynst
þar stóiiðnaðinum. Arið 1844 hitt-
ust þeir Marx í París, og þeir böfðu
þá báðir komist að sama skilmngi
á sÖ£U einishyggjunnar, þótt sina
leiðina hvor.
Vegna þess að það eru föt, fæði
og bústaðir, sem eru fyrstu skilyrð-
in fyiir því, að maðnrinn geti lifað,
þá v.^r þið að þeirta skoðun fram-
boð og frair.lviðsh og flutningur
þessara hluta, sem hafði gagngerð-
ust áhrif á líf þjóðanna. Framboð*
á lifsnauðsynjum er mismunandi á-
ýmsum tímum. Það tekur sífeldum
framförum eftir því sem mennirnír
komast Jengra i því að þekkja nátt-
úruna og öfl hennar, og ná þeim í
þjónustu sína. Not hinna ýmsu
náttúruefna fara sivaxsudi og menn-
irnir finna æ upp nýjrr og fullkomn-
ari vélar og framleiðsluaðferðir. í
stað þess að menn börðust áður
tómhentir gegn náttúrunni, fær mann-
kynið nú æ meira vald yflr krölt-
um hennar, framleiðir æ meiri birgð-
ir lífsnauðsynja og ýmislegs annarsr
er gerir lífið betra en áður og iéttir
lifsbaráttuna.
En vegna þess, að þessi lífsskil-
yrði, er nú voru talin, eru hin allra-
nauðsynlegustu og hafa þess vegaa
mesta þýðingu fyrir mannkynið, þar
sem alt líf þess er undir þeim kom-
ið, þá hlýtur öll framþróun að vera
háð framleiðslu þessara lifsnauðsynjar-
Hinar mörgu breytingar, sem orðið
hafa í lífi þjóðanna, eiga rót sína að
rekja til breytinga á framlejðslunnir
og öll framþróun er vottur uin það,
að framleiðslan sé á framfarastigi,-
og það setur mark sitt á alla menn-
inguna, jafnvel hina andlegu menn-
ingu.
Með þessari skoðun sinni hefðuðu-
þeir Marx og Engels auðvitað eigi
að alt gengi andlaust af sjálfu sér
eins og i vél. Þjóðaframþróunin fer
sína eðlilegu og náttúrlegu brautr
eu gengur þó ekki sjállkrafa án íhlut-
unar. Frumur þjóðfélaganna eru
skyni gæddar starfandi verur. Eng-
in þeirra getur breytt rás framþró--
unarinnar, en þó geta einstakling-
arnir haft áhrif á það, á hvern hátt-
framþróunin skapast, og hve hrað-
fara hún er.
Eins og margar aðrar stórar fræði--
kenniugar er söguskilningur efnis-
hyggjunnar i raun og veru svo auð-
sær, að mann furðar á þvi að hann
skyldi eigi fyr vera fram kominn. En
það stafar af því, að að allar fram-
RáOdelld og fyrirhyggja.
Þeir sem ætla sér að ferðast þann-
ig, að búa í tjaldi og sjá að öllu
leyti um sig sjálfir, verða að vera
ráðsnjallir og fyrirhyggjusamir. Þeir
verða að temja sér reglusemi og
skjótleika og hafa ráð undir rifi
hverju. Erfiðleikar eða óvænt atvik
eiga aldrei að gera þá ráðþrota.
Þegar þeir leggjast til hvildar að
kveldi, verða þeir að búa sig þann
veg og ráðstafa öllu svo, að þeir
séu viðbúnir hverju sem að hönd-
um ber.
Mér er ljóst, að slík fyrirhyggja
kemur að mestu með reynslunni,
en margt má varast, og hjá mörgum
óþægindum geta menn sneitt, ef þeir
hafa vakandi auga og eru athugulir.
Menn eiga að færa sér i nyt sína
eigin reynslu og annara, því að
stöðugt koma fram umbætur á út-
búnaði og ferðasoiði, sem gera ferða-
lagið skemtilegra og auðveldara.
Hér verður að eins drepið á það,
sem menn þurfa nauðsynlega að
vita. Sjálfir verða þeir að læra
af reynslunni, hvers þeir þarfnast,
til þess að auka sér þægindi og
ánægju.
SambúO.
Skemtilegast er að nokkrir menn
haldi hóp, sem eiga skap siman og
þekkjast vel. Enda er það nauð-
synlegt við flutning á farangrinum,
sem getur verið allmikill. Er þá og
sjálfsagt að hver ,maður hafi ákveð-
inn starfa, er hinir skifta sér ekki
af, nema sérstaklega standi á. Slík
stmbúð sparar og mikinn kostnað
við áhöld og útbúnað.
Áhöld.
í byrjun hættir mönnum við að
kaupa ódýr og léleg áhöld, svo að
kostnaðurinn verði sem micstur.
En slikt er skammæ sparsemi.
Nokkurra aura sparnagur á þann
veg, koscar oft margar krónur siðar.
Kaupið vöndnð áhöld. Sækist ekki
mjðg eftir að þau séu glæs'leg út-
— 6 —
lits, heldur að þau lcomi að sem
beztum notum og dugi vel. Hafið
ekki með yður nein óþöif áhöld
eða verkfæri, sem að eins eru til
byrði. Þeir sem ofmikið hafa með
sér eða útbúa sig óþarflega glæsilega,
eru ætfð i vandræðum með sig og
sitt. Siðar verður hér skýrt frá
hvað menn þurfa að hafa með sér
af áhöldum og verkfærum.
Tjöld.
Þau tjöld, sem hentugust eru fyr-
ir fáa menn, kallast A-tjöld eða
Indianatjöld. A þeim eru engar
hliðar, heldur nær þekjan alveg nið-
ur að jörð. Þau eru létt og litil
fyrirferðar og hafa þann stóra kost
að á þeim eru engir strengir, nema
einn, sitt til hvors enda.
Fjórir tnenn þuifa tjald að stærð
2'/aX2l/4 tn. Efni þess á að vera
úr þunnum segldúk (10 onz), helzt
ekki hvitum.
Hentugastur er ljósbrúnn litur
(khaki). Enda er hann þægifegri fyrir
augun og margreynt að menn eru
rólegri og sofa betur í þannig litum
tjöldum.
Þegar menn velja sér tjöld, er
þessa helzc að gæta:
Stren%-au%un þurfa að vera svo
traust, að ekki slitni út úr þeimr
Ijaldskörin verður að falla vel að
og má ekki vera fest með krók og
lykkju, heldur reimuð aftur.
Hornin verða að vera úr tvö--
földum dúk, því á þau reynir mest
þegar tjaldað er. Sömuleiðis verða
busthornin að vera vel gerð, þvi að
þar ganga súlurnar upp undir. —
Nauðsynlegt er að brotið sé inn af
tjaldinu öllu megin, þannig að inn-
brotið leggist undir gólfbreiðuna.
Tjáld8Úlurnar.
Þær er tvær og hvor i þrem hlut--
um. Eru partarnir tengdir saman
með járnhólkum svo sterkum, að
ekki geti dalast, þótt verðifyrir ein-
hverju áfalli. Ekki mega þeir samt
vera svo efnismiklir að þyngsli verði
— 8 —