Morgunblaðið - 16.06.1918, Side 2

Morgunblaðið - 16.06.1918, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sindinefndin kemnr. Leggur á stað á þriðjudag Kauptnannahöfn 15. jiiní 1918. Meiri hluti íslandsmálanefndanna, 15 menn, leggja <il, að gengið verði til sainninga vid íslendinga um sambandið við Danmörk, og væntir ríkisþingið þess, að stjórnin geri þegar í stað nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess að senda fulltrua til Reykjavíkur. Minni hlutinn, þrír íhaldsmenn, álíta, að tírai til samninga sé nú óheppilegur og leggja þess vegua til, að samningum sé frestað. Nefndarálitunum fylgja ítarlegar skýringar sögu- legs- og stjórnmálalegs efnis og um viðskifti Dana og íslendinga síðustu mannsaldrana og fram að þess- um tíma. Eru þar meðal annars birt símskeyti og bréf, sem farið hafa milli Zahles forsætisráðherra Dana og Jóns Magnússonar forsætisráðherra íslend- inga. Umræður um þetta mál hófust í rikisþinginu kl. 11 og var tillagan staðfest í ríkisráði eftir hádegi. Útnefning sendhuanna til Reykjavíknr hefir þeg- ar verið kunngerð, og leggja sendimenn á stað frú Kaupmannahöfn um Bergen á þriðjudaginn kemur. Tillaga meiri hluta nefndarinnar var samþykt í Fólksþinginu með 102: 19 atkvæðum og i Landsþinginu með 46:15 atkvæðum. og auk þess 1x5.000 kr. árlega til reksturskostnaðar. Allar tekjur áttu að renna í landssjóð. ^ Loftskeytatækin voru þá (1904) á bernskuskeiði og sem betur fór var tilboðinu hafnað. Sem dæmi má geta þess, að Ameriku-samband Marconi-féiagsins, sem lokið var við 1905, gat eigi tekið verulega til starfa fyr en í febrdar 1908. Sumarið 1905 lét Marconifélagið reisa hér tilraunastöð, sem gat tekið við skeytum frá Poldhu i Eng- landi, en var ekki útbúin með senditækjum. Ari síðar var þessi stöð aftur lögð niður. Á alþingi 1911 var mikið rætt um að koma á loftskeytasambandi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja og jafnvel víðar. Það virtist hafa talsvert fylgi í þinginu, en var þó að síðustu felt. Með 'lögum um ritsíma og tal- simakerfi Islands frá 20. okt. 1913, var heimilað að byggja loftskeyta- stöð í nánd við Reykjavík. Atti aðaltilgangur stöðvarinnar að vera sá, að vinna við skip i hafi, og annast varasamband til útlanda. Vegna striðsins og annara ástæða seinkaði framkvæmd málsins þangað til sumarið 1916, að þeir Einar Arn- órsson, þáverandi ráðherra, og lands- símastjórinn fóru til Danmerkur og I. júlí sama ár var gerður samnin- ingur við Marconifélagið um að byggja 5 kilowattastöð á Melunum við Reykjavik. Um haustið veitti brezka stjórnin útflutningsleyfi á tækjunum og i desember 1916 kom flest alt efni til stöðvarinnar hingað til Reykjavíkur. Bæjarstjórn Reykjavíkur lét af hendi 20000 fermetra lóð á Melun- um gegn 300 kr. árlegu lóðargjaldi. Þá um kaustið (1916) var einnig byrjað að reisa hús fyrir stöðina. Einari Erlendssyni byggingarmeistara var falin yfirumsjón við húsbygginguna og má telja að lokið hafi verið við smíði hússins um siðustu áramót. Húsið er einlyft með háum kjall- ara. Það er 56 X 33 fet. hygt >ir steinsteypu og hið vandaðasta í alla staði. í kjallaranum er þriggja her- bergja íbúð fyrir dyravörð stöðvar- innar, auk eldhúss, þvottahúss, mið- stöðvarbitavélar og geymslu fyrir olíu og eldivið. Uppi eru þrjú her- bergi fyrir loftskeytatækin: eitt fyr- ir sendivélamar, annað fyrir raf- magnsgeymirinn og hið þriðja fyrir móttökuvélarnar. Auk þess eru þar t?ö herbergi fyrir símritunar- og loftskeytaskólana og tvö herbergi fyrir forstjóra stöðvarinnar. Húsið ásamt raflýsingu, hitaleiðslum og vatnsleiðslu, kostar um 77,000 kr. Húsið er ennþá ómálað að utan. Möstur stöðvarinnar eru tvö og standa sitt hvoru megin við húsið. Þau eru 253 ensk fet á hæð hvert og 600 fet á milli þeirra. Hvort mastur er bygt úr 23 tíu feta stál- pípum en efstu 23 fetio, eru úr tré. 12 stálvirar styðja hvert mastur. Stál- virar þessir eru einangraðir frá möstr- unum og jörðu. Þeim er fest í átta stóra og sterka cementsstöpla. Hver stöpull er 8 X 9 fet °g graí- inn um 9 fet í jörðu. Möstrin standa einnig á samskonar cements- stöplum. Þessir cementsstöplar eru 10 talsins og auk þess 7 minni fyr- ir festar Ioftnetsins — samtals 17 stöplar. Milli masturtoppanna eru strengdir 4 bronzeþræðir og úr miðju þeirra aðrir 4 þræðir niður að jörðu og inn í vélaherbergið. Loftþræðir af þessari gerð eru nefnd- ir »T—loftnet* og hafa þann eigin- leika að geisla rafsegulöldunum jafnt í allar áttir. Eiginsveiflur þessa loftsnets eru um 900 metrar og er því notað til að senda 900 og 1800 m. öldur. Frá syðra mastri stöðvarinnar eru, auk áður umgetinna loftþráða, strengdir tveir þræðir niður að húsinu og inn í vélaherbergið. Þetta minna loft- net er aðallega notað til að vinna við skip með 600 metra öidulengd. Sitt hvoru megin við húsið eru grafnar I jörðu, í tvo háifhringi, 56 galvaniseraðar járnplötur og við þær tengdir járnvirar, sem grafnar eru niður milli mastranna, og einnig leiddir inn í vélaherbergið. Þetta er kallað »jarðarsamband« stöðvar- innar. Uppsetning mastra, stálvíra, loftneta, cementsstöplar og jarðar- samband kostar um yy./oo kr. I vélaherberginu er senditækjunum komið fyrir. Aðal hreyfivélin er 15 hestafla þriggja cylindra steinoliu- mótor. Hann er útbúinu með rafkveikju og einnig látinn ganga fyrir benzini. Afast við mótorinn er jafnstraumsvél, sem framleiðir 7,5 kw. 110/160 voltaspennu. Jafn- straumsvél þessi gerir hvort tveggja að hlaða rafmagnsgeymirinn, og knýja 9V* hestafla straumhreyfivél. Raf- magnsgeymirinn, sem er 60 »cellur« 260 ampérestunda, knýr straum- hreyfivélina þegar steinolíumótor inn er ekki i gangi. Við straum- hreyfivélina er tengd straumbreyti- vél sem framleiðir einfasaðan breyti- straum, 5 kw. 500 volt, 300 peii- óður. 500 volta breytistraumurinn er með spennibreytir hækkaður upp í 7500/15000 volt. Móttökutækin eru 4, þar af 3 af kerfi Marconis og eitt »Audion«-tæki De Forest’s. Móttökutækin hafa reynst afbragðs vel en ekki er hægt enn sem komið er að segja neitt ákveðið um lang- drag stöðvarinnar. Samkvæmt samn- ingnum ábyrgist Marconifélagið lang- drag stöðvarinnar 750 kilometra að degi til og rúmlega helmingi lengra að nóttu (í myrkri). Tilgangur stöðvarinnar er i Jyrsta laqi sá að vinna við skip í hafi og við strendur landsins. Með því móti getur stöðin orðið fiskiflotan- um, sem gera má ráð fyrir að verði útbúinn með loftskeytatækjum, að ómetanlegu gagni. í öðrti las>i er ætlast til að stöðin verði miðstöð og gæslustöð þeirra loftskeytastöðva, sem væntanlega verða bygðar hér á landi innan skams, og i priðja laqi á stöðin að annast varasamband við útlönd ef sæsímanum skyldi hlekkj- ast á. Hvað viðvikur siðasta atriðinu, þá ætti að vera hægt að koma tals- verðu af símaviðskiftum vorum loft- leiðina, ef sæsíminn bilar, — sér- staklega ef 5 kw. stöðin á Færeyj- um, sem verður bygð eins fljótt og kringumstæður leyfa, — væri kom- in, en þó getum við ekki komið nándar nærri öllum þeim skeytum, sem nú eru afgreidd daglega gegn um sæsimann. Til þess þyrftu stöðvarnar að vera miklu öflugri og betur útbúnar. Samningur sá, sem gerður var við i Mikla Norræna, veitir félaginn einka- leyfi á símasambandi Islands við Evrópu í 20 ár, eða þangað til i ágústmánuði 1926. Þess vegna var ekki ráðist í að reisa stærri, og þar af leiðandi miklu dýrari stöð, sem þó væri ekki leyfilegt að nota næstu árin. Fé það, sem varið hefði verið til svo stórrar stöðvar, hefði þvi legið ónotað og rentulaust um óá- kveðinn tíma. — 1 þessu sambandi má geta þess, að loftskeytastöð með langdragi héðan til Kanada var áætl- að að mundi kosta fyrir striðið, eða í stríðsbyrjun, um eina miljón króna. Tæki stöðvarinoar hér og verkfræð- ingur Marconifélagsins, sem hér var, kosta um 6j,ooo kr. Það má heita ógerningur á þess- um tímum, að fá erlendar stöðvar til að gera tilraunir við stöðina hér. Sem stendur erum við að gera tii- raunir við Lyngbystöðina, en hún er svo langt i burtu, að ekki er lik- legt að þær tilraunir takist. Lerwick á Hjaltlandi er sú stöð, sem mestar likur eru til að gæti haft samband við Reykjavíkurstöðina, en leyfi til að reyna við Leiwick, eða aðra hent- uga stöð á Bretlandi, er enn ekki fengið hjá Bretum. í sambandi við loftskeytastöðina hafa verið settir á stofn loftskeyta- og símritunarskólar. Skólar þessir eru útbúnir með nýtízku símatækj- um og kenslan er bæði bókleg og verkleg. Forstjóri stöðvarinnar stýrir einnig skólunum. Fyrsta námsskeiðið hófst 1. febr. þ. á. í símritunar- skólanum eru 5 ungir menn, sem hafa nú lokið fyrri hluta námsins, sem stóð yfir i vetur, en eiga ann- an vetur eftir. I sumar hefir þeim verið komið fyrir hingað og þangað á ritsímastöðvunum, en byrja aftur á námi í haust. — Við loftskeyta- skólann luku 4 skipstjórar minna prófi og eru nú handhafar fyrstu islenzku prófskirteina í loftskeyta- fræði, sem gefin hafa verið út. Skipstjórar þessir voru: Guðmund- ur Jónsson, Hafsteinn Bergþórsson, Jóel Jónsson og Jón Otti Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.