Morgunblaðið - 16.06.1918, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1918, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Rússneskir fangar í Danmðrk. Gordon Bennett. Fyrir nokkru kom fregn um það, að James Gordon Bennett, eigandi og ritstjéri »New York Herald< og einhver merkasti blaðamaður heims- ins vaeri látinn. Hann lézt suður í Nizza og var 77 ára að aldri. Bennett var einn af þeim blaða- mönnum, er aldrei skrifaði neitt sjálfur. Það var og líka einkenni- legt við hann, að síðustu ár æfi sinnar dvaldi hann i Nizza og stjórn- aði þaðan símleiðis bæði hinu reglu- lega »New York Harald< og eins Parisar-útgáfu þess. En hugsjóna- ríkur var Bennett og þótt hann skrifaði eigi sjálfur, gat hann fengið aðra til þess að skrifa. A unga aldri vakti hann þegar athygli alheims á sér með því að senda Stanley til Afriku til þess að leita að Livingstone. Benti það þegar til þess að mikið væri i mann- inn spunnið. Og lerð Stanleys varð fræg eins og allir vita, þvi að eigi fann hann að eins Livingstone, heldur uppgötvaði hann mikinn hluta Afriku. Hitt var þó jafnvel enn snjallara, er Bennetr sendi Miss Bly hringinn i kring um jörðina. Þá var bók Juels Verne, »Umhverfis jörðina á 80 dögum<, nýkomin út og þótt hún þætti nokkuð æfintýraleg, þótt- ist þó Gordon Bennett þegar sjá það, að hægt mundi að ferðast um- hverfis jörðina á enn skemri tima. Litlu síðar kom til hans ung stúlka i New York Miss Bly, og bað hann hjálpar vegna þess að hún ætti ekk- ert athvarf. Hann hét henni of fjár ef hún gæti ferðast umhverfis jörð- ina á skemri tíma en 80 dögura. Hún lagði þegar á stað, og hafði eigi annað meðferðist en litla hand tösku. í Boulogne hitti hún Jules Verne og hét honum því að hún skyldi sýna honum að bók hans væri þegar orðin á eftir tímanum. Öldungurinn hristi hið hvitlokkaða höfuð sitt, en Miss Bly hélt áfram försinni og hún var eigi nema 76 daga að þvi að ferðast umhverfis hnött- inn. Nú er hægt að fara þá vega- lengd á miklu skemri tima og er það eigi sízt Gordon Bennett að þakka, þvi að með verðlaunum, sem hann veitti fyrir bifreiðaakstur og flug, ýtti hann mjög undir framfarir á þeim sviðum. Frægt er lika orðið það uppátæki hans, er kóleran geisaði i Hamborg, að. senda þangað ungan fréttaritara, Stanhope að nafni, með skipun um það, að krækja sér i kólerusótt svo að hægt væri að reyDa á honum ný uppgötvað amerikskt meðal við þeirri veiki. Stanhope hlýddi þessu. Hann fór til Hamborgar og fekk þar hina svæsnustu kóleru og sendi þaðan simskeyti er hann ritaði með skjálfandi hendi og byrjaði þannig: »Með 5 biljónir af kólerusóttkveikj- um í maganum sendi eg New York Herald skeyti . . .< Stanhope batn- aði — ef til vill af ameriska meðal- inu — og hann lifir enn og á nú komu nokkurra rússneskra fauga til heima i Beilín. En upp frá þvi varð hann handgengncsti starfsmað- ur Gordon Bennetts. Þegar Bennett tók við »New York Hera!d< eð fóður sír.um látnum, var blaðið mjög útbreytt, en eigi í miklu áliti. Það er mælt, að þá er gamla Bennett vantaði efni i blaðið, þá gekk hann út á götu og réðst þar á einhvern lögregluþjón og barði hann til óbóta, en gekk síðan npp á skrifstofu sína og skrifaði langa og ítarlega grein nm viður- eignina og ósæmilegt framferði lög- reglunnar gegn friðsömum borgur- um. Sonur hans hafði svipaða hug- myndagáfu, en í miklu stærri stil __ 0g betur við hæfi blaðamensku nútimans. Og hann gerði úr »New York Herald< eitt hið stærsta blað heimsins og það blaðið sem er i Eins og kunnugt er tóku Dmir til hjúkrunar og aðhlynn- ingar allmarga fanga, af Þjóð- verjum, Austurríkismönnum og Rússum. Voru það mest crkumla- menn og hefir þeim verið hjúkrað svo vel í Danmörku að margir eru á góðum batavegi. Nú hermir svo frá í skeytum að rússnesku faugarnir séu sendir heim. Með því hafa Danir viðurkent það, að Rússar séu eigi letigur hernaðar- þjóð. Myndirnar hér að ofan sýna mesta áliti i Ameríku, enda þótt hann skrifaði aldrei neitt sjálfnr, en léti ávalt aðra skrifa. Herskylda á Færeyjum? Eins og kunnugt er hafa Færey- ingar til þessa verið undanþegnir herskyldu, enda þótt íhaldsmenn í Danmörku hafi hvað eftir annað stungið upp á því, að dönsk her- skyldulög yrðu lika látin ná yfir Færeyinga. Um 1880 var sérstak- lega mikið um þetta rætt og land- þingmaður Færeyinga, sem þá var, vildi ólmur að herskyldulögin næðu til Færeyinga. En þá strandaði mál- ið góðu heilli á mótspyrnu Færey- inga sjálfra. En aftur hefir þetta mál gosið upp við og við. T. d. lét Claus: Berntzen fyrverandi ráðherra þess getið eigi alls fyrir löngu, að Fær- eyingar hefðu að v'su verið undan- þegnir herskyldu til þessa, en það mætti eigi skiljast svo, sem þeir ættu neina heimtingu á slíkri und- anþágu. Og enn er þessu máli haldið vakandi. Á fundi í danska stúdenta- félaginu hinn 17. april var samþykt tillaga, sem krafðist þess, að kapp- samlega yrði unnið að þvi, að sam- eina hluta nins dauska ríkis sem bezt, bæði efnahagslega og menn- ingarlega. Oj prófessor Fabricius benti á, að eitt sporið í þá áttina væri það, að koma á almennri her- skyldu í Færeyjum I »Politiken« þótti uppástunga pro- fessorsins nokkuð glæfraleg og mundi það sizt til þess fallið, að bæta samkomulagið milli Dana og Fær- eyinga, að fara þessa leiðina. Væri samkomulagið ilt, mundi þetta þó verða til þess að spilla því stórum. Sézt á þessu, að meðan núver- andi stjórn situr að völdum i Dan- mörku þurfa Færeyingar eigi að óttast það, að herskyldu verði dembt á þá, En það er eigi gott að segja, hverju hinir æstu sambandsmenn í Danmörku, sem vilja tengja ríkis- hlutina sem fastast saman, fl áotk- að, ef stjórnarskifti skyldu verða. Nýjasta rannasaga Belga. Haustið 1914 flýði fjöldi belg-- iskra hermanna inn yfir landa- mæri Hollands — tók þann kost heldur, að ganga á vald Hollend- ingum en Þjóðverjum. Og þar hafa þeir verið í haldi síðan, eða i raun réttri sem gestir Hollend- inga. En vegna þess matarskorts, sem nú er í Hollandi, hefir orðið að takmarka mjög matarskamt þess- ara hermanna, og segja sumir, að nærri muni láta að þeir sálist úr hungri. Koma hinar sömu fregnir frá fangabúðunum í Zeist, Harder- wijk og öcheveningen: »Ilia vor- um vér til reika þegar vér kom- um hingað í októbermánuði 1914,, og nú erum vér litlu nær.< — »Fullorðnir karlmenn gráta eins og börn af hungri*. Þannig eru þá fregnirnar. En er ekki jafnframt sögð með þessu raunasaga Hollendinga. Þeir hafa sýnt frábæra gestrisnu og dreng- lyndi í stríði þessu, því að þeir hafa hýst þúsundir og tugi þús- unda karla, kvenna og barna, sem flýðu frá Belgíu, og sóð þeim fyrir lifsviðurværi í 4 ár. Og þeir hafa tekið við enskum og þýzk- um föngum og örkumla mönn- um, og hjúkrað þeim eftir beztu föngum. En þakkirnar sem þeir fá eru þær, að haft er í hótun- um við þá frá öllum hliðum. Þeim er varnað þess að draga björg í þjóðarbú sitt, og skip þeirra eru af þeim tekin. En fyrir gestrisni sina hafa þeir það, að allur sá fjöldi, sem þeir hafa skotið skjólshúsi yfir, hefir etið þá út á gaddinn. Því að líði kyrsettum hermönnum illa hjá þeim, líður landsmönnum sjálfum ekki betur, því að eigi munu þeir svelta gesti sína, en lifa í allsnægtum sjálfir. Danmerkur. A efstu myndiuni sjást hjúkrunarmenn úr »Rauða krossiuum* og bera þeir á milli sín einn fnngann, sem er svo illa á sig komion að hann getur ekki gengið. A miðmyudinni, sjást nokkrir menn, konur og karlar sem tóku á móti föngunum og gáfu þeim hressingar eftir ferðalagið. Og á neðstu mynd- inni sézt skip, sem flutti fangana til Danmerkur og er verið að hjálpa liðsforingja nokkrum i land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.