Morgunblaðið - 26.08.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta flokks bifreiðar ávalt til leiga. St. Elnarsson. 6r. Sigurðsson. Simi 127. Sími 581. um. Nú þegar Einar H. Kvaran haíði lagt smiðshendur sínar á þýð- inguna, gat eg ekki á mér setið og tók söguna í hendur mér og las. Og nú horfir sagan öðru visi við mér að sumu leyti, heldur en hún gerði harða vorið 1916. Þegar eg las söguna á dönskunni tók eg ekki eftir þvi, að hún væri sögð á sérstaklega góðu máli. Reynd- ar er eg svo lærður í danskri tungu, að eg þori að fullyrða, að eg kunni að meta danskan stýl réttilega. En eg fann það þó, að J. P. Jakobsen rit- aði afbrigðilega fagurt mál. Jóhann Sigurjónsson er dvergur á danska tungn. Og Jóhannes V. Jensen ritar stórum þróttmikla dönsku, svo ið hann stingur í stúf við aðra nýja- brumsmenn þar á ffatneskjulandinu. Mér þótti sem Gunnar ekki stæði jafn- fætis úrvalsmönnum Dana í list máls- ins. Og það er að vonum. Hann mun þó rita dönskuna vel og til jafns við góða meðal rithöfunda danska, eða betur. Nú liggur sagan þessi frammi fyr- ir Islenzkum lesendum og gefur á að líta, i þeim búningi, sem Einar hefir sniðið atburðum og fólki. Mál- ið er 1 bezta lagi á þýðingunni, hvort sem báðir valda, höfundurinn og þýðandinn, eða sá hinn síðar- nefndi. Mér virðist hvaivetna sem þau orð séu valin atburðunum og lögð f munn einstaklingum, sem bezt eru og heppilegust. Samtölin eru svo góð í þessari sögu, að þar hafa eng- ir islenzkir sagnahöfundar komist nær lifandi vörum, nema Jón Thor- oddsen og síra Páll Sigurðsson — ef til vill þeir, og þó naumast mik- ið nær sönnu orðalagi. Skapgerð fólksins i þessari sögu er svo vel máluð með samtölum og viðræðum, að hugskotin opnast og blasa við auga iesandans. Eg vil minna á verzlunarstjórann, sem lætur »brak- andi« hláturinn fara inn í hugskot lesendanna. Og vatnsblámi augna hans glennir sig móti þeim, sem opnar bókina til lesturs. Frásögulist höfundar (og þýðanda) er svo mikil, að nærri fimtugur mað- ur hlýtur að öfunda þennan naum- lega þrituga sjálfsmentamann, af þvi valdi, sem hann hefir á efni og máli. En eg öfunda ekki höfundinn af lifs- skoðun sinni. Hún kemur fram i allri sögunni og þvi drungalegri sem nær dregur sögulokum. Einhvers staðar er þess getið i sögunni, að mennimir séu eins og skipsflök á strönd, sem bylgjurnar leika sér að og mölbrjóta — á valdi blindra en þó grimmra örlaga, sem merja ein- staklinginn sundur eða kasta honum út á sorphaug tilverunnar. Þetta er þannig orðað í sögunni: »Mennirnir ganga í hring í hjóli ársins, eins og þrælar. Dagarnir eru eins og þrep i stigmylnu — ekki er hægt að hlaupa yfir neinn. Fylk- ing hlekkjaðra þræla gengur í hring, í hring, — og þó ávalt á sama stað- inn . . . þar til hver eftir annan fellur til jar ’ar og er varpað á áburð- arhaug framtíðarinnar*. Menn og málefni strandr. Og hræin fara á »áburðarhaug framtið- arinnar* — er varpað á þann haug. Þetta er tvlmælalaust bölsót (pessim- ismus) og efnishyggja (materialismus). Þetta er rauða röndin i sögunni, þungamiðja, undirstraumurinn og yfirvarpið. Síra Friðrik J. Bergmann ritaði um þessa sögu i blaðið Heimskringlu og taldi vera þann undirnið sögunn- ar, sem nú skal greina: Sturla prest- ur er oftrúarmaður. Hann trúir því, að kraftaverk geti orðið. Þess vegna þorir hann að hefja samfarir við konu sina aftur. En af þessari oftrú leiðir vitstol og örvilnun að lokum. Og svo fer jafnan um oftrúna segir sira F. J. Bergmann, eða á þá leið mælir hann. Þetta er vafalaust órétt i ritdómi hins afarglögga ritdómara (sem vai). Það sést á þvi, að ailar trúarhetjur eru oflrúarmenn i saman- burði við okkur trúlitlu mennina. En veraldarsagan veit ekki neitt um það að segja, að trúarhetjurnar lendi i vitstoli að lokum. Annað mál er það, og kemur ekki hinu efninu við, að allar öfgar geta leitt manninn út i vitleysu, þegar svo ber við, að öfgarnar eru svo gerðar, að þær raska öllu jafnvægi mannsins. En sú trú, sem treystir skapara sinum skilyrðislaust, hún er samkvæm trú og kenningu Jesú Krists og ekki annað en trú barns- ins, sem ein hefir skilyrðislaust fyrir- heit i guðspjöllunum, um fullkomna sæln. Eg er ekki í neinum vafa um það, hver sé ucdirrótin að sögunni. Þessi orð sira Sturlu, þegar hann er orð- inn afglapi, taka þar af skarið: »Lífið er ekki annað en strönd, sem okkur er öllum skolað upp á, og vér brjótum þar skip vort — hver með sinum hætti. Lifið leikur sér að okkur eins og lævis bylgjan — brosir við okkur að eins til þess eins að gera fallið i örvæntinguna enn meira. Við erum allir sjórekin lík . . . sjórekin lik — á — strönd lífsins«. Þarna er gerð grein fyrir því, hvers vegna sagan heitir S t r ö n d- in. Og allir atburðir sem gerast i sögunni eru um þessa skipreika, á sjó og landi (bókstaflega og i lik- ingum talað). Svo vel sem þessi saga er sögð, skoðuð frá ^jónarmiði listarinnar, er hún þó öfgasaga og ólikindasaga að öðrum þræði. Það er t. d. ótiúlegt, að Sturla prestur hafi synt út í skips- flakið gegnum biimgarðinn. Strand- góssið tr látið reka á land, það sem svo er þungt, að ekki getur farið framan af skerjagrunni og upp i fjörumál (sykurkassar og kornvöru- pokar). Og þegar svona er farið djarft með það efni i sögunni, sem sanna má, að ekki fari að náttúrlegum hætti, þá er við því búið, að farið sé með sálir manna og hugrenning- ar gagnstætt því sem gerist og geng- ur í hibýlum vorum. Eg skil t. d. ekki þau hughvörf, sem presturinn virðist fá við fiski- dorgina og sem orka því, að hann tekur til að sofa i herbergi konu sinnar aftur, eftir 10—12 ára stíun. Þar er áreiðanlega skáldaleyfi sem skapar atburð. En þrátt fyrir annmaika sögunn- ar, er hún svo vel samin að flestu leyti, að hún hlýtur að spora sig djúpt í huga þess er les. Víða er frá- sögnin svo skáldleg, að fáir gera bet- ur t. d : »Tíminn leið — — — Dropp, dropp, sögðu mínúturnar og féllu eins og þungir dropar i fen stund- anna.........Gut-I, gut-J, sagði fen stundanna, þegar gruggugur straum- urinn frá forarpollum þess komst fram að lækjarfarvegi daganna. . . . Ojf lækur daganna liðaðist hægt og hægt áfram, þar til hann komst i elfur áranna. . . . Elfur áranna fluttu tígulega ólgandi vatnsmagn sitt i móðu aldanna. . . . En þegjandi leið móða aldanna áfram, þar til hún skilaði sinum skuggalegu feiknum í hið dauða haf eilífðarinnar, þar sem alhi hreyfing er lokið«. Þannig skrifa fáir menn sem þó eru höfundar að bókum. Þannig rita þeir einir, sem sogið hafa brjóst skáldgyðjunnar og fundið hafa i hug- skoti sinu hitann »af Prómeþeifs eilífa eldi«. Guömundur Friðjónssou. Bergþórshvoll. Þegar eg á deginum las góðu greinina í Morgunblaðinu »HIíðar- endi í Fijótshlíð* hvarflaði hugurinn fram að Bergþórshvoli, þar sem eg átti heima á 7. ár. Duttu mér meðal annars í hug »Línakrarnir* á Af- íallsbökkunum, sem umgerðirnar sá- ust greinilega af 1904» er eg fór frá Bergþórshvoli. Þyrfti þá að vernda. Þá kom eg nær bænum að »Höskuldar- dælu« á norðurtúninu, þar sem í var ekki all-Htil gróf og vottaði fyrir þrep- um og ef til vill verið til þess að vatnið héldist i visast til þess að baða sig úr eða til þvotta. Úr heiðni Sjónleikur í 2 þáttum. Fróðleg og skemtileg mynd. Stórfenglegt og faguit landslag. Vendelby öskubuska Gamanleikur. Leikinn af ágætum frönskum skopleikurum. Svo brá eg mér að »Flosalág«, en talsveit af henni var »komið i Af- fallið«, það er að segja það búið að brjóta svo á vesturbakkann að lágin mun þá 1904, hálf eða vel það hafa verið af, en F.osahóll var með um- merkjum og ber úr láginni i bæinn, sem iiklega stendur enn á sama stað eða mjög nærri og á Njáls dögnm og á hann »óku synir hans skarni«* Vesturtúnshólnum heyrði eg aldrei örnefni á, en vestan við húsið tek- ur við mýrarsund og göngugarður yfir, áðnr kemur að Káragarði, en þar er í túniuu »Káratjörn« og »Kára- gróf«. Ensk hefðarkona kom eitt sumarið,, sem eg var þar eystra að Berþórs- hvoli og meðal annars spurði hún mig: »Where is Kárispool ?« = hvar er Káratjörn? Hún hafði lesið Njála frúin sú. Fór eg með henni »vestur yfir garð« og sýndi henni tjörnina og grófina. Frúin var fremur fá- málg og virtist undrast — tjörnin var fremur lítil — þurkar búnir að vera og grófin rúmlega manntæk. Sagði eg henni að tjörnin yrði meiri i vætum og grófin mundi hafa minkað, gengið saman og að undan austankalda mundi Kári hafa hlaupið, Þeir voru með frú þessari síra Jón á Staðastað, sleipur í ensku og Tómas; frá Apavatni og fylgu henni norður yfir Sprengisand. Reið eg með þeim upp að Auraseli, þar sem fylgdar- maður fékst yfir »ólgandi Þverá«^ Ferð þeirra gekk vel. I fögru sumarveðri er, einkum um sólarupprás, undur fögur útsýn frá Bergþórshvoli. Ávalt varð mér fyrst litið til Hliðarinnar, sem er skinandi í fjarlægð hæfilegri og þá inn á »Mörkina«, sem opnast frá Bergþórshvoli með Dímóna sér- stæða og einkennilega sem eyjar í stórfjarðarmynni, og þangað var og er sýnin glæst af sólstöfunum ofan yfir Tindafjöll og vel fer Eyjafalla- skallinn í háaustri og Eyjarnar heið- bláar i hafinu og tilkomumikill er fjallahringurinn austan úr Mýrdal og vestur á Reykjanesfjallgarð með Heklu og Þrihyrning meðal annars í bak og Þrídraug3 í fyrir. Veður- hepnir ferðamenn ættu að bregða sér fram með Affalli og sjá sögustaðinn forna, fá upp fagrar minningar um gamla, spaka Njál, horfa á Héðinn henda jaxlinum og troða eldinn, m. fl.r sjá tibrá og »hafið skinandi bjart«- Mosfelli, 22. ágúst 1918. Af. Þ. Hafnarstræti 18 Simi 137. Kauplrðu góðan hlut t>á mundu hvar fc>ú fekst hann. Smumingsolia: Cylinder- & Lager- og 0xulfeitl erz áreiðanlega ódýrastar og beztar hjá S i 0 U Pj Ó n 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.