Morgunblaðið - 16.08.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.08.1918, Blaðsíða 3
MORGTJNBLAÐIÐ I 0. 0. F. 1008169 - 0- Garnl« Bió nwmaaswa V.. pyre rna ' II. „Rauða leyniletrlð“, Framhald af »B!óðsugurnar«. Ahrifnmikill osí dulartullur c sjóuleikur í 4 þáttum, verbur sýndur í k v ö 1 d. Jan Mayen-fdrin. Vélskipið »Snorri«, eign bræðr- auna Röngvalds og Gunnars Snorra- sona á Akureyri, fór rétt eftir miðj- an jiílí, til eyjarinnar Jan Mayen, og kom aftur hlaðinn af rekavið, Pits- pine og furu. Gunnar Snorrason var formaður fararinnar. Ferð þessi var gerð, að mestu leyti fyrir hvatningu kaupmanns Þorsteins Jónssonar á Seyðisfirði og á hans kostnað að einhverju leyti, Hann hefir lengi haft hug á því, að fá ljósar fregnir af eynni og þvi, hvernig þar væri umhorfs. Er ekki ólíklegt, að hann hafi í hyggju að láta ekki lenda við þessa för eina. Skipið hafði 8 daga viðstöðu, og gekk sá tími til að ferma það, var það seinlegt verk og ílt aðstöðu, því rð viðurinn lá allur hátt uppá landi, en nóg var af honurn. Mjög sagði Gunnar, að væri eyði- legt í og við eyna, ekkert jurtalif nema mosi, ekkert sá hann til fiski- gengdar, en lítið eitt af sel og nokkuð af fugli. Eyjan er hafnlaus. Austan á benni kvað vera svartur sandur, sem kaliast segnlsandur. Ætlaði Gunnar að láta ná dálitlu af honum til að hafa heim með sér, en þá spiltist veðrið, vai þá ekki hægt að haldast þar við lengur, og hélt haDn þvi af stað heimleiðis. Kom hann til Ak- ureyrar eftir 14 daga burtveru. Fyrir norðan þykir þetta allein- kennilegt ferðalag, og ekki að vita nl hvers kann að verða seinna meir. Þess má geta, að eyjan er »engra manna land, Fjórir Norðrnenn, höfðu dvalið við veiðar í eynni, siðastliðin vetur. í kofa, sem þeir héldu tji ^ höfðn þeir skilið efúr skrifað blað, þar sem þeir skýrðu frá liðan og hvern- ig veiðin hafði gengið. T. d. hafði einn maður skotið 200 refi á einum mánuði, þar af voru I80 mórauðir. Tvo birni höfðu þeir einnig skotið. Menn þessir voru fyrir stuttu farnir ór eynni er Gunnar kom þar. ....... ........'i!iL-U.!Síí a c* m o m m ...»........... iiftsmr- Landssímnstöðin á geymdan mó í gamla Landabankagarðinum. Ofan á móinn eru lagðar lausar þakjárua- plötur. þetta er stórhættulegt. Ef nokkuð hvessir geta plöturnar fokið og valdið ef til vill stórelysi. Ssetir það furðu, að lögreglan skuli láta þetta afskiftalaust. Er ekki laust við að mauni finnist henni mislagðar hendur, þar sem bún hefir með mik- illi röggsemi reynt að varðveita silki- kjóla stásskvenna fyrir mjölryki á gangstéttinni við dyrnar á gamla bankanum, og viljað spara mönnum ómabið að sneiða fyrir mjölpoka af gangstéttinni út á götuua. Sú rögg- semi er í sjálfu sór allra þakka verð og ber haua sízt að lasta, en hitt væri þó ekki mínna verr, að fyrir- byggja slys og jafnvel lífshættn, sem lausu járnplöturnar bersýnilega gætu valdið. 1 Njörðnr kom hÍDgað í gærdag al- kominn norðan af síldveiðunum. Með skipiuu kom verkafólkið, aem átti að viuua við aflann í sumar. Nýtt blað, er Kári heitir, kvað Erasmus Gíslason vera farinn að gefa út. A það að sögn að fjaila um mála- ferli þau, er hann hefir átt 1 að und- anförnu. Sterling á að fara héðan á mánu- daginn vestur og norður um land. Kemur hingað aftur um mánaðamót. Óvenju lítið hefir komið af slát- urfé til bæjarins það sem af er sumr- inu. Annare hefir það verið venjan, að hægt hefir verið að fá nýtt sauða- kjöb um þetta Ieyti. Dánarfregn. Nýlátin er frú Asta Gunnlaugsdóttir, kona Helga Jóns- sonar bóuda að Vogi á Mýrum. Frú Asta var koua á be/.fca aldri, gáfuð og öllum harmdauði þeim er hana þektu. Spádómur um striðið. í Noregi er upp risinn spámaður, sem heitir Anton Johansen, en er sjaldau eða aldrei nefndur annað en »Lebesbymanden«. Eftir þvi sem vér bezt vitum var hann bóndi norð- ur á Finnmörk þangað til í fyrra, að spádómsgáfan kom yfir hanm Þá eyrði hann ekki lengur heima, en hélt til höfuðstaðarins. Norðmenn henda gys að spádóm- um hans, en Svíi nokkur hefir sýnt þeim þá virðingu, að gefa þá út á prenti. Einn af spádómunum er á þessa leið, eftir því sem »Bergens Tidende« segist frá: — Eg heyrði að árið 1918 var nefnt samningaárið, heyrði að Rúss- ar mundu semja sérfrið við Þjóð- verja og að í ágústmánuði 1918 mundu teknar upp friðarumleitanir með Þjóðverjum og Englendingum. Þegar eg bað um að fá að heyra hver árangurinn af því yrði, sagði Herranu við mig, að ef þeir, sem trúaðir ern, sameinuðust i friðarbæn, mundi hann fyrirgefa mannkyninu syndir þess og gefa þvi frið aftur. Ec tf friðarsamningarnir færu út um þúiur, mundu Bretar og Bandaríkja- menn eiga mikla sök á því. Margskonar ógæfi mun koma yfir England. Rikið verður að auðmýkj- ast. Mér hefir verií sagt, að Eng- land standt á glötunarbarmi og sé við búið að það hrapi niður í hyl- dýpið. í Iodlandi verður uppreist, sem lýkur mcð þvi, að landið fær sjálfstæði og mér virtist svo, sem þess mundi eigi langt að bíða. Eg sá i þeim héruðum, þar sem upp- reistin hefst, langa vigvelli, vopn og ógurleg roanndráp, fjölda grafa og fallinna Breta. England verður einnig að berjast gegn uppreistum í öðr- um nýlendum sinum og má þakka fyrir, ef það missir ekki roeira en Indland. Og England verður iika að gæta sin fyrir iunri óeyrðum, sem eru svo ógurlegar, að landið er í veði. Eg sá einnig, að yfir England mun koma ógurlegt veður, er valda mun hræðilegu tjóni. Óveður þetta mun fara fram hjá vesturströnd Dan- merkur, yfir Norðursjó og Atlanzhaf til Ameríku. Stórir flotar herskipa og kaupfara munu stranda og sökkva í sjávardjúp og þúsundir sjómanna munu farast. Óveður þetta verður svo ægilegt, að sliks munu engin dæmi áður. Það virðist svo, sem það muni koma fyrir haustið eða á öndverðu haustiuu 1918 — áður en 6 mánuðir eru liðnir frá apríl- lokum. Það mun einnig koma yfir Þýzkaland, en eigi valda þar mjög miklu tjóni. Þjóðverjar og Austurrikismenn þurfa að vera varkárir fyrst um sinn, svo að eigi þurfi þeir við að stríða aðrar eins innanlandsóspektir og þær, sem eru yfirvofandi í Eoglandi og Ameriku. Manndauði, Ameríkska blaðið »New York « Sun« reyniraðgera áætlun um það, hve margir menn deyi daglega í heiminum og eftir því setn það kemst næst verða það 120.000 manna, eða 43.340.000 menn á ári. í samanburði við þetta er mann- fallið á vigstöðvunum hverfandi, því að á móti hverjum manni, sem með vopnum er veginn, deyja 22 úr sjúkdómum eða elli. Þeir, sem fallið hafa á vígvöllun- um, eru eigi nema örlitið brot af mannkyninu og auk þess ber þess að gæta, að fjöldi þeirra hefði dáið eðlilegum dauða, á þessum árum, ef vopn hefðu eigi orðið þeim fyr að bana. 1 T* 'l 1 1! SOÍU uppskipunarbátur, sem ber ca, 5 tonn. Ritstjóri visar á. Farskóla Mosfellshrepps vantar barnakenr.ara, næsta vetur, alt að sex mán. tinr a. Umsóknir sendist uadirrkuðum fyrir 15. sept- erober næstkomandi. Úlfarsfelli 12. ágúst 1918. Skúli Guðmundsson. Dömuhanzkar úr bómull og siiki, fást i verzl. Jóns Haligrímssonar Bankastræti 11. S. Kjartansson Box 383. Reykjavík. Útvegar allskonar rafmagnsvélar og alt annað er að rafmagni lýtur svo sem: Rafstöðvar, vira, lampa, ljósakrónur, allskonar hitunarvélar o. fl. Jiomið i Tóbakshúsið á Laugaveg 12, þar ást Reykjarpípur, Reyktóbak, yfir 20 egundir af cigarettum, vindlar, marg- ar tegundir, súkkulaði í stóru úrvali, margskonar brjóstsykur. Komið og sjáið, það kostar ekkert. Maður með vagn og hest óskast i vinnu nokkra daga, til að keyra burt ofaníburð. M. Júl. Magnús læknir. P ÆswpgjSapur $ Grjótmulningur til sölu. M. Júl. Magnús læknir. Nokkrar álnir af klofnu grjóti til sölu. M. Júl. Magnús læknir. Kerensky. Það var mælt, að Kerensky mundi ætla sér að ferðast til Ameríku, þá er hann hefði heimsótt Frakkland og Bretland. En þá er hann var kom- inn til Paris breyttist þessi ferða- áætlun af einhverjum ástæðum og fer Kerensky ekki vestur um haf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.