Morgunblaðið - 16.08.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Síðustu símfregnlr. Hann er kominn aftnr til yígvallarins hinn margeftirspurði Mentholbrjósí- sykur, í heilum og háifum dósum í lóbakshúsinu. Nú er komið aftur Fernis Kitti Blackíernis Tjara og allskonar Lltafduft Daniel Haildórsson Kolasundi. Fyrsta flokks bifreiðar ávalt til leigu. St. Einarsson. Gr. Sigurðsson. Simi 127. Sími 581. Símanúmer véiaverkstæðisins H a m a r er 50 ekki gert fyr en aurinn var farinn að þorna og þjappast saman. Nú liggur þykt lag af hnullungamöl þarna ofan á og gerir allan akstur ófæran, en einmitt á þessnm stað þarf sér- staklega að vera greitt og gott yfir- ferðar. Eins og nú stendur er þessi vegabót að eins til stórskemda, því núna í sumarþurkunum mundi þarna vel fært, hefði mannshöndin engu spilt. Væri það nú til of mikils mælst að lofa götuvaltaranum að skreppa þarna niðureftir og lofa hon- um að fara nokkrar umferðir? Ekki er ólíklegt að það yrði til svo mik- illa bóta að vanvirðuminna yrði á eftir að ætla mönnum og skepnum að draga þarna hlaðna vagna. Og þess ætti að mega vænta, er á þetta er bent, að reynt yrði að bæta eitthvað úr þessum ómyndar frágangi, þó ekki væri bót að nema í bili, og kostnaðarlítið væri að reyna. // Eodaslepp skemtiganga. Síðastliðið snnnudagskvöld gekk eg ofan í bæ, ætlunía var að fá mér ofurlitla skemtigöngu undir svefninn. Það hafði legið háifilla á mér mest af deginum, eg he!d mest af því að mér líkaði ekki veðrið. Af því eg hafði setið heima mik- ið af deginum fanst rnér eg hafa fulla þörf fyrir að ganga eitthvað, einkum af því veðrið var að verða svo yndislegt, taldi víst að komast i betra skap við útiloftið og hreyfing- una, og eiga svo vísa bjarta og skemtilega drauma næstu'nótt. Eg gekk að heiman sem letð ligg- ur um Laugaveg, Bankastræti, Aust- urstræti ^og Pósthússtræti og stað- næmdist stundarkorn framundan Ing- ólfshvoli og dáðist að útsýninu til austurs og norðurs og veðuiblíðunni alt i kring. Eg var á svipstundu kominn í það bezta skap sem eg minnist að hafa komist í. Á þessum slóðum var margt manna komið saman, karlmenn, kvenfólk og börn, sjálfsagt allir í sömu erind- nm og eg, að sækja eitthvað skemti- legt til minja um daginn, eg sá og heyrði að allir voru í ágætu skapi eins og eg sjálfur. Alt í einu sé eg að gluggi er skyndilega opnaður á efstu hæð á Ingólfshvoli, og út um hann er fleygt einhverju sem eg sá ekki á auga- bragði hvað var, en lítil og falleg hönd lokaði glugganum uppi með einni eldsnarri hreyfingu. Dálítið forvitinn fer eg að litast um til að gá hvaða hlutur sé með- höndlaður svo gálauslega að fleygja honum niður úr slíkri hæð. í sama bili sem eg lít niður á götuna, fell- ur það sem fleygt var niður, ofan á steinlagt strætið, eg heyri hjartasker- andi kvalaskræki, þetta var þá lif- andi skepna, ofurlitill ljómandi fail- egur köttur. Þarna lá hann með hálfmolað höfuð, hræðilega limlestur og blóðið fossandi úr flakandi sár- in. Allir stóðu sem steini lostnir star- andi á þetta sláandi dæmi mannlegr- ar grimdar og tilfinningaleysis, óhug sló á alla, sumir gátu ekki horft eða hlustað á vesalings skepnuna sem engdist sundur og saman í voðaleg- ustu kvölum, og gengu DÍðurlútir bmtu. Margir létu í ljósi vanþókn- un sína á þessu samvizkuleysis at- hæfi. Mér varð fyrst fyrir að leita í vös- um mínum að einhverju áhaldi sem stytta mætti með kvalir aumingja skepnunnar, en af því eg hafði ekki gert ráð fyrir sliku tilfelli þegar eg fór að heiman, þá fann eg ekkeit nýdlegt til þess. Þá gekk fram úr hópnum lítill drengur, tók upp helsærða dýrið, vafði það í fang sér og gekk burt, hvert vissi eg ekki. Eg hafði fengið nóg af skemti- göngunni, sneri heirn hryggnr i huga og óskaði eg hefði ekkert farið, en nóttina rsæstu var mig öðru hverju að dreyma aumingja köttinn. En þið, setn meðhöndiið varnar- lausar og saklausar skepnur á þennan hátt, þið ættuð að hafa hugfast að siík verk sem þetta hrópa í himin- inu — eftir hefnd. / G. SrauB biandað saítflski, Bakari nokkur í Bergen hefir undanfarið vcrið að gera tilraunir með það að blanda brauð með salt- fisksmauki. Hefir hann komist svo langt i þessu efni, að stjórnin torska hefir látið búa til sérstakar vélar til þess að undirbúa saltfiskinn til blöndunarinnar. Norðmenn hafa mjög lítið fengið af kornmat frá Ameríku og fólk hefir langt frá því fengið nægju sína af brauði. Þykir því mjög mikilsvert, að ráð hefir verið fundið til þess að blanda og drýgja brauðið með hollri, góðri fæðu, sem Norð- menn þar að auki hafa í ríkum mæli. Búist er við því, að blanda megi brauðið með alt að 20 % af saltfiski, án þess að fiskbragð verði að brauðinu. Stjórnin hefir veitt 30 þúsund króna fjárstyrk til fyrir- tækisins og brauðgerðin fer fram undir umsjá hins opinbera. Kafbátahemaður við Ameríkustresidur. Dagana 10.—-18. júnt var sökt fjölda skipa bjá Ameríkuströndum, segja »Bergens Tidende«. Þar á meðal voru eigi færri en 6 norsk skip, Vinland, Eidsvold, Henrik Lund, Vindeggen, Samoa og Ktingsjaa. Henrik Lund var á leið frá Noi- folk með kolafarm til Rio de Janeiro. Var skipið komið skamt áleiðis er stór kafbátur stöðvaði það. Sprengdu Þjóðverjar skipið í loft upp, en gáfu áður öllum mönnum tíma til þess að komast í bátana og hafa með sér nauðsynlegasta farangur. Segja skip- verjar að Þjóðverjar hafi komið mjög kurteislega fram og foringi kafbáts- ins gæddi þeim á vínum ogwhisky. Vindeggen var á leið frá Colon með 2000 smálestir af kopar, 80 smálestir af skinDum og nokkuð af ull. Var farmur þess allur um 30 miljón króna virði. Um 4S sjó- mílur frá Bandaríkjaströnd var skip- ið stöðvað af þýzkum kafbáti og er eða Hinn dularfulli atburður í New-York bankanum. Leynilögreglusjónleikur í 3 þittum og s° atriðum. Þetta er svo spennandi mynd sem frekast verður á kosið og ágætlega leikin. Þjóðverjar höfðu séð skipsskjölin, senda þeir vopnaða menn um borð og sigldu svo skipinu út á haf, 220 sjómílur undan laridi. Þar var farið að flytja koparinn úr skipinu yfir í kafbátinn. Voru hafðir til þess þrír bátar skipsins og bar hver þeirra um i’/a smálest. Var byrjað á umskip- uninni kl. 9 sð morgni og haldið áfram af kappi þangað til kl. 8 að kvöldi. Næsta morgun var byrjað aftur á umskipuninni kl. s og haldið áfram til kl. hálf ellefu. Fengu Þjóð- verjar þir eins mikið af hreinum kopar eius og kafbáturinn gat borið. Kafbátsmenn voru flestir ungir að aldri. Skýrðu þeir skipshöfn Vind- eggen frá þvl, að kafbáturinn ætti að vera i hálft ár á skipaveiðum, en hefði nú verið úti í 2 mánuði og á þeim tima sökt 63 skipum. Vindeggen var líka sökt m^ð spretigjum og komust allir menn af. Var þeim bjargað af danska skipinu Brosund, sem um sama leyti barg og skipshöfninni af Henrik Lund og flntti alla til New York. ■ Kringsjaa var barkskip og var á leið frá Buenos Aires til New York með hörfræ. Kafbáturinn, seQi sökti skipinu, gaf skipverjum 15 minútua frest til þess að komast í bátana og bjarga því sem þeir gátu komist með. Síðan var skipið skotið i kaf, en skipshðfninni var bjargað einum sól- ar'nring síðar af ameríkskum tundur- báti. 2. flokks hermenn. í Þýzkalandi hafa menn, sem dæmdir hafa verið í hegningarhús- vist fyrir einhver afbrot, ekki verið teknir í herinn. Þar rnátti, svo sem það var kallað, enginn vera nemá sá, sem hafði óflekkað mannorð. Nú hafa yfirvöldin ákveðið, að stofna skuli til herdeilda, þar senJ afbrotamenn eru í eingöngu og verða þeir hermenn af 2. flokki. Er þeim þó ekki ætlað að berjast á víg- vellinum, heldur verður þeim fengið annað staif, flklega við flutninga. — Þeim verður haldið alveg sérstökum og mega engin mök hafa við aðra hermenn. * jmurníngsolía s Cylínder- & Lager- og 0xuIfeíti Hafnarstræti 16 eru áreiðanlega ódýrastar og beztar hjá S 1 g U 1*j é ll i Simi 137. KaupirOu góðan h!ut fcá mundu hvar þú fekst hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.