Morgunblaðið - 30.09.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.1918, Blaðsíða 1
Mánudag) •®ept.! '1918 HORfiOIiBLASID 5. argangr 323. . tfilublaA Ritstiórnarsimi nr, s°° !■ Itst Afgreiðslnsimi nr. soo Danz á víðavangi Mynd þessi er tekio í Svíþjóð, en þar i landi er þið altitt að fólk kotni saman á helgum og darz; úti á viðavangi '— titi i guðs dásam- legu náttðru, sem óviða er fegri en i Svíþjóð. Eða hyggja menn ekki að það sé fögur sveit þarna, þar sem myndin er tekin? Fólkið stígur einn af hicum gömlu þjóðdönzum Svía, en að baki er »spilarinn«. ilann hallast upp að tré, og leikur á harmoniku eða draggargan, sem sumir kalla þetta ómissandi hljóðfæri. Erlendar símfregnir. Frá fréttaritara Morgunblaðsins. Friðarumleitanir Búlgara. Kh. 28. sept. árd. Frá Sofia er símað, að stjórnin hafi í samráði við stjórnarflokkana stungið opinberlega upp á þvf, að vopnahlé verði samið við óvinina. Flokkarnir skora á þjóðina að trufla ekki þær friðarumleitanir semhti sé byrjað á. í samráði við hlutaðeig- andi stjórnarvöld hafði það verið ákveðið að senda nefnd til Saloniki, til samninga við fulltrúa bandamanna, og átti nefndin að leggja af stað 25. þ, m. Þingið er kvatt saman þann 30. þ. m. Frá Berlin er símað, að fréttirnar af ástandtnu í Btilgaríu hafi vakið -afskaplega æsing, með því að alvar- leg hætta er talin á því, að höggvið verði á samband Þjóðverja við Aust- urlönd. Það er álitið að konung- • dómi Ferdinands muni lokið, ef .Malinov forsætisráðherra hafi sitt mál frám. Hintze utanrikisráðherra segir að ástandið sé mjög alvarlegt, ■en þó sé ekki öli von titi. Mikið verðfall á kauphöllinni (i Berlín). Frá London er simað, að Bretar Ihafi tekið Strumitza. Haig hershöfð- ingi tilkynnir, að hann hafi hafið .-sókn á stóru svæði fyrir sunnan 'Sensée og orðið vel ágengt. Frá París er simað, að her banda- manna hafi SÓtt fram um 5—12 kilómetra i 3 5 kilómetra svæði milli rSuippe og Argonne og tekið 7000 ffanga. Frá Þýzkalandi. Þjóðverja skortir ekki menn, hergögn né hráefni Varaforingi þýzka herstjórnarráðs- ins, von Freytag Loringhoven, flutti nýlega ræðu um hernaðinn og mælti þá meðal annars á þessa leið: — Alt er á huldn í hprnaði og á hverfanda hveli. Það er eigi hægt að dæma fyrir fram um allan árang- ur hernaðarframkvæmda, þvi að al- drei er vist hvernig óvinirnir snúast við þeim, og vegna þess, að ófyrir- sjáanleg atvik hafa hvergi jafn mikla þýðingu sem i hernaði. Þetta verðum 'Vér jafnan að hafa hugfast, til þess að verða eigi fyrir vonbrigðum. Vér meigum aldrei búast við af miklu, eins og þegar kafbátahernaðurinn hófst og aftur þegar sóknin var hafin i vor. Vegna þess er bætt við því, þá er til lengdar lætur, að þjóðin missi sjónar á hinum miklu afreksverkum hers vors. En þegar þess er gætt, að óvinirnir hafa eigi enn sigrað okkur og verða stöðugt að fá nýjar þjóðir til liðs við sig, þá er það í sjálfu sér svo mikil viðurkenning á þreki voru, að aðra meiri er eigi hægt að hugsa sér. Vér meigum eigi gefa hugmynd- unum lausan tauminn og láta þær hlaopa á undan hernaðaratburðunum, en á hinn bóginn getur viðurkenn- ing hinna miklu afreksverka hers vors gert oss rólega, svo að vér horfum með öruggri von fram í tímann. Það slær stundum í bakseglin, en atburðir þeir, sem nú eru að gerast á vesturvígstöðvuhum era eigi likt þvl eins hættulegir og margt af þvi, sem þegar er um garð gengið. Eg skal i þvi sambandi minna á innrás Rússa i Austnrprússlandi dagana eftir orustuna hjá Marne 1914, á mánuðina september og október r9x5 þegar her vor að vestan, sem var skertur til stórmuna af liðsend- ingum til austurvigstöðvanna, varð að verjast sóknum samtímis i Cham- pagne og Artois. Þá skal eg minna á sumarið 1916 þegar vér vorum komnir rétt að Verdnn, en Rússar hófu geigvænlega sókn í Volhyniu og Galizíu og um leið hófu Bretar og Frakkar sókn hjá Somme. Og þá um haustið gengu Rúmenar í lið við óvini vora, en Somme-sóknin hélt áfram og eins sókn hins mikla Rússahers. Þetta var alt saman miklu iskyggi- legra heldur en þeir atburðir sem nú eru að gerast að vestan. En það fær meira á menn nú, vegna þess hvað þeir eru orðnir lang- þreyttir á hernaðinum. Vér skulum gæta oss við þvi, að telja sjálfum oss trú um að vér höfum biðið ósigur, því að svo er eigi. Hér á við forna spakmælið að ósigur er þá fyrst biðinn, er menn halda að þeir hafi biðið ósignr. Herstjórn vor hefir altaf haft þá óbifanlegu sannfæringu að það sé meira virði að sameina sem bezl kraftana, heldur en halda dauðahaldi i unnin lönd. Þegar óvinirnir hófa hina miklu sókn sina, ákvað hún þvi, að hverfa fri hinni fyrri fyrir- ætlan sinni og fyrirskipaði undan- hald frá Marne og aftur fyrir Vesle og þar af leiðandi varð hún lika að fyrirskipa undanhald norðan við Oise. Þetta er engin ný aðferð hjá her- stjórn vorri eins og sjá má á undan- haldinu i fyrra að vestanverðu og undanhaldin frá Weichsel haustið 1914, þegar 9. herinn sameinaðist tnilli Weichsel og Worthe en þaðan hóf hann sókn frá Lodz gegn stöðv- nm Rússa. Þær stöðvar sem vér höfðnm, þegar sóku óvinanna hófst, höfðum vér tekið í mðrgum sóknum og þess vegna vóru þær ekki hæfar til þess að taka þar upp vörn. Stöðvarnar voru eigi svo treystar, að þær fullnægðu þeim kröfum sem skotgrafahernaðurinn útheimtir. Það er um að gera fyrir oss að koma ár vorri þannig fyrir borð, að Bandaríkin og Bretland sjái það, að það sé eigi hægt að vinna sigur á oss. Og oss skortir hvorki menn, bergögn né hráefni, til þess að halda uppi varnarbaráttu. Vér vitum það líka fyrir löngu að eigi er hægt að svelta oss inni. En eitt er nauð- synlegt, að hafa óbifanlegan vilja til þess áð standa fast í þessu stríði fyrir tilveru vorri, til þess að eigi sé til einkis fórnað framtið þjóðarinn- ar og öllu því, sem hún hefir lagt í sölurnar i fjögur hernaðar-ár. Þessi vilji verður að vera vakandi bæði í hernum og heima fyrir og alt sem á milli ber verður að liggja niðri þangað til striðinu er lokið. Höfum það sifelt fyrir augum fyrir hverju vér berjnmst og hvað er í húfi fyrir oss, ef vér verðum undir og’ þá mun öllum verða það ljóst, að hið eina sem oss ber að gera er að halda uppi sigursælli vörn þangaö til yfir lýkur. Roosevelt og alþjððasamband. í ræðu, sem Roosevelt, fyrverandi forseti Bandarikjanna, flutti nýlega, mintist hann á hið fyrirhugaða al- þjóðasamband. Sagði hann að það mundi þvi aðeins verða til gagns, ef það gæti fækkað styrjöldnm i heiminum. En hann kvaðst alger- lega vera á móti þvi, ef tilgangur- inn væri sá, að halda hlifiskildi yfir smáu og huglausu þjóðunum, er ekki þyrðu að verjast. Eina trygging þjóðanna lægi i þvi, að þær væru ætlð viðbúnar að verja sig fyrir hverjum sem i hlut ætti. Fjársvik i rikisbanka Prússa. Eftir þvi sem Wolffs Bureau segist frá hefir rikisbanki Prússa orðið fyr- ir all-miklum fjársvikum. Tveir af starfsmönnum hans höfðn með fölsk- um ávísunnm krækt sér i 600.000 mörk. Mest af þessu fé náðist þó aftur, þegar svikin komust upp, þvl aÖ piltarnir höfðu lagt það inn i banka í Freiburg. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.