Morgunblaðið - 16.08.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1918, Blaðsíða 1
Fðstudag 16. ágúst 1918 MORGUNBLADID 5. argangr 279. tðlub'aO Ritstjón: Viihjilœur Finsen ís&foidarprentsmiðja Brezkir flugmemi, Eins og kunnugt er, h-íir hernaðurinn í lofdnu harðnað jafnt og þétt og eru það ótrúlegar sagnir sem ganga um það frá beggja hálfu, hvað margar flugvélar eru skotuar niður á hverjum mánuði. Af bandamanna- þjóðunum munu Bretar nú eiga flesta og snjallasta flugmenn. Fara þeir nti daglega flugferðir inn í Þýzkaland og skjóta þar á borgir. Flytjum vér hér mynd af brezkri flugmannasveit sem er í þann veginn að leggja á stað í slíka svaðilför. — Fluglistinni hefir nú fleygt svo fram síðan striðið hófst, að kalla má að það sé hættuminna að ferðast í lofti heldur t. d. með járnbrautum eða skipum. Ritstjórnarsimi nr. 500 Erlendar símfregnir. (Frá frðttaritara Margunt.1.). Khöfn. ódagsett. Bretar hafa viðurhent Czecko- Slavona sem bandaþjóð í óftiðnum. Sagt er að Vilhelm erkihertogi í Austurríki muni verða í kjöri til konungstignar í Ukraine. Þýzkar hjálparhersveitir eru komn- ar til Rússlands. Orðasveimur hefir borist út um það, að [Lenin og Trotsky hafi algerlega dregið sig í hlé. Frá Vín er símað, að Italir hafi hafið nýja sókn hjá Tonale og hafi brotist inn í fyrstu varnarliau Austurríkismanna á fjallavígstöðvun- um. Khöfn. 14. ágúst. Þjóðverjar halda undan í Oise- dalnum en veita öflugt viðnám annarsstaðar á vígvellinum. Ráðherrar Miðríkjanna eru nú á ráðstefnu i aðalherbúðum Þjóðverja. Þjóðverjar eru farnir burt úr Moskva. Maxirnalistar berjast við gagnbyltingamenn i Wolgahéraði. Syndikalistaóeyrðirnar hér I Kaup- mannahöfn halda áfram. Opinberir starfsmenn Dana hafa fengið 25% Iaunahækkun. Róðrar á opnum bátum í haust. Verði botnvörpuskip þau, er dag- lega sjást á næstu miðum ekki búin að flæma allan fisk í burtu, frá slóð- «m þeim, sem opnir bátar róa á og þeim er fært að sækja, munu róðr- ar á opnum förum verða stundaðir af kappi hér í haust. Eg skrifaði nokkur orð um það i vetur, hve lélegur útbúnaður hlyti að vera á mörgum bátunum, þar sem alt er notað, sem flotið gat til þess að reyna að ná i fiskinn sem fyrir var og að nauðsynlegt væri fyrir þá, sem ráðin og völdin hafa, að semja við mótorbátaformann eða formenn, að hafa augastað á og að- stoða hinar lélegu smáfleytur ef óveður gerði eða vindur stæði af ilandi. Datt mér þá helzt i hug, að mál þetta heyrði undir bæjarstjórn- ina hér og í Hafnarfirði, þar eð borgarnr þessara bæja áttu í hlut. Eg heyrði svo ekkert um þetta og þótt undarlegt væri, studdi eng- inn þetta mál með því að rita frek- ar um það í blöð, en eg heyrði nóg um að þetta væru orð I tíma töluð, en eg veit að þau hafi verið i ótlma. töluð, því að fyrir þann tíma áttu þeir, sem frá byrjun sáu útbúnað báta og vissu, að sumir formenn þeirra voru litt vanir báta- formensku, sem einnig þarf að æfa og læra sem annað, að frambera þá skoðun sina, að þessir bátar þyrftu fylgdar með, að á þeim yrði að hafa vakandi auga, enda skall hurð nærri hælum hinn 7. apríl þ. á., og þótt ekki yrðu slys hér þann dag, þá er það engri forsjá að þakka. Ótil- kvaddir hjálpuðu mótorbátar ein- fiverjum, sem illa voru staddir, en hvort þeim hefir nokkuð verið þægt fyrir það, er mér ókunnugt um. Hefðu nú nokkrir bátar farist þann dag, þá var nokkuð seint athugað, en hér liggur það i landi, að slysin verða að koma fyrst, áður en nokk- ur hreyfir sig; þá fyrst er farið að rannsaka. Til dæmis á annan í hvítasunnu var eg í míklum þrengslum staddur niður við »Sterlingf, ætlaði að kveðja kunningja minn. Þar var 4 — 5 ára gamall drengur út á brún uppfyll- ingarinnar og er einhver kom við hann, slengdist hann áfram, en eg náði i peysuna hans og rak hann upp á »Plan«. Slðan fór eg og at- hugaði þennan stað, og sá að nóg rúm rnilli skips og bólvirkis var til þes;, að hann hefði farið alla ieið í sjóina og lítil von um björgun með engu til þess. Litaðist eg þá um, hvort eg kæmi auga á bjarghring eða stjaka, sem höfnin ætti á hús- hliðurn sínum í liku augnamiði og komst að því, að fyrir þessu hafði enginn hugsað. Nefndi eg þetta sið- an við yfirmenn hafnarinnar og könnuðust þeir við, að slík áhöld væru nauðsynleg, en í dag eru þau ókomin eno. Hefði drengurinn drukn- að, værn þau komin, enn nú er enginn dottinn og druknaður milli skipa og bólvirkis, þess vegna hefir ekki verið tilefni til að koma þessu á réttan og sjálfsagðan stað. Vér lesum í blöðnm um ferðalag hr. lyfsala Sigurðar Sigurðssonar frá Vestmannaeyjum. Hann er hingað kominn í erindum björgunarfélags þar. Hans ferð hingað er fyrir hönd þeirra manna, sem sýna það, að , þeir kunna að virða mannslíf og vita hvað mannúð er. Sumir halda það, að ókleyft muni vera, að halda úti mótoibit í haust til þess að eins að gæta að róðrar- bátum, en ekki meigutn við virða líf manna á bezta aldn minna en 15.000 kr., og farist því smáfleyta með 2 mönnum, eru krónurnar orðnar 30.000, sem I sjóinn fara, þessn er einnig vert að reyna að bjarga. Eg held nú samt, að þótt eng- um báti væri beint haldið úti í þessu augnamiði, að það gæti borið góðan árangur, að þeir sem með eiga, færu þess á leit við mótorbáta- Afgreiðslnsimi nr. 500 formenn, ef þeir stunda sjó í haust, að þeir sem flestir, vildu liðsinna róðrarbátum, er illa væru staddir og að þessum mönnum væri í hvert skifti úr bæjarsjóðum borgaður greiði sá, er þeir gera heimilum bæjar- félagsins og að sú borgun væri svo, að hún uppörfaði til frekari fram- kvæmda. Minst af því, sem hægt væri aö gera fyrir þá menn, sem með mat- vælum þeim, er þeir afla, hafa hald- ið og halda í okkur llfinu, er að eitthvað sé reynt í þá átt að hjálpa þeim, þegar þeir eru í háska staddir á sjónum, og minna má það ekki vera en að grenslast eftir undir- tektum þeirra formanna, sem hafa þvi láni að fagna að vera á örnggari og betri bátum, sjá fyrst hvað þeir segja og haga svo framkvæmdum eftir því. Vestmannaeyingar hafa nú á 10 árum mist r8 báta og með þeim 38 menn, duglega menn á bezta aldri. Aðrir skipskaðar og druknanir hafa þar orðið auk þess og mörg- um hafa þó enskir botnvörpungar bjargað. Þetta þykir þeim of mikill skattur, nú vilja þeir minka hann og framfylgja því máli eins og menn. Væri ekki ráð að koma i veg fyrir likan skatt hér, og gera sitt bezta til þess að svo meigi verða, þótt mistök geti orðið, þá hefir þó verið reynt og stórt bæjarfélag þarf þá ekki að afsaka hugunarleysi með því að allir hafi sofið. Reykjavik, 15. ágúst ^918. Sveinbjörn Eqilson. Yegabót = Vegaskemd. s>Ea%jótt laus viö o'níburð óbót vegar stendur, leqqjabrjótur lítt fœr urð, sem löqðu manna hendur. Styr. Tk. Svo kvað Steingrimnr heitinn um smldarbragðið á íslenzkri vegagerð hér á árunum. Sjálfsagt er nú þessi veg3gerð, sem lýst er I vísunni, minna höfð til fyrirmyndar nú en áður, en þvi miður sjást hennar þó merki enn í dag , og það jafn vel hérna í sjálf- um höfuðstaðnum. Hérna niðri á hafnarbakkanum var alófært yfirferðar i vor þegar klaka tók að þiðna, og argvítugri níðslu á mönnum og skepnum en aksturinn þarna niðurfrá þá getur ekki. Loks- ins var ekið dálitlu af möl ofan í versta kviksyndið, og sumstaðar til bóta, en í sundinu fyrir vestan vöru- geymsluhús K. Zimsens, sem Lands- verzlunin hefir nú á leigu, var þetta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.